Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. okt. 1954 MORGVXBLAÐIÐ 7 kiiipmacfer sexfupr í da§ SEXTUGSAFMÆLI á í dag einn af kunnustu verzlunarmönn- um þessa bæjar, gamall og góður vinur minn, Sigurður kaupmaður í Sokkabúðinni. Munu þeir Reyk- víkingar fáir vera, sem ekki kannast við hann eða hafa notið þjónustu hans sem starfandi verzlunarmanns um 40 ára skeið ýmist í Vöruhúsinu eða eftir að hann gerðist kaupmaður í Sokka- hillu. Því má eigi heldur gleyma, að hann liefur í ríkum mæli þann eiginleika góðra kaupmanna að vilja ekki hafa á boðstólum ann- að en góða vöru, Sigurður er maður hreinskilinn og hispurslaus, fastur i skoðun- um og drengur góður. Hann er snyrtimenni, hvatur í spori, létt- ur á fæti og ungur í anda. Sigurður er nú staddur í Kaup- mannahöfn ásamt konu sinni, frú Söru Þorsteinsdóttur, sem hefur jafnan verið hægri hönd manns síns í starfi þeirra. Vinir þeirra senda þeim nú hugheilar afmælis kveðjur. Guðni Jónsson. Uli misiafn á ísafirði ÍSAFIRÐI, 26. okt.: — Nokkrar trillur hafa verið á sjó undan- farna daga héðan og hefur afli verið mjög misjafn. Þrír bátar stunda nú rækjuveiðina og hafa veitt sæmilega mikið magn, en rækjan er fremur smá og léleg. Togarinn Sólborg landaði karfa á ísafirði fyrir helgina, 267 tonn- um sem fóru til frystingar. I Barnaskólinn hér er um það bil ! að taka til starfa. Aðrir skólar hafa þegar hafið kennslu. — Jón. Hvar er Dýraverndunarfé!agið ? búðinni fyrir aldarfjórðungi. — Með lipurð og árvekni í starfi sínu hefur hann aflað sér margra vina og 'unnið sér sess meðal traustustu manna sinnar stéttar. •Sigurður er fæddur á Báreks- eyri á Álftanesi, en foreldrar hans, Guðmundur Guðmundsson formaður og Soffía Einarsdóttir frá Ráðagerði á Seltjarnarnesi, fluttust til Reykjavíkur, þegar Sigurður var á 8. ári. Settust þau að í Vesturbænum, og þar átti Sigurður heima, unz hann var orðinn uppkominn maður. Þar vestur við sjóinn, hjá Veiðikletti og Svartakletti, úti á Granda og úti í Örfirisey. var æskuleikvöllur hans og jafnaldra hans. Hann er vanur að orða það svo á verzlun- armáli, að hann sé 100% Vestur- bæingur, og tryggð hans við æskustöðvaxnar þar sýnir, að það er meira en orðin tóm, því að aldrei liður svo langur timi, að hann geri sér ekki ferð þangað vestur eftir, setjist á einhvern klettinn, gamlan kunningja, og njóti útsýnisins þaðan vestur yfir flóann. Efalaust hefur Sigurður oft skynjað innra með sér þá fegurð, sem skáldið Tómas Guð- mundsson, vinur hans, lýsir í hinu snjalla kvæði sínu: í Vest- urbænum: Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans haliir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra •— leit auga þitt nokkuð fegra — en vorkvöld í vesturbænum? Sigurður hóf verzlunarstörf í Edinborgarvei'zlun 1911, en stund aði á næstu árum ýmsa aðra vinnu, var meðal annax-s sjómað- ur austur í fjörðum. En árið 1915 réðst hann í Vöruhúsið til Jensen Bjerg kaupmanns, og síðan heíur hann unnið óslitið að verzlunar- störfum eða í nær fjóra áratugi. í Vöruhúsinu vann hann í 15 ár og var þá meðal annars verzl- unarstjóri fyrir útibúi Vöruhúss- ins á Sigluíirði í þrjú sumur. Árið 1925 var Sokkabúðin stofnuð sem útibú frá Vöruhúsinu, en 1929 keypti Sigurður og frú Sara, kona hans, þá verzlun og hafa þau rekið hana síðan með dugn- aði og forsjá allt til þessa eða í réttan aldarfjórðung. Eg vil ekki segja, að Sigurður sé fæddur verzlunarmaður, því að mörg Önnur störf mundi hann án éfa hafa innt af hendi með prýði, en dýranna, og til að taka með rögg- áreiðanleiki hans og i'eglusemi semi í táútóana á einn og annan um fjárreiður, samfara lipurð og hátt, er þ$$s gprist þörí. Okkur, háttvlsi gera það að verkum, að sem teljast viíjum meðlimir í énginn, sem til þekkir, getur ef- J siðuðu •þjóðfélagi, er það vai'la azt um það, að hann sé á réíti'i 1 vansalaust, að Dýraverndunarfé- í KVÖLD fer fram hátíðamessa i Hallgi'ímskirkju í Revkjavík, eins og venja hefir verið undan- farin ár á ártíðardegi séra Hall- gríms Péturssonar, en hann and- aðist 27. okt. 1674 að Ferstiklu í Hvalfirði. Hátíðamessan fer fram með nokkru öðru sniði en venjuleg messa. Sungin er kyria og gloria, eins og tiðkaðist áður en messu- forminu var breytt í byrjun 19. aldar, og tónað er með gregorí- önsku lagi. Loks er sunginn hinn forn- frægi sálmur ,,Te Déum“. Sóknarprestar Hallgrímskirkju hafa jafnan skipst á um að predika við þessar messur. í kvöld predikar séra Jakob Jóns- son. Sú nýjung verður viðhöfð við messuna í kvöld, að orgelhljóm- leikar fara fram í hálfa klukku- stund áður en messan hefst. Er það í fyrsta skipti, sem opinberir hljómleikar fara fraro, eftir að kirkjan fékk hið nýja og vandaða pípuorgel. Páll Halldórsson org- anisti mun leika lög eftir J. Pachelbel og Johan Sebastian Bach. Hefjast hljómleikarnir stundvíslega kl. 8 e.h., en messan kl. 8,30. Eins og að undanförnu mun samskotum til kirkjunnar verða veitt viðtaka eftir messu. — Og kvenfélag safnaðarins hefir hina árlegu merkjasölu, en kvenfélag- ið hefir, svo sem kunnugt er, lagt mikið af mörkum til hinnar kirkjulegu starfsemi allt frá stofnun þess. J. J. Laugardagslokunin lag lands okkar svífi svo mjög í lausu lofti, að fáir viti um til- veru þess. Samastað á- það engan og stendur í mjög veiku sambandi við fólkið úti um byggðir lands- ins. Ýmis konar glæpamenn og ó- þjóðalýður leikur lausum hala og fi'emja óáreittir fantabrögð sín á hinum stóra skara, sem útilokað er, að geti borið sér hönd fyrir höfuð. — Ævintýramenn og slæp ingjar fara í flokkum og jafnvel svo hundruðum skiptir, án þess að kunna minnstu skil á skot- vopnum, og skjóta í gleði sinni fyrst á hreindýrahjarðir í öræf- um og síðan á rjúpnahópa í byggðum landsins. Ungir menn nota aðstöðu sína og vilja ákafir selja góðhesta okkar til allra landa heims, jafnvel alla leið til Ameríku, í hvaða tilgangi er erfitt að geta sér til um. Dýra- verndunarfélagið brezka hefur betri skilning á slíkum kaupskap 1 en við hér heima, þar sem það t hefur bannað sölu hesta úr ein - i um landshluta til annars, og hef- ur fengið dýrasálfræðinga í lið með séi', sem fullyrða, að hestur, sem tekinn er úr átthögum sín- um og látinn í nýtt umhverfi, og talaðar til hans honum annar- legar mállýzkur, festi sjaldan yndi, en veslist oftast upp af hug- arkvöl og heimþrá einni saman. I Félagið Dýravernd þarf að formaður þess hafi verið cg sé ef vera meira en nafnið eitt. Fyrir til vill enn einn stærsti kjötsölu- því liggja margvísteg og ótæm- maður bæjarins, — án þess að ég andi verkefni. Það þarf að eign- vilji hið minnsta lasta þann ast samastað fyrir starfsemi sína, mann, kemur manni þetta fyrir með símasambandi og marghátt- sjónir sem fremur kalt ,,Ironi“. j uðuxn öðrum nauðsynjum, og þó Nú virðist. augljóst, að dýra- að íslenzka þjóðin eigi nú engan vernd er atriði, sem varðar al- Trvggva Gunnarsson, bá mununi þjóð, og sá félagsskapur, er skap- við samt eiga marga góða, trausta ast um slíkt málefni hljóti og eigi og hjartahlýja menn og konur, ao vera styrktur af almannafé. ! sem fúslega vilja fylkja sér um Almenningi þarf líka að vera það gott málefni. GLÆPSAMLEGAR athafnir ei'u taldar með ýmsu móti, þó flestar þannig lagaðar, að þær eru öllu heilbrigðu og sæmilegu heiðar- legu fólki andstyggð. Sennilega þykja það ekki almennt stór tíð- indi eða eftirminnileg, þó að ein lítil heimilislaus dúfa. láti líf siit i fyrir böðulshendi einhvers ill- • virkja, og ekki frekar þó ökunið- • ingar keyri í þjösni sinni yfir I skepnur á alfaraleið og hlaupist á brott frá þeim limlestum og hiálparlausum. Ennfremur heyr- ist utan frá landsbygðinni um ill- menni, er elt hafa uppi sauðfé í afrétt eða eyðidal til þess að mis- þyrma þeim, skera eyru af ann- arri og seindrepa hina úr hung- urdauða með ilm angandi fjalla- gróðurs í vitum sér. Maður spyr, hvað er hér að gerast?, skelfileg hlýtur sú manntegund að vera, sem slíka verknaði fremur sér I til gamans, öllu lengra niður á | við getur mannleg vera tæplega komizt, en að vinna slik fanta- | brögð á varnarlausum, saklaus- um dýrum. En mér er spurn, er ekki til félagsskapur, sem kallar sig Dýra verndunarfélag íslands, og sé svo, I er það þá hreinn leynifélagsskap- ur, eða hvar fyrirfinnst það, og hvar hefur það aðsetur sitt?, sími er enginn og aðalfund þess hef ég ekki séð auglýstan. Um félag þetta spyrst fátt, nema það, að MEÐ því að ýmis hagsmunasam- tök hafa talið það tilhlýðilegt að blanda sér inn í kjaramál vei'zl- unarfólks finnst mér i'étt að víkja nokki’um orðum að því mold- viðri, sem þyrlað hefur verið upp um þá kröfu okkar að verzl- unum verði lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum allt árið, án þess þó að við ætlum að fara að viður- kenna nokkurn þriðja eða fjórða aðila, sem við eigum að semja við um það og önnur efni, er snerta okkar kjaramál. Fyrst vil ég víkja nokkrum orðum að tillögum hinna svo- kölluðu Neytendasamtaka, ég segi svokölluðu, því ég held að enginn geti tekið Neytendasam- tökin hér, sem löglegan, eða rétt- mætan fulltrúa fyrir almenning í landinu, þar sem innan vébanda félagsins mun vera innan við Vz % Re.vkvíkinga. Nú er það ekki svo að ég vilji slá neinni rýi’ð á Neýt- endasamtök, sem slík, þar sem þau eru rekin á þann hátt að almenningur telji sér rétt og skylt að vera meðlimir þeirra og fara megi eftir því, sem frá þeim kemur, enda munu þau hafa gert mikið gagn, þar sem þau hafa verið rekin þannig. En svo að ég vikji nú aftur að þeim tillögum, sem settar voru fram af þessu félagi hér, þá er það fyrst til að taka, að þær bera með sér að vera settar fram af fólki, sem ekki hefur innsýn inn í það mál, sem það hefur talið sig sjálfkjörið til að taka afstöðu til um verulega breytingu á vinnutíma hjá verzlunarfólki yrði ekki að ræða þó farið yrði eftir tillögunum, en hiiis vegar vx'ði útkoman sú samkvæmt okk- ar samningum f.ð verzlanir þyi’ftu að borga allverulega eftir- og næturvinnu, sem vitanlega hækkar reksturskostnað verzlan- anna og leiðir þar af leiðandi af sér hækkað vöruverð. Fyrir þess- ar'sakir hljóta og eru tillögúrnar fordæmdar bæði af launþogum og kaupmönnum í vei'zlunai'stétt, svo og af öllum almenningi, sem sannarlega hefur ekki efni á að borga hæn-a vex'ð fyrir vörurnar, en nú er, jafnvel þótt hinn ágæti vísir að Neytendasamtökum hér telji það æskilegt. Hvað viðvíkur fundarsamþvkkt Húsmæðrafélags Reykjavíkur vil ég taka þetta fram. Nægilega margar verzlanir senda vörur heim til þess að eng- in húsmóðir þvrfti að koma í ný- lenduvöru- eða kjötbúð um helg- ar. Þetta vita húsnxæður yfirleitt og notfæra sér mikið, en ef að þær húsmæður, sem eru meðlimir í Húsmæðrafélaginu vita það ekki, þá er velkomið að útvega þeim skrá yfir þessar verzlanir og er þá þessurn þránd væntan- lega í'utt úr vegi. Hvað snertir að fleira fólk sé í bænum að vetrarlagi, en að sumarlagi er því til að svara að aðeins ll/2—2 mánuði af þeim 5, sem lokað er kl. 12, er sá mögu- leiki fyrir hendi svo teljandi sé enda afkastar verzlunarfólk sinu starfi jafn vel allan tímann og engipn heyrir neinar ■ kvartanir um að svo sé ekki. Á fundi Ilásmæðrafélagsins var talað um að á vetrum væru börn í skólum og þar af leiðandi ekki hægt að nota þau til sendi- ferða eins og að sumavlagi, en staðreyndirnar segja að skólarnir hætta í siðasta lagi kl. 4—5 á daginn og þar af leiðandi hægt ljóst hver réttur og geta félagsins sé,i,;til þess að vaka yfir velferð Mér dettur líka 1 hug, að ef til vill leggi íslenzka ríkið fram ein- hverjar krónur til óþarfari hluta en þeirra, að styrkja þennan fé- lagsskap, til þess að rísa undir þeim kostnaði, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að íylgja sriíkri starf- sémi. Sigurlaug Björnsdóítir. að nota börn til sendifei'ða að minnsta kosti 2—3 tíma á dag. Hins vegar eru mörg börn í sveit á sumrin og sjá því allir, að þessi staðhæfing snýst gjöi'samlega við. Um það að þessi háttur muni hvergi vera hafður á, mun ég láta nægja að benda á að nýlega hef- ur verið tekið upp í Nýja-Sjá- landi, að hafa sölubúðir lokaðar allan laugardaginn og hefur þetta fyrirkomulag reynst vel. Staðhæfing Húsmæðrafélagsins um að meiri ös verði í verzlun- um, er systir tillagna Neytenda- samtakanna, hvað það snertir, að hún stafar af ókunnugleika, því ekki vil ég bera brigður á það að óreyndu, að þessir aðilar hafi bent á þær leiðir, sem þeir að ó- rannsökuðu máli hafa talið heppi legastar. Hinn blákaldi veruleiki, sem við verzlunarmenn höfum ákveðið að halda okkur við er hins vegar sá, að þegar verzlanir eru opnar til kl. 4 á laugardög- um, þá byrjar starfsfólkið að fara í mat kl. 11—III/2, hver hefur 1V2 klukkutíma matarhlé. Af- leiðingin verður sú að í mörgum stærri vei’zlunum er starfsfólkið ekki komið óskipt til vinnu fvrr en kl. 2—3 og þar af leiðandi verð ur sú þjónusta sem viðskiptavin- urinn á að fá á tímabilinu frá kl. 11—3 ófullnægjandi miðað við þá þjónustu, sem hann fær þegar opið er til kl. 12 og allt starfsliðið getur óskipt gefið sig að afgreiðsl unni. Ég vil taka það fram að við afgreiðslufólk lítum ekki á þessa fundai’samþykkt Húsmæðrafé- lags Reykjavíkur, sem afstöðu húsmæðra i bænum almennt. — Samkvæmt þeim heimildum sem fyrir hendi eru, munu vera um 10.000 húsmæður í bsenum, en hins vegar eru meðlimir Hús- mæðrafélagsins um 250 konur og þrátt fyrir það, að þæf boðuðu fund um þetta mál og öllum hús- mæðrum í bænum væri heimill aðgangur, mættu aðeins 60 konur til að samþykkja þessa fyrirfram ákveðnu samþykkt Enginn hefur eins góða aðstöðu og vrei'zlunarfólk til að kynna sér afstöðu almennings í bænum, við höfum undanfarið rætt þessa um- deildu laugardagslokun við fjölda íólks, bæði húsmæður og aðra og tiltölulega mjög fáir hafa lýst sig mótfallna því. Flestir hafa talið þessa kröfu verzlunarfólks eðli- lega og sjálfsagða. Þannig hefur þetta fólk einmitt sýnt þann þegnskap sem Húsmaeðrafélagið harmur, að fari minnkandi með- al þjóðai’innar. Það hefur viður- kennt að verzlunai'fólki veiti ekki 1 af þessu aukna fríi, sem aðrar stéttir hafa löngu fengið. Hvað snertir skort á þjónslund meðal þjóðarinnar, skal ekki rætt hér, Það er að mínu áliti ekki heppilegur eiginleiki fyrir þjóð- arheild, þó að þeir sem að þjón- ustustörfum vinna sé að sjálf- sögðu nauðsynlegt að hafa hana, en það eru fleiri en verzlunar- menn, sem V’inna við þjónustu og þess vegna engin ástæða fyrir hin og önnur sarntök að snúast móti okkur í okkar kjai’abaráttu. Við verzlunarfólk viljum siður en svo bi'egðast okkar hlutverki í þjónustunni fyrir almenning og þessi krafa okkar um lengingu a helgarfríinu, er því aðeins sett fíam að okkur er ljóst að hún í Kefur engin óþægindi í för með sér fyrir almenning. Jönas Gunnarsson. Mœ&ra'félagiH Saumanámskeið Mæðrafclagsins hefst fyrst í nóvember ef næg þátttaka verður. — Kennári Brynhildur Ingvars- dóttir. — Upplýsingar í síma 5573, í dag og á morgun. AUGLYSING ER GULLS IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.