Morgunblaðið - 24.11.1954, Side 14

Morgunblaðið - 24.11.1954, Side 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. nóv. 1954 N I C O L E Skaldsaga cftir Kathorine Gasin 1 *MlHmflManat«MMaMMMÉaaaaMHMagBaaingngviMMatftf Framhaldssagan 101 Georgíu mundi hún ekki una — án Lloyds. Til hússins við Ty- garth Drive mundi hún ekki fara aftur — það tilheyrði kafla í lífi hennar, sem var liðinn. — Hún skrifaði Tom og bað hann fara til ííew York og sjá um sölu húss- ins og innanstokksmunanna og pakka niður og senda henni bæk- úr Lloyds og hennar og aðrar persónulegar eigur þeirra. Þegar hún hafði lokið þessu fann hún til friðþægingar. Þó hún sneri aftur ætti hún engar endurminn- ingar þar, sem yllu henni óþæg- indum. Einhvern tíma mundi liún byggja upp framtíðarheimili sitt og Judith. En það mundi ekki verða í húsinu við Tygarth Drive. Veturinn gekk í garð — heim- ilisfóikið að Fenton-Woods bjó sig undir harðan vetur. Matvæla- skammturinn fór æ minnkandi bg eldsneyti var af skornum skammti, svo að ganga varð á skóginn. Þó veturinn áður hefði verið harður, var hann ólíkt betri en þessi, sem nú var að hefjast. Nicole kveið jcilunum. Síðustu jól höfðu verið svo yndisleg. — Þau höfðu verið hamingjusöm — næstum áhyggjulaus. Þá hafði öll fjölskyldan verið saman kom- in til þess að undirbúa þessa há- tíð barnanna. Nú varð að reyna eitthvað, barnanna vegna. En það var gert frekar af vilja en mætti. Richard átti í vændum tveggja daga leyfi; Ross var í óvissu um sitt — því flytja átti herdeild hans til annars lands; og Alan og Arthur höfðu fengið vitneskju um það, að þeir mundu alls ekki fá leyfi um jólin. Það var erfitt að hugsa til jóla án Lloyds og Gerry. Þessi fyrstu jól hennar án Lloyds yrðu henni erfið. Mar- garet og Andrew myndu sakna sona sinna og þetta yrðu fyrstu jólin, sem Joan var að Fenton- Woods án Alans. Þetta yrði jóla- hátíð, blandin áhyggjum vegna fjarstaddra ættingja og vina — og börnin yrðu þau einu, sem litla breytingu myndu finna frá fyrri árum, og þó myndu þau vafalaust sjá að gjafirnar voru færri nú en áður og maturinn minni. En þá barst pakkinn. Beth Húsmæður LILLU-lyftiduft í allan bakstur Lillu Iyfticluft er gott og ódýrt Lillu uppskriftir fylgja hverri dós GYURIIDRIÁNYI cand. rer. pol. (Alþjóðaréttardeild Vínarháskóla) kennir þýzku þeim, sem lengra eru komnir. — Einnig uppskrift skólafyrirlestra fyrir þá stúdenta, sem hafa hug á námi í þýzkumælandi löndum. Þýzk hraðritun — Þýzk verzlunarbréf. Ungverska og slóvenska fyrir enskumælandi byrjendur. Franska og latína koma einnig til greina. * Upplýsingar á Grenimel 36. Sími 5423. Bílasoln — Bílakaup ■ ■ Höfum til sölu allskonar gerðir bifreiða með mjög i m hagkvæmum greiðsluskilmálum. ■ ■ Kaupum bíla — Tökum bíla í umboðssölu. ■ ■ ■ ■ Columbus h.f. Brautarholti 20 — símar 6460 og 6660 Bótosmíði í Danmörku ■ ■ Danskur skipasmíðameistari, sem smíðað hefur | ■ nokkra ágæta vélbáta til Islands (þ. á. m. vélbát- ! ■ inn Stíganda, Ólafsfirði), mun verða hér á næst- • unni. — Upplýsingar 1 síma 2573. ; Fenton hafði getið sér þess til hvernig ástandið mundi vera. — Hún hafði búizt við að önnur styrjaldarjólin í Englandi mundi verða erfiðari en hin fyrstu — og hún hafði ekki gleymt Judith. Hún sendi allmarga pakka, sem j hver um sig voru nokkur pund að þyngd. Þannig sá hún börn- unum á heimilinu fyrir leikföng- um og öðrum fágætum jólagjöf- um og heimilinu fyrir ýmsum jólaglaðningi. Svo líkt Beth, fannst Nicole, að hugsa þannig til þess heimilis, sem hún þó ekkert þekkti til. j Frá því í september hafði Roger komið alloft í heimsókn að Fenton Woods. Nú var allur ,fjandskapur á milli Nicole og ( hans horfinn og hvort þeirra um ; sig hafði fundið í skapgerð hins hlið, sem þau höfðu haldið að ekki væri þar til. Roger hafði þekkt Nicole, sem duttlungafulla og kenjótta stúlku, sem vildi ná i settu marki. Hann mundi eftir tveimur samtölum þeirra og hon- um hafði eftir þau ekki fundizt j hún vera aðlaðandi eða skemmti- leg stúlka. Jafnvel þegar hann hafði sagt henni frá Cynthiu, ' : hafði hann beint orðum sínum frekar til Lloyds en hennar, vegna þess að hann hafði það á tilfinningunni, að hún hlýddi að- eins á hann með hálfri athygli; hálf athygli hennar hafði að hans : dómi verið bundin við Lloyd og hvað þau mundu gera, þegar þau kæmust brott frá Englandi. Þau fóru, og hún hafði ekki skilið eft- j ir í huga Rogers neina þá mynd, : sem hann með gleði gat minnst þau fimm ár, sem hún var í burtu. Hann hafði horft upp á, hvernig hún særði tilfinningar Davids. Það hafði ekki orðið til þess að mýkja hug hans til hennar. Er hann kom fyrst til Fenton- , Woods og talaði við hana úti á akrinum, virtist honum sem hún i væri óbreytt frá því sem áður j var. En síðan, er hann sá, hvernig hún smám saman sigrað- 1 ist á sínum eigin veikleika, komst hann að raun um, að hann hafði alla tíð vanmetið hana. I Margaret var eins og allt hitt heimilisfólkið, undrandi yfir þeim breytingum, sem Nicole hafði tekið, en hún ein vissi hver var orsök þeirra breytinga. Hún hafði haft á réttu að standa, þeg- ( ar hún gat sér þess til, að Roger ! vissi um það hvað lá á bak við hina skyndilegu ákvörðun um að giftingu Lloyds og Nicole. Hún spurði einskis; það gladdi hana að sjá hver áhrif fyrsta heim- sókn Rogers hafði á Nicole. Og þegar hann þá kvaddi hafði hún á kurteislegan hátt boðið honum að koma aftur og dvelja hjá þeim næst þegar hann ætti leyfi. Það boð hafði hann þegið. Hún vissi ekki hverjar ástæður lágu til þess, að hann þáði það boð, en sú staðreynd að hann gat öllum öðrum fremur vakið hið góða í Nicole gerði það nauðsynlegt að hann kæmi af,tur. Hann hafði fidtnið aftur í nóvember og þegar í stað komst hann að raun um að Nicole hafði breytzt — og það til hins betra. Hann hafði aldrei hugsað sér hana skipa hlutverk móður. Og hann varð undrandi yfir getu hennar. Ennþá fann hann það, sem honum áður hafði fundizt einkenna hana — hin snöggu skapbrigði, dálitla eigingirni og frekju, en afstaða hennar gagn- vart þeim er hún umgekkst hafði breytzt. Hún leit nú á heimilis- mennina sem fólk, sem rétt áttu til þess að tiilit væri til. þeirra -’ Gluggatjaldastengur Gluggatjaldagormar, plasthúðaðir Sundurdregnar gluggastengui Bendlar, krókar, lykkiur • / / m ISLEIilZKUM TOIM Tvær metsöluplötur JÁKOB HAFSTEIN syngur Carl Billich leikur undir Söngur villiandarinnar (Ljóð: Jakob Hafstein) Fyrir sunnan Fríkirkjuna (Lag og ljóð Jakob Hafstein) Maria Lagarde & Alfred Clausen með Carl Billich og hljómsveit Síðasti dansinn This Is Beautiful Music To Love By Austurstrœti 17 Beitingarmenn Beitingamenn vantar strax á línubáta Mjög glæsilegt úrval tckið fram í dag MARKAÐURINN Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.