Morgunblaðið - 10.10.1954, Side 14

Morgunblaðið - 10.10.1954, Side 14
MORGUNBLAÐID Sunnudagur 10. okt. 1954 14 N I C O L E Skdldsaga oítir Satherine Gasin Framhaldssagan 63 „Ég elska þig“, sagði hún lág- utn og viðkvæmum rómi. „Nú, en hvers vegna þá ekki..?“ LucíUe hristi höfuðið. „Held- urðu að við myndum nokkurn tíma verðá ánægð á meðan ein- Itver önnur. stendur á milli okk- ar?“ „Ég hef alveg gleymt þvg að það var önnur“, sagði hann á- kveðið. „Nei, það hefur þú ekki gert. Stundum gleymir þú því í bili, og þú færð ást mína endurgoldna, en þegar þú svo allt í einu mannst eftir henni....“ Hún lyfti höndunum í áherzluskyni. „Það er tilgangslaust, Lloyd. Til hvers er að halda áfram?" Hún stóð á fætur, stóð fyrir framan hann og horfði á hann. „Ég elska þig“, sagði hún, „en ég fæ ekki ást mína endurgoldna". Hann stóð hægt á fætur. „Luc- iile“, sagði hann blíðlega, „ef ég hef sært þig, þá var það óvilj- andi, og ég bið þig fyrirgefning- ar“. „Þú hefur sært mig og þú held- ur áfram að særa mig, svo lengi, sem þú hugsar um hana“. „Við getum orðið hamingju- söm“. „Já, það gætum við, ef ég að- •eins gæti fengið þig til þess að gleyma henni. En hvernig get ég það? Hvernig? Ég veit ekki hvers vegna þú varst svona heift- arlega ástfanginn af henni“. „Ég spurði hvort þú vildir gift- -just mér“. „Já. Þú baðst mig að giftast þér, en það mundi ekki leysa vandann, og það veiztu sjálfur“. Hún tók um hendi hans. „Ef ég gæti þurrkað minninguna um liana út úr huga þínum, fjarlægt hana fyrir fullt og allt, þá mundi ég vera tilleiðanleg til alls. Trúir þú mér, Lloyd?“ „Já, það held ég“, sagði hann dræmt. „Hvers' vegna ertu enn að hagsa um hana? Hún var ekki verðug ástar þinnar“. Hann svaraði ekki. „Heldurðu að ef þú sæir hana aftur og talaðir við hana, þá mundi hún....“ Hann greip fram í fyrir henni. „Til hvers talar þú svona? Ég er hættur að skilja þig. Af hverju viltu endilega að ég sjái hana aftur?“ „Vegna þess að ég elska þig“. Hún var farin að tala hratt. „Ég Vit að þú komir aftur til mín Sannfærður um að hún sé ekki verð þess að þú svo mikið sem hugsir um hana. Ó, elsku Lloyd, sérðu ekki, að við myndum aldrei verða hamingjusöm fyrr en akuggi hennar er að fullu brott máður? Ef ég gæti barizt við hana, þá mundi ég gera það; þá stæðum við jafnt að vígi“. Síðan varð rödd hennar köld. „Ég er þreytt á því að berjast við ein- hverja, sem ég ekki sé. Það ert þú, sem verður að berjast — og vinna sigur“. Hún horfði fast á hann. ,,Þú verður að fara aftur og hitta hana“. „Talaðu ekki svona heimsku- lega, Lucille. Ég get ekki farið aftur. Það væri tilgangslaust. Auk þess.... “ hann andvarpaði mæðulega — „held ég að hún sé þegar gift kona“. „Nei, brúðkaupið er ekki fyrr en á laugardaginn". „Hvernig veiztu það?“ „Ég sá dagblað frá London í gær. í því var mynd af henni“. Hann sneri sér undan. Hún greip í handlegg hans. „Farðu og hittu hana; þá kemur þú aftur ánægður yfir því að hún skuli elska manninn, sem hún ætlar að fara að giftast. Þú kem- ur áreiðanlega aftur. Og þá hugs- ar þú aldrei um hana framar“. Aldrei fyrr hafði hann séð augnaráð hennar svo biðjandi; hann fann til undarlegrar kennd- ar. „Þú biður mig um, að brjóta odd af oflæti mínu, Lucille. Slíkt hefur mér aldrei fallið vel“. „Þú leitar hamingjunnar. Ham ingjan kostar æfinlega eitthvað". „Ef gjalda á hana svo dýru I verði, þá hygg ég að bezt sé, að hlutirnir verði eins og þeir hafa verið“. • Lucille varð harðneskjuleg á svip. „Þú ert eins og allir hinir. Karlmenn eru svo eigingjarnir og sjálfselskir. Ég, ég, ég, það er allt sem þú hugsar um. Finnst þér ekki hamingja mín verða þér einhvers virði?“ Hann tók utan um hana og augnaráð hennar blíðkaðist. „Þú veizt hversu heitt ég vil að þú sért hamingjusöm; það er meðal annars þess vegna, sem ég held að óráðlegt sé, að ég fari aftur til Englands. Þú skilur hana ekki. Hún er duttlungafull, vilja- sterk og mjög ákveðin. Ef við sæumst aftur, þá mundi allt vera undir því komið í hvernig skapi hún væri. Veiztu hvað það þýð- ir? Ef ég hitti á hana í blíðu skápi þá....“ „Ef þú hittir hana þannig, I Lloyd, þá veit ég að þú myndir | ekki koma aftur. Svo mikið veit ég“. Hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en hún greip fram í fyrir honum. „Ég gef þér frest til laugar- dagskvölds. Ef þú verður ekki kominn aftur fyrir þann tíma, f tel ég það merki þess, að þú munir ekki koma aftur á minn 1 fund“. Hún brosti. Það var kyn- legt bros, ólíkt Lucille. „Bourd- onney-fjölskyldan er stolt fólk. Ég held að yngsta dóttirin í fjöl- skyldunni sé þó allra stoltust. Ég vil alls ekki fá þín, nema ég fái þig óskiptan. Og ef þú ekki kem- ur aftur, þá mun ég .... þá mun ég segja París, að þú sért ekki umhugsunar verður“. Hann kyssti hana blíðlega. — „Lucille, ég held að þú sért stærsta og mesta konan, sem ég þekki“. ’ Það var kalt þennan morgun, jafnvel af októberdegi til að vera. Nicole gekk að glugganum og opnaði hann lítillega. Kalt loftið lék um andlit hennar. —- Trén voru að verða lauflaus. í næsta húsi var einhver að leika gömul óperulög. Nicole raulaði þau en gat ekki munað úr hvaða óperum þau voru. Það ergði hana og hún reyndi að gleyma þeim. Bifreið nam staðar fyrir utan húsið nr. 12 við torgið; lítill dreng ur strauk priki eftir rimlagirð- ingunni svo relluhávaði glumdi við. Það var kalt þarna við glugg ann svo að Nicole lokaði. — í næsta mánuði byrja þokurnar, hugsaði hún með sjálfri sér. Það var barið laust að dyrum. Ellen fór til dyra og Nicole heyrið rödd Adams. Þá kom EU- en til hennar; var undarleg á svipinn er hún sagði Nicole: „Dr. Fenton er niðri, ungfrú Nicole. Á ég að biðja Adam að láta hann bíða?“ I Án þess að svara gekk Nicole út að glugganum. Hún leit á bíl- inn, sem stóð fyrir utan -húsið nr. 12 og sá að það var bíll Lloyds. Hún velti því fyrir sér, hvort hún hefði verið að biða eftir þess Jóhann handfasti ENSK SAGA 36. 1 Eftir því sem tímar liðu fór samkomulagið milli manna okkar og eyjarskeggja hríðversnandi. Ekki leið svo nokkur dagur að ekki' væru nokkrir pílagrímar stungnir til bana aftan frá þegar þeir voru að ganga um hinar mörgu dimmu og þröngu götur Messínaborgar og líkunum svo kastað í höfnina. Nú bar svo við 30. október að ég var á leið niður að torg- inu með einum af brytum konungs til að sýna honum ný- bakað brauð, sem ég vissi að konungi þótti gott. Þá sáum við fólksþyrpingu í kring um sölupall og heyrðum háværar, reiðulegar raddir. Við ruddumst í gegn um mannþröngina og sáum Englending vera að þjarka um verð á brauði við sölukonu eina. Auðsjáanlega þótti kerlingarvarginum hann bjóða of lítið. Hún öskraði upp í ofsabræði, jós yfir hann skömmunum og steytti framan í hann hnefana. Englend- ingurinn bölvaði henni á móti. Þá tók mannfjöldinn allt í einu að sletta sér fram í deiluna. Margir í einu réðust á Englendinginn og rifu af honum hárið í hnefastórum flyks- um. Þeir spörkuðu í hann og börðu hann og köstuðu honurn til jarðar. Ég kallaði í brytann og sagði honum að hlaupa til konungsins og biðja hann að koma fljótt, jafnframt rudd- ist ég áfram til fallna hermannsins og barði frá mér til hægri og vinstri, til að halda frá mér hinum bandóða bölv-> andi skríl, sem sótti að mér á alla vegu. Áður en ég komst alla leið til hans, tróðst æstur múgurinn að mér og kastaði mér til jarðar og sparkaði óþyrmilega í mig, bæði í bakið og kviðinn. Þarna brauzt ég um sem óður væri og reyndi að losa mig út úr-þvögunni. Loks komst ég á fætur aftur og sá þá að nokkrir fleiri af hermönnum okkar voru komnir okkur til hjálpar og að hin ómerkilega deila um eitt brauð hafði breiðst út og var nú orðin að ljótum bardaga á milli pílagrímanna og múgsins. I bókinni HeR’ír fr/i fiiiiin lietjiiin, sem f jnníiarnifinn'ffi 1925 lö^bu Iff sitt f hættu til ab liim«a liörnanuiu f Nonie í Alaska frá |>vi aö verCa barnaveikisóttkveikjunni aö bráb. — Einn þe.ssara manna var Leonard Se|i|>ala, sem sést hér á niyndinni meö tvo af uppáhaldNhiindiim míhiiiii. Ilann fæildist f Sjervöy f liOfoten f IVoreRi ári'ft 1S7S. Árlb IIMIO för hann til Alaska á vegrnm JafetM Lindeberg-, |>es.s er fyrstur funn Rull f Alaska. I»ar byrjatSl hann seiii ftiillnrafari or var um hrib verkstjöri hjá KullnámufélUKl. — I»á fór Iiann aö taka |>átt f kappakstii meb hundaMleöa, sem fram fór á liverju ári mcti Jiátttakend- um úr öllu Alaska. t»rjfi ár í rölf vnrff hann signrveRuri í l>ess- um Alaska-kappakstri. Kkiö var mrstum 70 norskar mfliir, or feröin stöö yfir f 7S klukknstiindir. Hnnn varö einnÍR níriirvefjari I Mlfkiim kappakstri víöa f Bandarfkjiimim <>K varti frwRur sem mestí lnindasleöaekill heimslns. — Hann liefur nnniö fleiri slika kappakstra or sett fleiri met en nokkur annar á þesMari jörb. FJn sfna meMtu lietjudáö drýícöi hann árí’ö 1925, er hann bauö byrRÍnn hinum miklu vetrarhörkum f Al- aska or flutti ásamt fjör- nm öörum mönnum barna- veikimeftnl til Nome or bja rRiibi |>nnnÍR hundrnö- um mannslífa. I»essi suru um kappakst- urinn f Alaska hefur tvisv. nr vertlf Refin íit á þýxku, bæbi f Berlfn og Wien. — Auk |>ess hefur hfm veriö l>ýdd á húlKÖrskii og kröa- tixku. Útvarpsleikri’t hefur verib samiö upp úr henni oe útvarpaö Jirisvar á tékknesku or einu slnni á máli Slövaka. — Og hér I útvarphin voru lesnir kaf 1- nr fir bökinnl fyrir nokkr- um árum op vöktn mikla hrifnin^u uiiRra sem Riim- sallu. — Bökin fiest f öllnm bökaverzlunum. HjuuuuMAávsasm •mmmmM';■ ■ ■■■ ■■■■■■■■■■*■•» ■■■*»* ■ ■ ■ ■ ■ ■.ujuiajutim | KALK [■ til múrhúðunar, nýkomið. ! j. mmm & mmm h,f. j Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 ■ '■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■Hiil MURHUÐUNARNET !■ ■ ja nýkomið. ■ ■ J. ÞORLÁKSSDiVI & IRðMM II.I. j Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 ÞVOTTAVtLAR með mótorvindu og dælu kl. 3.725,00 með mótorvindu, dælu og hitaelimenti (suðuvél) kr. 4.790,00 Fyrirliggjandi J. ÞORLÁKSSOiy & ÍR0MA1 H.F. Bankastræti 11 Sími 1280

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.