Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 4
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. okt. 1954 Miklar breytingar á glugga- sýningum síðustu 30 árin Ræí) við Magnús Pálsson, elzða núsfarfandi úlsíillingamann í Reykjavík — Eru útstillingar aðalstarf þitt? — Nei, ekki nú orðið. Ég vann að vísu við það eingöngu einu sinni í samfleytt 7 ár og var þá þegar þeir í Kiddabúð. Annars hefi ég það hve mikil sem aukavinnu, en ég er sölu- Útstillingar hafa verið fámenn atvinnugrein hér á landi allt fram að þessu. A seinni árum hefur þó nokkuð fjölgað mönnum sem lagt hafa þetta starf fyrir sig. Farið til annar landa og numið list- ina. En þótt meiri áherzla sé nú lögð á þetta atriði verzlunarinnar, en áður fyrr, er gluggaútstilling jafn gömul sjálfum verzlununum og hefur þróazt með þeim. Elzti maður í þessu starfi hér í Reykja- vík, er Magnús Pálsson og tókum við tal saman um útstillingar um daginn. UNNIÐ VIÐ ÚTSXILLINGAR í 30 ÁR — Hvað ert þú lengi búinn að vinna við útstillingar? — Það eru rúm 30 ár. — HVernig stóð á því að þú lagðir þetta starf fyrir þig? — Það var eiginlega tilviljun sem réði því. Ég vann þá hjá Agli Jacobsen, en þar starfaði einnig Dani, sem átti að stilla út í glugg- ána. Þessi Dani varð þó ekki gró- inn í starfinu því að hann strauk frá verzluninni og hefur ekki látið til sín heyra síðan. Ég var látinn taka við hans verki, og fékk upp úr því mikinn áhuga fyrir útstill- ingum. Um það leyti voru ekki margir sem höfðu lagt þetta fyrir sig og lítil tök á að læra það hér heima. FÓR TIL DANMERKIIR Árið 1930 fór ég til Danmerk- ur, með þetta fyrir augum. Ég dvaldist fyrst í Óðinsey í nokkra mánuði og síðan í Falstri. Á báð- vm þessum stöðum vann ég í verzlunum við útstillingar. í Óð- insey vann ég ásamt 6 öðrum mönnum við glugga stórrar verzl- unar. Við gerðum ekkert annað en hirða um útstillingar. í Dan- mörkú er mikið lagt upp úr sýn- ingargiuggum og eiga Danir mjög færa'menn á því sviði. — Er ekki venjulega stuðzt við einhverjar fyrirmyndir þegar Stillt er út í glugga? — Yfirleitt er það, en auðvitað er mest undir því komið að sá sem verkið vinnur hafi góðan smekk og hafi auga fyrir því sem vel fer. Annars fara Danir mikið eftir þýzkum fyrirmyndum. Það hefi ég sjálfur einnig gert. Ég styðst mjög mikið við þýzk fag- blöð. 3VIIKIL VINNA — Viltu ekki segja mér eitt- hvað frá því hvernig unnið er að útstillingum? — Það er ekki svo gott að skýra það út. Það er með það eins og annað, að hver hefur sína aðferð. Ef um stærri glugga er að ræða, geri ég teikningu af glugganum og vinn svo eftir henni. Teikningin er lang mesta verkið. Eftir að henni er lokið er tiltölulega fljótlegt að koma vörunum fyrir. Annars er oft ó- þægilegt að gera það svo vel fari þar sem mjög margir sýn- ingargluggar eru þannig byggðir að ekkert er í þeim til þess að koma vörunum fyrir á. Annars er það mjög misjafnt. MIKLAR BREYTINGAR — Hafa ekki orðið miklar breyt ingar á þessu sviði frá því að þú byrjaðir að vinna við það fyrir 30 árum? — Jú, það er alveg rétt. Fyrir 30 árum var næstum því hver einasti meiri háttar sýningar- gluggi með svokölluðu þili. Það er, lokaður að innan frá sjálfri verzluninni. Ég verð að segja, að það er auðveldara að stilla út í þannig glugga, og vandaminna en þegar eins og nú er mjög al- gengt orðið, að gluggarnir eru opnir inn í búðina, vegna þess að meiri hugkvæmni þarf til þess að koma vörunum þannig fyrir að þær skyggi samt sem áður ekki á ÞAB ERU líklega fæstir sem leiða hugann að því, ganga fram hjá fallega skreyttum verzlunarglugga vinna er í þeim falin, og hverjum heilabrotum og vangaveltum maður hjá heildverzlun Stefáns skreytingin hafi valdið útstillingarmanninum, sem komið hefur Thorarensen. vörunum fyrir af smekkvísi og listræni. JÓLAÚTSTILLINGAR Á SELFOSSI — Hefirðu eingöngu unnið við þetta í Reykjavík? — Nei, ég hefi til dæmis ann- ast jólaútstillingar undanfarin ár fyrir Kaupfélag Árnesinga á Sel- fossi. Annars hefi ég lítið gert af því að vinna að útstillingum úti á landi. — Varst þú ekki einn af þeim, sem annaðist uppsetningu Iðn- sýningarinnar hér 1950? — Jú, ég, ásamt Atla Már, ann- aðist uppsetningu bókadeildar- Sýningargluggi Fatabúðarinnar það sem inni í búðinni er og allt njóti sín jafn vel. En það er alltaf skemmtilegra að fást við það sem vandasamt er. Þá er einnig mikil breyting orðin á innréttingum sjálfra verzl ananna.. Áður var mikið lagt upp úr hillupi inni í þeim og þá kom til þess vanda að raða smekklega upp í þær. Nú er aftur meira um það að hafa vörurnar á borðun- um, og vitanlega' er það til mikils hagræðis fyrir kaupandann. S :r j staklega á þetta við um rnatvöru- verzlanir. STILLT UT I FLF.STAR VERZLANIR HÉR — Það eru líklega nokkuð margar verzlanir sem þú ert bú- inn að stilla út fyrir hérna í bænum? — Já, þær eru orðnar nokkuð margar. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að ég hafi annast sýningarglugga einhverntíma | fyrir flestallar þær eldri og ég j hefi satt að segja ekki tölu yíir allar þær verzlanir sem ég hefi stillt út fyrir. — Er þetta ekki mjög skerrrmti- legt og líflegt starf? — Jú, það er það. En fer þó nokkuð eftir því, hvert nægar vörur eru fyrir hendi. Það getur verið jafn óskemmtilegt, að stilla út þegar lítið er um varning, því alltaf vill maður nú prýða glugg- ána eins vei og hægt er, eins og það er skemmtilegt að hafa nógu úr að moða. innar á sýningunni. Það var mikið verk og talsvert vanda- samt. STENDUR TIL AI) STOFNA FÉLAG — Hafa útstillingamenn ekki með sér félagsskap? — Það hefur nú ekki verið ennþá, en það stendur til að svo verði. Nú eru nokkrir ungir menn á leiðinni að læra þetta fag, og þegar útstillingamönnum fjölg ar, verður óhjákvæmilegt að þeir geri með sér félagsskap. Annars hefur hingað til verið mikil vöntun á slíkum mönnum, því ef vel ætti að vera þyrfti hver verzlun að hafa 1—2 slíka menn, til þess að geta fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru. En nú er það þannig að kaupmenn verða að annast þetta atriði sjálfir, með hjálp afgreiðslu- fólksins víðast hvar. Þetta sagði Magnús Pálsson, aldursforseti nú starfandi ústill- ingamanna í Reykjavík. Hann þekkir verk sitt til fullnustu. Hann veit hvað það er, að prýða útstillingaglugga, allt frá því þeg- ar ekkert er hægt að nota til þess anhað en nokkra sápupakka til þess þegar svo mikið er fyrir hendi af mislitum jólavarningi að þsð rúmast varla í gluggun- urn. En verkið vinnur hann alltaf af jafn mikilli samvizkuserhi og af sinni meðfæddu smekkvísi. M. Th. STILLINN AÐ BREYTAST Annars er eftirtektarvert, hvað útstillingastíllinn er að taka mikl um breytingum á seinni árum. Áður fyrr voru vörurnar að miklu leyti, til dæmis vefnaðir- vara, negld upp og breidd út i 1 gluggakistuna. Nú er aftur á móti mikið um að hafa hana í lausu lofti, i ósýnilegum nylon- , þráðum, og einnig er komið hálf- I gert „abstrakt“ tímabil, því í mörgum gluggum er hínni óskyld j ustu vöru stillt út saman. rtvað kosuir undur brefin? HiinfoiO fJugpOstbrél (20 gr.). iianmork, Noregui, dvipjoö kj í.uu, riiiniana tu 2,o0, Engianr /g N.-IrJanO kx. 2,4o, Austumki r-yzKaJanQ, FraKKiano ug svisí> kj »,00, KussianQ, Itaiía, Spann os Júgóslavia ki. 3,2o — iíanuarikn ilt) gr.j kr.í 3,1&; CanaOa ilO gr.; •ít 3,30. — Sjópóstui tu Noröur ianda (20 gr.) kr. l,2b og tii aan arra landa kr. 1,75. Læknisráð vikunnar: Frásagnarverf hundrað ára afmœli VAFALAUST eru þeir fáir, sem engan hafa kunnleika á hvernig læknislyfjum er spraut- að innundir húð manna. Fjöldi manna hefur kynnzt þessari læknisaðferð frá blautu barns- beini. Strax þegar börn eru 5 mánaða gömul eru þau t.d. bólu- sótt gegn barnaveiki. Nú eru einmitt hundrað ár liðin síðan snjall læknir fann aðferð- ina hvernig hægt væri að setja læknislyf undir húðina. Menn vita nákvæmlega hvenær þessi aðferð var notuð í fyrsta skipti, 28. nóvember 1853 kl. 10 að kvöldi. Er menn taka tillit til þess, hve mörgum mannslífum hefur verið bjargað með þessu snjallræði, að koma lyfjunum inn í líkama mannsins án þess að láta þau koma í snertingu við melt- ingarfærin, er ekki of mikið sagt, að þessi uppgötvun, sem var gerð fyrir öld síðan, hefur verið mannkyninu jafn gagnleg eins og er fundin var eimreiðin, og aðrir jafn mikilsverðar uppgötvanir. Að vísu var þetta ekki í fyrsta sinn, að menn smeygðu læknis- dómum undir húð manna, án þess að snerta meltingarveginn, því það mun hafa verið árið 1657, sem þessi aðferð var notuð í fyrsta sinn. Maður, sem þá átti í hlut hét Christoffer Wren. Hann dældi beint inn í æð. Hann var fyrst og fremst stjörnufræðingur og síðar arkitekt. En menn gerðu sér enga rellu út af því í þá daga. Verkfæri hans var nál, sem var hol að innan. Nálin var ýmist úr gulli eða silfri. Senniléga hefur hann notað gullnálina, þegar um höfðingja var að ræða. Við nál- ina var fest blaðra, sem hafði að geyma vökvann, sem átti að koma inn í æðina. Með því að þrýsta á blöðruna komst vökvinn inn í æðina. — Þetta gat verið „ambra“, arsenik, kanell, brenni- steinn eða annað góðgæti. Líka gat þetta verið opíum og það var ekki lakara. En tækin voru svo frumstæð á þeim árum, að aðferðin var lögð niður með öllu. Hún var endur- vakin fyrir alvöru fyrst þegar salvarsanið kom til sögunnar eftir síðustu aldamót, þegar lækn irinn Ehrlich fann þetta undra- lyf. En þá höfðu læknar líka fundið hin réttu áhöld, spraut- una og hina lausu nál, er Wood notaði í fyrsta sinn 28. nóvember árið 1853, til að dæla lyfinu undir húðina. Sama tækið og sama að- ferðin var notuð fyrr á árinu, í janúar 1853. En uppgötvun Woods var fólg- in í því, að hann vissi að hægt er, með því að dæla hverju sem er undir húðina, geta menn læknað ýmis líffæri hvar sem þau eru í líkamanum. Sjúklingar, sem hann hafði undir höndum, var með mjög ill- kynjaða taugaverki í handleggn- um. Hann hugsaði sem svo: Verkjaeyðandi áhrif opíumsins verður meiri, þegar lyfið er sett undir húðina, rétt hjá tauginni, en ef lyfið er gefið að annari leið. Hann gaf sjúklingi sínum opíumið í sherry, og verkanirnar gerðu strax vart við sig. Seinna komst Wood að þeirri niðurstöðu, að nokkurn vegin stendur á sama, hvar lyfinu er dælt undir húðina, ef aðeins það er opíum eða morfín, sem haft er í sprautunni. Lýsingin, sem hann gaf fyrir 100 árum er á þessa leið: 1. Dæli maður morfíni undir húðina nálægt því, sem sársauk- inn er, þá linast eða hverfur hann. 2. Verkanirnar af morfíni, sem dælt er undir húðina, ná til heilans og geta því sárindin dofn- að eða horfið þó verkurinn sé langt frá þeim stað, þar sem menn fá dælt lyfinu. 3. Sennilega gildir sama máli, hverju sem dælt er undir húð- ina, þó það sé ekki morfín. 4. Tilraunir hafa sannað að vefurinn undir húðinni er einkar hentugur til að sjúga í sig læknis íyf- Þetta vissu menn ekki í þá daga. Og einmitt þess vegna varð uppgötvun Woods merkileg. Ríkið styrki Flafeyinga til sjálfsbjargar Tillaga Císla Jánssonar rædd EG vil leyfa mér að fara þess á leit að hið háa ráðuneyti, úthluti Flateyjarhreppi kr. 1.000.000 af því fé, sem ætlað er til atvinnu- bóta á fjárlögum yfirstandandi árs.“ Svo segir í bréfi, sem Gísli Jónsson alþm. ritaði til atvinnumálaráðuneytisins og prentað er sem fylgislcjal með þingsályktunartillögu, sem hann bar fram um aðstoð vegna atvinnumála í Flateyjarhreppi. MARGVÍSLEG ÓHÖPP Kom þingsályktunartillagan til umræðu á fundi í sameinuðu þingi í gær. Flutti Gísli fram- söguræðu með tillögunni og gat þess, að til vandræða horfði nú og auðnar í eyjunni, ef ekkert væri að gert og íbúunum þar veitt fjárhagsaðstoð. Fyrir marg- vísleg óhöpp, m.a. síldarleysi, hafa atvinnufyrirtæki þau, sem kómið hefur verið upp í eyjunni fengið slík áföll, að þau hafa komizt í greiðsluþrot og orðið að gefast upp. Af þessum ástæðum væru tveir bátar, sem aðallega áttu að vera undirstaðan undir atvinnurekstrinum í eyjunni, seldir burt úr hreppnum um sum- arið 1953. Hraðfrystihúsið stöðv- aðist nokkru seinna af sömu á- stæðum. 110 MANNS Á EYNNI Um aldamótin voru taldir um 400 manns í Flatey en um síðustu áramót voru þar 110 manns. — í eynni eru ágætir lífsmöguleikar og skilyrði til atvinnureksturs, að öllu jöfnu, en eins og sakir standa liggur þar við landauðn. RAUNHÆFAR TILLÖGUR í tillögu Gísla Jónssonar er þess farið á leit að ríkið styrki hreppinn til að koma frystihús- inu í rekstrarhæft ástand, en það liggur nú undir skemmdum. Að auki greiði ríkið til fólksins í Flat eyjarhreppi öll ógoldin vinnu- laun þess vegna fyrrverandi rekstrar frystihússins og útgerð- arinnar. Var málinu frestað að lokinni framsöguræðunni, en atkvæða- greiðsla fór ekki fram vegna þess hve fáir þingmenn voru við- staddir á fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.