Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 2
18 MOKGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. okt. 1954 Rætt við leikritahöíundi ur Miller Frh. af bls.17. en samt ánægður með þann •óvænta sigur sem hann hafði unnið. — Noregur hlýtur að vera indælt land, sagði hann svo eins og upp úr eins manns hljóði. mdælt land. — Á Norðuriöndum ■er ágætisfólk, ég hefi bæði verið i Sviþjóð og Danmörku og kunni J_>ar ágætlega við mig. Næst ætla ég til Noregs og íslands, langar mikið að kynnast þessum tveim- uv Norðurlöndum, sem ég þekki svo ailtof lítið. SÍDAN röbbuðum við drykk- langa stund um ísland, land og Jjjóð, og vissi Miller talsvert míkið um hvorttveggja. Einkum liafði hann áhuga á Þjóðleikhús- inu og starfsemi þess og ljómaði atlur, er ég sagði honum frá blómlegu leiklistarlífi í Reykja- vik. — Dásamlegt, sagði hann, disamlegt. Ég hefi eínmitt barizt iyrir því, að við eignuðumst þjóð- leikhús hér í Bandaríkjunum, nokkurs konar leiklistarmiðstöð, en án árangurs ennþá. Þetta kemur þó allt, .kannski eftir 10— 30 ár. Nú barst talið, eins og vænta mátti að Sölumaður deyr og þótti MiHer gaman að heyra, hversu vol hefði tekizt til um sýningar á leikritinu hér. ★ „VITLAUSIR MENN . . . .“ — Kvikmyndin var einnig sýnd Iteima í vetur sem leið. Hvernig líkaði yður hún? — Illa. Mér líkaði hún mjög illa. Átti í miklu stríði við þá í Hollywood, en þeir eru svo vit- lausir, að engin leið er að koma íyrir þá vitinu. Myndinni var illa tekið hér í Bandaríkjunum, en ég hefi heyrt, að hún hafi hlotið meiri vinsældir í Evrópu. Hún er þó langt frá því að vera eins vel úr garði ger og unnt var. I*etta eru vitiausir menn, það má liú segja; ómögulegt að tala við l»á. Aftur á móti held ég, að leik- xitið sjálft hafi hlotið betri við- tökur hér í Bandaríkjunum en í Evrópu. ★ SKRÍTNIR FUGLAR — Hvernig tóku bandarískir kommúnistar Sölumaður deyr. Sögðu þeir, að það sýndi skip- brot hins kapítalska þjóðfélags, eins og þeim var svo lagið að nefna það sums staðar í Evrópu? — Já, ég hefi heyrt eitthvað um það. Annars eru þeir svo skrítnir fug-lar, að ómögulegt er að átta sig á þeim. Afstaða þeirra til mín hefir verið talsvert und- -ai'leg. Já, hálfhlægileg. — Þegar Sölumaður deyr var sýnt hér, xéðust þeir á það af miklu offorsi í málgögnum sínum, einkum vegna þess hversu mjög það íékkst við sálfræðileg vandamál «g þó frekar fyrir þá sök, að .sumir „kapítalistarnir“ voru ágætisfólk (Charlie) er gat orðið Jiamingjusamt og náð lífstak- marki sínu (sonur Charlies). JCommúnistarnir hér ákærðu mig tfyrir að láta þessar persónur Jjjóna þeim tilgangi einum að af- saka þjóðskipulag okkar og lýstu Jjví yfir, að enginn gæti verið Itamingjusamur í þessu landi. ★ GEGN ÖLLUM ÖFGA- STEFNUM En eftir að síðasta leikrit mitt, The Crucible (Deiglan), hafði ver ið sýnt, föðmuðu kommúnistar mig að sér, eins og þeir ættu í mér hvert bein. Þeir vissu, að í 5>essu leikriti er sneitt að Mac ■Carthyismanum, en gættu þess ækki, að í því er ráðizt gegn öll- ni m öfgastefnum, svo að leikritið er einnig hrópandi mótmæli gegn Jiví sem gerzt hefir og gerist í Jlússlandi og annars staðar, þar íem kommúnistar hafa varpað andstæðingum sínum á „galdra- bálin“. í sannleika sagt á ég von a því, að álit þeirra á mér breyt- ist eftir hvert nýtt leikrit sem ég sendi frá mér. Það skiptir mig þó engu, — bætir Miller við með kankvíslegu brosi. ★ LYSIR OKKAR EIGIN OLD — Hvenær byrjuðuð þér að skrifa The Crucible? — Fyrir tveimur árum. Aftur á móti byrjaði ég að hugsa um efnið árið 1938, þegar ég var að ljúka háskólanámi, Og eins og þér getið séð af því, er leikritið ekki fyrst og fremst skrifað gegn McCarthyisma, eins og margir halda, því að hann var ekki til þá, heldur öllum öfgastefnum, hverju nafni sem nefnast, er revna að ná fótfestu með rann- ; uðvaldsafla, og í Ameríku eiga nllir aðrir en aftu.iialdsmehn á h.ættu að vera sakaðir um að eiga > samneyti við hið rauða vlti. Af | ,essu fær hverskonar pólitisk j mdspyrna djöíullegan grimmd- ’.rsvip, er réttlætir, að allar hefð- hundnar venjur um samskipti siðmenntaðra manna séu numdar ! úr gildi. Stjórnarstefna er þannig ; lögð til jafns við siðferðilegan ; rétt og öll andspyrna talin af l.inu vonda. Þegar tskizt hefir að koma á slíkri jafngildingu valds og siðferðiiegs réttar, verða í þjóðfélaginu samsæri og gagn- samsæri og ríkisstjórnir líta þá ekki lengur á sig sem gjörðar- dómarar, heldur eins konar svipu guðs.“ Leikritið „Sölumaður deyr“ hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu und- ir frábærri leikstjórn Indriða Waage, sem einnig lék aðalhlutverk- ið, sölumanninn Willy Loman. Á þessari mynd sést Willy Loman ásamt Lindu konu sinni, sem leikin var af Regínu Þórðardóttur. sóknardómstólum og allsherjar ógnaröld. — Ég dróst strax að þessu söguefni, fannst það sér- kennilegt og heillandi á vissan hátt. Leikritið finnst mér hafa komið á réttum tíma. Hinn sögu- legi bakgrunnur þess lýsir vel okkar eigin öld. Eldtungurnar frá galdrabrennum 17. aldarinnar ber enn við himin og varpa drungalegu svipleiftri á atómöld nútímans. í fyrsta þætti leikritsins kem ég inn á ýmis vandamál okkar tíma og lýsir eftirfarandi kafli t. d. vel skoðunum mínum á vanda- málum sem við nú verðum að horfast í augu við: — „Okkur veitist örðugt að trúa á það sem e. t. v. mætti nefna pólitískan áhrifamátt djöfulsins. Þessi van- trú okkar stafar fyrst og fremst af því, að andstæðingar okkar eru ekki einir um að vekja upp djöfulinn og afneita honum, held- ur gera ýmsir af liðsmönnum j okkar slíkt hið sama. Það er al- : kunna, hvernig kaþólska kirkjan notaði rannsóknarréttinn til að , gera djöfulinn að erkióvini, en ' andstæðingar kirkjunnar beittu engu síður kölska til að ná tökum 1 á hugum manna. Lúther sjálfur var sakaður um samneyti við djöfulinn, en sjálfur bar hann sömu villu .á andstæðinga sína. Ekki bætti það úr skák, að Lúth- er þóttist hafa náð fundum kölska og rökrætt um guðfræði við hann. Slíkt kemur mér reyndar ekki á óvart. Á háskólaárum mínum hafði kennari minn í sögu (sem var Lútherstrúarmaður) þann sið að stefna saman stúdentum, draga tjöld fyrir glugga og reyna að ná sambandi við sjálfan Erasmus. Ekki vissi ég til þess, að hann hlyti opinberlega ákúrur fyrir þetta framferði sitt, enda eru stjórnendur háskólans, eins og flestir aðrir, í hópi þeirra sem aldir hafa verið upp í trú á djöf- ulinn. Á vorum dögum eru Eng- lendingar eina þjóðin, sem hefir forðazt þá freistingu nútíma- mannsins að dýrka djöfulinn. í löndum kommúnismans er hvers konar andspyrna talin eiga rót sína að rekja til hinna djöfullegu ★ Ilvað um McCarthy? — Maður getur ímyndað sér. hvernig kommúnistar taka slíku. En hvað um McCarthyistana? — Þetta finnst áhangendum McCarthys hér í Bandaríkjunum ekki góð latína, og sannast sagna hata þeir mig áreiðanlega eins og pestina. Þeir vita, að ef fólk skyldi þennan boðskap, ef al- menningur væri eins vel á verði og nauðsyn er á, væri hér enginn McCarthismi. Aftur á móti erum við nú á hættulegum vegamót- um, því að hegðun komm- únista hefur orsakað mikla hræðslu almenning.s og af þessari hræðslu reyna sumir að nota sér: með því að ala á henni geta þeir blindað menn, svo að þeir sjá ekkert nema kommúnistana, en verða ekki varir við að þeir sog- ast sjálfir með annarri öfgastefnu án þess að vita af. Á þenna hátt m. a. hefir McCarthyisminn orðið til. — Þó að hann hafi nokkur ítök hér í Bandaríkjunum nú tel ég ólíklegt annað en hin frjálslyndu öfl beri sigur úr být- um'að lokum. En framundan eru erfiðir tímar og nauðsynlegt að vera vel á verði. — Álítið þér að gengi Mc Carthys sé minnkandi? — Margir álíta, að McCarthy- isminn sé á undanhaldi hér í Bandaríkjunum. Það er einnig mín skoðun, en þó er langt frá því að búið sé að uppræta hann. Eina von hans er, að möguleikar séu á stríði. Ef kalda stríðinu linnir, er úti um McCarthyism- ahn, því að þá minnkar komm- únistahræðslan, en hún er nær- ing hans og lífgjafi, eins og ég sagði áðan. Honum er ekki eins illa við neitt og friður haldist við kommúnista. Þess vegna hefir McCarthy reynt að varpa sumum ágætustu sonum Bandaríkjanna út í yztu myrkur, fyrir þá sök eina, að þeir hafa reynt að hlúa að þessum friði. Við munum eftir árásinni á Marshall fyrrv. utan- ríkisráðherra í sumar. McCarthy reyndi að stimpla hann föður- landssvikara. Hann og hans líkar eru ímynd djöfulsins í augum McCarthys og annarra þeirra, sem ni reyna að k^/nda galdra- bálin hér í Bandaríkjunum. ★ VXNNUBRÖGSIN — Hvernig munduð þér lýsa vinnubrögðum McCarthys? — H :nn reynir að finna ein- hvern veiican blett á fórnardýr- | um s'num, eg vitanlega er slíkt ofurauðvelt, því að enginn maður er gallalaus. S'ðan dregur hann | þennan ákveðna galla fram og básúnar hann út, svo að þeir sem ekkert þekkja til, álíta, að fórn- ardýrið sé hin mesta ófreskja Hitt forðast hann eins og eldinn að draga fram heildarmynd af manninum, kosti og galla, því að þá veit hann, að málið fer að vandast. ★ E ÍNA VONIN — Hvert er þá álit yðar á al- þjóð.amálii’n. ÁUtið þér, að hægt sé að halda friði við kommún- ista? — Já, a.m.k. er það eina vonin. Það er trúa m'n. að kommúnista- lönáin cg lýðræðislöndin geti bú- ið saman í sátt og samlyndi, Rússar eg Bandaríkjamenn geti unnio saman í friði. Kjarnorkan hefir þar komið til hjálpar og cvo það, að menn hafa það betra í heiminum nú en áður fyrr, en velsæld stuðlar að útrýmingu haturs og öfundar og er þung á metaskálum friðar og öryggis. Einnig er gott að hafa það hug- fast, að á s.l. 100 árum hafa stríð sýnt mönnum fram á, að enginn getur hagnazt á þeim. Áður fyrr gétu heil þjóðlönd stórgrætt á styrjöldum, svo að þær þóttu jafnvel eftirsóknarverðar, ef pyngjan var tekin að tæmast. En nú hafa t'marnir broytzt sem ’ etur íer. ★ ÁíIRIF IBSENS — Svo að við förum út í aðra sálma að lokum. Hafið þér lesið nokkuð af íslenzkum bókmennt- um, t. d. íslenzkar fornsögur? — Ég hefi ekki lesið mikið af íslenzkum bókmenntum, nei. Þó man ég eftir því, að ég las nokkra úrvalskafla úr íslenzkum forn- bókmenntum, þegar ég var f menntaskóla, en lítið man ég nú eftir efninu. — Hafið þér þá ekki orðið fvrir’ neinum áhrifum frá bókroennt- um Norðurlanda? — Jú, ég held nú það Ibsem dró mig fyrstur allra að leiklist- inni. Hann var stórkostlegt leik- ritaskáld, mannvinur og hugsuð- ur. Þegar ég kynntist honum ungur maður, fannst mér ég finna sjálfan mig í sál hans og anda; það var eitthvað sem dró mig að honum. Eftir kynni mín af verk- um hans tók ég að fást við leik- ritagerð. — Þá hefir Strindberg einnig haft mikil áhrif á mig. ★—©—★ VIÐ röbbuðum síðan nokkra stund um Ibsen og verk hans og það var eins og hinn frægi leik- ritahöfundur tækist allur á loft, þegar hann rifjaði upp Villiönd- ina og þó einkum Heddu Gabler. — Mér finnst Hedda Gabler bezta leikrit Ibsens, sagði Miller svo eftir dálitla þögn og umhugs- un, og þó @r erfitt að gera upp á milli þeirra. A.ð hugsa sér t. d. Villiöndina, hvernig honum tekst að gera symbólið — villtu önd- ina — raunverulegt og áhrifa- mikið. Meistaralegt, það má nú segja ....! Þegar hér var komið samtalinu, fannst mér tími til að kveðja. Hafði tafið Miller nógu lengi, að mér fannst. Ég stóð þvl upp, þakkaði fyrir mig og bjóst til brottferðar. Arthur Miller fylgdi mér til dyra og á leiðinni niður stigann röbbuðum við um það,hversu gaman væri, ef nýj- asta leikrit hans, The Crucible, yrði sýnt heima á íslandi. — Þér sendið mér þá einhverjar blaða- úrklippur, sagði hann kímileitur, um leið og hann bauð mér góða ferð yfir hafið. úú þonga“ — og John Pnocior stóð við mólstað sinn ARTHUR MILLER er íslending- um að góðu kunnur fyrir hið ágæta leikrit sitt SölumaSur deyr sem sýnt var ekki fyrir ýkja- löngu í Þjóðleikhúsinu undir frá- bærri leikstjórn Indriða Waage. Bifi (Jón Sigurbjörnsson) og Willy Lornan (Indriði Waage) í „Sölumaður deyr“. Er óhæct að fullyrða, að sjaldan hafa íslenzkir leikhúsgestir séð betri heildarleik og fullkomnari sviðstækni, enda naut þetta áhrifamikla leikrit Millers sin til fulls og gagntók leikhúsgesti. Þá var kvikmynd sú sem gerð var eftir leikritinu og Miller ræðir um í viðtalinu hér að framan einnig sýnd í Stjörnubíói við góð- ar viðtökur. Er þess nú að vænta að ekki líði á löngu, þar til The Crucible verði einnig sýnt hér- lendis. Það hefir bæði verið sýnt í Ameríku og Evrópu við ágætar undirtektir, t. d. í Noregi ekki alls fyrir löngu og þótti það mikill leiklistarviðburður þar. Það á áreiðanlega ekki síður erindi til okkar en frænda okkar á Norð- urlöndum. ★—★ ARTHUR MILLER er fæddur í New York City 17. okt. 1915. Hann stundaði nám við Abraham Lincoln High School, en fór síðan í háskólann í Michigan 1934. Þar skrifaði hann fyrstu leikrit sín og þóttu sum þeirra svo góð, að hann hlaut verðlaun fyrir þau og gat með því móti haldið áfram námi. Að loknu háskólaprófi 1938 hélt hann aftur til New York, ferðaðizt síðan um nokkurt skeið og festi ráð sitt, — en hélt samt áfram ritstörfum. Þó gat hann ekki haft ofan af fyrir sér og fjöl- skyldu sinni með ritstörfunum einum saman; var það að vissu leyti gæfa hans, því að vegna þess arna varð hann að fást við ýmiss konar atvinnu aðra og komst á þann hátt í nána snertingu við hinn bandaríska almúgamann, sem oft hefir verið aðalviðfangs- efnið í leikritum hans. ★ BLÖÐIN í TEBOLLANUM Miller var orðinn 29 ára gam- all, þegar fyrsta stórleikrit hans, , ef svo mætti að orði komast, The Man Who Had AH the Luck, var frumsýnt á Broadway. Þar notap hann efni, sem átti eftir að vera uppistaðan í tveimur öðrum aðal- leikritum hans, All My Sons og Sölumaður deyr: — sambandið Framh. á bls. 27. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.