Morgunblaðið - 10.10.1954, Blaðsíða 11
I Sunnudagur 10. okt. 1954
MORGUTSBLAÐIÐ
11
Guörún Jöndsdóttir
á Narfastöðum níræð
r
ÞAÐ þykir ef til vill tæplega í
frásögur færandi þó kona í
alþýðustétt og langt norður í
landi verði níræð og vekur sjálf-
Bagt enn síður eftirtekt, þegar
hún heitir svo algengu nafni sem
Guðrún Jónsdóttir. Þó langar mig
í því tilefni að minnast hennar
i dag nokkrum orðum, Það eitt
að ná svo háum aldri er líka
fremur óvanalegt og sá er það
gerir, man ekki aðeins tvennar
tíðir heldur þrennar, jafnvel
fernar, — og blaðamaður, sem
Jhefði tal af Guðrúnu, mundi
Eannprófa, að hún hefði frá
mörgu að segja frá sinni löngu
eevi, enda er hún ennþá andlega
heilbrigð og stálminnug.
Guðrún dvelur nú hjá dóttur
Binni, Oddnýju Jónsdóttur á
Narfastöðum í Viðvíkursveit í
Skagafirði og manni hennar, og
Ejálfsagt ekki hlaupið að því að
ná til hennar þar.
Guðrún er fædd 10. október
1864 að Sigríðarstöðum í Flóka-
dal í Skagafirði. Foreldrar henn-
ar voru hjónin, sem þar bjuggu
þá, Jón Oddsson og Þorbjörg
Jónsdóttir. Á þeim árum var lítið
lim það, að dætur fátækra for-
eldra í afskekktri og harðbýlli
Bveit, væru settar til „mennta“,
sem svo var kalíað. Á heimili
Guðrúnar mun líka lítið hafa
verið um bókakost og alltaf nóg
að gera. Snemma mun hún þó
hafa lært að lesa og notaði sér
það eftir mætti, því hún var
bókhneigð og fróðleiksfús. Til
þessa gáfust þó fá tækifæri. Þá
var ekki um annað að ræða en
að vinna, vinna frá morgni til
kvölds og vinna baki brotnu. Að
vinna lærði Guðrún undir eins og
kraftar leyfðu og það hefur hún
gert fram á þennan dag.
í vinnumennsku mun hún ung
hafa farið til Siglufjarðar og þar
kynnzt manni þeim, er síðar varð
maður hennar. Hann hét Jón
Loftsson, fæddur og uppalinn á
Staðarhóli í Siglufírði. Þar
bjuggu þá foreldrar hans, Loftur
Bjarnason og Helga Jónsdóttir.
Áttu þau mörg börn, er flest eða
öll náðu fullorðins aldri. Meðal
þeirra, sem enn eru á lífi er Guð-
mundur Loftsson, sem margir
hafa heyrt getið og að góðu einu.
Guðmundur vann lengi að skrif-
Btofustörfum bæði að Borgarnesi
og hér í Reykjavik og dvelur
hann nú á ellihælinu L Hvera-
gerði.
Jón Loftsson, maður Guðrúnai,
Stundaði sjómennsku á Siglufirði,
einkum hákarlaveiðar. Þau hjón-
in eignuðust fimm dætur. Elzt
þeirra er Anna, gift Jóni Krist-
vinssyni, nú búsett á Nautabúi i
Skagafirði; Helga til heimilis í
Reykjavík; Jónína, dó um fjórtán
ára aidur; Dagbjört, var búsett
og gift í Vestmannaeyjum og dó
þar, og Oddný á Narfastöðum, en
hjá henni á Guðrún nú heima
eins og áður er sagt. Þegar Odd-
ný, sem var yngst dætranna, var
nýlega fædd missti Guðrún mann
Sinn. Sá missir var henni tilfinn-
anlegri en með orðum verði lýst,
einkum þar sem efni voru sára-
lítil og börnin í ómegð. Á þeim
árum voru fátækum barnamæðr-
um fárra kosta völ. Eina úrræð-
ið í þá daga var venjulega það
eitt að segja sig til sveitar, sem
svo var kallað. Til þess neyðar-
úrræðis greip Guðrún ekki. Hún
treysti því, að Guð mundi hjálpa
sér, ef hún legði fram alla sína
krafta og henni varð að trú sinni.
Góðir vinir hennar og manns
hennar réttu henni hjálparhönd
með uppeldi þriggja dætranna.
Jónína og Oddný, yngsta dóttir-
in, voru á hennar vegum. Vinnu-
konukaupið var ekki hátt á þeim
árum. Hámarkið mun hafa verið
40 krónur yfir árið. Guðrún var
dugleg og vel verki farin. Það
var sótzt eftir vinnu hennar af
þeim, sem þekktu dugnað henn-
ar, trúmennsku og myndarskap.
Um alla dvalarstaði hennar á
þeim árum er mér ekki kunnugt,
en það vissi ég, að um skeið
vann hún hjá Jósep Björnssyni,
skólastjóra á Hólum og hjá séra
Zóphoníasi Halldórssyni prófasti
f Viðvík, en hjá þeim Viðvíkur-
hjónum ólst að mestu upp Helga
dóttir Guðrúnar.
Síðar fluttist Guðrún ásamt
dætrum sínum, Jónínu og Odd-
nýju, vestur í Húnavatnssýslu.
Ekki er mér kunnugt um alla
dvalarstaði Guðrúnar þar vestra.
Um nokkur ár átti hún heima á
Botnsstöðum og síðar í Blöndu-
dalshólum. — Nokkru síðar flutt-
ist Guðrún að Bergsstöðum til
séra Björns Stefánssonar og konu
hans frú Guðrúnar Ólafsdóttur.
Eftir lát hennar var hún um 8
ára skeið ráðskona hjá sr. Birni,
fyrst á Bergsstöðum og síðar á
Auðkúlu eftir að sr. Björn flutt-
ist þangað vestur. Börnum sr.
Björns reyndist Guðrún eins og
hún ætti þau sjálf. Nokkru eftir
að sr. Björn giftist í annað sinn,
fluttist Guðrún til Vestmanna-
eyja til Dagbjartar dóttur sinnar
og manns hennar. Eftir nokkurra
ára dvöl þar missti Guðrún þessa
dóttur sína. Eftir það dvaldist
hún að mestu í Reykjavík, þar til
hún fyrir fáum árum fluttist
norður að Narfastöðum í Við-
víkursveit til Oddnýjar dóttur
sinnar sem áður er sagt.
Á hinni löngu leið hefur oft
gefið á bátinn. Lífið hefur ekki
verið nein rósabraut. Vinnudag-
arnir hafa oftast verið langir, en
hvíldarstundir fáar.
Hefur Guðrún áreiðanlega oft
orðið að leggjast þreytt til hvíld-
ar. Ævidagarnir hafa svo að
segja verið óslitin þjónusta allt
frá bernsku til hárrar elli og oít
verið skipt um dvalarstaði. Hana
hafði dreymt um og hún alið í
brjósti sér vonir um, að hún
fengi lengi að lifa fyrir heim-
ilið sitt, manninn sinn og börnin
þeirra. En óvægin örlög gripu
fram fyrir hendur hennar. Ást-
vinurinn bezti var hrifinn frá
henni, er þau bæði voru í blóma
lífs og börnin í ómegð. Þau varð
hún að slíta frá sér sitt í hverja
áttina. Ræturnar voru þannig
slitnar upp. Þær gátu aldrei orðið
aftur fastar í jarðveginum. Eina
úrræðið var að vinna, vinna frá
morgni til kvölds og veita öðrum
sem mesta þjónustu, ekki til að
. safna í sjóði. Um slíkt var ekki
j að ræða, en ásamt trúnni og
traustinu á máttinn að ofan hélzt
kjarkurinn óbilaður. Vinnan og
tómstundalestur góðra bóka
veitti hjartanu frið.
Enn er heilsan til líkama og
sálar það góð, að hendurnar geta
haldið á prjónum, og sjónin það
' góð, að hægt er að lesa góðar
bækur öðru hvoru, sem hugul-
samir vinir hennar senda henni.
j Margir eiga Guðrúnu margt að
þakka frá liðnum dögum. Þeir
munu eflaust minnast hennar á
j sunnudaginn kemur með hlýjum
. huga og óska henni góðrar ferð-
1 ar inn á 10. áratuginn.
Gamall vinur.
OBIA
Ejíir Henry BeJlamann
VIKTORÍA er áslars;ij*;i um mHiuiíSarujnriia og; faara
Ntfiiku frá Nýja KiiKiandi. sem ftit'tist inn f stolta o«
dramlisaiiia a»tt í Louisí'anarfki f Bandarfkjiinnm. llin
stf>ra leyndardfiniMi'ulia liiill lettarinnar Rerir ýmist atf
seiíia hana til sfn etSa hrinda henni frá sér. \?S sftSustn
fa»r |>ó filniKnanieiki hallarinnar yfírlidndinn, or- \ iktorfa
fer :i?i leíAR'ja ioitiir sínar til Far Péliee, yfirjfefinm herra-
KaríSs (árandolet-fettarinnar, er stendur ofar á hiikkiiin
Míssisippi. >]iiniinuellisög;iir ten^dar (lessu sku^aleftn
setri ásakja hann, ok hún gefur kíja J»vf nieira á vald
I>eini sem nær dreftiir enili böknrinnnr. — Enda jiótt bók-
ln sé skarpskysgn athngrun á leyndarl vandnmálnm fjöl-
Kkylilunnar, segir hún okkur f ranninni einfalda sögu.
/ lí:
i
1 - V;
Baráttan niilli hins gamla ng viönrkennda og Iiíiik nýja og
framandi er liöfiitSvitSfangsefni hókarinnar. — \ tikapersónur
sögunnar eru fuilar tilbreytni og niyndatSar af niikílli skarp-
skyggni eiiiK og |fessum ágæta höfundi, Bellamann, er lagitf.
*
HÖFlINnVR BÓKARINNAR, Henry Bellnmánn, heliir komilt
vltSa vlö iim dagana. Hann befur veriö leikstjóri, forseti
prófnelndar Jiiillíard tónlistarf élímsiiis, einn :if fremstn
mönniim 1 Cnrtis tónlistarstofniininni f Phiiadelpbín 01* pró-
fessor f tónlist vitS Vassar háskólann. — Frakkar sæmdn
hann riddarakrossi heitinrs lierdeildarinnar og I)e Pauvr
liáskólinn gertSi hann atS lieitSursdoktor vitS tónlistardeildinn.
— Hnnn Mtundar og kennir pfanóleik, safnar frfmerkjnm,
Kömliim húsgögnum o. fl. í tómstiindum sinuni vinnur hann
atS l>ýöin»ru á DIVEVA COMEDIA eftir Dante. — t'tbreidd-
nstu bæknr hans KÓNGS GATA (Kings Row), sem kvik-
■nyndutS hefur veritS og sýnd var hér f Tjarnarbfó og VOR-
LEYSINGAR (Floods of Spring) komu lít árin 10-40 og 1942.
ÁtSnr höfbti komitS út eftir liann FULL RLEKKINGARINNAR
(Cnps of lllusion) og EINSTÍGIH BRATTA (The Upward
Pass), livort tveggja Ijóö. Einnig skáldsögurnar DÓTTIR
PETENERAS, STÍGANDI (Crescendo) og RÍKASTA KONAN
f IIÆNUM. — — VIKTORÍA er einna Ifknst atS efni og hygg-
ingu REllEKKli, hinni ógleymanlegii skáldsögu de Nlaurler.
I»ESSI ÁGÆTA BÓK FÆST NÚ HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM.
Hiutavelfa Fram
hefst 1 dag kí. 2 e.h. í Skátaheimilinu v/ð Snorrabrauf
Aí öllu því, sem þar er í boði, má nefna:
Matarforði
tii vetrarins
1. sekkur strásykur
---- hveiti
25 kg. haframjöl
10 — hrísgrjón
25 — saltfiskur
50 — kartöflur
50 — gulrófur
1 skrokkui dilkakjöt.
Samtals 1000 kr.
virði,
Allt í einum drætti.
fyrir aðeins 1 kr.
Þvottavél — 4200 kr. virði
Málverk — 2000 kr. virði.
Herrafrakki — 1000 kr. virði.
Kol í tonna tali.
Flugferðir í allar áttir.
Dilkakjöt í heilum skrokkum.
Mjölvara í sekkjum o. m. fl.
2500 KRONUR í PENINGUM
þar af 1000 krónur í einum drætti, er verða afhentir á hlutaveltunni.
Reykvíkangar!
Freistið hamingjunnar og komið á stórfenglegustu og happasælustu
hlutaveltu ársins.
Hver hlýtur þvottavélina? Hver hlýtur matarforðann?
Aðgangur ókeypis. Aðgangur ókeypis
Knattspyrnufélagið FRAM
ÓLAFUR JENSSON
verkfræðiskrifstofa
Þínghólsbraut 47, Kópavogi.
Sími 82652.
Eyjólfur K Sigurjönsson
Ragnar Á. Magnússon
Iðggiltir endurskoðendur.
Klapparstíg 16. — Sími 790S.
Hiðsföðvarketill til sölu
Notaður amerískur miðstöðvarketill með
viðbyggðri olíukyndingu. — Upplýsingar
í síma 7677.
m
UUTf ■■■ ■■■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■* ■ * ■ ■81i ■ ■ ■ mu ■■ ■ ■■■ m■ ■ ■■tfi
■ m ■■juPAÁtua