Morgunblaðið - 24.11.1954, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. nóv. 1954
Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSar*.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigsr.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaaon.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði lnnarilaniín.
1 lausasölu 1 krónu eintakið.
Skarnma stead verður höggi fegin
24. ÞINGI Alþýðusambands ís-
lands er lokið. Úrslit stjórnar-
kjörs, sem fór fram í fyrrinótt
urðu þau að kommúnistar og
fylgilið þeirra bar sigur úr být-
um. Alþýðusamband íslands lýt-
ur nú forustu kommúnista og ör-
fárra manna úr Alþýðuflokknum,
sem þeir hafa tælt til fylgilags
við sig.
Sá maður, sem fyrst og fremst
ber ábyrgð á þessum lánlausu
atburðum, er Hannibal Valde-
marsson. Hann hófst handa um
það á s.l. sumri með aðstoð
kommúnista að sundra þeirri
samvínnu, sem ríkt hefur undan-
farin ár milli lýðræðisaflanna
innan verkalýðssamtakanna. —
Kommúnistar sáu fram á að þeir
voru vonlausir um að geta náð
meirihlutaaðstöðu á þingi Alþýðu
sambandsins. Þegar svo var kom-
ið gripu þeir til sinna gömlu
blekkinga, „einingarinnar", sem
þeir sífellt tala um, þegar þeir
eru orðnir undir. Uppbótarþing-
maðurinn frá ísafirði lét ginnast
af einingarhjalinu. Hann gekk
erinda kommúnista í verkalýðs-
félögum víðs vegar um land.
Enda þótt megin hluti flokks-
manna hans vildi enga samvinnu
við hinn austræna ofbeldislýð,
tókst honum þó að fá nægilega
marga menn til liðs við sig til
þess að geta hjálpað kommúnist-
um til valda og áhrifa í heildar-
samtökum verkalýðsins á ný. Og
nú hrósar þessi nýja samfylking
sigri.
★
En skamma stund verður
hönd höggi fegin. Lýðræðis-
sinnað fólk innan verkalýðs-
samtakanna mun svara þess-
um svikum með því að treysta
samtök sín og hefja öfluga
baráttu gegn hinum kommún-
isku valdhöfum. Hin sárbitra
reynsla frá hinu nýlokna Al-
þýðusambandsþingi mun
kenna Iýðræðissinnum, hvar í
flokki sem þeir standa, að
snúast við erfiðleikunum og
sigra þá. Aðeins fullkomin
samvinna allra þeirra afla,
sem þekkja skaðsemi komm-
únismans fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og þjóðina í
heild, getur fært þeim sigur
yfir ofbeldinu að nýju.
Sjálfstæðisfólk í verkalýðs-
hreyfingunni mun ekki láta sitt
eftir liggja í þeirri baráttu, sem
fram undan er. Á þessu síðasta
Alþýðusambandsþingi voru fleiri
fulltrúar úr hópi Sjálfstæðis-
manna en nokkru sinni fyrr. Og
hópur þeirra stóð þar einhuga
og óklofinn.
★
Sjálfstæðisfulltrúarnir á þing-
inu sýndu þar mikinn þroska og
ábyrgðartilfinningu. Þegar svo
var komið að andstæðingar
kommúnista innan Alþýðuflokks -
ins áræddu ekki lengur að ganga
hreinlega til opinberrar samvinnu
við Sjálfstæðismenn um kosningu
embættismanna þingsins og síð-
an um stjórnarkjör, tóku full-
trúar Sjálfstæðismanna þá
ákvörðun að kjósa hreina lista
Alþýðuflokksmanna. Fulltrúar
Sjálfstæðismanna gerðu þetta
vegna þess, að þeir vildu einskis
láta ófreistað til þess að hindra
valdatöku kommúnista. Þeir
vildu berjast til þrautar gegn því
aS verkalýðssamtökin yrðu gerð
að handbendi hinnar rússnesku
fimmtu herdeildar í landinu.
Fyrir þessa ábyrgðartilfinningu
á þessi fulltrúahópur Sjálfstæðis-
manna miklar þakkir og heiður
skilið. En vegna þeirrar sundr-
ungar, sem kommúnistum hafði
tekizt að sá í röðum Alþýðu-
flokksins bar hún ekki tilætlaðan
árangur. Nægilega margir skamm
sýnir menn innan Alþýðuflokks-
ins urðu til þess að elta uppbótar-
þingmanninn frá ísafirði út í
foraðið. Þessvegna lýtur íslenzk
verkalýðshreyfing nú stjórn
kommúnista og verkfæra þeirra.
! *
f Þúsundir einlægra verka-
lýðssinna um land allt munu
harma þessi tíðindi, sem allar
líkur benda til að muni hafa
í för með sér margvíslega erf-
iðleika og stórkostlegt tjón
fyrir verkalýðinn í landinu og
þjóðina í heild. En ef allt lýð-
ræðissinnað fólk innan vé-
banda Alþýðusambands fs-
lands gerir sér það nú ljóst, að
sameiginlegra átaka er þörf
gegn hinni kommúnísku yfir-
drottnan, þá hefur þó nokkuð
áunnizt. Þá mun reynast kleift
að snúa ósigri upp í varan-
legan sigur.
Haðurinn
með mjálkurgiasið
EINN af fremstu stjórnmála-
mönnum Evrópu, Mendes-France,
forsætisráðherra Frakka, hefur
ekki aðeins vakið athygli á sér
fyrir það, að vera stefnufastur og
skjótráður. Fréttariturum heims-
blaðanna hefur orðið tíðrætt um
þann sið hans að drekka mjólk
þegar aðrir drekka vín. Þannig
hefur mjólkurglas hins franska
forsætisráðherra orðið vinsælt
umræðuefni um víða veröld.
En Mendes-France hefur ekki
látið við það sitja, að drekka
sjálfur sitt mjólkurglas. Hann
hefur fyrir skömmu sagt þjóð
sinni það hreinskilnislega, að hún
verði að draga úr víndrykkju
sinni. Jafnframt hefur hann boð-
að ýmsar ráðstafanir, sem stuðla
eiga að aukinni hófsemi. Frakk-
ar eru eins og kunnugt er einir
mestu vínneyzlumenn heimsins,
þótt fátítt. sé að sjá drukkinn
mann í landi þeirra. Er ekki
ólíklegt að mörgum þeirra finn-
ist forsætisráðherrann vera orð-
inn nokkuð afskiptasamur um
einkalíf þeirra.
★
Sennilega hefur þó Mendes-
France rétt fyrir sér.Frakkarvoru
um skeið ríkasta þjóð Evrópu. En
þeir eru það ekki lengur. Upp-
bygging landsins eftir stríðið
hefur að vísu gengið vel. En
franskt atvinnu- og fjármálalíf
stendur að ýmsu leyti höllum
fæti. Sterkur kommúnistaflokk-
ur heldur þar uppi margskonar
undirróðri og skemmdarstarf-
semi.
Þessi gamla og glæsilega
menningarþjóð myndi því
sennilega hafa gott af aS fylgja
fordæmi forsætisráðherra síns
og taka mjólkurglasið fram
yfir koníakssíaupið.
Nvr íslenzkur ballett.
66 ' ¥>•'
i
uisinu n.k. fgnmtudag
Saminn af Erik Bidsted, eftir ævintýri
Guðmundar Thorsteinson, — Tónlist eftir
ítalíu og íslands, fyrir litla bróð-
urdóttur sína. Hann las það fyrir
hana og sömuleiðis teiknaði hann
í það myndir. Ævintýrið er stutt
en einkar fallegt og hugljúft.
Dimmalimm er lítil kóngsdóttir,
sem unir sér hvergi betur en hjá
' svönunum í hallargarðinum. Sér-
staklega er einn þeirra miklu
fallegastur og kærastur Dimma-
limm. Hann reynist vera kóngs-
sonur í álögum, sem Dimmalimm
frelsar með því að kyssa hann
— og endirinn getur hver og einn
sagt sér sjálfur.
Karl O. Runólfsson. — ,,Rónieó og Júlía“
ballettinn eftir Chaikowski — Nýr, ungur
hljómsveitarstjóri, Ragnar Björnsson.
NÆSTKOMANDI fimmtudag hefir Þjóðleikhúsið frumsýningu
á nýjum íslenzkum balletti, „Dimmalimm", sem danski ballett-
meistarinn Erik Bidsted hefir samið, eftir samnefndu ævintýri
Guðmundar Thorsteinsson. Karl Ó. Runólfsson hefir samið tón-
listina. Ennfremur verður á sýníngunni ballettinn Rómeó og Júlía,
saminn við forleik eftir Chaikovski.
HALDIÐ ÁFRAM Á
SÖMU BRAUT
Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur
Rósinkranz, lét svo um mælt við
fréttamenn í gærdag, að með
hinum nýja íslenzka ballett væri
haldið áfram á sömu braut, sem
hafin var fyrir þremur árum, er
Erik Bidsted og Lisa Kæregaard,
kona hans, komu hér fyrst og
hófu starf sitt við hinn nýstofn-
aða Ballett-skóla þjóðleikhússins.
Þann vetur voru nemendur hans
50—60, í vetur eru þeir 230. —
Þennan sama vetur samdi Bid-
sted, sem kunnugt er, ballettinn
„Ég bið að heilsa“, eftir ljóði
Jónasar Hallgrímssonar, sem
færður var upp í Þjóðleikhúsinu
við afar mikla hrifningu.
ÆVINTÝRIÐ UM
DIMMALIMM
Guðmundur Thorsteinsson gerði
ævintýrið um Dimmalimm eitt
sinn, er hann var á leiðinni milli
VeLL andi óhripar:
Bréf Austfirðings.
HÉR heldur áfram bréfi Aust-
firðings, sem ég birti nokkuð
af í gær — hann var að kvarta
yfir truflunum . frá útlendum
stöðvum í útvarpinu:
„Víst er um það — heldur
hann áfram — „að reynt hefir
verið að bæta hlustunarskilyrði
hér á Austurlandi með endur-
varpsstöð á Eiðum, svo og Horna-
firði. Við hér hlustum yfirleitt,
þegar hægt er að hlusta á Eiða-
stöðina. í henni heyrist að vísu
betur en í Reykjavík, ef á annað
borð heyrist sæmilega, en mun-
urinn er samt lítill og nú er það
svo, að engin leið er að hlusta
á Eiðastöðina á kvöldin fyrir er-
lendum stöðvum sem yfirgnæva
hana algerlega — og Reykjavík
einnig, bæði með tónlist og tali.
í kvöld gekk það svo langt, að
ég varð að loka tækinu mínu
yfir kvöldfréttatímann og þótti
mér ekki lítið súrt í broti.
Tæpast réttlátt.
FÓLK er mjög óánægt hér um
slóðir með þessa truflana-
plágu í útvarpinu, hafa sumir
jafnvel við orð að bezt væri að
láta innsigla tæki sín yfir vetrar-
mánuðina og opna þau svo aftur
með sumri og sól til að losna á
þann hátt við að greiða afnota-
gjaldið yfir þann tíma — Það er
nokkuð til í þessu — eða hvað
á maður að gera, Vel-
vakandi góður, getur þú fundið
lausn á þessu? — Oft er þörf en
nú er nauðsyn.
Það er naumast réttlátt, að við
greiðum fullt afnotagjald af út-
varpstækjum okkar, þegar við
njótum ekki nálægt því alls þess
sem Ríkisútvarpið hefir að flytja.
Vinsamleg tilmæli.
ÞAÐ eru því vinsamlga tilmæli
mín — og mæli ég þar fyrir
munn margra — að Ríkisútvarp-
ið reyni að ráða bót á þessu leiða
ástandi hið fyrsta sem mögulegt
er. Að öðrum kosti verður ekki
annað séð en að mest öll útvarps-
notkun leggist niður hér eystra.
Það gæti líka orðið Ríkisútvarp-
inu nokkuð dýrt spaug.
Með fyrirfram þökk.
Einn af Austfjörðum".
Ég þakka Austfirðingi fyrir
bréfið, vænt þætti mér um að
I;
heyra sem oftast raddir utan af
landsbyggðinni.
Það er eðlilegt að Austfirðing-
ar séu sárir yfir hinum hvim-
leiðu útvarpstruflunum, sem
varna þeim að hlusta á dagskrána
nú, einmitt þegar fólk út um
land hefir hvað mesta ánægju og
dægrastyttingu af að hlusta á út-
varpið í skammdegi og tilbreyt-
ingarleysi vetrarmánaðanna. —
Er þess að vænta, að Ríkisút-
varpið geri allt sem í þess valdi
stendur til að ráða bót á þessu
vandamáli í útvarpsmálum Aust-
firðinga.
Meira um orðið naust.
EINN mætur maður hringdi til
okkar nú á dögunum og
vakti athygli á eftirfarandi: Fyr-
ir nokkrum árum tók til starfa
nefnd hér í bænum, svokölluð
gatnanefnd, sem hafa átti það
starf með höndum, eins og reynd-
ar nafnið bendir á, að gefa heiti
nýjum götum í bænum og breyta
öðrum, ef ástæða þótti til o. s.
frv. Þessi nefnd gaf götunni sem
liggur niður með Hafnarhúsinu
í áttina niður að höfninni nafnið
Naustin — í kvenkyni. Er þetta
nafn að finna í skrá yfir götu-
nöfn í Reykjavík. Mér datt þetta
í hug, sagði maðurinn, er ég sá
að verið var að skrifa um mál-
fræðikyn þessa orðs nú fyrir
skemmstu.
Sennilega vita fáir Reykvík-
ingar um þetta götunafn eins og
fleiri nýjar götur, sem hafa ný-
lega hlotið nafn eða aðrar gaml-
ar, sem verið hafa jafnvel nafn-
lausar eða hlotið nýtt nafn. En
hvað sem því líður, situr við það
BORN ÚR BALETT-
SKÓLANUM
Dansfólkið í Dimmalimm-
ballettinum er um 30 talsins, allt
börn úr Ballettskóla Þjóðleik-
hússins. Aðalhlutverkið, Dimma-
limm kóngsdóttur, leikur Anna
Brandsdóttir, 10 ára. Pétur
kóngssonur er leikinn af Helga
Tómassyni, 12 ára og svanurinn,
kóngssonurinn í álögum, af Guð-
nýju Friðsteinsdóttur, 13 ára.
Leiktjöld og búningar eru teikn-
aðir af Lothar Grund með hlið-
sjón af teikningum Muggs í æv-
intýrinu. — Ballettinn stendur
yfir um 35 mínútur.
RÓMEÓ OG JÚLÍA
í ballettinum Rómeó og Júlía
fara þau Bidstedshjónin með að-
alhlutverkin og auk þeirra þriðji
danski listdansarinn, Paul von
Brockdorff, sem dvalið hefur hér
einnig í haust sem gestur við
Þjóðleikhúsið.
Ballettinn, er eins og nafnið
bendir til, saminn út frá efni sam-
nefnds leikrits eftir Shakespeare
og fylgir efnisþræðinum að mestu
leyti. Auk dönsku ballettdansar-
anna þriggja eru önnur hlutverk,
sem leikin eru og dönsuð af nem-
endum úr eldri aldursflokkum
Ballett-skólans. Ballettinn var
upphaflega saminn eftir tónlist
Chaikowskis af danska ballett-
mestaranum Bartholini en hefir
verið endursaminn af Erik Bid-
sted fyrir sýninguna hér.
Á milli ballettanna „Dimma-
limm“ og „Rómeó og Júlía“
munu Bidstedshjónin og Brock-
dorff, þrjú saman, dansa hluta úr
ballett, sem Bidsted hefir samið
eftir tónlist ítalska tónskáldsins
Poncielli.
UNGUR HLJÓMSVEITAR-
STJÓRI
Hljómsveitarstjóri á sýning-
unni verður að þessu sinni ung-
ur tónlistarmaður, Ragnar Björns
son, sem nýkominn er heim frá
löngu námi, fyrst við tónlistar-
háskólann í Kaupmannahöfn og
síðar í Vín.
Sýningar á þessum ballett
Þjóðleikhússins munu verða
nokkuð takmarkaðar, þ. e. Bid-
sted og kona hans verða að
hverfa héðan hinn 8. des. til
Hafnar.
ÓPERURNAR ÆFÐAR
AF KAPPI
Æfingar á jólaóperunum
tveimur standa nú yfir af
fullum krafti, sagði þjóð-
leikhússtjóri. Aðalsöngvararnir
ýmist nýkomnir til æfinga eða
væntanlegir innan skamms og
óperustjórinn, S. Edvardsen, fyr-
ir hálfum mánuði. Byrjað var að
æfa kórana þegar snemma i
haúst. Fjórtánda sýning „Silfur-
tunglsins" verður n. k. sunnudag,
eftir nokkuð hlé sem orðið hefir
á sýningum þess, vegna þess ó-
happs, að frú Herdís Þorvalds-
dóttir varð fyrir minni háttar
bílslysi, sem hún hefir þurft að
jafna sig eftir.
Leikrit Agnars Þórðarsonar:
„Þeir komu í haust“ og „Fædd
í gær“ eru væntanleg upp úr
nýjárinu.
.... Margt naustið var til á
íslandi í gamla daga . . .
sama um orðið naust. Það er
hvorukyns og fólk ætti að setja
sér að beygja það samkvæmt því.
4 FRANKFURT, 9. nóv. —
Frú Lucie Maria Rommel,
ekkji þýzka marskálksins, Erwin
Rommels, og sonur hennar, Man-
fred, munu fara n.k. föstudag
flugleiðis til Beirut í Lebanon til
að vera viðstödd fyrstu sýningu
á sannsögulegri kvikmynd, er
fjallar um eyðimerkurherleið-
angra Rommels. Þau munu dvelj-
ast í Lebanon í tíu daga og skoða
sig um þar. J