Morgunblaðið - 28.10.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. okt. 1954
morgunblaðið
27
Neytendur
Frh. af bls. 25.
LAUSNIN í ÞÝZKALANDI
Það er ekki aðeins hér á landi,
sem þetta vandamál er og hefur
verið á döfinni. Mjög víða er-
lendis hefur málið verið1 leyst
með hliðsjón af þörfum neytend-
anna, sem einmitt á að þjóna. En
t. d. á Norðurlöndum hefur
skammsýnt sérhagsmunasjónar-
mið afgreiðslufólks sums staðar
náð langt, þótt sú laugardagslok-
un, sem hér er farið fram á nú,
hafi hvergi verið innleidd.
í Þýzkalandi hefur ríkisstjórn-
in nýlega lagt fram tillögur um
afgreiðslutíma sölubúða fvrir
þingið, og eru þær á þá lund, að
allar smásöluverzlanir verði lok-
aðar eftir hádegi á miðvikudög-
um, en að öðru leyti eiga þær að j
vera opnar frá kl. 8—19. Ýmsar
sérreglur gilda svo fyrir rakara,
söluturna og matvörubúðir, sem
selja vörur, sem hætta er á að
skemmist. Ríkisstjórnin hafnaði
algerlega laugardagslokuninni,
þar sem mikill fjöldi neytenda
notar einmitt þann tíma til inn-
kaupa. Ekki var heldur orðið við
þeirri ósk verzlunarfólks, að búð-
um yrði lokað fyrir hádegi á
mánudögum í stað eftir hádegi á
laugardögum. Af meðferð málsins
í Þýzkalandi má margt læra hér,
því að kjarni vandamálsins er
nákvæmlega sá sami.
TILLÖGUK NEYTENDA-
SAMTAKANNA ______
Neytendasamtökin lögðu fram
tillögur sínar um þetta mál ný-
lega, svo sem kunnugt er. Bentu
þau á leið, þar sem neytendur
geta verzlað lengur en nú er, um
leið og vinnutími verzlunarfólks
styttist. Skyldu matvöruverzlan-
ir skiptast á að hafa opið eftir
almennan lokunartíma, en aðrar
verzlanir hafa opið milli kl. 8 og
10 að kvöldi einu sinni í mánuði.
I staðinn lögðu neytendur það á
sig að eiga lengra í matvöruverzl-
anir að sækja þann tíma, sem
hinn almenni afgreiðslutími
styttist, þ. e. á laugardögum kl.
2—4, og 8 laugardagstíma myndu
þeir láta á mánuði fyrir 2 kvöld-
tíma, hvað aðrar verzlanir snerti
Margir hafa látið í ljós þá skoð-
un sína við mig, að Neytendasam-
tökin hafi verið of væg fyrir
hönd neytenda, en því er til að
svara, að þau vildu fyrst og
fremst benda á nýja leið, þar sem
tillit væri tekið til beggja aðila.
Sú stefna, að elta hagsmunabar-
áttu annarra stétta í þjóðfélaginu
nákvæmlega upp á klukkustund,
bendir til mikiis vanmats á því
merkilega hlutverki, sem verzl-
unarstéttin vinnur í þjóðfélaginu.
MERGUKINN MÁLSINS
Eins og ég gat, um í upphafi,
voru fyrst settar reglur um lok-
unartíma sölubúða til þess að
vernda afgreiðslufólkið gegn ó-
hæfilega löngum vinnudegi. Og
fyrstu takmarkanirnar skertu
ekki að neinu teljandi marki hags
muni neytenda. En frá þessum
tíma er það komið, að vinnutími
afgreiðslufólks og verzlunartími
fylgist að. Neytendasamtökin
hafa bent á þá leið að aðskilja
þetta tvennt, áður en í fullkomið
óefni væri komið, og það er ekki
síður í þágu verzlunarfólks.
Hagsmunabarátta þess ætti ein-
mitt að ganga betur, þegar hún
beinist ekki gegn hinum almenna
verzlunartíma, gegn þjónustunni
við almenning.
Og mergurinn málsins er sá, að
þeir aðilar, sem nú semja um af-
greiðslutíma eða lokunartíma
sölubúða, launþegadeild Verzl-
unarmannafélags Reykjavíkur og
Samband smásöluverzlana, eru
ekki bærir um það. Þeirra á að
vera að semja um kaup og kjör.
Það er hið opinbera, sem á að
ákveða hitt, hvenær verzlanir
skuli opnar, því að það er mál,
sem snertir daglegt líf borgar-
anna og vörudreifinguna í þjóð-
félaginu.
Sveinn Ásgeirsson.
— Kolanáma \
Frh. af bls. 22.
Karl verkstjóra hrópa: Setjið.,
ðjíu á mótorinn! — Einhver s.yar-
aði uppi og sagðist skyldi gera
það. Og þarna stóðum við, sum-
ir kveiktu sér í sígarettu og okk-
ur fannst birtar. frá logandi eld-
spýtunni vera ótrúlega mikil.
Það glytti í rauðglóandi punkta
hér og þar, að öðru leiti var
kolniðamyrkur. Innan skamms
kviknuðu ljósin aftur og a. m. k.
ég varp öndinni léttar.
KOLALÖGIN 4LLT AÐ
ZV2 M Á ÞYKKT
Kolalögin í námunni eru frá
60 cm á þykkt og allt upp í 250
cm. Þau liggja nokkuð misjafn-
lega þykkt í tveimur lögum og
halla niður á við inn í landi, eins
og fyrr segir. Ákveðið hefur ver-
ið að grafa 135 m inn í landið,
en þar kemur brotalína og mis-
sig fyrir innan línuna og kola-
lögin talsvert neðar bar.
Nú höfum við lokið við að
skoða námuna og mannvirki þau,
sem í kringum hana eru og fór-
um þaðan til starfsmannaskál-
ans. Hann er ekki mjög stór, en
hentugur og ákaflega snyrtilega
um hann gengið. Þar ráða tvær
ungar stúlkur húsum og er önnur
þeirra dóttir Karls verkstjóra.
Síðar um kvöldið var ekið til
gististaðar okkar að Fagradal,
þar sem við nutum einstakrar
rausnar í veitingum og þægileg-
ar hvílur. •
En þarna á Skarðsströndinni
er að myndast vísir að athyglis- f
verðri atvinnugrein hérlendis, ’
sem vissulega virðist eiga fram-
tíð fyrir sér. Við kolavinnsluna
skapast mikill gjaldeyrissparnað-
ur fyrir þjóðarbúið og á Harald-
ur Guðmundsson frá Háeyri, en
hann var aðalhvatamaður að
stofnun hlutafélagsins Kol, mikl-
ar þakkir skyldar fyrir fram
sýni sína og dugnað. — ht.
Bonniers-útgáfufyrirtækið 150 ára
Frh. af bls. 26.
árum fyrir Krists fæðingu og
margt af því, sem hún greinir
frá, getur alveg eins átt við okk-
ar tíma. Sagan er stórbrotin og
spennandi um leið og hún lýs-
ir vel lífi og háttum þess fólks,
sem átti heima í löndunum við
austanvert Miðjarðarhaf. Þýð-
ingin virðist vel af hendi leyst.
Önnur merk þýðing kom út á
árinu sem leið, en það eru tvö
fyrstu bindin af skáldsögu Leo
Tolstojs, Stríð og friður. Af
stærri sögum Tolstojs hafa áður
komið í ísl. þýðingu Kósakkarnir
og hin mikla skáldsaga Anna
Karenina, sem kom út á vegum
Menningarsjóðs fyrir nokkrum
árum. Það er Menningar- og
fræðslusamband alþýðu, sem eef-
ur út Stríð og frið, en Leifur
Haraldsson hefur þýtt og gert
það vel. Stríð og friöur er af
mörgum talið höfuðrit hins mikla
rússneska sjjáldsagnahöfundar.
Hún gerist á dögum Napoleons-
styrjaldanna og lýsir ástandinu
í Rússlandi á þeim sögulegu
tímum.
Það er vel farið, er útgefendur
leggja áherzlu á að kynna ís-
lenzkum lesendum höfuðrit
heimsbókmenntanna og þyrfti að
gera meira að því en gert hefur
verið undanfarin ár. Þorsteinn
Gíslason hafði forgöngu í því á
sínum tíma er hann sendi út
hvert öndvegisritið á fætur öðru,
svo sem Vesalingana eftir Victor
Hugo, Glæp og refsing eftir
Dostojewsky og margt fleira.
Jón Björnsson.
MÁLELUTNINGS-
SKRIFSTDFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Péturgson
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími:
kl. 10—12 og 1—5.
FrhT af bls. 17
hann brátt að skipta um stöðu og
taka til við þann örugga atvinnu-
veg, bóksölu, í stað hinnar á-
hættusömu frönskukennslu.
En samt sem áður steig Bonni-
er all djarft skref í þetta sinn,
því um aldamótin 1800 var eng-
inn hörgull á bókaverzlunum í
Kaupmannahöfn. Þær voru
hvorki meira né minna en 15
talsins, í Klarebodeme var Sören
Gyldendal fyrir með sína verzl-
un, við Börsen var I. H. Schu-
bothe og Gottl. Proft. f Antoni-
stræde var Simon Peder Poulsen,
og loks skal drepið á Háskóla-
bóksalann Fredrik Brummer, og
hafa þá aðeins þeir helztu verið
nefndir.
En Gerhard Bonnier hefur
hlotið að vera einbeittur ungur
maður, sem vissi hvað hann vildi
og hvert stefndi. 1804 keypti hann
bókasafn, sem hann leigði síðan
út gegn vægu verði. Það safn
jók hann og bætti um marga
hluti og aílaði sér sérstaklega
fjölmargra erlendra bóka, og
kom honum þar málakunnátta
hans í góðar þarfir Á þessum ár-
um var það algengt umkvört-
unarefni manna, hve langan tíma
það tók að fá nýjar bækur frá
útlöndum. Póstur frá Kaup-
mannahöfn til Altona í Þýzka-
landi var aðeins einu sinni í viku
og þrjá daga tók póstferðin.
★ LEIGUBÓKASAFN
BONNIERS
Bonnier tókst að afla sér
margra, góðra erlendra bóka, að-
sóknin að verzlun hans jókst
jafnt og þétt og margir af kunn-
ustu mönnum borgarinnar komu
þangað. Næsta vor flutti hann
„vísindabókasafn“ sitt í Krón-
prinsgötu 33, þar sem hann var
búsettur til 1833.
í „Den Berlingske Avis“ kom
þessi auglýsing þá um haustið:
„Leigubókasafn G. Bonniers.
Vér lánum út að jafnaði dansk-
ar, þýðverskar, franskar, enskar
og nokkrar ítalskar bækur að
auki. Bókanna fjöldi, sem eftir
aldamótin 1800 hefur allmjög
aukizt, telzt nú á að gizka 12.000
bindi, og mun í náinni framtíð
aukast um 1.200, hverjar verða1
útlánaðar sömuleiðis til allra, er j
hafa vilja. Og án þess að lofa
alþýðu manna gulli og grænum ■
skógum, segjum vér, að oss muni j
væntanlega takast að útvega:
flestar bækur og fullnægja sann- |
gjörnum óskum og réttlátum
kröfum lesenda vorra.
G. Bonnier".
★
Eftir því, sem árin liðu, jókst
bóksalan jafnt og þétt og þá fór
Bonnier að velta því fyrir sér,
hvort ekki væri skynsamlegt að
stofna sitt eigið bókaútgáfufyrir-
tæki. Fyrsta bókin, sem ber út-
gáfuheiti Bonniers á titilblaði
sínu var lítið kver, sem nefndist:
„Sannar og furðulegar sakamála-
sögur, eftir Kr. Henr. Spiesz,
þýddar af L. A. Hjorth, kandidat
í guðfræði og yfirkennara við
handverksskóla sjóhersins."
Sú bók var prentuð þegar árið
1804. Næstu ár gaf Bonnier út
stórt safn gamansagna, sem út
kom í mánaðarheftum og safnaði
sögunum próf. Rahbek.
Seinna tókst samvinna með
Bonnier og einum af brautryðj-
endum norrænnar samvinnu,
Jens Kragh Höst, sagnfræðingi,
en Bonnier gaf út bók hans,
„Útsjón yfir sögu föðurlands-
ins.“
Höst skýrir sjálfur svo frá, að
sú bók hafi hlotið ágætar við-
tökur og hafi hún verið gefin út
í annarri útgáfu fjórum árum
seinna.
bókasölu. Hann var jafnan nefnd-
ur „stiginn hans Bonniers"-, en
Reitzel var ungur maður og
óvenju hávaxinn.
A4
« e * f * f t t t.
» í »
'wm
# '&>*•. tiia* -##4%
krónur fyrir sænsk skáld og rit-
höfunda og stofnaði jafnframt
1912 prófessorsstól í bókmennta-
sögu við Stokkhólmsháskóla, á
kostnað fyrirtækisins.
★
Slíkur hefur verið vöxtur og
viðgangur stærsta útgáfufyrir-
tækisins á Norðurlöndum í eina
og hálfa öld. Ekki mun það hvað
sízt eiga sinn þátt í vexti þess,
hve eigendurnir, gamli Gerhard
Bonnier, synir hans og sonarsyn-
ir, hafa gert sér far um að vinna
að menningarefnum jafnhliða
fjársýslunni og gert sér það full-
ljóst, að velgengni bókafyrir-
tækisins er ekki aðeins undir ver-
aldarauð komin, heldur og menn-
ingarstarfi þess.
4 H’Á-Vrj-triK
afi'TíwÁHT* 'jBTSÍAj*
liiisiIS&ÍH-jsk' „■ MI
Forsíðan á dagblaði Bonniers,
Dagsposten 1816.
Bonnier var hinsvegar lágvax-
inn maður og í hvert sinn, sem
fara þurfti í efstu hillu eftir bók,
kallaði hann á Reitzel. Annar
af lærlingum Bonniers var P. G.
Fhilipsen, sem síðar varð einn
af þekktustu bókaútgefendum í
Danmörku.
Árið 1814 var bókaverzlun og
bókasafn Bonniers orðið eitt hið
stærsta og vinsælasta í allri borg-
inni. Um þessar mundir keypti
hann sér hús í Store Kiöbmager-
gade og rak þar fyrirtæki sitt
fram til ársins 1821.
★ DAGBLAÐ GEFIÐ ÚT
Fjórtán ára gamall fékk C. A.
Reitzel stöðu í bókaverzlun
Bonniers, en hann varð síðar
einn af stærstu bóksölum Dan-
merkur á fyrra helmingi 18. ald-
ar. Þar starfaði hann til 1814,
þegar hann setti á stofn eigin
Nafnspjald G. Bonniers.
En Bonnier hugsaði lengra en
aðeins til bóksölunnar. Eitt af
því, sem hann tók sér lyrir hend-
ur var að gefa út dagblað. Um
nýjárið 1816 stofnaði hann blaðið
og ritstjóri þess varð Jens Kragh
Höst. Blaðið nefndist Dagsposten,
og var lítið að broti, og fjórar
síður að stærð, en það var venju-
legast um dagblöðin á þeim
dögum.
í endurminningum sínum skýr-
ir Höst svo frá, að blaðið hafi,
verið lesið og virt fyrir fréttir (
sínar fyrst og fremst, og þá ekki
síður ýmsar sögulegar greinar,
sem þá skorti í dönsku blöðun- j
um.
Dagsposten kom út reglulega
um tveggja ára skeið, að tveim
dögum undanskildum, en þá var
ritstjórinn veikur.
★ HALLAR UNDAN FÆTI
Um 1820 fór að halla heldur
undan f æti fyrir atvinnurekstri
Bonniers og elzti sonur hans, j
Adolf, ákvað þá að halda úr landi i
yfir til Svíþjóðar og freista gæf- !
unnar þar, í nýju landi eins og !
faðir hans. Árið 1827 opnaði hann
i Gautaborg fyrstu sænsku bóka- j
verzlunina, sem bar nafnið
Bonnier. Þar starfaði Adolf þar
til árið 1832, að hann fluttist bú-
ferlum til Stokkhólms og öðlað-
ist þar brátt stóran og mikinn
kunningja- og viðskiptamanna-1
hóp. Hann reyndi og lítilsháttar
fyrir sér í bókaútgáfu, en gekk
heldur treglega.
Það var ekki fyrr en yngri
bróðir hans, Albert (1820—1900),
tók við stjórn fyrirtækisins, að
vegur þess og virðing óx mjög
og það varð hin traustasta fé-
sýslu- og menningarstofnun. —
Bonniers varð stærsta útgáfufyr-
irtækið í Svíþjóð og gaf út rit-
verk eftir frægustu og beztu rit-
höfunda landsins, svo sem Ryd-
berg, Strindberg o. fl.
Sonur Alberts nefndist Karl
Otto (1856—1941) og óx fyrir-
tækið enn í höndum hans og
blómgaðist. 1901 stofnaði hann
styrktarsjóð að upphæð 150.000
— Hollandsbréf
Frh. af bls. 19.
skeið verið starfrækt Helipopter
flugstöð, sem hefir reynzt með
ágætum. Hið sama er að segja
um Maastricht. 70 þús. íbúa borg,
sem stendur milli Brússel og Köln
og á næsta ári verður endanlega
gengið frá Helipopter stöð í
Amsterdam. — Önnur lausn á
umferðarvandamálinu? Eða að-
eins erfiðleikar íil viðbótar?
★ ★
Búast má við, að umferðin
verði mikið vandamál í Rotter-
dag n. k. sumar, en á tímabilinu
18. maí til 30. september á að
standa þar yfir risavaxin Hol-
landssýning, þar sem til sýnis
verður öll hollenzk framleiðsla.
Sýningin verður kölluð „E 55“,
sem stendur fyrir „Energy 1955“.
Aðalhugmyndin að baki sýning-
arinnar er sú, að bregða upp
mynd af uppbyggingarstarfi Hol-
lendinga á síðastliðnum 10 árum.
Sýningarsvæðið verður feykilega
víðáttumikið: 35,000 fermetrar
undir þaki og aðrir 50,000 ferm.
undir beru lofti. Þar verða sér-
stakar sýningardeildir fyrir land-
búnað, efnafræði- og rafmagns-
iðnað, skipasmíði, vélsmíði, flug-
vélaiðnað, flutningstæki, trygg-
ingastarfsemi og banka, land-
aukningu, heilbrigðismál, listir,
menntun og menningarlíf o. 6.
frv.
★ ★
Sýnt verður og skýrt nákvæm-
lega, hvernig framkvæmd er upp-
þurrkun Suðursjávarins, sem áð-
ur hefir verið getið sem og hin
umfangsmikla og erfiða endur-
reisn eftir flóðin óskaplegu vetur-
inn 1953.
Með þessari sýningu er í mikið
ráðizt svo að auðsætt er, að hún.
mun kosta stórfé í framkvæmd-
inni. Um 20 milljónum króna
mun varið til bvgginganna einna,
sem til sýningarinnar þarf. Um
40% af þeim kostnaði verður
greiddur af félögum þeim og
fyrirtækjum, sem þátt taka í
henni, hinn hlutinn verður að
koma frá sýningargestum. Áætl-
að er, að urn 3 milljónir manna
muni koma á „E 55“, bæði Hol-
lendingar og aðrir, og nemur það
því, að aðgangseyrir verði sem
svarar fjórum ísl. kórnum, sem
segja má að sé furðu lágt, eftir
því sem vonir standa til um fjöl-
breytni og mikilvægi þessarar
Hollandssýningar. — Þeim íslend
ingum sem kynnu að leggja
þangað leið sína myndi ég með
ánægju veita alla þá hjálp og
fyrirgreiðslu, sem í mínu valdi
stendur. — Það væri aðeins lítið
endurgjald fyrir hinar góðu við-
tökur, sem við fengum á íslandi.
Hilversum, í okt. 1954.
1>Í0K ARltlll jÍDHSSOM
LÖGGILTUR SK.JÁLAÞTDAND1
• OG DÖMT0LK.UR I éNSKU •
SIZSJDBVOLI ~ simi 81S55