Morgunblaðið - 28.10.1954, Qupperneq 9
Fimmtudagur 28. okt. 1954
M ORGVN BLAÐIÐ
25
Frh. af bls. 18.
með sérstökum forgangskjörum.
Þegar vextirnir era lægri en
svo, að jöfnuður komist á milli
framboðs á sparifé og öðrum
sparnaði annars vegar og eftir-
spurn eftir lánum hins vegar,
hlýtur lánsfjárskortur að gera
vart við sig. Honum fylgir síðan
togstreita milli atvinnuvega og
hagsmunaheilda um lánsféð, sem
til fellur, og svartur markaður
fyrir jiá, sem hvergi komast að.
Um það má lengi deila, hvort
heppilegra sé að koma á jafn-
vægi á lánsfjármarkaðinum með
því að hafa áhrif á framboð láns-
fjár eða eftirspurn. Yfirleitt hafa
menn talið það miklu æskilegra
að ráða bót á skortinum með því
að efla sparnað en með því að
draga úr eftirspurninni með
hærri vöxtum. Gallinn er sá, að
mjög ólíklegt er, að það eitt nægi,
eins og nú er ástatt hér á landi.
Þrátt fyrir hinar miklu lánveit-
ingar á síðasta ári var því fjarri,
að eftirspurninni væri fullnægt.
Þær gífurlegu útlánakröfur, sem
nú eru gerðar, stafa að mjög
miklu leyti af verðbólguótta og
hinni óeðlilega miklu fjárfest-
ingu, sem honum er samfara. —
Vafalaust mætti auka sparnað að
mun, ef kjör sparifjáreigenda
væru bætt og gefin út verðbréf
með hagkvæmum skilmálum.
Samt er ótrúlegt, að hægt sé að
auka sparnaðinn svo mjög, að
jöfnuður komist á, nema jafn-
framt séu gerðar ráðstafanir,
sem dregið gætu úr lánsfjárþorst
anum.
Verðbréfamarkaður er nú í
rauninni enginn til hér á
larstli, og væri það tvímæla-
laust mikilvægasta framfara-
spor, sem hægt væri að stíga
í þessum málum, að koma á
fót slíkuin markaði.
Verðbréfasala er hin traustasta
undirstaða fjárfestingar, þar sem
spariféð er þá bundið til jafn-
langs tíma og lánin. Jafnframt er
gengisskráning á frjálsum mark-
aði bezti mælikvarðinn á það,
hverjir raunverulegir vextir eigi
að vera í þjóðfélaginu. Ef rétt er
á haldið, ætti okurlánastarfsemi
ekki að geta þrifizt samhliða
verðbréfamarkaði, þar sem stefnt
væri að því að koma á heilbrigðu
jafnvægi milli framboðs og eftir-
spurnar á lánsfé.
FORRÉTTINDALÁN-
VEITINGAR
Fyrir atbeina ríkisvaldsins hef-
ur mjög mikið af lánveitingum á
síðusju árum verið með sérstök-
um vildarkjörum. Lánsfjárskort-
urinn hefur heldur ýtt undir
þessa þróun, en tilgangurinn hef-
ur verið sá að tryggja fé til sér-
stakra hluta með góðum kjörum.
Nokkur dæmi skulu nefnd:
Byggingarsjóður Iánar með
2% vöxtum til 42 ára og Bygg-
ingarsjóður verkamanna með
sömu kjörum. Vextir Ræktunar-
sjóðs eru 2%%, Fiskveiðasjóðs
4% og lánadeildar smáíbúða
5V2%. Enn fremur eru afurða-
lán bankanna með 5% vöxtum, en
til samanburðar er þess að geta,
að bankalán bæði af stuttum og
löngum lánum eru nú yfirleitt
7%.
Ef takmarkið væri þáð að sígr-
ast á lánsfjárskortinum, eru hin-
ir lágu vextir öfug leið, þar sem
þeir auka beinlínis eftirspurnina
eftir lánsfé og verða þannig til
þess, að lánsfé þjóðfélagsins nýt-
ist verr en ella. Hið æskilegasta
væri, að lánskjör fjárfestingar-
sjóðanna væru breytileg eftir því,
hvernig ástatt væri í peninga-
málum á hverjum tíma. Þegar
lánsfjárkreppa er og of mikil fjár
festing og þensla innan lands,
ættu vextirnir að hækka og láns-
tíminn að styttast, og mundi það
stuðla að því, að jafnvægi næð-
ist.
Breytilegir vextir og lánskjör
mnndu geta orðið til þess að efla
Lánveitingar Neytendur og afgreiðslu-
tími solubúöa
starfsemi fjárfestingarsjóða. Lág-
ir vextir há starfsemi þeirra all-
mikið á verðþenslutímum, þar
sem þeim er þá algerlega um
megn að afla fjár með sölu vaxta-
brefa. Einnig berst þeim mjög
lítið fé í endurgreiðslum og vöxt-
um, eins og fyrr var á bent.
LOKAORÐ
í þessari grein hefur aðeins
verið drepið mjög lauslega á þær
leiðir, sem líklegastar eru til að
leysa úr lánsfjárskortinum, enda
er tilgangur hennar einkum sá
að draga upp mynd af ástandinu,
eins og það var á árinu 1953.
En áður en skilizt er við
þetta mál, er skylt að minna
á, að lánsfjárskorturinn og
ástandið á peningamarkaðin-
um er ekki einangrað fyrir-
bæri og óskylt öðrum vanda-
málum efnahagslífsins. Láns-
ijárþorstinn og hinn ónógi
sparnaður er bein afleiðing af
langvarandi verðbólgutíma-
bili og vantrausti manna á
verðgildi peninganna. Á hinn
bóginn hefur stefna sú, sem
fylgt er í peningamálum, mjög
mikil áhrif á efnahagsþróun-
ina, þar sem peningaþensla er
ein höfuðorsök verðbólgu. Það
má því ekki einblína á það
eitt að svala lánsfjárþorstan-
um með meiri og meiri útlán-
um og aukinni seðlaveltu, og
aukinn sparnaður má ekki
verða til þess eins að auka út-
lánin, heldur verðiir að nota
hluta af honum til þess að
draga úr peningaþenslunni og
auka gjaldeyriseign þjóðar-
innar.
Undanfarið ár hefur verið vax-
] andi þensla í efnahagskerfinu, og
henni hafa fylgt vinnuaflsskort-
ur, gífurleg gjaldeyriseyðsla og
| erfiðleikar fyrir útflutningsfram-
j leiðsluna. Eitt höfuðskilyrði þess,
að takast megi að stöðva þessa
þróun, er, að dregið sé úr pen-
. ingaveltunni jafnframt því, sem
! sparnaður er aukinn. Að. vísu er
mikil þörf fjár til framkvæmda
hér á landi og næg ónotuð tæki-
færi til framfara. Það borgar sig
samt ekki að kaupa auknar fram-
kvæmdir því verði, að afkoma
alls þjóðarbúsins sé stefnt í
hættu.
J. N.
ill og tímarit
Ileimilisritið 36. ár-
gangui, er nýkomið út, fjölbreytt
og vandað að efni og frágangi sem
jafnan áður. Er ritið 160 síður að
stærð og flytur fjölmargar fróð-
legar greinar og auk þess nokkur
ljóð. Ilefst ritið á broti úr kvæði
eftir Davið Stefánsson. All-langur
kafli er helgaður skrifum um
merkiskonur. Þá eru og greinar
um uppeldis- og fræðslumál, heil-
brigðismál, heimilisiðnað, garð-
yrkju og a lokum eru fréttir frá
ýmsum kvenfélögum úti á land-
inu. — Birt er ræða forseta ís-
lands, Ásgeirs Ásgeirssonar, er
hann hélt við opnun heimilisiðn-
aðarsýningarinnar á Akureyri s. 1.
vor. Margrét K. Jónsdóttir skrifar
um Kvennaskólann á Ytriey; Frið-
hórg Friðriksdóttir um Tildrög að
skólanámi; Hulda Á. Stefáns-
dóttir um Kvennaskólann á Blöndu
ósi. Margrét Jóhanensdóttir skrif-
ar: , Frá starfi hjúkruárkonu;
Halldóra Bjarnadóttir: Viðhorf
gama fólksins; Ölafur B. Björns-
son: Iíjúkrunarkonur á Akranesi;
Sigrún Stefánsdóttir: íslenzkur
heimilisiðnaður; Ragnh. Brynj-
ólfsdóttir: Saumanámskeið; Sig-
urlaug Árnadóttir: Vor og gróður;
Séra Jakob Jónsson: Siðferðileg
endurvakning; Pálmi Hanneson
rektor: Ræða við skólaslit. — 1
ritinu er og fjöldi mynda.
UM þessar mundir fara fram
hljóðlegar viðræður milli
fulltrúa afgreiðslufólks og kaup-
manna um lokunartíma sölubúða.
Það mætti ætla, að hér væri um
einkamál að ræða, sem öðrum
kæmi ekki við. Nokkuð sem ekki
ætti að komast í blöðin. Almenn-
ingur hefur aðeins fengið að vita,
að afgreiðslufók krefjist þess, að
öllum verzlunum og skrifstofum
verði lokað kl. 12 á hádegi á
laugardögum allt árið, og hann
hefur einhvern grun um, að
kaupmenn muni þumbast við.
Nær ekkert hefur verið rökrætt
um þessi mál í blöðunum, og ein-
mitt ekkert af þeim, sem um
málið fjalla. Neytendasamtökin
hafa ein birt tillögur til lausnar
þessu vandamáli á nýjum grund-
velli og rökstutt þær með grein-
argerð, sem þeim fylgdi til allra
blaðanna og útvarpsins, en hana
varð hvarvetna að stytta og sums
staðar nær alveg. Hefði hún þó
ekki fyllt nema rúmlega hálfan
dálk. Hér er þó um að ræða mál,
sem er stórum mikilvægara en
hið nýafstaðna dósentmál, og
væri fróðlegt að vita, hve margir
blaðalesendur hafa nennt að lesa
alla þá langhunda, sem um það
mál birtust. Ef helmingurinn af
því rúmi, sem í það fór, hefði
verið notaður til að rökræða
þetta hagsmunamál allra bæjar-
búa, hvenær þeim eigi að Ieyfast
að verzla, og hverjir eigi að veita
það leyfi, þá hygg ég, að við vær-
um að nálgast botninn á því
vandamáli.
ÞAÐ VAR SÚ TÍÐ
Áður fyrr voru að sjálfsögðu
engar takmarkanir í lögum um
það, hvenær verzlanir mættu
vera opnar hér á landi. Menn
þurfa ekki að vera gamlir til að
muna, að verzlanirnar voru opn-
ar miklu lengur en nú er, svo að
það var ekkert vandamál fyrir
neytendur, hvort allar verzlanir
lokuðu á sama klukkuslaginu eða
ekki.
j í þá daga var og vinnudagur
| manna miklum mun lengri en nú
j er, en þegar hann tók almennt
! að stytta með samtökum vinnu-
þiggjenda, varð verzlunarfólkið
að miklu leyti útundan í byrjun.
Fólk bæði vildi og þurfti að
verzla, eftir að það var hætt að
vinna, og fleiri þurftu að verzla
en þeir, sem heima við voru. Þessi
regla gildir enn og mun alltaf
gilda, hversu óþægileg, sem hún
kann að vera í augum nokkurs
hluta fólksins.
Kaupmenn vilja, sem skiljan-
legt er, ógjarnan loka úti kaup-
anda, sem hefur peninga, og alla
jafna knýr sá ekki að dyrum,
nema hann þurfi að kaupa eitt-
hvað. Það er óhætt um það, enda
þótt við þekkjum öll undantekn-
ingar. Og brátt varð ekki hjá því
komizt að setja með lögum ein-
hverjar takmarkanir á því, hve
lengi mætti hafa verzlanirnar
opnar, og nú gilda um þetta 18
I ára gömul lög, þar sem bæjar-
j stjórnum er heimilt að setja
] reglugerðir um lokunartíma sölu-
búða. Skulu þær reglugerðir háð-
ar staðfestingu stjórnarráðsins. í
núgildandi reglugerð bæjar-
stjórnar Reykjavíkur er m. a. sér-
stök grein til að koma í veg
fyrir ofþrælkun sendisveina.
Vinnudagur strákanna var oft
langur áður fyrr, og það var eng-
in vanþörf á því að stytta hann.
En hvernig er það nú? Biðjið
kaupmanninn að senda vörurnar
heim.
EN NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR
Nú hafa launþegar í Verzlun-
armannafélagi Reykjavíkur
myndað með sér samtök, sem
hljóta að verða öflug og mega
gjarnan vera það Meginþorri
fólks í þessari stétt er fremur lág-
launað mánaðarkaupsfólk án
möguleika til aukavinnu, að telj-
andi sé. Nú þarf engin lagafyrir-
effir Svein Ásgeirsscn hagfrœÖing
mæli né bæjarstjórnarreglugerðir
til að koma í veg fyrir hálfgerða
þrælkun stéttarinnar. Nú er hún
orðin nógu sterk til að sjá fyrir
því. Og hún á vissulega fullan
rétt á því, eins og aðrar stéttir,
að berjast fyrir bættum kjörum
til jafns við aðra.
HLUTVERK SMÁSÖLUNNAR
Rétt er að gera sér einfaldlega
ljóst, hvert hlutverk smásölunn-
ar sé í þjóðfélaginu. Það er að
dreifa vörunum út til fólksins,
hafa þær vörur nærtækar, sem
það þarf hversdagslega á að
halda. Og þess vegna eru verzlan-
ir hafðar sem víðast, að fólk eigi
hægara með að ná í þær. Þetta
er auðvitað mjög einfalt mál og
öllum ljóst. En þetta er ekki
nema hálf saga. Lokuð verzlun
er fólki sama og engin, nema það
komist bakdyra megin. Ilversu
vel smásalan leysir af hencli þjón-
ustu sína og hlutverk í þjóðar-
búskapnum, fer því jafnmikið
eftir því, hvenær verzlunin sé op-
in og hvar hún sé staðsett. Hversu
lengi hún sé opin, og hve langt
sé til hennar. Og það er jafnaug-
ljóst mál, að það er ekki hægt að
hafa verzlun í hverju húsi í bæn-
um, eins og að þær séu opnar alla
tíma sólarhringsins, þær sem nú
eru til.
A AÐ FÆKKA VERZLUNUM?
Ef verzlunum yrði fækkað að
nokkru marki, myndi það hafa
mikil óþægindi í för með sér fyr-
ir almenning. Ekki vegna þess, að
fólk gæti ekki verzlað, heldur af
því, að það þyrfti að fara lengra,
það yrði erfiðara fyrir það að
komast í búðir. Vörudreifingin
yrði með öðrum orðum lélegri í
þjóðfélaginu, þjóðarbúskapurinn
verr rekinn, viðskiptin stirðari.1
Það má eflaust leggja ýmsar
verzlanir niður án teljandi skaða
fyrir viðskiptin í landinu eða
bænum, en þótt samkeppnin sé
lítil um vörufjölbreytni í fram-
boði, eins og oft er í t. d. mat-
vöruverzlunum, þá er þjónustan
oft svo mismunandi, að hún mun-
ar öllu um það, hvar menn
verzla. Það er enginn vafi á því,
að kröfu um færri verzlanir yrði
tekið sem firru og fásinnu af
flestum mönnum. Hvað segja
menn um kröfur eins og t.d.
„Færri matvöruverzlanir! Færri
mjólkurbúðir! Færri vefnaðar-
vöruverzlanir!"
Fyrir nokkrum árum hóf
Mjólkursamsalan í Osló að spara
á þann hátt, að það fækkaði stór-
lega mjólkurútsölum í borginni.
Þetta varð að sjálfsögðu feikilega
óvinsælt, og var meira að segja
fordæmt sem hrein ósv'fni í garð
neytenda í flestum blöðum. Þetta
gat samsalan aðeins vegna ein-
okunaraðstöðu sinnar. Einokun
er tíðum viðsjárverð, eins og við
vitum. Ef til vill var þetta ein
af mörgum ástæðum til þess, að
norska Stórþingið samþykkti að
stofna Neytendaráð, sem skyldi
vaka yfir hagsmunum neytenda
almennt. Er það sjálfstæð stofn-
un, en ríkið kostar alla starfsemi
þess. Hagsmunir neytenda al-
mennt og þjóðarinnar í heild fara
nefnilega oftast saman, en sér-
hagsmunirnir sjaldnar.
Á AÐ FÆKKA VERZLFNAR-
TÍMUM?
Vörudreifingin getur beðið
engu minni hnekki við fækkun
verzlunartímans en verzlananna
sjálfra. Auðvitað geta menn
verzlað, þótt þeim sé fækkað, en
það verður almenningi erfiðara.
Ef verzlunartíminn á helzt að
fylgja almennum vinnutíma al-
gerlega, þá táknar það, að vinn-
andi fólk getur ekki verzlað. Nú-
verandi kerfi hér í bæ veldur því,
að vinnandi fólk hefur lítinn tíma
til að verzla. Það þurfa fleiri að
verzla en húsmæður, og auk þess
eru margar þannig settar, að þær
eiga illa eða alls ekki heiman-
gengt. Á ekki að taka tillit til
slíks fólks? Fyrirvinna heimilis-
ins þyrfti að geta aðstoðað við
innkaupin. Og þótt stálpaðir
krakkar séu í fjölskyldunni, þá
er ekki alltaf hægt að senda þá.
Þeir eru oft í sveit á sumrin og
í skóla á veturna. Ef það á að
loka alla laugardaga á veturna
kl. 12 á hádegi, þá myndi það
stórum auðvelda aðdrætti að
mörgum heimilum, að skóla-
skylda barna.á laugardögum yrði
lögð niður, og feður yngri barna
fengju búðarfrí.
Það eru margir hlutir, sem fjöl-
skvldur þurfa að kaupa, sem
hjónin myndu helzt vilja velja
bæði saman. Þúsundum hjóna er
það með öllu ómögulegt nema 2
daga fyrir jól í allra mesta lagi.
Þau geta illa eða alls ekki komizt
út fyrr en börnin eru komin í ró.
Er hinum þjóðfélagsþegnunum
alveg sama um það? Á e.t.v. að
segja: Þeim var nær! Hvað var
það að rjúka í að giftast og eign-
ast börn án þess að hafa efni á að
hafa vinnukonu?
HUGSUNARSEMI?
Það hafa birzt nokkur undarleg
bréf í blöðum undanfarið, sem
undirrituð eru af ,,húsmæðrum“,
þar sem laugardags lokunartíman.
um 12 er fagnað. Ég tortryggi
hvert einasta þeirra bréfa. T.d.
bréf þau, sem birt voru eða talað
var um í ,Velvakanda‘ s.l. sunnud.
Svo furðuiegar voru röksemdirn-
ar. Hvergi var minnzt á þau atriði
sem ég hef getið hér >að ofan, og
eru bó ekki langt sótt. Nei, það
var eins og vandamálið væri ekki
merkilegra en það, að það væri
um það að ræða, hvenær hús-
mæður myndu drífa sig í að
verzla. Þær gætu það allar, þegar
þær nenntu því. Það þarf enginn
að hafa áhyggjur af þeim. sem
svo er ástatt um, og alger óþaríi
að vera að hafa fyrir því, að
skrifa bréf vegna þeirra, en það
er vegna hinna húsmæðranna,
sem ekki eru frjálsar, sem stall-
systur þeirra eru líklegri til að
skrifa bréf. Ég trúi ekki öðru.
ALLIR HAFI FRÍ
Á SAMA TÍMA!
Neytendur þurfa að geta verz
að á einhverjum tíma, þegar þe
eru ekki að vinna. En hvað væ
þá eðlilegra en að verzlunarfól
fengi frí í staðinn einhvern tím
þegar aðrir eru að vinna? Ef ekl
er hægt að viðurkenna þetl
sjónarmið, ef þjóðfélagsþegnan
! ir geta ekki komið sér saman ui
j þetta mikilvæga má, þá er rét
ast að stíga skrefið til fulls c
banna það með lögum eða regh
j gerðum bæjarstjórnar, að nokkc
þjónusta sé látin í té af neir
tagi fyrir peninga eftir kl. 12
i hádegi á laugardögum allt ári
kl.‘5 eða 6 aðra daga og eki
augnablik á sunnudögum. A1
saman að sjálfsögðu að viðlögi
u.n sektum, þótt lögregluþjón:
mættu auðvitað ekki líta eftir ;
reglunum væri framfylgt nen
, til kl. 12 á hádegi á laugardögu
1 o. s. frv. — Það, að fólki finn
fríið yfirleitt eftirsóknarvei
byggist ekki sízt á því, að þ:
eru ekki allir, sem hafa frí
sama tíma ennþá.
I Framh. á bls. 27.