Morgunblaðið - 26.10.1954, Blaðsíða 1
41. árgangur.
48. tbl. — Þriðjudagur 26. október 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Söait íetj tínicauói
. P .
i Ovroi
•vromi
ADENAUER VERÐUR
Á ÞINGVÖLLUM í DAG
Opinber heimsökn f
þýzka ríkiskanslarans
1D A G kl. 1,30 er dr. Konrad Adenauer, kanslari Vestur-þýzka
lýðveldisins, væntanlegur flugleiðis hingað til Reykjavíkur. —
Kanslarinn er í opinberri heimsókn, sem stendur aðcins yfir til
kvölds.
í föruneyti kanslarans, sem er á leið vestur til Bandaríkjanna,
eru 10—12 manns.
Myndin er tekin, er samningarnir um Saar hófust. Talið frá vinstri: de Moustier, skrifstofustjóri í
franska utanríkisráðuneytinu, Mendes-France, Francois Poncet, stjórnarerindreki í Þýzkalandi, Walter
Hallstein, prófessor, skrifstofustjóri í þýzka utan ríkisráðuneytinu, dr. Konrad Adenauer og dr. Her-
bert Blankenhorn.
Rábuneytisfundi
í USA sjónvarpað
Saer-samningur birtur
WASHINGTON, í gærkvöldi.
IKVÖI.l) var útvarpað og sjónvarpað í fyrsta skipti i sögunni,
ráðuneytisfundi í Bandaríkjunum, Eisenhower var í forsæti, en
Dulles flutti skýrslu um Parísarsamningana. Fyr í dag hafði Eisen-
hower farið til móts við Dulles á flugstöðina, er hann kom frá París.
Dulles sagði við komu sína, að
hann kæmi með góð tíðindi, og
ætti hann þar ekki aðeins við
hina skráðu samninga, heldur
einnig við þann anda, sem svifið
hefði yfir við samningagerðina og
boðaði tímamót í sögu Evrópu.
Sir Anthony Eden, sagði í
brezka þinginu í dag, að samn-
ingarnir í París hefðu verulega
eflt samstarf Vestur-Evrópu. Og
Attlee, foringi stjórnarandstæð-
inga, lýsti yfir ánægju með árang
urinn.
í ræðu sinni gat Eden serstak-
lega um tvö vandamestu málin
éftir síðari styrjöldina, Triestmál-
ið og Saar-málið, sem nú væru
um það bil leyst. Rómaði
hann í því sambandi mjög stjórn-
vizku Adenauers og Mendes-
France.
FKAKKAR ÁNÆGÐIR
í Frakklandi hefur lausn
Saardeilunnar verið yfirleitt
vel tekið og má í frönskum
blöðum sjá farið lofsamlegum
ummælum um Adenauer.
Búizt er við að umræður í
Framh. á bls. 12
Tito trúir
á einlægiil
Rússa
BELGRAD í gær: — Tito mar-
skálkur sagði í ræðu í júgó-
slavneska þinginu í dag að hann
| tryði því, að hugur fylgdi máli í
hinni breyttu og batnandi utan-
ríkisstefnu Rússa.
| Júgóslavar eru betur dómbærir
en aðrir þegar greina skal á milli,
hvort Rússar eru með leikara-
skap, eða hvort um raunverulega
framför að ræða, sagði Titó.
Að lokinni ræðu Titos sam-
þykkti þingið Trieste-sáttmálann
í einu hljóði. Áður hafði ítalska
þingið fallizt á sáttmálann með
295 atkv. gegn 265 (kommúnistar
og vinstri sosialista, ásamt nokkr-
um konungssinna).
Tito galt Rússum lof fyrir að
þeir hafa fyrir sitt leyti lagt
blessun sína yfir samninginn.
Hætí við Silíur-
tunglið í Osló
og Helsingfors?
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað
að hætt hafi verið við sýningar á
Silfurtunglinu í Osló og Helsing-
fors.
Var frá því skýrt, er sýningar
hófust á leikritinu hér í Þjóðleik-
húsinu, að Folketeatret í Osló og
Þjóðleikhúsið í Helsingfors
myndu taka leikritið til sýninga,
einnig yrði það sýnt austur í
Moskvu. — Ekki hafa fregnir
borizt um neinn afturkipp þar.
Miimiiigarathöfn
nm Einar Jónsson
Útförin í kyrrþey
,,AÐ tilhlutan ríkisstjórnarinnar
hefur verið ákveðið að minning-
arguðsþjónusta um prófessor
Einar Jónsson myndhöggvara fari
fram í Dómkirkjunni í Reykja-
vík, laugardaginn 30. október,
klukkan 14.
Biskup íslands, herra Ásmund-
ur Guðmundsson, flytur minning-
arræðuna. Að ósk Ríkisútvarps-
ins verður athöfninni útvarpað.“
Þannig hljóðar fréttatilkynning
frá ríkisstjórninni er blaðinu
barst í gærkvöldi. — Til viðbót-
ar má geta þess, að hinn látni
listamaður verður grafinn í fæð-
ingarsveit sinni, að Hrepphóla-
kirkju. — Fer sú athöfn fram í
kyrrþey og einungis að viðstödd-
um nánustu ættingjum.
•rr
Lyf gep
©
SJÓÐSSTJÓRN lömunarveikra í
Bandarikjunum ( The National
Foundation for Infantile Para-
lysis) hefir gert samning um að
kaupa nægilega mikið af hinu
svokallaða Salk polio varnarefni,
til þess að gera 9.000.000 barna og
barnshafandi mæðra ónæm á
næsta ári.
Forseti sjóðsins sagði um )eið
og hann tilkynnti þetta, „að sjóðs
stjórnin tefldi á hættu, sem hún
gerði sér fulla grein fyrir með
því að kaupa varnarefni, sem
ekki væri fullreynt“.
Hann bætti hinsvegar við „að
við höfum fulla ástæðu til þess
að vona og trúa því, að varnar-
efnið komi að fullum notum“.
Mýlr bílar
„lægri og lengri
NEW YORK í okt.: — 250 millj.
dollurum segist forstjóri Chrysler
verksmiðjanna í Bandaríkjunum
hafa varið til þess að gera stór-
felldustu breytingar á gerð
Chrysler bílanna, sem um getur
í sögu verksmiðjanna.
Sala hinna nýju bíla hefst um
miðjan nóv. Og gerð bílanna?
Þeir eru bæði lengri og lægri en
eldri gerðir. Plymouth verður
lengdur um rúml. 10 þuml., eða
upp í 204 þuml. (Ford er nú 198
þuml. og Chevrolet 196 þuml.)
Dodge verður 212 þuml. langur
eða 4 þuml. styttri en Cadillac.
Og útlitið: Hægt er að velja milli
56 lita og vilji menn tvo liti, þá
er völin um 173 samstæður.
Bílaframleiðslan í Þýzkalandi
fer stöðugt vaxandi. í september
voru framleiddir 63.364 bílar. Bú-
ist er við að framleiðslan 1954
verði 30 hundraðshlutum meiri
en í fyrra.
KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Flugvélin, sem flytur dr. Ad-
enauer frá Þýzkalandi er væntan-
leg til Keflavíkurflugvallar kl. 1
í dag. Þar koma til móts við hann.
dr. Kristinn Guðmundsson utan-
ríkisráðherra og Magnús Vignir
Magnússon skrifstofustjóri.
REYKJAVÍK —
BESSASTAÐIR —
ÞINGVELLIR
Þaðan verður farið með minni
flugvél til Reykjavíkur og mun
hún lenda á Reykjavíkurvelli um
kl. 1,30. Þar tekur á móti dr.
Adenauer, Ólafur Thors forsætis-
ráðherra, sem mun aka með hon-
um og nokkrum af nánustu sam-
starfsmönnum kanslarans suður
að Bessastöðum, þar sem hann
heilsar upp á forsetann. — Eftir
nokkra viðdvöl þar, mun dr. Ad-
enauer ásamt fylgdarliði sínu
öllu, aka austur á Þingvöll og
mun hann skoða sögustaðinn. —
í förinni verða m. a. forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra.
BLAÐAMANNAFUNDUR
Áætlað er að koma til Reykja-
víkur um klukkan 5. — Þá mun
dr. Adenauer ræða við blaða-
menn á heimili þýzka sendiherr-
ans hér, dr. Oppler að Laufás-
vegi. — Eftir blaðamannafundinn
fer dr. Adenauer suður á Kefla-
víkurflugvöll, flug'leiðis, en það-
an mun hann halda förinni áfram
Vestur um haf um kl. 6.
Til Bandaríkjanna fer dr. Ad-
enauer í opinbera heimsókn í boði
stjórnarinnar þar.
Virkjun sjávarorku
LONDON, okt.: — Bretar hafa
komið fyrir öldu-mælitækjum í
tveim rannsóknfskipum, í þeirri
von, að þeir muni, er tímar líða,
geta virkjað eitthvað af feiknar
orku sjávarins.
Tæki þessi, sem gerð eru eftir
fyrirsögn vatnsmælingamanna
brezka flotans og hafrannsókna-
ráðsins brezka, hafa verið sett í
rannsóknaskipið Discovery II og
veðurskipið Weather Explorei’.
íslendingaskemmt-
un til ágóða
fyrir SVFI
KAUPMANNAHÖFN, 25. okt.: —
íslendingafélagið hélt skemmti-
fund í gærkveldi og rann allur
ágóðinn til Slysavarnafélags ís-
lands. Verndari Slysavarnadeild-
arinnar Gefjunnar hér, Knútur
prins, var á samkomunni.
Jón Helgason, stórkaupmaður,
setti samkomuna, en Fontenay
fyrrverandi sendiherra, talaði um
slysavarnastarfsemina á íslandi.
Þá skemmtu þau Anna Borg,
Paul Reumert, Stefán íslandi og
óperusöngkonan Ida Roholm.
__________________— Páll.
Jóhann Þ. Jésefsson
kominn heim
JÓHANN Þ. Jósefsson alþm., sem
setið hefur níunda þing SÞ fram
að þessu, kom í gær með flugvél
Loftleiða frá New York. Tekur
hann sæti á Alþingi í dag.