Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 4

Morgunblaðið - 07.10.1954, Síða 4
20 MORGVNBLAÐIÐ FimLmtudagur 7. okt. 1954 Karl Strand: LU DN AB IDAG, mánudaginn 27. sept. er flokksþing Verkamanna- flokksins brezka að hefjast í Scarborough. Þessa þings hefir verið beðið með allmikilli eftir- væntingu af báðum aðalflokkum þjóðarinnar, því fyrir liggur að ákveða afstöðu Verkamanna- flokksins til endurvopnunar Þýzkalands, og eins og kunnugt er hafa skoðanir verið mjög skipt ir innan flokksins, á undanförn- um mánuðum, um það, að hverju stefna beri í þessu vandamáli. Nú kemur til kasta flokksþingsins að ákveða hvað flokkurinn skal gera þegar til framkvæmdanna kem- ur. ÁGREININGUR MIKILL Af öllum þeim deilumálum, sem komið hafa upp í flokkn- um á undanförnum árum, er þessi klofningur tvímælalaust mestur. Og þótt Attlee sé fyrir þeim hlutanum, sem kýs end- urvopnun, en Bevan fyrir hin- um, sem enga endurvopnun getur fallist á, af hvaða tægi sem er, þá er sú skipting hvergi nærri eftur sömu lín- um og áður hefir gerzt í tog- streitunni milli þessara tveggja aðalleiðtoga. Sá álit- Iegi fjöldi, sem stendur að baki Bevans að þessu sinni er skoðanalega af ýmsum rótum runninn, og sterkastar stoðir renna undir hann frá mönn- um, sem sjálfir tóku þátt í ógnum síðasta stríðs gegn Þjóð verjum, undir vopnum, í loft- árásum og í fangabúðum. Ýmsir þessara manna hafa tek ið þátt í heimsstyrjöldunum háðum, og erfitt mun vera að sannfæra marga þeirra um það að vænlegt sé að fá Þjóð- verjum vopn í hendur á ný. Á sama hátt eru ýmsir Verka- mannaflokksmenn, sem fylgja mundu Bevan að málum í öðr- um efnum, en telja að Attlee sé að þessu sinni raunsærri um það, hvernig komisí verði hjá hættu af nýjum þýzkum her. Þær fregnir, sem við og við berast frá Vestur Þýzkalandi, um fvrrverandi nazistaleiðtoga, sem 3iú eru að koma fram á sjónar- sviðið á ný, sumir jafnvel í virð- ingarstöðum, hafa gert sitt til þess að skapa þá andstöðu, sem Attlee á í vændum i Scarborough. ATTLEE Á MIKLUM VINSÆLDUM AÐ FAGNA Enginn vafi er á því að frá sjónarmiði Attlee er mikið í húfi. Það hefir jafnvel verið stungið upp á því í stöku blaði, að ef hann biði ósigur myndi hann segja af sér flokksformennskunni. Eigi er þó vita, að hann hafi lát- ið slíkt í veðri vaka. Á það hefir verið bent að fyrir 19 árum hafi s.vipað atvik komið fyrir, en það var þegar George Lansbury þá- verandi formaður flokksins beið ósigur gagnvart flokksmönnum sinum fyrir mótspyrnu sína. er rætt var um hefndarráðstafanir gegn Mussolini, er þá hafði ráð- ist ínn í Abbyssiniu. Þótt öðru- visi standi á nú, eru þær skoð- anir, er Attlee grundvallar af- stöðu sina á, eigi allsólíkar þeim, er Lansbury hafði á sínum tíma. En eins og kunnugt er sagði Lansbury af sér þegar í stað er hann var ofurliði borinn af flokknum og Attlee tók við, og hefir verið við stjórnartaumana síðan til þessa dags. En þess ber að gæta að aðstaða þrssara tveggja manna er mjög óhk. Tímarnir hafa breytzt og þeir, sem af störfum létu í mót- mæJaskyni fyrir 19 árum mundu nú ýmsir sitja sem fastast í sams- konar árekstrum. Þrauklyndi og seigla Attlee er önnur en skap- lyndi Lansbury. En það, sem Þmsj Verkamannaflokksins — Aítlee eykur vinsældir sínar. — Rómverskt musteri í City. — Verður það varðvoitt í neðan- jardarhvelfingu? — Framtíðarflughöfn Lundúna. — „Fljúgandi rúinstæðið“ — Heimsókn Fóstbræðra. _______ 30 þúound sterlingspund vantar til að varðýeita rómverska hofið í hjarta Lundúna. mestu skiptir þó, er að afstaða þessara tveggja foringja innan flokksins er gjörólik. Lansbury hafði tapað persónufylgi sínu inn an flokksins og var nær einangr- I aður, jafnvel framkvæmdar- } stjórn flokksins hafði snúizt á móti honum. Þótt Atllee tapaði atkvæðagreiðslu am endurvopn- un Þjóðverja mysidi engum daíta í hug að persónufylgi hans ætti þar hlut að máli. Þsssi deila er um málefni en ekki menn. Fylgi Attlees innan ílokksins hefir vafalaust sjaldan verið meira en j nú. Cg engum mun það ljósara ! en htfuðandstæðingi hans, ' Aneurin Bevan. HEFIP. STILI.T STJÓRNAR- ANBSTÖÐUNNI í HÓF, EN ÞÓ HVERGI GEFIÐ EFTIR Ástæðurnar fyrir persónufylgi Attle 's eru margar, en sú er ekki sízt, að á undanförnum árum hef- ir frapikoma hans í brezka þing- inu verið mjög góð. Hann hefir stillt stjórnarandstöðu sinni í hóf, en eigi að síður haldið vel á mál- um sínum, og ekkert geíið Cburs- hill eftir í kappræðum. Sú fylg- isaukning, sem Verkamannaflokk urinn virðist hafa náð á síðustu mánuðum, ef dæma má eítir skoð anakönnuhum, er tvímælalaust skriíuð á hans reiknirfg í hugum mikils fjölda flokksmanna. Ferð Attlee til austurlanda hefir einn- ig styrkt fylgi hans innan flolcks- ins. Flestir fylgismenn hans eru ánægðir með framkomu hans og ummæli austan járntjalds, og þær greinar, sem hann hefir sent heim hafa ve: ið víðlesnar. Marg- ir flokksmenn hans eru hróðug- ir yíir því að það skyldi verða Attlee en ekki Churchill, sem fyrri varð til þess að ganga á vií hinna margumdeildu austrænu , leiðtoga. Svo einkennilega vill til, að þeir sex fylgismenn Bevans, sem sæti eiga í framkvæmdarstjórn Verkamannaflokksins, geta, ekki tekið til máls á flokksþinginu til þess að andmæla frumvarpi Attlees um þýzku endurvopnun- , ina. Orsök þessa er sú, að frum- varpið er borið fram af fram- kvæmdarstjórninni í heild og samkvæmt flokksreglum er það ekki siður að minnihluti fram- kvæmdarstjórnarinnar tali móti þeim frumvörpum, sem þannig eru fram borin. Bevan nýtur því ekki allra fylgismanna sinna, ef til átaka kemur. Ef frumvarpið verður fellt, yrði slíkt vitanlega mikill sigur fyrir Bevan. En þótt ólíklegt kunni að virðast yrði persónuleg- ‘ ur ósigur Attlees naumast að sama skapi mikill. i (Úrslit urðu þau, að Attlee og stefna hans hlaut öruggan sigur). RÓMVERSKT MUSTERI Meðan fulltrúar dægurmálanna mæðast í mörgu þessa dagana | hefir fortíðin snögglega látið á sér bæra undir gráum múrum j milljónaborgarinnar, hin forna Londinium Rómverjanna, sem fæstir minnast að hvílir undir gangstéttunum þar sem leið okk- ar liggur daglega. Niðri í City, örskammt frá St. Páls kirkjunni, þar sem loftárásirnar gerðu einna mestan usla, er verið að grafa fyrir stórhýsi á ehmi lóðinni, sem staðið hefir auð síðan í stríðinu, og meðan á þessu verki stóð komu verkamennirnir niður á rústir, sem lágu djúpt undir grunni hins nýja húss. Þegar farið var að athuga nánar kom í ljós, að hér var um að ræða rómverskt must- eri. Og á nokkrum dögum luktist upp nýr heimur átján alda gamall, slitrótt saga varð rakin hægt og hægt úr hleðsl- um, súlubrotum, líkneskjum og leirmunum. Hér var um að ræða hof, reist til dýrðar sól- guðinum Miþrasi, meira að segja höggmynd guðsins sjálfs fannst lítt skemmd í rústun- um. Hér var blótstallur, goða- stúkur, brunnur, frárennsli, hver hluturinn af öðrum, sem sannaði að hér lá grafin há- borg hins persneska guðs, er Rómverjar hinir fornu tign- uðu á Kornhæðinni við Thames á öld krossfestingar- innar. Sólguðinum Miþrasi voru mergnarnir helgaðir og héðan af hæðinni hefir sólar- upprásarinnar yfir Thames- árósunum notið vel. VERÐA RÚSTIRNAR GEYMDAR í NESANJARÐAR- HVELFINGU? Þegar spurðist um fund þenn- an þyrptist fólk að hvaðanæva til þess að sjá minjar hinna fornu íbúa borgarinnar. Stöðva varð byggingarframkvæmdirnar í bráð meðan fornfræðingarnir kepptust við rannsóknir sínar. Höfuðvandamálið var hvernig varðveita mætti rústir þessar á sínum stað. Lóðir í City eru ákaf- lega dýrar, og jafnvel sú töf, sem orðið hefir á framkvæmdum kostar fyrirtækið, sem ætlar að byggja á lóðinni, um 1000 ster- lingspund á dag. Sem stendur er enn ekki ákveðið hvort hægt verði að bjarga rústunum, en stungið hefir verið upp á því að grafa niður fyrir grunn þeirra og láta þær síga niður í heilu lagi sem svarar tveimur kjall- arahæðum og geyma þær þar í neðanjarðarhvelfingu, en reisa fyrirhugaða stórbygg- ingu yfir eins og áður var ráð fyrir gert. Kostnaðurinn við slíkt verk mundi vcrða um 30.000 sterlingspund, og það ráðuneyti, sem sér um varð- veitingu fornminja hcfir ekki enn látið uppskátt hvort það treysti sér til þess að leggja í þarm kostnaö. En almenning- ur, sem fylgst hefir með þess- um máium af áhuga, og sem komið hefir í tugþúsundatali til þess að skoða musterið, hefir látið ótvírætt í Íjós and- úð sína á því að fórna þessum einstæðu fornminjuiþj vegna byggingarlóðar. ' VÍNKJALLARA HINRjÍKS VIII. VAR BJARGAÐ - Svipuð tilfæring og.Vjhér cr stungið uppá, var gfei|$ý Jyrir skömmu er verið var áðýréisa stjórnarráðshús í Whitelíaf}. Sý bygging var reist á grunni hinn- ar gömlu konungshallar Tudor- ættarinnar og vínkjallari Hinriks konungs áttunda var þar enn við lýði. Brezkur húsameistari Vincent Harris að nafni lét grafa undir kjallarann, aka honum aft- ur í baklóð hússins og siga síðan um 20 fet niður í jörðina, þar sem honum var komið fyrir á ný á föstum grunni. Kjallari þessi var 62x32 fet að stærð. Grunnflötur Miþrasarhofsins er lítið eitt minni, svo ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að bjarga megi því á sama hátt. Þær fornleifar frá tímum Rómaveldisins, sem grafnar hafa verið upp í Londen, ásamt þeim leifum, sem enn eru ofanjarðar, eru senn nægl- Iegar til þess að gefa nokkra hugmynd um hvernig hin forna borg Londinium hefir litið út. Aðalhluti borgarinn- ar virðist hafa verið þar sem nú heitir Cornhill og áður- nefndar hofrústir eru rétt hjá höll borgarstjórans, Mansion House. Enn sér víða fyrir víg- girðingum borgarinnar og nöfnin Aldgate, Cripplegate, Newgate og Bishopsgate gefa til kynna hvar borgarhliðin voru á síðari tímum. Líkur eru til að eitthvað af Rómverja- borginni hafi náð vestur yfir River Fleet, þar sem blaða- mannagatan Fleet Street er i dag. Við Cripplegate var höf- uðvígi borgarinnar, að líkind- um reist um eða eftir 140, eða á sama tíma og borgarmúrinn. Hvílík freisting að halda áfram og láta sig gruixa hvað liggur undir fótum okkar, grafið í jörð, hvernig gleði og sorg togaðist á á þessum sömu stöðum, eins og enn í dag. MUSTERI HINS NÝJA „GUÐS“ Út við flughöfn Lundúnaborg- ar er musteri hins nýja guðs, hraðans, sem óðast að rísa. Heathrow á að verða ein af þrem- ur framtíðarflughöfnum borgar- innar og mikil mannvirki eru á döfinni til þess að gera hana sem bezt úr garði. Búið er þegar að reisa eitt stórhýsi, sem taka á til notkunar í marz næstkomandi. Efst í þessari byggingu er stjórn- arstöð, þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að stjórna lendingu og flugtaki yfir 200 flugvéla á dag. Síðan á að reisa afgreiðslu- sali, skrifstofur og veitingahús, með hverskyns þægindum fyrir þá sem leið eiga um flughöfnina. Fyrir ferðamanninn er þeíta gott, en því meir sem flugtækn- inni fleygir fram því hvimleioari verður hún þeim sem búa í grend við flugvellina. Einkum gildir þetta þar sem hernaðarflugvél- ar eru að æfingum daglega. Þeir dynkir sem fylgja því þegar far- ið er fram úr hljóðhraða gerast æ óvinsælli hér í Bretlandi, og svo rammt hefir kveðið að ó- ánægju fólks, að í stöku stað hafa borgarafundir verið haldnir til þess að mótmæla óþægindum þeim og skaða sem af slikum hávaða stafar. Enn sem komið er hefir flugmálaráðuneytið verið tregt að sinna skaðabótakröfum vegna flugskemmda, en sýnilegt ; er að hér er að skapast vanda- mál, sem fæsta óraði fyrir. Sem dæmi má nefna gróðurhúsaeig- anda nokkurn, sem býr skammt frá Southampton. Á tveimur síð- astliðnum mánuðum hafa um 700 rúður brotnáð í gróðurhúsum , hans vegrfa titrings frá flug- I dynkjuÉúi Fleiri hafaf■/ svipaða Sögu ‘áð segja. Gert er ráð fyrir , þ.ví,.,sáð hernaðarflugvélar að æf- úiijgfím fari ekki •■fram úr hljóð- , hraða •nfettia y$*i"sjó eða óbyggðu íandi, en nokkur misbrestur virð- ■ ist vera á því að slíkum reglum sé I fyigt til hlítar. I Frh. á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.