Morgunblaðið - 28.10.1954, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.10.1954, Qupperneq 10
26 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 28. okt. 1954 Jón Björnsson skrifar um z BÓKMEIMNT © BÓKMENNTAFÉLAGS- BÆKURNAF, 1953 ÞÆR ERU fyrir nokkru komnar út, talsvert á eftir tímanum eins og undanfarin ár, þrjár að þessu sinni, Skírnir, 2. hefti af Presta- tali síra Sveins Níelssonar í út- gáfu Björns próf. Magnússonar og 1. hefti í nýjum flokki af Safni til sögu íslands. Safnið hef- ur legið niðri í mörg ár, en var um langt skeið eitt af merkustu ritsöfnum Bókmenntafélagsins. í þessu 1. hefti Safns er upphaf af ritgerð um Gottskálk biskup Nikulásson og Jón lögmann Sig- mundsson eftir Einar Arnórsson. Verður ritgerð þessi án efa hin fróðlegasta, enda fjallar hún um lítt rannsakað tímabil íslandssög- unnar. Þá er Skírnir. Hann er fjöl- breyttur og fróðlcgu.r að þessu sinni, eins og svo oft áður. Hefst hann á greinargóðri ævisögu Árna heitins Pálssonar próf. eftir Kristján Albertson, en Árni var ritstjóri Skírnis í mörg ár eins og kunnugt er. Tvær ritgerðir eru um Stephan G. Stephansson í tilefni af aldarafmæli hans, önnur eftir Steingrím J. Þor- steinsson en hin eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Einar Ól. Sveinsson ritar snjalla hug- vekju um íslenzkt þjóðerni, Dag Strömbeck um uppruna ísl. viki- vaka, Einar Arnórsson um bæja- nöfn og Hermann Pálsson um íra-örnefni. Björn K. Þórólfsson á þarna fróðlega ritgerð um ísl. skjalasöfn, Björn Þorsteinsson skrifar um sendiferðir og hirð- stjórn Hannesar Pálssonar. Björn hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka sögu fimmtándu aldar- innar og sérstaklega viðskipti Englendinga og íslendinga á þessu tímabili. Hann hefur rann- sakað skjalasöfn í Englandi og leitt ýmislegt í ljós um efnið, sem áður var lítt kunnugt. Stefán Einarsson próf. skrifar ítarlega um áttatáknanir í fornritum og auk þess Srftælki úr íslendinga- sögum. Finnbogi Guðmundsson ritar um Þorstein Skúlason og birtir þar áður óprentað ljoða- bréf eftir Benedikt Gröndal — Eins og sjá má af þessu s.tutta yfirliti er meginefni Skírnis fjöl- breytt, og er aðallega helgað rannsóknum í sögu landsins, ems og eðlilegt er um tímarit Bók- menntafélagsins. Síðast í ritinu eru svo umsagn- ir um bækur. Margir kunnir menn hafa lagt þar til efnið. Þór- oddur Guðmundsson frá Sandi ritar um nokkrar nýútkomnar Ijóðabækur og gerir það vel og sanngjarnlega. Fyrir honum vak- ir það eitt, að segja kost og löst á bókunum út frá sínu sjónar- miði, án tillits til þess hver í hlut á; annarleg sjónarmið koma ekki til greina hjá honum, en það er því miður allt of títt hjá mörg- um, sem rita um listir og bók- menntir, en ætti aldrei að s]ást. Hið sama verður því miður ekki sagt um annan gagnrýnanda Skírnis (og IPlgafells'.), Lárus Sigurbjörnsson, en hann hefur tekið leikrit ársins til meðíerð- ar og þar á meðal leikrit mitt, „Valtýr á grænni treyju.’* I „dómi“ sínum fetar hann trú- lega í spor „salon“-kommúnista þeirra, sem standa að „gagn- rýni“ Þjóðviljans og Helgafells en eins og margir munu minnast, leit út eins og dáindismenn þessir hefðu fengið „tilfelli", þeg- ar það vitnaðist að sýna ætti leik- rit eftir mig í Þjóðleikhúsinu. Nú gæti mér aldrei til hugar komið að minnast á þetta, ef ekki væri komið á daginn, að leikdómari þessi flettir svo rækilega ofan af sjálfum sér með skrifum sínum um þetta leikrit mitt, að varla má kyrrt liggja vegna þeirra lesenda, sem ef til vill hafa hald- ið, að honum gengi ekki ar.nað til en áhugi á listinni, og vegna heiðarleika í gagnrýni yfirhöf- uð. — Eftir margar vangaveltur um efni leikritsins, þar sem tónn- inn í ritsmíðinni gefur nokkra hugmynd um hinn „góða“ vilja til óhlutdrægrar gagnrýni, kemst hann í Skírni að þeirri nlður- stöðu, að tvö tilgreind atriði í leiknum hefðu alveg mátt missa sig, en í Helgafelli (3. h. 1953, bls. 71), telur hann það mjög vafasamt, „spurningin er þá, hvort leikritið hefði þá ekki smám saman lent írpappírskörf- unni“, segir hann orðrétt. Hvor- um á nú að trúa, L. 8. í Helga- felli eða L. S. í Skírni? Amað dæmi úr Helgafelli, bls. 71: „Skaplegasta persóna kvöldsins var klerkurinn, bæði frá hendi höfundar og í meðferð Jóns Að- ils“. í Skírni segir hann um þessa sömu persónu á bls. 229: „Þó er þessi persóna ekki illa gerð, og tókst leikara (Jóni Að- ils) að gera úr henni eftirmmni- lega mannlýsingu í sýningu Þjóð- leikhússins". Með öðrum orðum: Það sem í Helgafelli er „skap- legt“ er pú allt í einu orðið „eftir- minnilegt" í Skírni. Trúi þvj svo hver sem vill, að slíkum „gagn- rýnanda" gangi ekki annað til en sannur áhugi á leiklist. Mörg önnur dæmi mætti tilfæra af samkvæmni og „réttsýni" þessa ritdómara, og einn mun hann vera um þá skoðun, að ekki verði séð af leikritinu hvert ádeilunni er stefnt. Vangaveltur hans um það eru í senn skoplegar og barnalegar, og sýna svo að ekki verður um villzt, að hann getur tæplega talizt „bænabókarfær" í þessum efnum og má það und- arlegt þykja fyrir margra h.iuta sakir. Skal svo ekki orðlengt um þetta frekar, en það verður varla talin ósanngjörn krafa til rit- stjóra og útgefanda þessa elzta tímarits á Norðurlöndum, að þeir sjái svo til, að þeir menn, sem taka að sér gagnrýnina í rit- inu, séu á ofurlítið hærra nienn- ingarstigi en manntegund sú, sem stendur að sorpblaðaútgáfu þeirri, sem því miður er einn af svörtustu blettunum á menrángu okkar eins og stendur. Annars fjallar meginhluti rit- fregnanna um erlend og innlend vísindarit, og er vafalaust gott yfirlit yfir það sem út hefur komið, á árinu bæði hér heima og í nágrannalöndunum. Sumum mun finnast sem bóka- útgáfa hins aldna félags sé held- ur með rýrara móti að vöxtum í ár en oft áður, að minnst kosti hygg ég að Annálanna verði saknað af mörgum, en þeir cru tvímælalaust eitt af vinsælustu ritum, sem félagið hefur gefið út. — eins brosa góðlátlega að klaufa- legum tilburðum lítilmenna til þess að vega að hinu aldna skáldi. Undanfarið hafa verið talsverð- ar umræður um Hamsun og mál hans heima í Noregi, og sú skoð- un mun yfirleitt vera ofan á nú, að full hvatskeytslega hafi verið að farið gegn Hamsun og -fjöl- skyldu hans í hita stríðslokanra, en þar má virða löndum hans margt til vorkunnar, eins og á stóð, þó að því fari aaðvitað víðs fjarri, að slíkar afsakanir nái til íslenzkra aurkastara. Bók Tore Hamsun: Knut Ham- sun — min far kom út árið 1952. Það er ævisaga Hamsuns frá upp- vextinum í Nordland og til þess er hann andaðist á heimili sínu, . 1 TVÆR BÆKUR UM KNUT HAMSUN Bókabúð Æskunnar og fleiri bókaverzlanir hafa undanfarið haft á boðstólum tvær merkar bækur um Knut Hamsun; önnur j er eftir son hans, Tore Hamsun, j en hin er samin af ekkju hans. j Báðar þessar bækur eru stór merkar, hvor á sinn hátt, og gefa ágæta vitneskju u.m líf stór- skáldsins frá því er hann stóð í fullu fjöri og til elliáranna. þeg- ar það varð hlutskipti hars, að þræða hinn þyrnum stráða veg píslargöngunnar, vegna stjórn- málaskoðana sinna. > Taísvert hefur verið um Ham- sun rætt hér á landi s'ðan styrj- öldinni lauk, en fæst af því hef- ur verið á þann veg, að það verði talið þeim, sem hlut eiga að máli, i til sæmdarauka. Vir flest af því mótað af smeðjulegum pólitísk- um áróðri, rétt eins og skriffinn- ar þeir, sem um hann rituðu eða ræddu í útvarpi, hafi vænzt ein- j hverra beinna eða óbeinna launa fyrir, sem þó mun hafa brugð- izt! — En allt þetta er nú umliðið og eftirtímmn mun að- Nörholm við Grimstad þ. 19. febrúar 1952 á 93. aldursári. Ævi- sagan er rakin á svipaðan hátt og aðrar ævisögur skaldsins, sem áður hafa verið samdar, en inn á milli er brugðið npp myndum af skáldinu heima íyrir, viðhorf- um hans og háttum og öðru því, sem aðeins hans nánustu gátu vitað, en það gefur ævisögunm stóraukið gildi vegna þeirrar mannlýsingar, sem hún hefur að geyma. Bókin er rituð af sonar- legri alúð og hlýju, en það virð- ist á engan hátt freista höfund- arins til þess að draga fjöður yfir neitt sem miður fór, eða beita hludrægni. Kemur það gleggst í ljós í lokakaflanum, þar sem fjallað er um málarekstur- inn gegn Hamsun. Frásögnin af þeim atburðum er öll hófleg, jafn vel óþarflega, að manni virðist, því að þannig var að þessum málum unnið, að lítil ástæða virð ist til að taka á framferði ákæru- valdsins með silkihönzltum, svo sem hinum alræmda úrskurði sálfræðingsins um andlegt ásig- komulag Hamsuns, sem nær há- marki í þeim dómi, að Harnsun væri „en person med varigt svækkede sjelsevner", en eins og kunnugt er svaraði Hamsun sjálf- ur þeim dómi með bókinni „Paa gjengrodde stier“ með þeim ávangri, að úrskurður prófessors- ins varð að athlægi. Þessi síðasta bók Hamsuns kom út í ísl. þýð- ingu síðasíl. ár. Að dómi flestra, sem um bókir.a hafa skrifað, stendur ‘hún að ýmsu leyti jafn- fætis því bezta sem eftir skáldið liggur, og útkoma hennar var talin stórviðburður, Aður hafa komið út ítarlegar bæku.r um Hamsun og skáldskap hans. Ég man í svipinn eftir riti Einars Slravlan, sem kom út á árunum eftir 1930. En þó er margt nýtt að finna í bók Tore Ham- suns. Sérstaklega ma benda á lokakaflann, um síðustu tíu ævi- ár skáldsins, en atburðir þessara ára eru minnzt kunnir hér, vegna þess pólitíska moldviðris, sem þyrlað var upp um pá. Verður það þá ekki nánar rakið hér, en benda má á tvær staðreyndir, sem varpa skýru ljósi yfir þessa hluti, það fyrst, að Hamsun var dæmd- ur við héraðsréttinn í Grimstad gegn atkvæði hins eina lögfræð- ings, sem í dóminum sat, en hann taldi ekki sannað, að Hamsun hefði verið meðlimur Nasjonal Samling, en það var refsivert. samkv. úrskurði stjórnarvald- anna. Aftur á móti fundu leik- menn þeir (ekki lögfræðingar), sem í dóminum sátu, ekkert at- hugavert við að kveða upp sekt- ardóm yfir skáldinu, sem varð tíl þess að hann missti eigur sín- ar. Hin staðreyndin er, að dóms- uppkvaðningin, sem var opinber, fór fram án áheyrenda að blaða- mönnum undanteknum, því að j fólkið í byggðinni mætti alls ekki j til þess að hlusta á dóminn, svo vinsæll var Hamsun í héraðinu. Síðar staðfesti hæstiréttur dóm þennan, en Gyldendals forlag hljóp þá undir þagga með skáld- inu og veitti honum ián, svo að hann gat haldið Norholm, bú- garði sínum, þar sem hann hafði átt heima í meira en fjörutíu ár. Það var drengskaparbragð sem bókmenntasagan mun lengi m:nn- ast. í línum þessum hefur ekki ver- ið ætlunin að rekja ástæðurnar íil þess að Hamsun varð svo hart útj í upplausn eftirstríðsáranna, enda eru þær víst flestum kunn- ar, og heldur ekkert einsdæmi í sögunni. Hins má geta, að Ham- sun var aldrei neinn tækifæris- sinni og hélt sínu stryki hver sem í hlut átti, svo sem hið fræga samtal hans við Hitler ber Ijósast vitni um. — Hitt var mein- ingin með þessum orðum, að benda mönnum á góða bók, sem vel er þess verð að vera lesin, einnig hér á landi. Auk þess sem hún er skemmtileg, veitir hún margvíslega fræðslu um þætti í lífi skáldsins, sem bregður nýju Ijósi yfir margt í verkum hans. Ekkja Knut Hamsuns, Marie Hamsun, er kunnur rithöfundur, því að hún hefur skrifað nokkr- ar unglingabækur, sem hafa náð vinsældum í Noregi og víðar. En með bók sinni Regnbuen, sem kom út síðastliðið haust og náði strax geysmiklum vinsældum,1 hefur hún tryggt sér öruggan sess í bókmenntasögunni. „Regn- ! boginn“ er sagan um samlíf þeirra Hamsuns, sett fram í út-' dráttum úr bréfum. Marie Ham- j sun var ung leikkona, þegar fundum þeirra Hamsuns bar fyrst1 saman. Hann var þá iyrir löngu orðinn víðfrægur rithöfundur. I Hún hafði ætlað sér að helga sig leiklistinni, en það fór á aðra lund, því að hún mætti mjög tak- mörkuðum skilningi hjá Hamsun á þessari grein listarinnar, enda þótt hann skrifaði leikrit sjálf- ur, sem voru víða sýnd. Það væri þýðingarlaust að ætla sér að gera tilraun til að rekja efni þessarar bókar. Hún er svo full af lýsingum á smá- atriðum, sem hvert um sig euka J við heildarmynd skáldsins, að j slíkt myndi aðeins verða svipur hjá sjón. Það kemur hér fram,1 að Hamsun hefur verið heima- j kær maður og mjög frábitinn öllu | opinberu vafstri, að minnsta kosti ■ efíir að hann fór að reskjast. j Jafnvel það, að verða að konaa' opinberlega fram í sambandi við afhendingu Nobelsverðlaunanna, kom svo óþægilega við hann, að hinir sænsku vinir hans, Albert Engström, skopteiknarinn frægi, og fleiri, urðu að stappa í hann stálinu. En við þetta tækifæri hélt Hamsun ógleymanlega ræðu, þar sem hann hyllti æskuna. Hamsun var fyrst og fremst tals- maður æskunnar í verkum sín- um. , ii i.i.a.1* Það hefur ekki ætíð verið vandalaust að vera húsmóðir á heimili skáldsins, og erfitt að komast hjá árekstrum. Auk þess sem hann um langt árabil sendi frá sér hvert snilldarverkið á fætur öðru, lagði hann stund á margt annað, en landbúnaður var, næst eftir skáldskapnum, að- al-áhugaefni hans. Kemur það víða fram, að hann vildi helzt láta skoða sig bónda. I bók Marie Hamsun finnast fjölmargar upplýsingar um verk Hamsuns og vinnuaðferð meðan hann var að semja þau. Hann átti oft mjög erfitt með að koma sér af stað, og þá hvíldi á húsmóð- urinni að sjá um, að hann væri ekki truflaður. Veittist það oft erfitt, eins og sjá má á frásögn -hennar. Stundum fór hann að' heiman og dvaldi þá langdvölum á einhverju afskekktu hóteli og lét konu sína annast búskapinn á meðan. En hann fylgdist alltaf mjög vel með öllu heima. Frú Hamsun rekur söguna ó- slitið um meira en fjörutíu ára skeið, að árunum 1940—1949 und- anskildum, en um það tímabil mun hún hafa skrifaö sérstaka bók, sem ekki er þó komin út ennþá. Þeirrar bókar verður án efa biðið með mikilli eftirvænt- ingu, þar sem hún mun fjalla um málareksturinn gegn Hamsun og meðferð þá, sem frú Hamsun sjálf varð að þola. Þessi endurminningabók er skemmtilega skrifuð og ótrúlega fjölþætt. Enda þótt hún að sjálf- sögðu fjalli aðallega um Hamsun, koma þó margir aðrir við sögu, og einnig er þar að finna skemmtilegar frásagnir af lífi listamanna í höfuðborgum Norð- urlanda um langt skeið. Það er því ekkert undarlegt, þótt hún yrði ein af metsölubókunum á norska bókamarkaðinum síðast- liðið ár. ÞÝDDAR SKÁLDSGGUR Finnskar bókmenntir eru tals- vert kunnar hér á landi bæði af þýðingum eftir einstaka höfunda og ritgerðum um finnskar bók- menptir. Allir þekkja 8ögur her- læknisins eftir Topelius í þýðingu Matthíasar, og ýmsar barnabæk- ur eftir sama höfund. Nobelsverð- launahöfundurinn Sillenpá er einnig þekktur hér í þýðingum. Fróðlegar ritgerðir um finnskar bókmenntir komu í Eimreiðinni á sínum tíma, en á síðustu ára- tugum hafa risið upp mörg ágæt skáld meðal Finna, og eitt þeirra er skáldsagnahöfundurinn Mika Waltari, en eftir hann er skáld- sagan Egyptinn, sem Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gaf út í þýðingu Björns O. Björns- sonar. Mika Waltari er einn af fræg- ustu skáldsagnahöfundum Finna, sem nú er uppi. Hann er fædd- ur í Helsingfors árið 1908. Að. loknu háskólaprófi gerðist hann blaðamaður og tók jafnhliða að skrifa skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann samdi kvikmynda- handrit. Hann hefur samið nokkrar leynilögreglusögur, og þykir standa framarlega í hópi þsirra, sem slíkar bækur skrifa. En vinsældir sínar á hann aðal- lega að þakka hinum stóru sögu- legu skáldsögum sínum. Þær eru margar með blæ ævintýrisins, skrlfaðar í hinum hefðbundna skáldsagnastíl, þar sem heimild- um um aldaranda og niðurstöðum fornfræði- og sögurannsókna er nákvæmlega fylgt. Flestar af skáldsögum hans túlka löngu liðna viðburði í ljósi samtímans og hafa þannig „aktuelt" gildi. Af sögulegum skáldsögum eftir hann mun „Egyptinn“ vera þekkt ust. Hún hefur komið á fjölda tungumála og hefur hvarvetna hlotið hinar beztu viðcökur Hún gerist á umrótstímum um 1400 Frh. á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.