Morgunblaðið - 28.10.1954, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.10.1954, Qupperneq 3
Fimmtudagur 28. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 19 ' - HOLLANDSBRÉF ! —-------- eftir Friðrik frá Horni - HÉR erum viS aftur komin til Hollands eftir þrigg.ja vikna dvöl á íslandi, sem var okkur hjón- unum í senn ánægjuleg og lær- dómsrík og vildi ég hér með mega senda þakkir okkar fyrir hinar ljómandi viðtökur, sem við feng- um alls staðar í þessari íslands- ferð okkar. Fyrstu myndirnar úr ferðinni eru þegar framkallaðar, og hefi ég einnig skrifað fyrstu greinina, og haldið eitt útvarpserindi og annan opinberan fyrirlestur um ísland. Vona ég, að þetta verði aðeins upphafið að áframhald- andi. kynningu um fsland á kom- andi vetri — og í frámtíðinni. ★ ★ Þetta fyrsta útvarpserindi mitt kom á mjög heppilegum tíma. Skákmótið í Amsterdam hefir vakið áhuga margra á íslandi. Mönnum þykir athyglisvert og aðdáunarvert að svo smá þjóð skuli eiga afburða skákmenn, sem komast í úrslitaflokk í þessari miklu skákkeppni. Vonandi gef- ast íslendingum fleiri tækifæri í náinni framtíð til að sýnaHollend ingum, hverjir þeir eru. Mér hef- ir dottið í hug að efnt yrði til ritgerðasamkeppni í hollenzkum framhaldsskólum — um ísland. Það væri skemmtilegt að sjá, hvaða upplýsinga nemendum tæk jst að afla sér. Tiltölulega lítið ér til af því um líku á prenti í Hollandi, nema helzt blaðagrein- tim. • Hvernig væri, að nemendur í Sslenzkum gagnfræðaskólum og menntaskólum tækju upp bréfa- Eamband við ungt fólk í Hol- landi? Ef t. d. einhver kennari Bendi mér lista yfir íslenzka nemendur, sem áhuga hafa á fcréfasambandi við hollenzka jafn aldra sína, yrði ég áreiðanlega í engum vandræðum með að finna þá. ★ ★ Þegar ég var á íslandi í sumar heyrði ég mikið talað um hinar Bvonefndu „skellinöðrur“, þ. e. a. s. hin vélknúnu reiðhjól. Það er merkilegt, að á íslandi virð- ast það helzt vera strákar um og innan við fermingu, sem nota jþau mest. Þetta farartæki hefir náð miklum vinsældum í Hol- landi, fjöldi þeirra he'fir á skömm um tíma aukizt um 40%, svo að nú eru ekki færri en 375 þúsund 0,skellinöðrur“ f landinu Þetta þykir engu síður áhyggjuefni hér heldur en á íslandi, en munur- inn er aðeins sá, að hjá ykkur eru það stráklingarnir sem þykja hættulegir stjórnendur þeirra en hér í Hollandi er það aðallega eldra fólk, sem mest hættan staf- ar af. Því þykir auðveldara og áreynsluminna að hafa þessi hjól, sem engan kraft né erfiði þarf til að knýja áfram — vélarkrílið Bér fyrir því. En því hættir til að gera ráð fyrir hraðanum minni en hann er og kemur því töluvert — og alltof oft til slysa. ★ ★ Nú er það svo með marga vegi S Hollandi, að þeir eru hjólreið- armönnum algerlega lokaðir, þ. e. þeim er ætluð sérstök braut til hliðar við veginn. En vand- inn með „skellinöðrurnar“ er sá, að þær fara of hratt fyrir hjóla- brautina en of hægt fyrir breiða akveginn. Hjólreiðarmenn og bifreiðastjórar kvarta hvorir fyr- ir sig hástöfum og sú tillaga hefir jafnvel komið fram að leggja nýja sérstaka braut fyrir hin vélknúnu reiðhjól — heldur frá- leit hugmynd, að því er virðist. Umferðin er einnig mikið vandamál í höfuðborg okkar, Amsterdam. Þessi yndæla gamla borg hefir tekið miklum breyt- ingum síðan hún lifði sitt blóma- Bkeið á 16. og 17. öld. í hinu fræga Rijksmuseum er að finna Þakkai góðar viðtökur — Hrifning yf r íslenzku skákmönnunum — .,Skelli- nöðrurnar“ áhyggjuefni í Hoílamli — Umferðaþrengsli í Amsterdam — Þurrkun Suðursjávarins — Rorg rís upp ur sjávaröldum — Holland of lít- ið fyrir Hollendinga — Helekopterflugvélor teknar í notkun — Hollands- symng i Rotterdam n. k. sumar Myndin a3 ofan er mjög sérkennandi fyrir hið afar þéttbýla og yfirfulla HoIIand. Húsnæðisskortur er mikill, auk þcss, sem land- rými er alltof lítsð fyrir hina starfsömu hollenzku þjóð. í hús- næðisvandræðunum hefir fólkið tekið það ráð að byggja sér hús úti á skurðunum, nokkurs konar fljótandi hús, sem fest eru með stálstrengjum við bakkann og gangbrú Hggur á milli eins og mynd- in sýnir. Lífið gengur þarna sinn vanagang eins og í hverjum öðr- um húsum. — Á myndinni sést póstmaðurinn, sem gengur á röð- ina og útbýtir póstinum. margar myndir, sem sýna, að í miðborg Amsterdam var fjöldi fagurra og sérkennilegra húsa. Flest hábyggð og lítil um sig að ummáli en með óendanlegum fjölbreytileik frá einu til annars. í dag getum við enn séð mörg þessara húsa við lýði en ennþá fleiri þeirra hafa verið rifin nið- ur af kynslóðum sem ekki báru skyn á hina frábærlegu fallegu byggingarlist. í stað þessara’ gömlu húsa hafa verið byggðar í hjarta borgarinnar, margar stór byggingar, skrifstofur, stórverzl- anir, bankar og iðnaðarver. ★ ★ Vegna umferðarinnar var það nauðsynlegt að fylla upp marga af hinum gömlu skurðum. Ef at- huguð eru gömul kort aý borg, inni, verður skiljanlegt, hvers vegna. Hinn smávaxni fiski- mannabær 13. aldarinnar varð smám saman blómlegur kaupstað ur breiddi sig út óðfluga. Hin upphaflega Amsterdam, sem borg, var byggð án þess, að farið væri eftir nokkru ákveðnu skipu- lagi. Það er ekki fyrr en á 17 öld, að tekið var til við að skipu- leggja borgina. Þrír breiðir skurð ir voru grafnir, sem hveir fyrir sig lá í hálfboga frá Y-hólman- um í Suðursjó til Amstelfljótsins. Skurðir þessir hétu Heerengracht Keizersgracht og Prinsengracht. Frá miðju borgárinnar, þar sem konungshöllin er, kvíslaðist þétt- ur vefur af þröngum strætum til útjaðra borgai innar. Emhverra hluta vegna kom engum í hug að byggja breiðar götur. Sumar þessara gatna hafa síðar verið breikkaðar með því að rífa niður öll hús öðrum megin við þær — stórlega á kostnað hinnar sógu- legu fegurðar borgarinnar og án þess, að nokkur varanleg lausn væri fengin. ★ ★ Við getum tekið götu eins og Leidestraat til dæmis. Um hálf sex leytið á kvöldin þegar fólkið streymir heim úr vinnunni má þar sjá þúsundir hjólreiðarmanna bifreiða og sporvagna í stræti, sem er ekki breiðara en Lauga- vegur. Ómögulegt — ótækt! — Já, vissulega, en þett.a sama var sagt fvrir 25 árum og enn er engin lausn fundin. Engin vélknúin farartæki í miðborginni — segja sumir. En yrði pnferðinni rutt úr vegi myndi það leiða til þess, að allt líf miðborgnrinnar myndi slokkna út. Hún myndi standa efíír sem nokkurs konar forn- minjasafn — og það íremur lélegt vegna þess hve mörg skörð og stór hafa verið höggvin í raðir hinna íornu bygginga. ★ ★ Burt með allan iðnað og verzl- un í miðbiki borgarinnar, segja aðir. Gersamlega ómögulegt af sömu ástæðunni: Það mundi hafa í för með sér vísan dauða allra notalegu veitinga- og kaffihús- anna. Verzlanirnar myndu hverfa , sömuleiðis. Allt það, sem helzt gefur Amsterdam hinn sérkenni- lega og skemmtilega svip lifandi og þróttmikillai verzlunar og iðnaðarborgar hyrfi. Auk þess þyrfti all harðar reglur og til- skipanir til að fjarlægja hin stóru viðskiptafyrirtæki úr mið- borginni. Hver myndi vilja verða fyrstur til að þoka? Bankarnir, Kauphöllin, j árnbrautarstöðin, skipafélögin — allar þessar stofn- anir þurfa hver á annarri að halda. ★ ★ Vandamál umferðarinnar kem- Frá Amsterdam ur og til greina í ráðagerðunum um að þurrka upp Suðursjóinn. Nú þegar hafa verið lögð frum- drögin að lagningu vega um þetta viðáttumikla svæði. — Mörg ár munu líða enn, áður en þetta vatn er orðið að frjósömu og arðbæru landi, en nú þegar er fólk byrjað að bolla- leggja um samgöngurnar. í miðj- um öldum Suðursjávarins gefur í dag að líta litla eyju, tilbúna af manna höndum. Þar eiga heima uni 50 manns við mjög ófullkomnar aðstæður. Þessi „borg“ heitir Lelystad, eftir manninum, Cornelis Lely, sem kom í framkvæmd hugmyndinni um að grafa skurði í kringum viðáttumikil vatnasvæði, og bæta þar með þúsundum ekra við hið þéttbýla og yfirfulla gamla land. Nafn hans mun lifa í þessari borg — því borg verður það með tímanum — með 50 þús. íbúa. — að minnsta kosti. í dag eru á þessum stað aðeins vatn og öld- ur en í framtíðinni verður þar blómleg borg, viðskipta- og verzl unarmiðstöð hins nýja lands, þar sem mörgu fólki er búin hin bjartasta framtíð. Samgónguæð- ar frá norðri, austri og- suðri munu mætast í Lelystad, og engin þörf verður lengur á því að aka hinn langa sveig í kringum Suð- ursjóinn. Og þessir nýju vegir verða mikilvægir ekki aðeins fyr- ir hina nýju borg, heldur og fyr- ir hin aðliggjandi héruð „gamla landsins". ★ ★ Þó að mikið sé gert til að nýta allt landrými í Hollandi •— og auka við það, mun það þó ekki nægja til að sjá fyrir þeim hundruðum þúsunda fólks, sem er þar ofaukið. Hér er það, sem fólksflutningaþjónustan kemur til skjalanna. Ríkisstjórnin veitir fólki, fjölskyldum eða einhleyp- ingum, aðstoð við að setja sig niður í öðrum löndum. Síðan styrjöldinni lauk, hefir verið stöðugur straumur af fóllci frá Hollandi til Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálands, Suður-Afríku, Brasilíu og ýmissa annarra landa. Um 100 þúsundir hafa farið til Kanada og Ástralíu einna saman. Á s. 1. ári tóku 38 þús. dugmikilla Hollendinga sig upp frá hinum yfirfullu Láglöndum og sigldu yfir úthöfin til að hefja nýtt líf í hinum Nýja heimi. Kanadisk- um bændum er áfram um að fá verkamenn frá Hollandi og í Ástralíu er hollenzkum innflytj- endum tekið tveim höndum. ★ ★ Allmikið fjármagn ílyzt burt úr landinu með útflytjendunum. Ríkið borgaði um 85 millj. krón- ur árið 1953 til að gera þessa fólksflutninga mögulega. Um 90 milljónir króna í erlendum gjald- eyri var beinlínis tekið frá heima landinu og aðrar 9 milljónir — í tilbúnum ibúðarhúsum eða ýms- um véltækjum — fluttust burt. Og á sama tíma er tilfinnan- legur skortur á sérhæfðum verka mönnum í Hollandi sjálfu. Hinn hollenzki iðnaður þarf á að halda 60 þús. verkamönnum með sérhæfða verkkunnáttu. Væri að- eins hægt að æfa í því skyni jafnmarga skráða atvinnulausa verkamenn, væri allur vandinn leystur. En það er ekki svo vel, að aðstæðurnar leyfi það, svo að staðreyndin verður sú, þótt und- arleg megi virðast,. að eitt og sama landið. f lytur út sérhæfða verkamenn á sama tíma, sem það þarfnast þeirra nauðsynlega sjálft. ★ ★ En hvað sem því líður má þó á ýmsum sviðum öðrum merkja greinilega framþróun. í Rotter- dam hefir þegar um nokkurt Frh. á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.