Morgunblaðið - 24.09.1954, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLADIÐ
Föstudagur 24. sept. 1954
— Skákbréi Írá Rmsterdam
Framh. af bls. 3 tvær töpuðust í viðureigninni við
seint og svo eigi hún að vera Sovétríkin.
skrifleg. Búlgarski kapteinninn Svíþjóð tapaði enn einu sinni
segir þá að hér sé um „force
majeur“ að ræða, hann hafi sent
mann áf stað með bréfið, en mað-
urinn hafi villzt í borginni. Skák-
Stjórinn segir honum auðvitað að
það komi sér ekki við, hann hljóti
að bera ábyrgðina á því að bréfið
komi í tæka tíð. Nokkru seinna
komu svo Búlgararnir niður á
skákstað og báru sig illa: einn af
fjórum efstu mönnunum var hálf
íasinn og ekki undir það búinn
að tefla, annar týndur í borginni
á ný. Varð um þetta eitthvert
þref, en að lokum stakk yfirdóm-
árinúý prófessor Vidmar, upp á
því áð taflinu yrði frestað til
morguns, ef íslendingar sam-
þykktu það fyrir sitt leyti. Við
vorum allir sammála um að gera
það og þess vegna stóðu borðin
auð, en við gátum gengið um og
horft á skákirnar hjá hinum
þjóðunum.
LITAZT UM í SKÁKSAL
Athygli áhorfenda var nær ein-
vörðungu bundin við skákir Hol-
lendinganna eins og fyrri daginn.
Þeir áttu í höggi við Argentínu
og var sú barátta alltvísýn um
skeið, en leikir fóru þó svo, að
Argentínumenn unnu með 2 V2
gegn IV2. Að sögn blaðanna hér
fylgist engin þjóð með skák-
mönnum sínum af jafnmiklum
áhuga og Argentínumenn. Byrj-
unarleikir þeirra eru hraðsímaðir
heim til Argentínu, og nú er
austurrísk-þýzk-argentínski tafl-
meistarinn Erich Eliskases kom-
inn hingað alla leið frá Argen-
tínu til þess að vera skákmönn-
unum til aðstoðar. Hann gengur
um og athugar taflaðferðir kom
andi andstæðinga, hann hjálpar
með biðskákir og leggur á ráð.
Fyrir voru hér að minnsta kosti
sex skákmenn auk fararstjóra.
Yngsti maðurinn í sveitinni er
Oscar Panno nítján ára, heims-
meistari unglinga og núverandi
skákmeistari Argentínu. Hann
hlaut 100.000 króna bifreið í verð
laun, er hann vann skákmeist-
aratignina. Hann stóð sig mjög
vel fráman af hér á mótinu, en
hefur svo tapað tveimur eða
þremur skákúm og er farinn að
fá frí. Eins og menn muna gáfust
Argentínumenn upp á því að
halda mót þetta og báru við fé-
leysi, eitthvað virðist þó hata
verið eftir í fjárhirzlunni.
Ungverjarnir sem höfðu sigr-
að okkur daginn áður fengu að
reyna það að enginn er einna
hvatastur, þeir töpuðu nú í fyrsta
sinni á mótinu og þá rækilega:
tvær skákir urðu jafntefli, en
stórum, í þetta sinn gegn Tékk-
um, fengu V2 vinning. Hver hefði
trúað því, að Svíar, sem lengi
hafa verið taldir sterkasta skák-
þjóð Norðurlanda, skuli vera
neðstir eftir 4 umferðir! Stahl-
berg stórmeistari virðist alveg
hafa misst móðinn og tapar
hverri skákinni á fætur annarri,
og nýliðarnir tveir, Svíþjóðar-
meistarinn Hörberg og sá er
næstur honum varð, Goode, hafa
brugðizt að verulegu leyti, og sá
eini er heldur merkinu uppi er
Lundin.
Bretar voru heppnir að fá hálf-
an annan vinning gegn Vestur-
Þjóðverjum. Þýzki meistarinn
Lothar Schmid var að því er
virtist kominn með unnið tafl
gegn Penrose en lék svo af sér,
svo að skákin snerist við og Pen-
rose vann fallega.
SKÁK
OG HEIMSKAUTAFARAR
Morguninn eftir voru svo tefld
ar biðskákir og þá tefldu íslend
ingar við Búlgari. Það voru ein-
kennilegir andstæðingar er þar
mættust, Búlgararnir eru al.lir
ungir menn nema einn, Zvetkoff,
þeir eru allir tinnudökkir og
skarpleitir, fullir af sigurvilja,
manni finnst næstum fanatísk
glóð í augunum. Einkum var
munurinn á Inga og andstæðing
hans eftirtektarverður, enda
lagði einn blaðamaðurinn fj?.!"-
lega út af honum, fyrirsögnin
var: „Prófíll frá ísöldinni", og í
greininni var lýsing á Ijósum
víkingalokkum Inga, sem blaða-
maðurinn sagði að minnti sig á
norrænar hetjur eins og Friðþjóf
Nansen og Roald Amundsen. En
svo fór svipmótið út um þúfur,
þegar Ingi lék af sér í hörku-
hraðskák undir lokin. Það hefðu
Friðþjófur og Hróaldur aldrei
gert.
GANGUR SKÁKANNA
Friðrik valdi nimzoindverska
vörn gegn Mileff og tókst að snúa
taflinu sér í hag á furðu skömm-
um tíma. Að lokum var Búlgar-
inn orðinn svo aðþrengdur að
hann sá þann kost vænztan að
láta mann. Tveir af dönsku tafl-
meisturunum komu að er Búlg-
arinn hafði fórnað manninum og
horfðu undrandi á taflið. Þeir
sögðu mér á eftir að þeim hefði
komið saman um, að ef þessi
leikflétta Búlgarans reyndist
rétt, hefðu áreiðanlega ekki ver-
ið hugsaðar aðrar geníalli á þessu
taflmóti, svo djúp væri hún. Hún
reyndist ekki held og Búlgarinn
gafst upp nokkru seinna. Þessi
sigur Friðriks varð okkar eini
sigur í viðureigninni og virtist
mér þó horfa reglulega vel fram-
an af. Guðm. Pálmason sýndist
eiga öllu betra, en honum sást
yfir óþægilegan leik, er hann
hefði auðveldlega getað komið í
veg fyrir. Við það náði Búlgar-
inn sér á strik og tefldi skákina
ljómandi vel til enda, án þess
að gefa Guðmundi nokkur færi á
að jafna leikinn.
Guðmundur S. átti nokkuð
jafnt tafl allan tímann, þó aðeins
betra og jafnvel vinningsfæri, en
þau voru hættuleg fyrir hann
sjálfan og lítill umhugsunartími
eftir, svo að hann tók jafnteflis-
boði andstæðingsins. Ingi sótti
fast á andstæðing sinn og virtist
eiga góðar vinningshorfur, en
hefur líklega ekki fundið beztu
leiðina, því að taflið jafnaðist og
var ekki annað að sjá en lokin
hlytu að verða jafntefli, er Ingi
lék af sér í hraðskákinni eins og
fyrr er sagt og lét skáka af sér
hrók. Búlgaría hafði þannig unn-
ið sigur með 2% gegn IV2.
Vetrargarðurinn
Vetrargarðurinn
DANSLEIKUR
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur.
Miðapantanir í síma 6710 eftir klukkan 8.
V. G,
■■■■■■•■■■
VERBTAS
saumavélar
stignar og handsnúnar.
Garðar Gíslason hJ.
>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Skóiðnaðarmaður
óskast í skóverksmiðju sem verkstjóri Þarf að vera fag-
maður og reglusamur. — Hátt kaup — Tilboð sendist
blaðinu fyrir laugardagskvöld, merkt: „Skóiðnaðar-
maður 684“.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■aBaaaaBaaaaaaBBBaaBBBBaaBaBB^
■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
SJOMANNAFELAG REYKJAVÍKUR
FUNDUR
verður haldinn í Sjómannafélagi Reykjavíkur sunnu-
daginn 26. september n. k. í Iðnó (niðri) kl. 1,30 e. h.
FUNDAREFNI:
1. Félagsmál.
2 Kosning fulltrúa á 24 þing Alþýðusambands
Islands.
3. Skýrt frá togarasamningnum.
4. Onnur mál.
Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skírteini
við dyrnar.
Reykjavík, 24. september 1954.
STJÓRNIN
Gömlu dansarnir
6Í MÍ
flllttMð
í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Svavars Gests.
Dansstjóri Baldur Gunnarssou.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8.
Þórscafé
DANSLEIKUR
að Þórscafé í kvöld klukiían 9
K. K. sextettinn leikur.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
Kabarettinn
í KR-húsinu
■ «!
3
Sýning kl. 9 fyrir fullorðna.
Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar,
Verzl. Drangey og í KR-húsinu frá kl. 1.
Sími 81177.
Hraðferðirnar: Austur—Vesturbær og Seltjarnarnes-
vagninn, stoppa við KR-húsið.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
M ARKtJS Eför E4 Do4i
i ! //
II// jóíth/ieiasaJi
1) Þegar hinn ókunni maður: Jonni sér yfir hann.
kemur undir snjóskaflinn, kastarj
jr£lú
_ I
2) — Bíddu nú rólegur, heilla- |að þetta sé þrjóturinn Tommi.
karlinn, segir Jonni, sem heldurl