Morgunblaðið - 07.10.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.10.1954, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 7. okt. 1954 ^ —„ —i N I C O L E Sk'dldsaga eftii Katheiine Gasin m* Framhaldssagan 60 Nicole varð litið upp, og sá þá að Roger horfði á sig. Svipur hans olli henni áhyggjum og kvíða; hann var hvorki forvitinn né kaldur. Hún var í leiðslu er hún tók á móti næsta gesti er kom. Henni leið illa. Hann hafði horft á hana, eins og menn myndu horfa á boð- flennu. Hún varð vonsvikinn og henni hitnaði í hamsi. Við lá að tárin tækju að streyma niður vanga hennar. Seinna, er hún sá hann ganga á milli gestanna, íhug alan og eftirvæntingarsamán, þá sá hún hversu leitt honum þótti að vera í þessu samkvæmi. Eftir að móttöku gestanna var lokið, leit hann aldrei til hennar. Hún horfði á hann dansa. Hún hafði ekki trúað því, að hann væri syona rólegur maður og íbygg- inn, eins og hún hafði fengið hug- boð um af lýsingu Davids. „Það er mikill fjöldi hér í kvöld?“ sagði Phillip Haven, er hann dansaði vals við Nicole. „Já .... ó, já“, svaraði hún ucan við sig um leið og hún skim- aði um herbergið. Roger var að dansa við hávaxna konu með jarpt hár. Er þau snerust í dans- inum, sá hún að konan hafði festi alsetta gimsteinum um háls sér. „Það er líklega bezt að við förum til Davids", sagði Phillip. „Hann er þarna hinu megin og lítur út eins og áttavilltur maður án konuefnisins.“ Þeir skiptu um dömur. „Skemmtirðu þér, elskan?“ spurði David. „Já“, sagði hún dauflega. Gerry og Carol Anderson hring- snerust framhjá. Gerry brosti. Hún sá að hár hans var úfið. Hann virtist hálf móður af dans- inum og heitur. Carol talaði — Nícole fannst hún ekkert gera iiema tala. Það var kjaftasnakk, meiningarlaust og innantómt. Hún horfði á hann á sama hátt og Mary hafði horft á Roger við matborðið. Konur eru ómerki- legar, hugsaði Nicole, og ég er ómerkilegust allra. Allt í einu var eins og hún vildi ýta David frá sér; hann átti betra skilið. Hann var of ungur, of einlægur. Jafn- vel Gerry, sem vegna ístöðuleys- is síns var henni sjálfri nokkuð jíkur, var of góður fyrir hana. Þó að líferni hans væri umtalað og umdeilt, þá var það þó engum til tjóns nema honum sjálfum. Þegar umtalið um hann varð háværara en venjulega, svo að jafnvel honum stóð stuggur af, þá fór hann bara til Parísar. Hann fór ekki í felur með neitt. Allt sem hann gerði, gerði hann fyrir opnum tjöldum. Hann þótt- ist ekki vera saklaus, hann laug okki upp að hann væri ástfang- inn, hann lék sér ekki að hatn- ingju annarra, og hann grét “kki af vonbrigðum, þó að honum niis tækist í einhverju. „Líður þér eitthvað illa, Nicole— spurði David. „Hefurðu höfuðverk?“ „Höfuðverk? Nei. Hvers vegna spyrðu?“ „Þú leizt þesslega út“, sagði hann og brosti. „Veiztu það að þegar þú hnyklar brýrnar, þá oiæstum mætast augabrýr þínar og djúp rák myndast niður eftir nefinu?" Hún kinkaði kolli. „Hefur einhver annar sagt þér það?“ Hún leit í augu hans. Þau voru blá og Ijómuðu. „Já, David. Charles frændi sagði mér það.“ Það var eins og honum létti. ’ Hann brosti. I Hún leit við og sá fólksþyrp- inguna líða hjá eins og iðandi , haf. Þarna var Roger og dansmey hans í svörtum kjól og með rauð- gult hár. Danslagið var búið. Hún stóð mjög nálægt Roger. „Þetta heppnast vel, pabbi“, sagði David um leið og hann leit yfir salinn. „Dálítið óþægilega heitt, þó.“ „Já, það er frekar heitt“, sagði Roger. „En það er varla að búast við öðru á þessum tíma árs.“ „Þér eigið yndislegt og fallegt heimili, Lanford lávarður“, sagði svartklædda stúlkan. „Ég hef aldrei komið hingað áður.“ „Hafið þér ekki komið hing- að?“ sagði David. „Þér verðið að koma einhvern tíma aftur.“ „Ég hef þegar boðið ungfrú Lester að dvelja hér eina helgi í næsta mánuði“, sagði Roger. „Það koma allmargir gestir til mín þá á sama tíma. Ef þér viljið, þá er mér ánægja að sjá yður líka.“ Hann horfði í augu, sem túlk- uðu ekkert nema reiði. Hún hafði ekki búizt við að fá boð um stutta heimsókn til Lynmara, eftir að hún hafði svo fjálglega lýst því yfir, að hún réði þar ríkjum. Ró- legheit hans og stríðni gerðu hana æfa af reiði og hana langaði mest af öllu að ráðast á hann. Það var ekki fyrr en seinna að Gerry kom og bað hana um dans. „Ég er að furða mig á því, að þú skulir hafa komið í kvöld“, sagði hún er þau dönsuðu út á dansgólfið. Hann yppti öxlum. „Það hafa orðið þér vonbrigði." „Ó, láttu ekki svona, Gerry“, sagði hún róleg. „Það var sent boð til Fentonsfjölskyldunnar. Það afþakkaði boðið, auðvitað. Ég bjóst við því, en þó særði það mig. Ég hélt kannski að Judy..“ „Fentonsfjölskyldan er dálítið kaldranaleg stundum.“ Hún kinkaði kolli. „Judy var í London í þrjá daga í þessari viku“, sagði hann. „Við vorum dálítið saman.“ Svartklædda stúlkan með rauð gula hárið dansaði framhjá. Hún var mjög fögur. „Gerry“, sagði Nicole, „talaði Judy nokkuð um mig?“ „Hún sagðist vonast til þess, að þú yrðir hamingjusöm.“ „Var það allt og sumt?“ „Hún sagði að þú værir undar- leg manneskja, sem erfitt væri að skilja.“ Þau dönsuðu um stund án þess að mæla orð. „Hvernig hefur Lloyd það?“ spurði hún allt í einu. „Ég hef ekkert heyrt af honum í margar vikur. Hvenær sástu hann síðast? Núna nýlega?“ Hann hikaði. „Varstu búin að frétta það, að hann hætti á s j úkrahúsinu? “ Hendi hennar rann máttlaus af öxl hans. Þetta var eins og reið- j arslag. „Ég vissi það ekki. Það hefur enginn sagt mér. Ó, Gerry, hvers vegna hagar hann sér svona heimskulega?" .................................................. : Haustmót Taflfélags Reykjavlkur m * hefst sunnudaginn 10. október kl. 2 í fundarsal Slysa- ; varnafélags íslands Grófinni 1. — Væntanlegir þátttakend ■ j ur mæti þá til skráningar og verður síðan dregið í öllum * flokkum. — Teflt verður fyrst um sir.n á sunnudögum, ■ : miðvikudögum og fimmtudögum, og hefst fyrsta umferð ■ * kl. 8 næsta miðvikudagskvöld, 13. október. — Að gefnu ; tilefni skal athygli vakin á því, að nauðsynlegt er að mæta ■ : til skráningar á tilsettum tíma, þar sem engum verður ■ bætt inn á keppendaskrá við fyrstu umferð. ; Stjórn Taflfélags Reykjavíkur i Fram tíðaratvinna m m m m Starfandi iðnfyrirtæki óskar að ráða til sín kvenmann í 3 i S sem gæti tekið að ser verkstjórn á saumastofu ásamt ]! : model-gerð. Einnig gæti komið til greina að ráða karl- m • mann til starfsins. Umsóknir, er greini aldur og fyrri ■ m : ctörf ásamt kaupkröfu, óskast send afgr. Morgunbl. fyrir ■ 5 sunnudagskvöld merkt: Framtíðaratvinna —905. •noiHiTi • „Astæðan ætti að vera næsta augljós." „Hvar er hann? Er hann ennþá í London?“ „Nei, hann er farinn.“ „Farinn! Hvar er hann? Gerry, segðu mér það, sem þú veizt. Fór hann heim — aftur til Ameríku?“ „Ég veit ekki hvar hann er.“ Einhver klappaði á öxl hennar. Nicole leit við og þar stóð kona og brosti gleitt. „Elsku Nicole,' þetta er dásamlegt samkvæmi", * sagði konan. „En svoleiðis er það líka alltaf hér á Lynmara?" Nicole brosti á móti — en var- ir hennar voru samanbitnar. „Ég elskaði hann, Gerry“, hélt hún svo áfram. „En við rifumst." ÞAÐ ER ALVEG ÓÞARFI að hafa vonda lykt í kælskápnum. : ;j Við höfum lykteyðir, sem dugar heUt ár. ■J Kostar kr. 29.00. — Fæst aðeins hjá okkur. ■ ■ [ VÉLA- og RAFTÆKJAVERZLUNIN : Bankastræti — Sími: 2852. ligreiðslumaður Jóhann handfasti ENSK SAGA 33 Þeir óðu fram með bareflin á lofti og létu grjótinu rigna ' yfir okkur. Ég fékk grjótkast í annan handlegginn, hestarnir i1 okkar prjónuðu og hentust áfram í gegn um grjóthríðina. I . Einn náungi stökk fram. greip um taumana á hesti konungs j og lagðí til konungs með hnífi sínum, en konungur dró : sverð sitt úr slíðrum og sló manninn með því flötu svo að j það brotnaði. Svo stökk hann af baki og lét grjótið ganga j á hópinn og við gerðum eins. Þannig tókst okkur að halda I skrílnum frá okkur þangað til við gátum komizt á bak aftur og sloppið út úr þvögunni. Fálkinn flaug burt meðan á upp- þotinu stóð en kóngur hló að öllu saman, því að bardagar og allskonar ryskingar komu honum alltaf í gott skap. I Við komum að Messínasundi og þar beið hinn mikli floti komu konungs, honum til mikils fagnaðar. Við fórum yfir hið mjóa sund og láum næstu nótt í tjöldum nálægt vita einum. » Daginn eftir sigldum við inn í Messínahöfn og allt fólkið flykktist þangað til að sjá okkur koma. Galeiður okkar þöktu hið spegilslétta haf. Dýrðarljómi sólarinnar féll á fág- aðar brynjur riddara okkar, hina fögru fána og löngu, mjóu oddveifur og það glampaði á árar okkar í sólskininu. Lúðrar okkar glumdu svo hátt að Frakkakonungur og menn hans og íbúar Messínaborgar hljóta að hafa haldið að Dómsdagur væri kominn. ; — Skip er ekki sambærilegt við hest, hugsaði ég með sjálf-’ um mér, þar sem ég stóð í skut hinnar konunglegu galeiðu og bar hinn háa skjöld hans. — En það er eitthvað mjög tign- arlegt yfir því þrátt fyrir það. vanan afgreiðslumann vantar nú þegar j í kjötbúð. Kjötverzlun Tómasar Jónssonar Laugaveg 32. Næl on-Bomsur með loðkanti í aVU Hýkomnar ! Skósalan Laugaveg 1 — Sími 6584. 2 uuuM aajiaMMjminrm »umiut;qM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.