Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 14
u MORGZINBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. okt. 1954 NICOLE Skaldsaga ©ftii Katheiine Gasin Framhaldssagan 77 fyrir það, sagði hann. Ef að Þjóð- verjar vildu hreinsa til í sínu eigin landi, þá var ekki annarra manna að skipta sér af því. Hún varð vör hins brezka stolts hjá honum er hann skrifaði, að Þýzka land myndi aldrei geta farið út í aðra styrjöld gegn Bretum; svo gersamlega voru Þjóðverjar sigraðir siðast, sagði hann. Hún , las bréfin hans margsinnis. ' Charles virtist ekki vilja skilja það, að Þýzkaland hafði ekki verið sigrað 1918. Þjóðverjar höfðu beðið um vopnahlé er þeir liorfðust í augu við þá staðreynd, að þeir höfðu ekki bolmagn gegn andstæðingum sínum. Hann virt- ist ekki sjá það að það var nýtt hýzkaland, sem nú var að koma upp. Ný kynslóð sem trúði á yfirburði kynþáttar síns. Þar liafði vígbúnaður farið fram um árabil. Þýzkaland var nú tilbúið til að leggja út í styrjöld — að því marki hafði verið keppt þar í landi. Og þegar hún íhugaði skrif in frá Charles, sá hún, að þau hjálpuðu henni ekkert. , Bréfin sem hún fékk fár Cambridge voru óákveðin. Þau mátti skoða sem spegilmynd af skoðunum lærðra manna í Eng- landi og í þeirra hópi var talað um að erfiðir og dimmir tímar væru framundan í Evrópu. Það gat varla verið vísindalegra ; hugsaði hún. í En um einn dásamlegan sum- armánuð gleymdi Nicole öllum áhyggjum vegna styrjaldar. Lloyd hafði ákveðið að dvelja um mánaðartíma hjá bróður sín- um og mágkonu í Georgíu. Húr. hai^Si fúslega samþykkt þá á- kvörðun, því hún var þess óafvit- andi að Lloyd hafði annað mark- mið með för sinni þangað en að- eins skemmtun og gaman. Tom og Beth tóku.þeim tveim hönd- um — og þau léku við Judith og j dekruðu öllum stundum. Hún var j þeim eins og sumargjöf. Nicole og Lloyd létu það viðgangast. — Þau vissu það af reynslunni, að Judith mundi þola slíkt dekur án þess að spillast. Lloyd lét annars fátt á sig fá þennan sumarmánuð, 1 hann bara brosti að öllu og hló, skemmti sér og naut lífsins eins og hann hafði sett sér, að láta ekkert raska ró sinni. Nicole var . hamingjusöm — óendanlega ham | ingjusöm. Evrópa og vandræðin öll voru svo órafjarlæg; á þessu ættaróðali Fenton-fjölskyldunn- ar ríkti friður og vandræði voru óþekkt. Tom hló stríðnislega er hann komst að ótta og kvíða Nic- ole, slíkur ótti er ástæðulaus, sagði hann. Og nú lifði Lloyd sumar — sem hann alltaf hafði þráð — sumarið, sem hann hafði dreymt um á köldum vetrarnótt- um í Englandi, sumar eins og þó er hann hafði áður notið í Georgíu. Enginn þarna á heim- ilinu, jafnvel ekki Lloyd virtist liafa hinn minnsta ugg framtíð- arinnar vegna; hún naut þess að lifa í þessu andrúmslofti, ,,komi hvað sem koma skal“ — en það ríkti svo sannarlega á þessum Georgíubúgarði. Lloyd sýndi henni allt umhverfið — staðina þar sem hann hafði leikið sér sem drengur og hann átti svo ótal margar minningar bundnar við. Nú. skildi Nicole hvers vegna Lloyd hafði getað verið svona lengi í Englandi, en verið ósnort- inn af dvölinni þar og alltaf hugs- *ð heim. Meðan hann átti þessa fjársjóði í Georgíu, mundi hann 3ldrei breytast. Þau fóru frá Georgíu í annari viku júlímánaðar. Lloyd sagðist nauðsynlega þurfa að komast aft- ur til starfs síns. Þá var Judith litla orðin útitekin og frískleg. Og hve dásamlega daga höfðu þau ekki átt með henni þarna í sveitasælunni. Nicole fann til á- byrgðarkenndar — meira nú ailt í einu við brottförina en svo oft áður. Hún hafði í raun og veru aldrei þekkt barn fyrr. Judith var hennar barn — það fannst henni undarleg tilhugsun. Hún hafði oft velt því fyrir sér, en alrrei skilið til fulls, að hún gæti átt eins mikið í Judith og Lloyd. Barnið var svo líkt honum. Ef Lloyd ekki nyti við, þá mundi Judith verða eins og allt annað barn, hugsaði Nicole með sér. — Sjálf vissi hún svo lítið um börn, fannst henni — hvernig ætti að gera þau hamingjusöm, hvað þau vildu helzt gera og hvernig átti að leika við þau. Þetta kunni Lloyd og Fionie. En þetta hafði Nicole ekki uppgötvað fyrr en Judith var orðin það gömul að hún tók að leika sér. Nicole hafði staðið ráðþrota er hún átti að velja leikföng handa henni, og hvernig hún átti að kenna henni að nota þau. Það hafði alltaf ver- ið Lloyd, sem sýndi henni hvern- ig aðferðin var. Og þegar Judith var orðin þreytt á því, þá hafði það verið Lloyd, sem stakk upp á því að lofa henni að fara út með litla skóflu og hamast í garð- inum að vild, og óhreinka sig eins og hún vildi. í fyrstu hafði Nicole látið sem hún sæi ekki ó- hreinindin á barninu — en þegar dóttir hennar var að borða jarð- veginn í garðinum, þá fannst henni nóg komið. En sér til mik- illar skelfingar virtist Lloyd standa á sama um það þó að dóttir hans stingi jarðvegsmolun- um af og til upp í sig. Hann bara hló og sagði að hún væri það hraust, að hún þyldi það vel. I Lloyd hafði það fyrir tóm- : stundagaman að taka myndir af | Judith. í fyrstu reyndist það erf- itt verk fyrir hann, því telpan var ófús til að sitja fyrir. En svo snarbreyttist viðhorf hennar til myndanna. Hún lét pabba sinn taka eins mikið af myndum og hann vildi. Myndirnar tóku að fylla heil albúm — og það albúm , tók Nicole oft fram þegar hún var ein — hún vildi ekki þröngva J öðrum til að skoða og dáðst að ' myndum af hennar dóttur. — í þessari myndabók var fjölbrevtt efni — þó allt um þessa litlu ' stúlku. Judith í baði, Judith sof- j andi, Judith og kisa í leik á gras- fletinum, Judith skellihlæjandi o. fl. o. fl. Nicole leit á dóttur sína, hör- undsdökka — og af henni á Lloyd sem var enn hörundsdekkri. Þá óskaði hún þess af heilum hug, að þannig mætti allt líf hennar verða, hamingjusamt og elsku- legt. , o—O—o I Það var árla morguns. Glugga- tjöldin bærðust í morgungolunni. Nicole hallaði sér út í gluggann og leit niður í garðinn. Hún heyrði að Todd garðyrkjumaður var að klippa graskanta blóma- beðanna. Þetta var yndislegur garður, sem varð fallegri með hverju árinu. Hún hafði vanrækt ýmislegt, aðeins til þess að geta verið í garðinum — en það var þess virði. Hún var glöð yfir því að vera komin heim aftur. Það var að vísu dásamlegt í Georgíu, en alltaf var samt bezt að koma heim — að hafa aftur fyrir eyr- um sér skvaldrið í Fionie, Bess og Sue og sjá þær glaðar við verk sín. Er þau höfðu komið heim úr sumarleyfinu hafði þjónustufólk- ið tekið þeim eins og að konungs- hjón hefðu verið að koma aftur til ríkis síns úr utanför. Það brast í rúminu að baki henni. Lloyd bylti sér óþyrmi- Innflufningsleyfi fyrir sendiferðabíl óskast keypt. — Tilboð óskast send í pósthólf 293, merkt: „Sendibíll“. 3 IBIiÐIR fokheldar til sölu í Kleppsholti. — 2 fimm herbergja 100 ferm. og ein þriggja herbergja kjallaraíbúð. — Upp- lýsingar í síma 81735. VERZLUNARHÆÐ Til sölu er verzlunarhúsnæði á Bergstaðastræti 28, þar sem áður var Últíma og síðar verzlunin Vogue. — Upp- lýsingar gefur Kristján Friðriksson, síma 6520 VESTURBÆINGAR! ÍBÚÐ ÓSKAST Vantar tveggja herbergja íbúð í Vesturbænum hjá rólegu fólki, sem fyrst. Tilboð merkt: „Tvennt í heimili — 701“, sendist afgr. Mbl. íyrir fimmtudagskvöld. 1 Austin A40 sendibifreið Hafið þér kynnt yður þessa bifreið Vélin er kraftmikil og gangviss og sérstaklega sparneytin. Bifreiðin hefir sjálfstæða grind, sem gerir hana traust- ari og endingarbetri. Flutningspláss bifreiðarinnar er 116 cu. fet og burðar- magn 500 kg. Verð bifreiðarinnar með 2 sætum er aðeins krónur 15.628,00 f.o.b., og hingað komin er útsöluverð áætlað kr. 40.350.00. Auk þess framleiða Austin verksmiðjumar minni sendi- ferðabifreið „Austin A30“, sem kostar aðeins um kr. 31.350.00 hingað komin. Komið og leitið upplýsinga. Garðar Gíslason h.f., Reykjavík ■ iS ■ i EPLI DELICIOUS KALTERER BÖHMER Koma 25. nóvember — Lítið óselt J. (Hrynfólfláóon, & J(v varan Síðdegiskjólar GULLFOSS AÐALSTRÆTI ■*S WALTHER reiknivélar, bæði rafmagns og handsnúnar eru nú aftur fyrirliggjandi. /. BRYNJÓLFSSON & KVARAN ■■1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.