Morgunblaðið - 26.10.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1954, Blaðsíða 16
Veðurúiiif í dag: SV-kaldi. Síðan skýjað. Gola. 245. tbl. — Þriðjudagur 26. október 1954 Frá úfvarpinu Sjá grein á bls. 8. Sjóma&ur drukknar af togaranum Ge/V Mannsins isiíað í ivo fíma en án árangurs ÞAÐ SVIPLEGA slys vildi til síðastl. föstudagsmorgun um 10 leytið, er togarinn Geir var að karfaveiðum út af Vestfjörð- um, að maður féll fyrir borð og druknaði. Maður þessi var Björn Frið- steinsson, Bergstaðastræti 10 C. Var hann annar matsveinn á tog- aranum og var þetta fyrsta ferð- in, sem hann fór með því. Hann var 24 ára gamall og ókvæntur. LEITAÐ í TVO TÍiVIA Enginn skipsverja var við- staddur er Björn féll fyrir borð, en þess varð vart að hann vant- aði um 10 leytið. Var þá veður hið bezta og sléttur sjór. Var skipinu strax snúið við og leitað í tvo tíma á því svæði, sem lík- legt þótti að slysið hefði viljað til á, en leitin bar ekki árangur. Fullt samkomulag um markmið og skipun Iðnaðarmálastofnunar IÐNAÐARMÁLARÁÐHEPi,RA hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Iðnaðarmálastofnun Islands. í frumvarpinu segir, að tilgangurinn með Iðnaðaarmálastofnuninni sé að efla framfarir í íslenzkum iðnaði. VERKEFNI STOFNUNARINNAR Þessum tilgangi skal náð með því m. a.: 1. Stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð iðnaðarframleiðsl- unnar með því að kynna þeim, er iðnað stunda, tæknilegar nýj- ungar og veita þeim leiðbeining- ar, er miði að auknum afköstum, verknýtingu og vöruvöndun. 2. Rannsókn mikilvægi ein- stakra þátta í framleiðni (prod- uktivet) iðnaðarins og kynna árangurinn, svo að notum komi fyrir iðnfyrirtækin og tækni- fræðsluna í landinu. 3. Efla samvinnu milli fram- leiðenda, stofnana og félagasam- taka innanlands um viðleitni til framfara í íslenzkum iðnaði, og liafa náið samstarf við þá aðila um þessi mál. 4. Leggja grundvöll að viður- kenndum mælikvörðum eða fyr- irmyndum (standards) fyrir ís- lenzka iðnaðarframleiðslu, í sam- ræmi við það, er bezt þekkist er- lendis, og stuðla að því að komið verði á gæðamati iðnaðarvara. 5. Vinna að því, í samráði við Hagstofu fslands, að ár hvert sé gefin út heildarskýrsla um iðnað- armálin í landinu. 6. Hafa samband og samstarf við hliðstæðar erlendar tækni- stofnanir. ■■ Áss SKfll TIL RÁÐUNEYTIS RÍKISSTJÓRNINNI Þá er og tekið fram í frum- varpinu, að Iðnaðarmálastofnun- in skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis í tæknilegum vanda- málum er iðaðinn varða, öðrum en fiskiðnaði. 8 MANNA STJÓRN Varðandi stjórn stofnunar- innar er lagt til að hún sé skipuð af iðnaðarmálaráð- herra til 4 ára í senn. For- mann stjórnarinnar skipar ráð herra án tilnefningar, en 7 fuli trúar skulu eiga sæti í stjórn- inni að fegnum tillögum eftir- talinna félagasamtaka: Félags ísl. iðnrekenda, Landssam- bands iðnaðarmanna, Samb. ísl. samvinnufélaga, Vinnu- veitendasambands íslands, Iðn sveinaráðs ASÍ og Alþýðu- sambands íslands. Það síðast- nefnda tilnefnir 2 fulltrúa, en hinir einn hver. NEFND SKIPUÐ 20. FEBR. f greinargerð er sagt frá því, að Ingólfur Jónsson iðnaðarmála- ráðherra, hafi 20. febr. s. 1. skip- að sjö manna nefnd til þess að semja lög og-reglur um Iðnaðar- málastofnun íslands og er frum- varpið samið af nefnd þeirri, þó með minniháttar breytingum. — Lagði iðnaðarmálaráðuneytið á- herzlu á það að nefndin skilaði sameiginlegu áliti í frumvarps- formi fyrir næsta Alþingi. í nefndinni áttu sæti: Kristján Jóh. Kristjánsson, form. Fél. ísl. iðnrekenda, Björg- vin Frederiksen, form. Lands- sambands iðnaðarmanna, Bene- dikt Gröndal, í framkvæmdastj. Vinnuveitendasamb. íslands, Ósk ar Hallgrimsson, form. Iðnsveina- ráðs Alþýðusambands íslands, Kristjón Kristjónsson, framkv.- stjóri, fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga, Þorsteinn Gísla- son, verkfræðingur hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, og Páll S. Pálsson, lögfræðingur, sem skipaður var formaður nefndar- innar. Við samningu frumvarps- ins hafði nefndin til hliðsjónar að nokkru frumvarpstillögur frá þriggja manna nefnd, sem séð hefur um stofnsetningu og byrjunarrekstur Iðnaðar- málastofnunarinnar og að öðru leyti samþykktir og starfsreglur frá nágrannalönd- unum. Var fullkomið' samkomulag innan nefndarinnar um mark- mið stofnunarinnar og skipu- lag. Hollandsfararnir ásamt forseta Skáksambands íslands, Elís Ó. Guð- mundssyni. Á myndina vantar Guðmund Pálmason, sem er við nám í Svíþjóð. — Aftari röð, talið frá vinstri: Ingi R. Jóhannsson, Friðrik Ólafsson, Guðmundur Ágústsson og Guðmundur S. Guð- mundsson. — Fremri röð: Guðmundur Arnlaugsson og Elías Ó. Guðmundsson. — Myndina tók Ijósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnús- son, í Sjálfstæðishúsinu í gær. Hollandsförtanum þökk- uð góð frammistaða ASUNNUDAGINN voru mættir í Sjálfstæðishúsinu skákmenn þeir, sem tefldu á skákmóti því, sem haldið var fyrir skemmstu í Hollandi. Voru þar fluttar ræður og skákir sýndar. Meðal þeirra, sem töluðu, var borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen. Lítil síldveiði AKRANESI í gærkvöldi. TÓLF trillubátar reru héðan á sunnudag og öfluðu ágætlega, eða allt upp í 1500 kg. á bát. I dag reru trillubátarnir tólf og var aflinn almennt mjög góð- ur, Aflahæsti báturinn var með 1600 kg. Aðfaranótt sunnudags létu 7 reknetjabátar héðan, Haraldar- bátarnir, reka á þei mslóðum, þar sem Ægir fann síldina á laugar- dag. Bátarnir sökktu netjunum eins og venjulega, nema Reynir, sem söktí helming netja sinna hálfu skemmra en hinir og var Reynir eini báturinn, sem aflaði síld að ráði. Fékk hann 75 tunn- ur. — Hjá suiríum hinna bátanna skemmdust netin af völdum há- hyrninga. I dag voru netin tekin á land úr öllum bátunum. Eru þeir hætt- ir síldveiðum. Vatnajökull var hér í dag og lestaði hraðfryst lúðuflök. Málfundafélagið Óðinn Trúnaðarráðsfundurinn er í kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Til umræðu: áríðandi félags- mál----Meðlimir trúnaðarráðsins eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórn Óðins. AKUREYRI ABCD EFGH ABCD EFGH REYKJAVÍK 10. leikur Reykvíkinga: Rb5—c3 PENINGAGJAFIR ÞAKKAÐAR Fyrstur tók til máls forseti Skáksambandsins, Elís Ó. Guð- mundsson. Færði hann Guðmundi Arnlaugssyni þakkir fyrir frá- bæra fararstjórn. Einnig þakkaði hann skáksveitinni fyrir góða frammistöðu á mótinu, — og öll- um þeim, sem styrktu skáksveit- ina, svo að af förinni gat orðið. Næstur tók til máls Guðmund- ur Arnlaugsson. Kvað hann ferð- ina hafa orðið frekar sögulitla. íslenzku skákmennirnir hefðu byrjað vel, en þegar í aðalúrslitin kom, hafi gæfan snúið við þeim bakinu. Bezti árangur þeirra á mótinu hefði orðið á móti Júgó- slövum, -sem urðu þriðju í röð- inni. Síðan Skýrði Guðmundur frá því, að margir ísiendingar, sem dveldust erlendis, hefðu komið til Amsterdam til að fylgj- ast með mótinu. TVÆR SKÁKIR SÝNDAR Að lokinni ræðu Guðmundar, sýndi Friðrik Ólafsson eina skák, sem hann hafði teflt á mótinu við Porath frá ísrael, sem er mjög sterkur skákmaður. Sett hafði verið upp skákborð, svo að allir viðstaddir gátu fylgzt með skák- inni, sem var hin athyglisverð- asta. Þessa skák vann Friðrik mjög glæsilega, en hann. hafði svart. Næst sýndi Guðmundur S. Guð mundsson skák, sem hann vann á móti Lundin frá Svíþjóð. BORGARSTJÓRI ÁVARPAÐI SKÁKMENNINA Eins og áður segir, heiðraði Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri skákmennina með því að koma og ávarpa þá. Sagði hann, að með engu skákmóti hefði verið fylgzt eins mikið hér á landi og móti því, sem er nýafstaðið í Hollandi, þar sem hinir íslenzku skákmenn hefðu staðið sig með ágætum og orðið landi og þjóð til hins mesta sóma. Borgarstjóri ræddi þessu næst nokkuð um skáklistina. Að lokum bað hann viðstadda að rísa úr sætum og hrópa ferfallt húrra fyrir Hollandsförunum og afrek- um þeirra. Loks talaði Guðmundur Arn- laugsson aftur og bar fram þakk- læti til forseta Skáksambandsins, Elísar Ó. Guðmundssonar, sem hann kvað hafa átt hugmyndina að peningasöfnuninni. Hefði hann lagt á sig mikið erfiði, svo að af þessari för mætti verða. Starf hans í þágu skáklistarinnar væri bæði mikið og gott, sem hann kvaðst vilja þakka honum fyrir við þetta tækifæri. Sjálfstæðishúsið var fullskipað tilheyrendum, sem áreiðanlega nutu þess í ríkum mæli, sem fram fór. Sjálhfæðismanna á Keflavíkurflupelli SJÁLFSTÆÐISMENN á Kefla- víkurflugvelli munu halda kvöld- vöku í Samkomuhúsinu í Njarð- vík annað kvöld kl. 9. Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra heldur ræðu á kvöldvökunni, Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari syngur og Brynjólfur Jó- hannesson, gamanleikari og Har- aldur Á. Sigurðsson skemmta. —• Hljómsveit Aage Lorange mun leika fyrir dansi. Ekki er að efa að Sjálfstæðis- menn á Keflavíkurflugvelli muni fjölmenna á þessa kvöldvöku. Um 100 hestar af heyi brenna Eldur kemur upp í votheyshlöðu, sem notuð var sem þurrheysgeymsla. AKUREYRI, 25. okt. ER BÓNDINN að Æsustöðum í Eyjafirði, Steingrímur Níelsson, kom út að morgni síðastl. laugardags, um kl. 6,30, sá hann hvar reyk lagði upp af fjóshlöðunni, eða votheyshlöðu, sem stendur norðan við fjóshlöðuna. Er hann hugði betur að, varð hann þess var að eldur var neðarlega í votheysgeymslunni, en í henni voru geymdir á annað hundrað hestar af há. SETT IHLOÐUNA FYRIR MANUÐI Á föstudagskvöldið hafði verið gengið þarna um og hafði hey þá verið tekið úr hlöðunni og bar þá ekki á neinu og hafði ekki orðið vart neins óeðlilegs hita í hlöðunni. Hey það er í votheys- geymslunni var geymt, var sett í hana fyrir miðjan september í haust. Fyrst á eftir var fylgzt með því hvort hiti kæmi í hlöð- una, en ekki var svo að sjá. Hey- ið hafði verið vel þurrt, er það var tekið saman, en eitthvað rignt í það í sæti. Nú undanfarið hafði ekki verið haft sérstakt auga með hlöðunni með tilliti til hita, því að engum kom til hug- ar að kvikna mundi í svo löngu eftir að heyið var tekið inn. — Byggingar allar eru til þess að gera nýlegar og góð járnþök á hlöðum, svo að varla mun vera um það að ræða að vatn hafi komizt í heyiö eftir að það var komið inn. ERFITT AÐ GRAFA UPP i BRENNANDI HEYIÐ Þegar var hafizt handa að 1 ná í manríhjálp til þess að grafa upp heyið og ráða niðurlögum 1 eldsins. Um kl. 7,30 náðist í slökkviliðið á Akureyri og brá , það þegar við og hélt fram að | Æsustöðum. Nágrannar Stein- gríms bónda og sveitungar þustu þegar á vettvang til hjálpar og unnu um 40 manns að slökkvi- starfinu á laugardaginn, en þvi var ekki lokið fyrr en um kl. 15 í gærdag. Þurfti að grafa heyið bæði upp úr hluta af fjóshlöð- unni og svo votheyshlöðunni, sem , er mjög djúp. Var þetta, eins og I gefur að skilja, bæði illt verk og j erfitt. Svo hagar til byggingum, að á milli hlaðanna eru göt í • steinvegginn, þar sem votheyið I er venjulega tekið í gegn og inn í fjóshlöðuna. Af þessum sökum [ gat eldurinn borizt inn í f jóshlöð- una og kveikt í heyinu þar. | Talið er að um 100 hestar aí heyi hafi eyðilagzt í brunanum. — Vignir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.