Morgunblaðið - 07.10.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.10.1954, Qupperneq 6
22 M ORGUISB LAÐIÐ Fimmtudagur 7. okt. 1954 ' Skóggræðsluíilraunir á Vestf jörðum VESTFIRÐIR mega heita sér- stakt land, segir Þorvaldur Thoroddsen í Lýsingu íslands, og er það orð að sönnu. Sakir legu þessa landshluta er veðrátta þar kaldari og sumur styttri en víðast hvar annars staðar á land- inu, þegar undan eru skildir nyrztu skagar landsins. Af þeim ástæðum hefur gætt nokkurrar tregðu á því að Ijá áhugamönn- um um skógrækt nægilegt lið- sinni þar vestra. Eða svo hefur að minnsta kosti sumum vest- firzkum skógræktarmönnum fundizt. Birkikjarr er mjög útbreitt um Barðastrandasýslu og suðurhluta Vestfjarða, og sums staðar er landið enn viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og til dæmis í Vatnsdal upp af Vatnsfirði eða í Mjóafirði suður af ísafjarðar- djúpi, en víða annars staðar eru fjarðabotnar og daladrög vaxin þéttu kjarri. Á nokkrum stöðum nær birkiskógurinn allmiklum þroska, eins og t. d. í Norðdaln- um í Trostansfirði, þar sem mæld hafa verið 8 metra há tré. Trjárækt í görðum hefur lengi verið stunduð á ýmsum stöðum, og mun „Skrúður“, sem séra Sig- ★ cííir Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. undir forsjá Jóns kaupmanns Bjarnasonar frá Reykhólum. i Við Langabotn í Geirþjófsfirði var skógarpartur girtur árið 1944. Stærð girðingar er um C Iiektar- ar. Girðingin var sett niður skammt frá bænum til þess að sjá hvort beitikjarrið yxi upp * við friðun. Ef ætlunin hefði ver- ið að gróðursetja barrviði í girð- inguna, mundi hún hafa verið reist í hlíðunum upp af fjarðar-| botninum, þar sem skilyrði til: barrtrjáræktunar virðast miklu1 betri en heima við. Undanfarin ár hefur verið gróðursett nokkuð af barrtrjám innan girðingarinn- ar, einkum skógarfuru, og þrífst hún að því er virðist ágætlega vel. Bóndinn í Langabotni, Magn- ús Kristjánsson, lætur sér mjög annt um þennan reit. Á Drengjaholti, sem er skammt innan við Vatneyri í Patreksfirði var sett upp ofurlítil girðing árið Garður M. Simsons Ijósmyndara í Tungudal við ísafjörð. Elztu trén eru um 20 ára, en flest eru alimiklu yngri. tryggur Guðlaugsson á Núpi og1 kona hans hafa ræktað, vera ^ einna frægastur garða á Vest- j fjörðum, en síðar hafa margir aðrir garðar verið ræktaðir með. prýði. j Af trjárækt í görðum er ekki einhlítt að draga ályktanir um j vöxt og þroska trjáa út um haga og móa. Á síðari árum hafa því ’ verið gróðursettar ýmsar tegund- ir barrviða á nokkra staði, eink- um í Barðastrandarsýslu og Vestur-Isafjarðarsýslu. Daníel Kristjánsson skógar- vörður fór vestur á firði í byrjun september til þess að fá yfirlit um vöxt og þrif hinna ungu barr- 1 viða, sem gróðursettir hafa verið , innan girðinga þeirra, er reistar hafa verið undanfarin 10—12 ár.! Á skýrslu hans er eftirfarandi frásögn að mestu byggð. VESTUR- BARÐASTRANDARSÝSLA í Hólslandi við Bíldudal var reist skógargirðing árið 1944. Flatarmál hennar er um 7 hekt- arar í kjarri vaxinni hlíð, sem veit mót suðaustri. Girðingin var upphaflega sett til þess að vernda1 kjarrið, sem var lágt og illa farið( eftir langvarandi beit. En þegar hafizt var handa um að gróður- setja barrviði eftir styrjöldina var einnig plantað í þetta land. Hér hefur verið gróðursett skóg- arfura, síberiskt lerki og greni. Elztu barrplönturnar eru nú um 6 ára, og þær hæstu um 50—60 j sm. Yfirleitt virðast plonturnar þrífast ágætlega, og ársvöxtur skógarfurunnar mældist allt að 30 sentímetra eftir sumarið. Alls hafa verið settar um 5000 barr- plöntur í landið. Þá má og geta þess, að gamla kjarrið hefur tek- ið mjög þokkalegum framförum. Skógræktarfélagið á Bíldudal hefur annazt um þessa girðingu 1943, en siðar var girðingin stækkuð upp í 3 hektara. Leitun mun vera á ófrjórra og næðings- samara landi í byggð á Vestfjörð- um. Var fyrsta verkið að gróð- ursetja birki, og tókst það furð- anlega. Hæstu trén eru nú um 2 metra og veita gott skjól. Nokk- ur sitkagreni eru og komin nið- ur á þessum stað, og hafa þau náð furðu góðum þroska, ef mið- að er við aldur. Ársvöxtur var allt að 20 sentímetrar s.l. sumar. í raun og veru er alveg furðu- legt, hve trjágróðurinn vex í þessum reit. — Skógræktarfélag Patreksfjarðar annast um reit- inn, en sýslumaðurinn, Jóhann Skaptason, átti frumkvæði að því að hafizt var handa jafnframt því, sem hann hefur manna mest unnið við reitinn. Við Vesturbotn í Patreksfirði var og sett upp 8 hektara skóg- argirðing árið 1944. í þá girð- ingu hefur verið plantað um 2000 barrtrjám af ýmsum tegundum. í Tálknafirði er lítil girðing, 1 hektari að stærð, í landi Eyrar- húsa og Sveinseyrar. Girðingin er á berangri, svo að þar hefur orðið að planta skjólgróðri fyrst af öllu. En vöxtur flestra teg- unda er ágætur. Guðmundur Sveinsson í Eyrarhúsum sér um þessa girðingu að öllu leyti, en áuk þess er Guðmundur nú for- j maður Skógræktarfélags Vestur- | Barðstrendinga. Rækir hann það starf af mestu prýði. Að endingu má geta þess, að í vor var sett upp girðing í Sauð- lauksdal fyrir forgöngu sýslu- manns og sýslunefndar en til minningar um séra Björn Hall- dórsson. Þar var hafin gróður- setning í vor. VESTUR-ÍSAFJARÐARSÝSLA Skógræktarfélag Vestur-ísfirð- inga hefur haft veg og vanda af ýmsum girðingum undanfarin ár. Formaður félagsins er Björn Guðmundsson, fyrrum skólastjóri á Núpi, og hefur hann unnið mikið og gott starf á þessum slóð- um með aðstoð nokkurra góðra manna. í landi Minnagarðs í Mýrar- hreppi er Garðshlíðargirðing. — Hún var sett upp árið 1947 og nær yfir 2 hektara kjarri vaxins lands. Þar hafa verið settar ýms- ar tegundir barrviða, sem þrífast yfirleitt vel, en mestum þroska nær sitkagrenið, sem er að verða um 1 meter á hæð. í Traðarlandi í Önundarfirði var sett upp lítil girðing árið 1950. Nær hún yfir röskan hekt- ara lands, en hér er enginn kjarr- gróður. Hefur ýmsum tegundum verið plantað á berangri undan- farin ár. í vor sem leið var komið upp myndarlegri girðingu í landi Botns í Dýrafirði. Tekur hún yfir 10 hektara lands, sem Kaupfélag Dýrfirðinga á en Ijær Skógrækt- arfélagi Vestur-ísfirðinga endur- gjaldslaust. Þetta land mun vera með betri stöðum, sem völ er á til skógræktar, á Vestfjörðum. Samtímis því að lokið var við girðinguna voru settar niður um 1500 barrplöntur og ætlunin er að gróðursetja mikið þarna á næstu árum. Ekki verður svo skilizt við sýsluna, að ekki sé minnzt á heimagirðingarnar. Á ýmsum bæjum hafa menn hafið skóg- rækt í all stórum stíl, en þó munu einkum tvær heimagirðingar! skara fram úr. Girðingin við Læk í Dýrafirði er orðin all gömul,' en þar hefur Þorvaldur Zophón- j íasson unnið marga furðulega hluti. Virðist flest vaxa, sem hann fer höndum um. Þá er og ‘ mjög myndarlega af stað farið á Kirkjubóli í Bjarnardal. Fleiri girðingar mætti nefna, en skal sleppt að sinni. ÍSAFJÖRBUR Við og í ísafjarðarkaupstað hafa ýmsir fengizt við trjárækt um langt skeið. í bænum er t. d. Frh. á bls. 28 Anna Borg sem Elízabet I. Anna Borg aftiir á sviði Konunj'lei'a leikhiissins Lðikkonan nlau! glæsiíegar viSlökur og mikið Eof Ymis konar limgirðingar og myndastyttur skreyta garð Simsons. MEÐ siðustu blöðum frá Dan- mörku hefur borizt hingað sú gleðifregn, að Anna Borg sé nú aftur tekin til starfa við Kon- unglega-leikhúsið í Kaupmanna- höfn eftir langa fjarvist vegna þráláts sjúkdóms. — Leikur hún nú annað aðalhlutverkið, Elisa- betu Englandsdrottningu í hinum stórbrotna harmleiks Schillers „Maria Stuart“. Þetta mikla og vandasama hlutverk var áður í höndum hinn- ar gáfuðu og mikilhæfu leikkonu, Bodil Ipsen, er lék það af þeirri snilld, að enn, eftir um tvo ára- tugi, er til þess vitnað sem ein; hins mesta listviðburðar á dönsku leiksviði. Frú Önnu Borg var því vissulega mikill sómi sýndur og viðurkenning, er henni var falið að fara með þetta hlutverk í hinu víðfræga leikriti Schillers. Og það sem mest er um vert, — hún hefur sýnt það, svo að ekki er um deiit, að hún var vandanum vaxin, því að hún hefur í hlut- verki þessu unnið einn af sínum glæsilegustu leiksigrum. Ég hef hér fyrir framan mig leikdóma flestra dagblaðanna í Kaupmannahöfn um frumsýning- una á „Mariu Stuart, og ber þeim öllum saman um, að leikur frú Önnu Borg hafi verið frábær, bæði að ytri reisn og sterkri inn- lifun og túlkun á hinu fjölþætta og sundurleita sálarlífi Elisabet- ar drottningar. — Fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu, stuttur útdráttur úr leik- dómi Carsten Nielsen’s, er birtist í Berlingske Tidende 27. f. m. „ELISABET II" Á LEIKSVIÐ- INU VIÐ KÓNGSINS NÝJATORG Það var mikill viðburður, er vér sáum Önnu Borg á ný á Ieik- sviðinu í hinu gamla hlutverki Bodil Ipsen sem drottningu SchiIIers í „Mariu Stuart“, er Torben Anton Svendsen heíur sett á svið . . . Hin ánægjulega endurkoma Önnu Borg á svið Konunglega- leikhússins, þar sem hennar hef- ur verið saknað svo lengi, var glæsilegur sigur fyrir hina mikil- hæíu leikkonu. Leikhúsgestirnir fögnuðu henni af innileik og hlýrri samúð er hún kom inn á sviðið sem Elisabet drottning í öðrum þætti „Mariu Stuart". En fögnuðurinn, sem hinn athyglisverði og giæsi- legi leikur hennar vakti að leiks- lokum, var annars eðlis. Hann var tjáning aðdáunar og þakk- lætis. Það var djarft, en jafnframt vel til fallið, að hlutverk Elisabetar skyldi valið til leiks við þetta mikilvæga tækifæri. Djarft af því að Bodil Ipsen reisti drottn- ingu Schillers óbrotgjarnan minn isvarða fyrir tæpum tuttugu ár- um. Svo þróttmikil og varanleg er list leikarans, að hin heil- steyptu afrek hans geymast í ó- afmáanlegum áhrifum og víð- tækum arfsögum. — Það gat því virst óhæfa, að setja á höfuð nokkurs annars í samtíð vorri hina sólbjörtu kórónu Elísabetar. En frú Borg er hefðarfrú í hinu göfuga menningarríki leikhúss- ins, — tiginborin og búin aðals- merki iistarinnar. — Hún hafði tekið þann skynsamlega kost að sveigja sinn eigin skilning, já sinn mjög svo persónulega skiln- ing á hlutverkinu, undir hið kon- unglega svipmót (stíl) hins vold- uga fyrirrennara síns og hefur með því staðfest heiður leik- hússins. — Honi soit qui mal y pense.------ Túlkun hennar á vanmætti ein- valdans er áhrifamikil og tíma- bær. Hmn innri tómleiki hennar og ytra ósjálfstæði, tvíveðrung- urinn milli ótta og hégómagirni og hinn eini sjálfstæði og siungni hæfileiki hennar, sá, að bera aðra fyrir sig og láta þá tortímast í sinn stað, er hinn augljósi boð- skapur leikritsins, áminning sem er þörf áhorfendunum enn þann dag í dag. Þessa miklu og vandasömu þraut leysir Anna Borg til fulln- ustu með reisn og snilli. — Auk þess gerir leikkonan mynd Elisa- betar enn svipmeiri með hinum mörgu dramatísku blæbrigðum sinnar eigin skapgerðar og lund- arfars, sem gneistar af bitru háði og góðri kýmni, eiginleikar sem Frh. á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.