Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 10.11.1954, Síða 1
16 sídus 41. árgangur. 258. tbl. — Miðvikudagur 10. nóvember 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsin*. Elí/abet ekkjudrottning af Englandi og Konrad Adenauer, ríkis- kanslari Vestur-Þýzkalands, voru meðal margra frægra manna og kvenna, cr útnefnd voru heiðursdoktorar við Columbía-háskólann í New York í tilefni af 200 ára afmæli stofnunarinnar. Með þeim er á myndinni dr. Grayson Kirk, rektor háskólans. Rússtim boðin samvinna um kjarnorkumál NEW YORK, 9. nóv_Reuter. IUMR/EÐUM stjórnmálanefndar SÞ í dag um stofnsetningu alþjóða kjarnorkustöðvar, lagði fulltrúi Kanada fram til tillögu fyrir hönd þeirra þjóða, er nú vinna að stofnsetningu slíkrar stöðv- ar, að Ráðstjórnarríkjunum yrði boðin þátttaka í slíkri fram- kvæmd. Lagði fulltrúinn til, að Ráðstjórnarrikin yrðu meðal þeirra sjö landa, er aðalritari SÞ ráðfærði sig við í sambandi við að kalla saman næsta sumar alþjóða þing um vísindaleg efni. Er þetta tilraun til að fá Rússa til samvinnu um þessi efni. Útlitið versnar fyrir að franska þingið samþykki varnarsamninga Jules Moch hafnar að vera framsögumaður H ÆTTULEG snurða hefur hlaupið á þráðinn hjá Mendés-France og er hætt við að taki lengri tíma að fá franska þingið til að samþykkja Parísar-samningana um aðild Þjóðverja að vörn- um Vestur-Evrópu. að málið dragist nokkuð á lang- inn. JULES MOCH KOSINN — EN HAFNAR Utanríkismálanefnd franska -ár þingsins kaus jafnaðarmanninnj Jules Moch með 21 atkv. gegn Það hefur ekki vakið litla at- 9 til að hafa á hendi framsögu hygli, að rússneski sendiherr- nefndarinnar í þessu máli. i ann í París, Sergei Vinogradov, Moch dvelzt nú í New York gekk á fund forseta franska sem fulltrúi Frakka á þingi SÞ. þingsins, André le Troquer og Mendes íær traust enn einu sinni Var honum sent skeyti um út- nefninguna. Skömmu síðar kom svarskeyti frá honum, þar sem hann hafnaði því afdráttarlaust að taka að sér framsögu máls- ins. ATTI SOK A FALLI EVRÓPUIIERSINS Jules Moch er jafnaðarmaður og tilheyrir þeim armi flokks- ins sem var fjandsamlegur Ev- rópuhernum. Er sagt að enginn einn maður hafi átt eins mikla sök á falli Evrópuhersins og hann. Hefur hann lýst yfir mót- spyrnu sinni við þýzka endur- hervæðingu í hvaða mynd sem er. Franska þingið verður nú að kjósa nýjan framsögumann, en mótspyrna Mochs sýnir að ekki eru allir ánægðir með niðurstöð- ur Parísarsamninganna og er fyrirsjáanlegt, ef jafnaðarmenn standa ekki óskiptir með þeim, ★ PARÍS, 9. nóv. — Mendes France, forsætisráðherra Frakk- lands, hlaut í dag enn einu sinni traustsyfirlýsingu franska þings- ins. Féllu atkvæðin 320 gegn 207, 99 þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluii... Krafðist Men- des-France truastsyfirlýsingar um, hvort ekki bæri að afgreiða afhenti sem a^ra skjótast frumvarp til Gaston Monnerville og _________ , ... þeim skilaboð frá Malenkov, þar j fjaHaga næsta ars, er fjarmala- sem þingforsetum og nefnd ráðherann hafði lagt fram. franskra þingmanna er boðið í Á ®.l. föstudag hafði fjármála- opinbera heimsókn til Moskva. I nefnd franska þingsins gagnrýnt Þingforsetarnir höfnuðu ekki harðlega fjárveitingar til póst- boðinu, en töldu að förin yrði mála og neitað að samþykkja eða að minnsta kosti aldrei farin jafnvel ræða þær ásamt nokkr- fyrr en þingið hefði samþykkt um öðrum atriðum fjárlagafrum- Parísarsamningana. I varpsins. Þjóbveldisflokkurinn vann sigur í færeysku kosningunum Hann vill fullan aðskilnað frá Dönum. l+andaríkjamenn ákveða að byggja atómrafstöð í Thule á Grœnlandi H KAUPMANNAHÖFN, 9. nóv. — Einkaskeyti frá Páli Jónsssyni. INN róttæki Þjóðveldisflokkur vann sigur í kosningunum í Færeyjum og er hann nú að atkvæðamagni annar stærsti flokkur Færeyja. Kosningar til Lögþingsins færeyska fóru fram á sunnu- daginn. Úrslitin urðu þau að Sambandsflokkurinn hlaut 7 þingsæti, sem er óbreytt. — Fólkaflokkurinn fékk 6 þing- sæti, tapaði 2, Þjóðveldis- Eldsneytisþörf talin 5 kg. af úraníum á ári til að fullnœgja allri raforku- þörf stöðvarinnar BANDARÍKJAMENN ætla að koma sér upp raforkuveri, sem er knúið atómkrafti, í bækistöð sinni í Thule á Norð- ur-Grænlandi. James Lampert, yfirmaður stofnunar þeirrar er vinnur að rannsóknum á atómorku til notkunar í iðnaði, upp- lýsti þetta nýlega á fundi með blaðamönnum í New York. Eins og kunnugt er hefur þeg- ar tekið til starfa í Bandaríkj- unum ein stór rafmagnsstöð, sem framleiðir rafmagn með atóm- krafti og fær 50 þúsund manna bær alla raforku sína frá þess- ari stöð. if RAFSTÖÐ í KULDUM HEIMSKAUTALANDA Atomorkustofnunin Hefur þegar látið hefja rannsóknir á því hvernig heppilegast sé að hafa atómrafstöð, sem geti starf- að í hinum miklu kuldum heim- skautslandanna. Ástæðan til þess að bækistöð- in í Thule hefur orðið fyrir val- inu, er hin sívaxandi raforkuþörf bækistöðvarinnar. Sjá þarf fjölda radar-tækja og véla fyrir rafmagni og mikla orku þarf til að hita og lýsa upp híbýli manna í heimskautsnóttinni löngu. KOSTNAÐUR MIKILL VIÐ OLÍUFLUTNINGA Þar norður frá er þýðingar- laust að ætla sér að virkja fallvötn, því að þau eru gadd- frosin mestan hluta árs. — Vaxandi raforkuþörf hefur valdið því, að tugir voldugra olíuflutningaskipa hafa orðið að fikra sig upp hina ótryggu leið og geta átt á hættu að lenda í hafbönnum. Kostn- aður við þessa olíuflutninga er gífurlegur og sívaxandi. Er talið kostnaðarminna að flytja norður til Thule eina atómrafstöð, sem getur séð fyrir öllum raforkuþörfum staðarins. Eldsneytisþörf slíkr ar rafstöðvar er talin vera um 5 kg af úraníum á ári. Gagnger herferð Frakka gegn skæruliðum I BATNA, ALGIER, 9. nóv. — Einkaskeyti frá Reuter. MORGUNSÁRIÐ hófu franskar fallhlífarhersveitir og liðs- sveitir útlendingaherdeildarinnar gagngerar hernaðaraðgerðir gegn skæruliðunum, er búið hafa um sig í Aures-fjöllunm. Hafa hersveitir þessar skipun um að hreinsa rækilega til og útrýma skæruliðunum á 12. þúsund ferkílómetra svæði. TILRÆÐISMAÐUR NASSERS JÁTAR • CAIRO, 9. nóv. — Tuttugu og þriggja ára gamall pípulagn- ingamaður, Mahmoud Abdul Lat- if, játaði í dag fyrir sérstökum „þjóðardómstól“, að hann hefði reynt að myrða forsætisráðherra Egyptalands, Gamel Abdel Nass- er. Latif er meðlimur Bræðra- lags Múhameðstrúarmanna, er nú hefur verið gert landrækt. — Tilræðið við forsætisráðherrann átíi sér stað á útifundi í Alex- andríu 26. okt. • Latif var klæddur blárri Framh. á bls. 12 ÞRIGGJA MÁNAÐA HERFERÐ Hernaðaraðgerðir þessar hafa verið í undirbúningi í rúma viku meðan Frakkar biðu liðsstyrks. Setuliðið í Arris og öðrum fjalla- bæjum Algier hefir fengið skip- un um að leita í hverjum krók og kima á sínu yfirráðasvæði. Franska herstjórnin lét svo um mælt, að erfitt verði að upp- ræta skæruliðssveitirnar og kunni að taka allt að því þrjá mánuði. + KYRRÐ KOMIN Á VÍÐA Um þrjú hundruð skæruliðar, er hraktir voru yfir landamær- in til Túnis, hafa um það bil tvöfaldað liðsstyrk sinn með mönnum úr þjóðernishreyfing- unni. Hinsvegar hefir þeim Framh. á bls. 12 flokkurinn fékk 6 þingsæti, vann 4, Jafnaðarmenn 5, töp- uðu einu sæti, Gamli Sjálf- stýrisflokkurinn hlaut tvö þingsæti, sem er óbreytt og einn óháður þingmaður var kjörinn. Tala þingfulltrúa jókst um tvo. FLOKKUR ERLENDAR VANN SIGUR Efling Þjóðveldisflokksins vek- ur sérstaka athygli í dönsku blöðunum, vegna þess að hann krefst algers skilnaðar við Dan- mörku. Flokkurinn varð að at- kvæðamagni næststærsti stjórn- málaflokkur Færeyja. Foringi hans, Erlendur Paturs- son, stjórnaði kosningabaráttu flokks síns úr fangaklefa, en hann afplánar nú 40 daga fang- elsisrefsingu fyrir ólögmæta framkomu í sambandi við sjó- mannaverkfallið í vor. Torstein Petersen, fyrrum for- ingi Fólkaflokksins, sem beið slóemt skipbrot í bankamálinu fræga, var nú í framboði á sér- stökum lista, sem var í kosn- ingabandalagi við Fólksflokkinn, en hann náði ekki kjöri. STJÓRNARFLOKKAR TAPA MEIRIHLUTA Eftir þessar kosningar hafa stjórnarflokkarnir, Sambands- flokkurinn og Fólkaflokkurinn, ekki lengur meirihluta á Lög- þinginu. Er talið að þeir leiti nú samstarfs við Sjálfstýris- flokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.