Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1954, Blaðsíða 16
Yeðurúflit í dag: Allhvass austan. Dálítil rigning. 246. tbí. — Miðvikudagur 27. október 1954 Rifhöfundur segir frá Sjá viðtal á bls. 9. Heimsókn dr. Adenauers forsœtisráðherra: í „PÍLAGRIMSFÖR" TIL FÆÐ- INGARSTADAR LÝÐRÆDISINS Færði forseta og ráðherrum gjafir Lýsti ánægju yfir auknum sam- skiptum íslendinga og Þjóðverja Dk. konkad adenauer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, kom hingað í ttpinbera heimsókn í gær. — Kl. hálf tvö í gær gekk hann inn í farþegaafgreiðslu Flugfélags íslands á Reykja- víkurflugvelli. — Um kl. 6,30 í gærkvöldi lauk heimsókn- inni. Fór forsætisráðherrann þá frá Reykjavík suður á Keflavíkurflugvöll, en þaðan var förinni heitið beint til Kanada, þar sem hann átti að gista í nótt, en síðan haldið áfram til Washington. — Hin stutta heimsókn dr. Adenau- ers hingað tókst mjög vel. — Suður á Bessastöðum færði hann forsetanum að gjöf sjón- auka til minningar um heim- sóknina hingað. — í fegursta veðri var dr. Adenauer, með fylgdarliði sínu öllu, á Þing- völlum, ásamt Ólafi Thors, forsætisráðherra og dr. Kristni Guðmundssyni, utan- ríkisráðherra og nokkrum embættismönnum. Færði dr. Adenauer ráðherrunum fagr- ar gjafir til minningar um komu sína hingað til lands. — í ræðu, sem hann flutti við það tækifæri, kvaðst hann vona að heimsókn sín yrði til þess að binda þjóðirnar enn traustari vináttuböndum. — Er forsætisráðherrann kom úr Þingvallaförinni ræddi hann við blaðamenn. KOMIÐ TIL REYKJAVÍKUR Flugvélar þær, er fluttu dr. Adenauer og fylgdarlið hans sunnan frá Keflavíkurflugveili til Reykjavíkur, lentu um kl. 1,30. Var forsætisráðherrann ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum í Skymasterflugvél írá varnariið- inu. En auk þeirra voru dr. Krist- inn Guðmundsson utanríkisráð- herra, Magnús Vignir Magnússon skrifstofustjóri og dr. Oppler, sendiherra Þýzkalands hér. — Höfðu þeir farið til móts við dr. Adenauer á Keflavíkurflugvöll. MIKLU YNGRI YFIRLITUM Fólk, sem safnazt hafði saman við flugstöðina og sá nú dr. Ad- enauer forsætisráðh. í fyrsta sinn í eigin persónu, mun almennt hafa búizt við að sjá hörkulegan gamlan mann. Svo var ekki. Öll framkoma hans var yfirlætislaus. Forsætisráðherrann, sem er 78 ára, ber aldurinn mjög vel. Svip- ur hans er virðuiegur, hvergi nærri hörkulegur, þó drættirnir kringum munninn séu ákveðnir og íestulegir, enda hefur ráð- herrann margt reynt og orðið að þola. Er hann yngri yfirlitum en árin gefa til kynna. Hann var ldæddur ljósgráum frakka með svartan hatt á höfði. VIÐ FLUGSTÓDINA Á Reykjavíkurflugvelli tók á móti forsætisráðh. við landgöngu brúna, Ólafur Thors forsætisráð- herra. Lítil telpa í íslenzkum búningi, dóttir Árna Snæ- varrs verkfr., færði dr. Aden- auer blómvönd. Við flugstöðina blöktu fánar Vestur-Þýzkalands og íslands. Fjölmargir Þjóðverjar búsettir hér í Reykjavík, voru þar samankomnir. Frá flugvell- ] inum var ekið beint suður að forsetabústaðnum á Bessastöðum. I PÍLAGRIMSFOR Þar voru auk forsetahjónanna, ' ráðherrar í ríkisstjórn, dómarar j í Hæstarétti og nokkrir embætt- ismenn aðrir. Hjá forseta hafði dr. Adenauer og nokkrir nánustu samstarfs- menn hans 45 mín. viðdvöld. Við það tækifæri afhenti dr. Konrad i Adenauer forsetanum að gjöf, til | minningar um hina fyrstu opin- j beru heimsókn sína til íslands, mjög vandaðan sjónauka. Á Bessastöðum komst for- J sætisráðherra þannig að orði, „að hann væri kominn í píla- grímsför til fæðingastaðar lýð- ræðisins í heiminum". Á BARMI ALMANNAGJAR Frá Bessastöðum var ekið til I Þingvalla. Var veður hið feg- . ursta. Sólskin og bjart yfir. Á | barmi Almannagjár var ctað- , næmst og gengið að útsýnisskífu Ferðafélagsins. Var fagurt að horfa þaðan yfir Þingvelli í vetr- arsólinni. Vatnið var spegilsiétt. Fjöllin hvít. Snjólaust var að mestu á láglendi. Vetrarkyrrð hvíldi yfir öllu. Þarna sagði Bjarni Guðmunds- son blaðafulltrúi, hinum þýzku gestum frá sögu Þingvalla og sögu fslands. Var honum þakkað með lófataki. Þaðan var ekið nið- ur í gjána. Staldrað augnablik við hjá Lögbergi, en síðan ekið niður í Þingvallabæ, til séra Jó- hanns Hannessonar þjóðgarðs- varðar. Þar var gestunum borin hressing. í ÞINGVALLABÆ Vegna þess hve tíminn var naumur, var ekki unnt að hafa langa viðdvöl í Þingvallabæ. Þar ávarpaði forsætisráðherra, Ólafur Thors, dr. Adenauer. Lýsti hann ánægju sinni yfir komu hans hing að til lands, Minntist þeirra merku tímamóta, er nú hafa orð- ið með þátttöku Vestur-Þýzka- lands í samstarfi Vestur-Evrópu- þjóða. Ráðherrann vék að sam- skiptum íslands og Þýzkalands, og bað menn iyfta glösum, fyrir hinum erlendu gestum. Þessu næst tók dr. Adenauer til máls. Lýsti hann ánægju sinni yfir að hafa átt þess kost, að koma hing- að og þá sérstaklega á þennan sögufræga stað (Þingvelli) og hlýða á sögu hans. Kvaðst forsæt- isráðherrann vilja bera fram ósk um að heimsókn hans yrði til þess að skaða enn sterkari tengsl milli þjóðanna. En frá sendiherra íslands í Vestur-Þýzkalandi, Vilhjálmi Finsen, hefði hann fengið að heyra um ánægjuleg og vaxandi samskipti ungra ís- lendinga og Þjóðverja. KVEDJUR TIL ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR Áður en dr. Adenauer forsæt- isráðherra lauk máli sínu, færði hann Ólafi Thors forsætisráð- herra að gjöf stóra styttu af guðn- um Vulcanus og dr. Kristni Guð- mundssyni styttu af riddara. Báð- ir eru gripirnir úr dýrasta þýzka postulíni. Bað dr. Adenauer hina íslenzku ráðherra að færa ís- Fljúgandi diskar -— eða hvað ? SIGLUFIRÐI, 26. okt. EFTIRFARANDI upplýsing- ar fékk fréttaritari Mbl. hjá skipstjóranum á varðskip- inu Ægi, Þórarni BjörnSsyni: „Hinn 25. þ. m. kl. 19,40 vor- um við staddir í Siglufjarðar- mynni, á móts við Stráka, á leið til Siglufjarðar. Sást þá kringlóttur hlutur, nokkuð stór, koma svífandi með mikl- um hraða inn yfir Siglunes og stefndi inn yfir Nesnúp. Var að sjá nokkurn spöl yfir fjall- inu og flaug lárétt. Er hann var kominn rétt inn fyrir Sel- víkurnef, virtist stykki springa úr þessu, og hvarf þá sýnin í einu vetfangi. Mjög lýsti af þessu. Veðrið var suðvestan gola, skýjað. Þetta sást af skipstjóra ásamt öðrum stýri- manni, einum liáseta og vika- dreng, er ailir voru á stjórn- palli Ægis.“ — Guðjón. lenzku þjóðinni kveðjur hinnar þýzku þjóðar. Persónulega hefði hann fyrir löngu veitt eftirtekt merkilegu framlagi íslands á sviði alþjóðasamvinnu. * i Ólafur Thors þakkaði gjafirnar og kvað íslenzku ríkisstjórnina myndi senda dr. Adenauer for- sætisráðherra fallegt málverk af Þingvöllum til minningar um komuna þangað. ★ Litla stund eftir ræðurnar röbbuðu menn saman. Eftir ósk dr. Adenauers forsætisráðherra, sem bað íslendingana, sem nær- staddir voru, að syngja íslenzkt lag. — Var því næst sungið „Öxar við ána“. — En hér var ekki til setunnar boðið, tíminn leið óðfluga og klukkan var langt gengin fimm, er haldið var frá Þingvallabæ. Þá var nokkuð frost komið á Þingvöllum. Birtu var þá tekið að bregða, en fegurðin var engu minni. Þegar kom upp á Mosfellsheiði, var mjög fagurt útsýni til austurs og eins vestur yfir heiðina. Á vesturloftinu var október sólin að setjast. Það var ekki að undra þótt Þingvallaförin Stjémmálaskóli Sjálhtæðisflokksins verður á Akureyri. SKIPULAGSNEFND Sjálfstæðis skemur en venjulega. Hun hann flokksins hefir ákveðið að t hefjast 19. nóv. og standá í hálfa aðra viku. Auk kennslu og æfinga í ræðu- mennsku munu sérfróðir menn flytja erindi um alla helztu þætti þjóðmálanna. Þeir, sem áhuga hafa á að sækja skóiann, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða formann „Varðar“ félags ungra Sjálfstæðismanna á Akur- eyri. halda stjórnmálaskóla flokksins að þessu sinni á Akureyri. Er þetta í fyrsta sinn, sem skólinn er haldinn utan Reykjavíkur, og þótti rétt að gera þessa tilraun með að halda skólann annars staðar. Eru þó ýmsir örðugleikar því samfara, því að ýmsir þing- m»nn og aðrir forustumenn flokksins hafa jafnan flutt erindi í skólanum og verða þeir því að gera sér ferð nörður. Skólinn mun verða nú nokkru LISTI VÖSU við stúdentaráðskosningaraar Á LAUGARDAGINN fara fram kosningar til Stúdentaráðs Há- skóla íslands. — Er jafnan allmikill viðbúnaður hinna hefði tekið lengri tíma en búizt pólitísku félaga innan Háskólans fyrir' kosningarnar, kosningablöð hafði verið við, eins og veðrið var þar í gær. I * í þýzka sendiráðinu við Suður- götu, biðu blaðamenn eftir því, : að ná fundi dr. Adenauers íor- ‘ sætisráðherra, áður en hann héldi för sinni áfram vestur um haf, en flugvél hans lagði af stað klukkan sjö. Frásögn af blaðamannafundin- um er á öðrúm stað hér í blaðinu.^ gefin út og framboðsfundur haldinn. Listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, við kosningar til Stúdentaráðs 30. okt. n. k: 4. 1. Sverrir oecon. Hermannsson, stud. 2. Jónas med. Hallgrímsson, stud. 3. Ragnhildur Helgadóttir, stud. jur. Ingólfur Guðmundsson, stud. theol. Sigurður Líndal, stud. jur. Daníel Gestsso'n, stud. polyt. Þorvaldur S. Þorvaldsson, stud. med. Edda Thorlacius, stud. phil. Richard Hannesson, stud. oecon. Þorvaldur Lúðvíksson, stud, jur. Jósef Ólafsson, stud. med. Magnús R. Gíslason, stud. odont. Þórir Helgason, stud. med. 14. Anna Kristjánsdóttir, stud. oecon. 15. Þröstur Laxdal, stud. med. 16. Gunnar G. Schram, stud. jur. 17. Haraldur Bessason stud. mag. 18 Eyjólfur K. Jónsson stud. jur. Við síðustu kosningar til Stúdentaráðs fékk Vaka 4 full- trúa kjörna og munaði þá aðeins 2 atkvæðum að hún fengi 5 full- trúa. Vökumenn eru mjög bjart- sýnir á, að þeim muni takast að fá 5 fulltrúa kjörna að þessu sinni og þar með meirihluta í ráðinu. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. AKUREYRI I I :g 'M í m i M & mr.my\ i Forsætisráðherrarnir, dr. Konrad Adenauer og Ólafur Thors, við útsýnisskífuna á barmi Aimannagjár í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) R ABCD EFGH REYKjAVlK 10. leikur Akureyringa: d5—d4 |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.