Morgunblaðið - 26.10.1954, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 26. okt. 1954
N I C O L E
Skaldsaga oítir Katherine Gasin
Framhaldssagan 76
um sjálft sig, og helzt ekki um
sérgrein slna. Lloyd eignaðist
marga góða vini, enda kynnti
hann sig vel og eldri ög reyndari
læknar dáðust að honum fyrir
hans ágætu hæfileika. — Hann
kunni að gleðjast með glöðum
og vinna — og vinna vel þegar á
þurfti að halda. Eiginkonur þess-
ara vina Lloyds komu einu sinni
■— og vildu þá allar koma aftur.
Nicole bar þær í huga sér saman
við þær konur, sem umgengist
höfðu Iris — konurnar, sem allt
gerðu til að viðhalda stöðu sinni
í stífu ensku þjóðfélagi. Þessar
konur, sem þau Lloyd heimsóttu
áttu öruggan sess í sínu þjóðfé-
lagi einungis vegna þess að þær
voru eiginkonur þessara frægu
manna; þeim fannst engu máli
skipta þó að nöfn þeirra birtust
ekki í blöðunum ár eftir ár. Þær
voru, nær undantekningarlaust,
virðulegar og alúðlegar, án allr-
ar stífni. Nicole mat mikils vin-
áttu þeirra. Húsið þeirra við Ty-
garth Drive varð brátt staður,
þar sem vinir komu saman til
þess að njóta skemmtilegra kvöld
stunda.
Og svo kom kvöldið er Lloyd
kom heim með mann, hvers svip
Nicole kannaðist svo vel við.
Hún hafði áreiðanlega séð hann
fyrr, hugsaði hún með sjálfri ‘sér,
en nafn hans gat hún ekki mun-
að. Hvar hafði hún áður séð
þetta djúpt markaða andlit, þetta
slétta brúna hár og þessi „stál-
augu“? Lloyd nefndi hann með
nafni og hugur hennar hvarflaði
langt aftur í tímann — allt til
gamlárskvöldsskemmtunar í
veitingastofu Ishvans. Þar hafði
hún séð þennan mann mitt í ið-
andi hafi dansfólks — Golstein,
Rudolf Golstein, skurðlækninn
nafntogaði. Þau brostu hvers til
annars er þau heilsuðust — og
urðu vinir. Enska læknasamband
inu hafði loks tekizt að hrekja
hann úr landi, hugsaði hún með
sé& Ameríka hafði tekið honum
fagnandi hendi og England veit
ekki hve mikils það hefur misst.
Hún komst að því að hann vann
á læknarannsóknarstofunni með
Lloyd og hafði verið þar mánuð-
um saman, en Lloyd hafði aldrei
átt tækifæri til að tala almenni-
lega við hann. Þau komust fljótt
að raun um, að hann gladdist
mjög yfir að hitta loks fólk er
skyldi við hvaða ástæður hann
hafði starfað í Englandi. Hann
var fullur beiskju yfir því að
hafa þurft að yfirgefa England
.— á Englandi vildi hann eiga
heima. En þar höfðu aðferðirnar
verið taldar þýðingarmeiri en
árangurinn, svo að hann varð að
fara úr landi.
Rudolf talaði aldrei um fjöl-
skyldu sína eða ættingja og
aldrei nefndi hann Þýzkaland á
nafn; en eitthvað í fari hans gaf
til kynna, að hann hefði séð og
réynt meira, en hann mundi
segja — að hann vissi meira en
hann mundi segja. Þar sem þau
vissu um baráttu hans í Eng-
landi, áttu þau eitthvað sameig-
inlegt með honum og skildu
liann betur en ella. Og hann varð
tíður gestur á heimili þeirra.
Nicole hafði það á tilfinningunni,
að hann öfundaði þau af ótrufl-
aðri tilveru'þeirra, af yndislegu
heimili þeirra og elskulegu dótt-
ur. Hún reyndi því að bæta hon-
vm upp eitthvað af því sem
Siann hafði orðið á bak að sjá.
Rudolf var henni þakklátur, og
íeyndi að sýna þakklæti sítt.
Hans mesta hugðarefni, utan
læknisstarfsins, var tónlistin. (
Hún vissi að hann naut þeirrar
fegurðar, þeirrar hæðar og þeirr- |
ar dýptar, sem aðeins í göfugum
verkum er að finna. Hún vissi,
að hann naut slíks jafnvel enn
betur en hún sjálf. Hann rann-
sakaði plötusafn hennar og það
var ekki liðin vika frá því að
hann kom fyrst, þar til hann kom
með viðauka við það. Hann tók
að líta á heimili þeirra sem sitt
eigið heimili og sízt löttu þau
hann þess. Nicole hafði séð hans
piparsveinaíbúð niðri í borginni
og skyldi því enn betur hve vel
hann undi á heimili með um-
hverfi eins og var í húsi þeirra
við Tygarth Drive.
! Kvöld eitt komu þeir saman
heim, Lloyd og Rudolf. Á heim-
leiðinni hafði Lloyd tekið póst-
inn; en Nicole gleymdi að spyrja
um bréf Richards — og hann
sýndi henni það ekki þá strax.
Bréfið hans innihélt meira en
aðeins fréttir um það, að honum
gengi mjög vel við tónlistar-
námið og ætti sér vísa frægð. Og
það sem bréfið sagði utan þeirra
gleðitíðinda, vildi Lloyd ekki að
Nicole læsi, því að hann óttaðist,
að hún fengi þá áhyggjur —
kannski að ástæðulausu. Enginn
vissi hvað framtíðin myndi bera
í skauti sér — um það var ekki
hægt að spauga eða geta sér til
um. En nútíðinni undi hann vel.
— Nicole og Judith voru hans
nútíð.
2. KAFLI
Nicole þurfti ekki að lesa bréf-
ið frá Richard til þess að full-
vissa sig um að ótti hennar var
ekki ástæðulaus. Enginn gaf leyft
sér að skella skollaeyrunum við
atburðum þeim er voru að ger-
ast á Ítalíu og í Þýzkalandi. Hið
síharðnandi kverkatak, sem naz-
istaflokkurinn hafði á þýzku
þjóðinni og ofbeldi fasismans á
Ítalíu, var ógnunin, sem Evrópa
vildi helzt ekki sjá. Það var eins
og stjórnmálamenn vildu ekki
sjá merki þess, sem framundan
væri — þeir skigtu sér ekki af
innrás Japana í Manchuríu og
hernámi þeirra þar. Það var ber-
sýnilegt, að styrjöld á Kyrrahafi
var óumflýjanleg og alvarlegar
væringar í Abyssiníu. Þeim er á
horfðu gat ekki dulizt að hin gíf-
urlega hervæðing Öxulveldanna,
gerðu allar vonir um frið í Ev-
rópu að engu. í byrjun hins síð-
asta árs algers heimsfriðar,
sváfu lýðræðisríkin enn á verð-
inum — en Öxulveldin hlógu, og
á bak við þann hlátur biðu her-
irnir — biðu kallsins.
Þessi skýru merki þess er koma
myndi, ollu mörgum áhyggjum.
Eins og flestir aðrir, vildi Nicole
helzt líta framhjá þessunx. stað-
reyndum og gleyma þeim. Um
stund tókst henni það; hún hugs-
aði ekki meira um styrjöd. En
staðreyndirr.ar skutu alltaf upp
kollinum og hún gat ekki lokað
augunum. Með ákafa og kvíða-
blandinni eftirvæntingu las hún
fréttir blaðanna og hlýddi á sög-
ur þeirra er tekizt hafði að kom-
ast undan járnhæl fasismans.
Þau Lloyd töluðu aldrei um stríð;
þau hvort um sig forðuðust að
vekja kvíða hins. En það var að-
eins á yfirborðinu. Þau utók
hvort fyrir sig að skrifa til vina
sinna í Englandi. Þessum bréfa-
skriftum leyndu þau hvort fyrir
öðru. Þau fóru títt yfir Atlants-
hafið bréfin milli Lloyds og
Richards, en Nicole sá fæst þeirra
og þau bréf sem Nicole fékk per-
sónulega frá Richard voru á þá
leið að varazt var að ræða heims-
ástandið.
í öngum sínum skrifaði hún
Charles og leitaði trausts hans.
Og það gaf hann henni. Hann
sagðist halda, og þóttist viss um,
að engin styrjöld skylli á.
Chamberlain mundi koma í veg
íq)
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
42.
að fara með hana héðan og koma henni á óhultan stað. Það
var ákaflega hættulegt að fara með hana um göturnar, þar
sem fjöldamorðin fóru fram og allt var í uppnámi. Og
hvernig átti ég að vernda hana gegn hefndarþorsta hinna
hamstola manna okkar?
Þá datt mér ráð í hug. Ég spurði hana hvort hún vildi nú
ekki vera góð lítil stúlka og koma út með mér. Hún virtist
bera fullt traust til mín og játaði því. Þá tók ég hana í fang
mér. Ég tók líka með mér stóran dúk úr rauðu damaski,
sem lá á gólfinu. Hann var saumaður gulli og smáperlum,
en ég tók hann ekki vegna þess hve dýrmætur hann var,
heldur af því hvað hann var stór. Hugur minn var ekki
lengur bundinn við herfang, heldur var ég aðeins með all-
an hugann við það að koma barninu áhultu út úr borginni.
Ég hefi alltaf metið ævitýrin meira en gull. (
Ég gekk upp stigann, sem lá upp á hið flata húsþak. Hús-
in eru lág í þessum hluta borgarinnar, svo að ég sá vel yfir
göturnar rétt fyrir neðan mig, sem voru eins og ólgusjór
yfir að líta. Gunnfánar konungs okkar blöktu yfir hinum
ýmsu brjóstvörnum, galeiður óvina okkar stóðu í björtu
báli í höfninni. Ég bað barnið að halda fast um hálsinn á
mér, svo hljóp ég meðfram brjóstvörn þaksins og henti mér
svo yfir þakið á næsta húsi, því að ég ætlaði mér að halda
áfram eftir húsaþökunum eins langt og ég gat. Mér til undr-
unar var litla stúlkan alls ekkert hrædd, þegar ég var að
henda mér á milli húsanna. heldur hrópaði fagnandi að
ég skyldi gera þetta aftur. Þannig komumst við götuna á
enda. Þá var ekkert annað að gera en að fara niður í gegn
um hið mannlausa hús og ryðja sér leið í gegn um æstan
manngrúan úti fyrir. i
jr
I dag
Tökum fram nokkur stykki
Crayson kápur og dragtir
Qu ttfo
óó
AÐALSTRÆTI
Nýtízku amerísk
Húsgagna áklæði
seljast fyrir hálfvirði.
h.í.
LAUGAVEG 118.
ajOiWjncnanr
JERSEY-kjólar
GULLFOSS
AÐALSTRÆTI
Austin A40 sendibifreið
Hafið Jbér kynnt yður þessa bifreið
Vélin er kraftmikil og gangviss og sérstaklega sparneytin.
Bifreiðin hefir sjálfstæða grind, sem gerir hana traust-
ari og endingarbetri.
Flutningspláss bifreiðarinnar er 116 cu. fet og burðar-
magn 500 kg.
Verð bifreiðarinnar með 2 sætum er aðeins krónur
15.628,00 f.o.b., og hingað komin er útsöluverð áætlað
kr. 40.350.00.
Auk þess framleiða Austin verksmiðjurnar minni sendi-
ferðabifreið „Austin A30“, sem kostar aðeins um
kr. 31.350.00 hingað komin.
Komið og leitið upplýsinga.
Garðar Gíslason h.f.,
Reykjavík
Uppþvottagrindur
Ódýru uppþvotta-
grindumar ___ _ jg
komnar aftur.
L. Storr & Co.
■JUl