Morgunblaðið - 24.11.1954, Blaðsíða 1
16 sáður
Friður
undirbúinn
Kjarnorka til friðarþarfa
Myndin er tekin er hinir mikilvægu Parísarsamningar voru undirritaðir. Lengst til vinstri er Aden-
auer, kanslari, þá kemur John Foster Dulles og lengst til hægri er Mendes France.
3 SKILYRÐI EISENHOWERS
WASHINGTON 23. nóv. — Skil-
yrði Eisenhovvers fyrir því, að
hann fari á fund með Malenkov,'
Churchill og Mendes France, eru
þessi:
1) að samningarnir, sem gerðir
voru í París og London, verði
staðfestir. 1
að Rússar sýni í verki, að slík- I
ur fundur sé vænlegur til ár-
angurs, með því t. d. að fall-
ast á að friðarsamningar séu
gerðir við Austurríki,
að fjórveldafundur sé ræki-
lega undirbúinn.
Eisenhower lýsti þessum skil-'
yrðum sínum fyrir blaðamönnum
í dag og sagði um leið, að senni- j
lega væri heppilegast ef utanríkis
ráðherrar fjólveldanna kæmu
saman til þess að undirbúa fund
„hinna stóru“
118 þús. afkvæði
FRAMBJÓÐANDI demokrata í
þingkosningunum í Minnesota,
Hubert Humphrey., hafði 118 þús.
atkvæði fram yfir mótframbjóð-
anda sinn Valdimar Björnsson.
Sjö reknir úr brezka
verkarciannafl.
LONDON, 23. nóv.: — Sjö þing-
menn verkamannaflokksins voru
reknir úr flokknum um stundar-
sakir, með flokkssamþykkt, sem
gerð var í dag. Samþykktin var
gerð með 131 atkv. gegn 93.
Þingmenn þessir höfðu greitt
atkv. er Parísarsamningarnir
voru til umræðu fyrir nokkrum
dögum, öðruvísi en flokksstjórn-
in hafði ætlast til. Sex þingmann-
anna höfðu greitt atkvæði á móti
samningunum erCeinn með þeim.
Flokksstjórin hafði samþykkt að
flokkurinn skyldi sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Hvorki Crossman eða Bevan
eru meðal hinna brottreknu. Einn
hinna brottreknu er Silverman.
Þingmennirnir halda þingsæt-
um sínum, eftir sem áður, en
teljast á meðan samþykkt flokks-
ins er í gildi, „óháðir þingmenn
verkamannaflokksins".
Tillaga um vítur á þingmenn-
ina var feld með 124 atkv. gegn
103.
Kínverjar fangelsa
Bandaríkjamenn
PEKING 23. nóv. — Kínverskur
herréttur dæmdi í dag til dauða
fjóra kínverska borgara og þrett-
án Bandaríkjamenn til fjögurra
ára og upp í ævilangt fangelsi.
Menn þessir voru sckir fundnir
um njósnir.
Meðal Bandaríkjamannanna eru
margir liðsforingjar úr ameríska
flughernum. Tveir þeirra eru í
fregnum frá fréttastofunni „Nýja
Kína“ sagðir vera starfsmenn
amerísku leyniþjónustunnar.
í Reutersfregn segir, að ellefu
þessara Bandaríkjamanna hafi
bjargað sér í fallhlíf, er flugvél
þeirra var skotin niður yfir Kína
í janúar s.l.
Jólafrén á leiöiimi
MEÐ Gullfossi, sem kemur nú í
vikulokin, koma jólatrén. Er það
heildverzlunin Landsstjarnan,
sem flytur þau inn. Að þessu
sinni koma trén fyrr en vant er
vegna þess að ferðum Gullfoss
hefur seinkað og kemur hann
ekki úr næstu ferð fýrr en 17.
des., en það yrði auðvitað of seint.
í byrjun næstu viku munu trén
svo verða send út á land, til svo
að segja hverrar einustu hafnar á
landinu. Álíka mikið verður af
trjám og í fyrra.
Tekur við
af Vishinsky
LONDON, 23. nóv.: — Jakob
Malik hefir verið skipaður í
embætti Vishinskys, sem aðal-
fulltrúi Rússa hjá Sameinuðu
þjóðunum. Malik hefir verið
sendiherra Rússa í Bretlandi, en
flaug af stað vestur um haf í
kvöld.
Lík Vishinskys var flutt flug-
leiðis austur um haf til Moskvu
í kvöld. Vishinsky verður graf-
inn í Kreml við hátíðlega athöfn.
Sovétstjórnin sér 'im útförina.
Malik var aðalfulltrúi Rússa
hjá Sameinuðu þjóðunum næstur
á undan Vishinsky. Þá var Vis-
hinsky utanríkismálaráðherra.
Tillaga
Eisenhowers
samþykkt
WASHINGTON 23. nóv. — Til-
lagan um stofnun sérstakrar
nefndar, til þess að safna kjarn-
orkuefnum til friðsamlegrar
notkunar, var samþykkt í dag
með samhljóða atkvæðum í
st j órnmálanef nd allsherjarþings
sameinuðu þjóðanna. Rússar
greiddu atkvæði með tillögunni.
Fyrr í dag höfðu Rússar borið
fram tvær breytingartillögur,
aðra um að Kínverjar yrðu aðilar
að stofnuninni og hina um að
stofnunin yrði gerð háð allsherjar
þinginu og í sumum tilfellum ör-
yyggisráðinu. Báðar tillögurnar
voru felldar.
Sextiu fulltrúar réttu upp hönd
með tillögunni óbreyttri.
Eisenhower forseti hefir beitt
sér sérstaklega fyrir framgangi
þessa máls.
Samþykktin í stjórnmála-
nefndinni hefir í för með sér að
ráðstefna verður haldin á næsta
ári, sennilega í Genf, þar sem
ákveðið verður hvernig samhjálp
þjóðanna í kj arnorkumálum
skuli endanlega skipulögð.
Hetloar
,;fjölskyldar ‘
otomvopno
í TILEFNI af atom sprengingun-
um í Rússlandi fyrir nokkrum
dögum, hefur Hanson W. Baldwin
hinn kunni ameríski herfræðing-
ur, bent á að kapphlaupið um
atom vopnin fari stöðugt harðn-
andi.
Þar til 1. okt. höfðu Rússar gert
átta tilraunir með atom vopn, þar
af eina með vetnisprengju.
Nýjar tilraunir hafa verið gerð-
ar í okt., svo að atom sprengingar
þar eystra eru nú orðnar tíu eða
fleiri. Á fimm árum hafa Rússar
reynt tíu atom vopn, eða að með-
altali tvö á ári.
Bandaríkin hafa reynt um 48
atomvopn. Á níu árum gerir það
um það bil 514 vopn á ári. Banda-
ríkjamenn ætla að gera nýjar til-
raunir á næsta ári, hinar fyrstu
um miðjan febrúar í Nevada, og
næsta haust við Eniwetok og
Bikini.
Bretar hafa gert þrjár atom
vopna tilraunir.
Úlíör Benedikts
Sveinssonar
fer fram í dag
ÚTFÖR Benedikts Sveinsson-
ar fyrrverandi alþingisforseta,
fer fram í dag. Verður hún
gerð frá Dómkirkjunni og
hefst kl. 2. Bálför hans mun
síðan fara fram í kapellunni í
Fossvogi.
Mendés France
fer heim
„sigurvegari"
WASHINGTON, 23. nóv.: —
Blaðið Washington Post segir í
dag um Mendes France, forsætis-
ráðherra Frakka, að sjaldan hafi
tignir menn lagt undir sig höfuð-
borg Bandaríkjanna jafn örugg-
lega og hann. Mendes France
lagði af stað flugleiðis heim til
Parísar í kvöld.
Ráðherrann sagði áður en hann
lagði af stað að Frakkar og Þjóð-
verjar myndu hefja samstarf við
aðrar þjóðir Evrópu um banda-
lag Evrópuþjóða.
Droifning
kemur heim
LONDON, 23. nóv.: — Queen
Mary, stærsta skip heims, var
allt flóðlýst er það kom til Sout-
hampton í kvöld. Meðal farþega
var Elísabet drotningarmóðir, en
hún hefir verið í opinberri heim-
sókn í Bandaríkjunum og Kanada
undanfarnar vikur.
GNÆGÐ ATOMVOPNA
Þessar tölur benda til þess, að
nú sé orðin gnægð atomvopna í
heiminum. í Bandaríkjunum
skipta þau sennilega mörgum
þúsundum, í Rús’slandi mörgum
hundruðum og í Bretlandi mörg-
um tugum.
En atomkapphlaupið er ekki
aðeins um mergðina, heldur
einnig um gerðina. Tilraunirnar
í Rússlandi í okt., benda til þess
að Rússar eigi nú heilar „fjöl-
skyldur" atom-vopna, þó að þau
séu ekki eins fjölbreytt eða full-
komin að gerð eins og banda-
rísku „fjölskyldurnar". Sennilegt
er að Rússar hafi nú síðast verið
að prófa sprengjur. sem hægt er
að flytja langan veg í orustu-
sprengjuflugvélum, — eða atom-
sprengikúlur, eða atom eldflaug-
ar. Atomvopnin, sem Bandaríkin
ætla að fara að prófa í Nevada
eru af nýrri gerð, sem hentug
eru í fólkorustum. Ameriski
herinn hefir yfir að ráða ferns-
ltonar atomvopnum: 280 mm fall-
byssum, 762 mm fallbyssum, sem
geta skotið eldflaugum 35—40
km, eldflaugum, sem geta farið
allt að 150 km og hinum svoköll-
uðu Redstone eldflaugum, sem
hægt er að stjórna enn lengri
leið.
Sennilegt er að einnig verði
reyndar í Nevada lítil vopn,
1 talsvert minni en fallbyssurnar
með 280 mm hlaupvídd.
„STÓRU“SPRENGJURNAR
Framleiðsla „stórborga" sprengj
anna, eða hinna svokölluðu
vetnisprengja heldur einnig
áfram. í Bandaríkjunum hafa
verið gerðar um það bil þrjár til-
raunir með mjög öflugar sprengj-
' ur, sem skiluðu 8.000,000 til
i 12.000.000 tonna styrkleika mið-
að við dynamit. Nú hafa verið
gerðar sprengjur sem hægt er að
. flytja með flugvélum og skila
um 15.000.000 upp í 22.000.000
tonna styrkleika við sprengings.
Framh. á bls 2