Morgunblaðið - 25.11.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1954, Blaðsíða 6
22 M O R G U N B L A Ð IÐ Fimmtudagur 25. nóv. 1954 W *» »■ r B —J(venf)jó éin — ^JJeimiíi^ m^O=^i=>í(P^rta^!art£F^!=r<iCr^Qs^^ Jölin nálgast: Ábætisréttir og kökur Vatnsbrauð 125 gr. smjörlíki 125 gr. hveiti 2% dl. vatn 14 tsk. salt ca. 5 egg. Smjörið er brætt í potti og bakað upp með hveitinu og vatn- inu. — Þegar það sleppir pott- inum er hann tekinn af eldinum og saltið og eggin hrærð saman við, eitt og eitt í einu (betra er að hafa áður þeytt þau, annars er hætt við að hvítan hlaupi í kekki). Deigið er nú hrært vel, ca. 20 mín. eftir að síðasta eggið hefur verið látið í og því síðan annað hvort sprautað úr sprautupoka eða kökusprautu á smurða plötu í stórar eða smáar kökur eftir vild. Þær bakast ljósbrúnar við góðan hita. — Einnig má baka þær í litlum vel smurðum form- um. Kökur þessar má síðan fylla með annað hvort þeyttum rjóma og sultumauki eða kökukremi og síðan skreyta þær með glerungi. Einnig má fylla kökurnar með einhvers konar jafningi, t.d. spínati eða grænum baunum og bera þær síðan fram með steik. (★: :'★} Marence-lagkaka 3 eggjahvítur 250 gr. sykur 1 matskeið edik. Þetta er allt þeytt vel í ca 20 mín. eða þar til deigið er orðið seigt. Því er síðan smurt eða sprautað á vel smurða plötu (ef því er smurt á, er betra að sprauta yzta kantinn á kökunni), í þeirri stærð, sem maður vill hafa kökuna. Úr deiginu bakast tveir botnar. Þeir bakast þar til kakan er orðin Ijós brún og stíf, við mjög vægan hita í 14—1 klst. Ath! Það má alls ekki reyna að ná kökunni af plötunni fyrr en hún er orðin vel köld, annars er hætt við að hún brotni. — Eins má baka hana á vel smurð- um smjörpappír. Milli laganna má síðan hafa annað hvort ís, kökukrem eða þeyttan rjóma með rifnu súkku- laði. (★} (★} Makrónurönd með ís 25 gr. sætar möndlur 5 stk. bitrar möndlur 200 gr. flórsykur 4 eggjahvítur. Möndlurnar eru þvegnar og af- hýddar, síðan brytjaðar og látn- ar fara nokkrura sinnum gegnum möndlukvörn. Flórsykurinn er sigtaður og hvíturnar þeyttar vel og því næst er öllu hrært vel saman. — Takið því næst hring- form og smyrjið það mjög vel, látið deigið í það og bakið kök- una í ca. 20 mín við mjög vægan hita. Hún er tekin úr forminu og henni snúið við þegar hún er orðin köld, til skreytingar má nota eggjahvítu-glerung. — Áð- ur en kakan er borin fram er ís skafinn niður eða spændur með skeið og látinn inn í hringinn. (★} (★} Eggjahvítu-glerungur. 150 gr. flórsykur 1 eggjahvíta 14 tsk. edik. Flórsykurinn er sigtaður og og þeyttur með eggjahvítunni og edikið látið út í. — Ef vill má láta bæði meiri flórsykur og eggjahvítu, en glerungurinn á að vera nokkuð þykkur og seigur, en samt þannig að hægt sé að sprauta honum úr kökusprautu eða poka. Athugið að glerungurinn má ekki standa lengi eftir að hann er hrærður, því þá myndast skán, en ef nauðsynlegt er að hann bíði eitthvað er gott ráð að hylja skálina með klút, sem undinn heiur verið upp úr köldu vatni. Mjög nauðsynlegt er að sigta flórsykurinn, því annars er hætt við að kekkir myndist. Þessi glerungur er prýðilega til þess fallinn að skreyta kökur, og má lita hann með hvaða matar- lit sem er, og sömuleiðis smekkja hann með hvaða bragði sem er. ★ Athygli lesenda skal vakin á því að allar uppskriftir, sem birt- ast munu hér á Kvennasíðunni fram til jóla eru miðaðar við há- tíðirnar og áramótin og heillaráð að halda þeim til haga, þar til jólabaksturinn og jólaundirbún- ingurinn hefst af fullum krafti-. A. Bj. NÝLEGA er kominn hér á mark aðinn ný tegund af ís, sem búinn er til að mestu leyti úr ný- mjólk. Hann má kaupa í pappa- boxum og hafa með sér heim, einnig má kaupa hann í köku- formum, sem eru nokkru stærri heldur en þau, sem við höfum átt að venjast. Þessi ís, er nefn- ist Dairy Queen, og er gerður eftir bandarískri fyrirsögn, er mjög bragðgóður og gefur í engu eftir gómsætum heimatilbúnum ís. Hann inniheldur fleiri bæti- efni heldur en venjulegur rjóma- ís, en þó er hann ekki fitandi. í honum er fyrir utan nýmjólk- ina, eggjahvítuefni, vítamín ýmiss konar og fitusneytt þur- efni. Er ís þessi ekki nema 6% að fitumagni. Af þeim hráefnum, sem nauðsynleg eru til fram- leiðslu Dairy Queen, eru aðeins 15% innflutt og þar af er 12% sykur. — Forráðamenn þessarar nýju framleiðslu eru tveir ungir menn, Þorvarður Árnason og Gylfi Hinriksson. Hafa þeir feng- ið einkaleyfi á Dairy Queen-ísn- um á Islandi og er það fyrsta og eina landið í Evrópu er fram- leiðir mjólkurís. í' Bandaríkjun- um hefur Dairy Queen ísinn ver- ið framleiddur síðan 1941 og nú er svo komið að hann er vinsæl- Framh. á bls. 27. ÞAÐ er alltaf skemmtilegt að geta keypt sér eitthvað nýtt til fata, en það kostar líka mikið, það finnur enginn betur en unga stúlkan, sem ekki er enn farin að vinna fyrir kaupi, en baslar við að mennta sig í einum skólanum eftir annan. Ung dönsk stúlka, sem er að læra til barnaheimiliskennslu, hefir fundið dáindis góða lausn á þessu vandamáli — á sérlega hagkvæman og snjallan hátt. — Tvisvar sinnum á ári, um vorið og haustið, býður hún bekkja- systrum sínum heim til sín til nokkurs konar skiptikvölds og hver og ein tekur með sér þann eða þá hluti úr klæðaskápnum, sem henni finnst hún helzt geta hugsað sér að losna við. Kvöldið fer svo í að ráðslaga með og skipta á milli sín fötum. — Ein kann að vera yfir sig hrifin af því, sem önnur er orðin leið á. Þessi litur á kjól eða blússu vin- konunnar kann að fara þér betur en'þinn eigin — og svo ótal margt getur komið til greina. Þessi „skiptikvöld“ eru alls ekki einskorðuð við skólastúlkur. Eigið þér nokkrar vinkonur, sem þér eruð ekki allt of mikið með, þannig, að skiptin verði ekki mjög áberandi, er þetta hugmynd, sem taka mætti til athugunar. ©<Jr*Cr*«<’=>íC?><Q=»<C?>«Cb»<CF><Ci=*CF><Cb»<CF^ HVOR ER GLÆSILEGRI? Gómsætur mjólkurís s stað rjómaíss Er ekki fitandi en inniheldur mikið af bœtiefnum Þeir eru glæsilegir — hver á sinn hátt — samkvæmiskjólarnir hér að ofan. Kjóllinn til vinstri er úr rósbleiku tyll-efni. Hinar sér- kennilegu fellingar yfir brjóstið gefa honum skemmtilegan og fallegan svip. — Það þarf bæði fallegan vöxt og töluvert öryggi til að bera kjólinn til hægri svo að vel fari. Hann er upprunninn frá París, úr hvítu silki-jersey, sem er skáfellt i næstum öllum kjóln- um — mjög svo frumlega. Hann er aðskorinn alveg niður að hné, en þá tekur víddin við. — Kápan er blá með rauðu fóðri. Slíkur kjóll á hreint ekki við hvaða tækifæri sem er — myndi til dæmis ekki þykja heppilegur á dansgólfinu, nema þá að tekið væri því fínna á skrefinu! ^raist hið frjálsa upp eldi ffóðri skólamennir"11? Fra dönskiim ksnnarafundl m skóla og heimili Á FUNDI kvenkennara í Kaup- mannahöfn, sem haldinn var fyr- ir nokkru var tekið til umræðu efnið: „Er hið frjásla uppeldi samræmanlegt góðri skólamenn- ingu?“ VERSTI ÓVINURINN „Mas og samtal barnanna í kennslustundum er hinn versti óvinur skólanna“. sagði fram- sögumaðurinn. Og þau líta á það sem hvern sjálfsagðan hlut. Ég held, að útvarpinu sé hér ekki hvað sízt um að kenna. Börnin eru svo vön því heiman að frá sér, að talað sé fullum hálsi, þó að önnur talandi rödd heyrist á bak við. Pabbi og mamma tala saman þótt útvarpið sé í gangi. Á sama hátt halda börnin áfram að tala í skólanum þó að rödd kennarans hevrist uppi við kenn- araborðið. ENGINN TEKUR ÞAÐ TIL SÍN Samtal milli tveggja nemenda skýrir, hvernig þessu er varið. Annar þeirra sagði: Reiknings- kennarinn er alltaf stöðugt að skammast. Já, en aldrei skammar hann mig, svaraði hinn snarlega þ.e.a.s. — þegar allur bekkurinn er skammaður, tekur enginn sér- stakur nemandi það til sín. LÁTIÐ BÖRNIN EIN UM LEXÍURNAR Annað mikið vandamál skól- anna í dag er skorturinn á ein- beitingarhæfni barnanna. Það er alltaf svo mikið um að vera í kringum börnin, að þau hafa enga ró, þau þurfa alltaf að gera eitt eða annað: fara á dansleik, til að spila, í bíó o. fl. o. fl. Hve- nær eiga þau að fá tíma til að lesa lexíurnar sínar? — Já, varð- andi lexíurnar — sagði fram- sögumaðurinn — vildi ég segja þetta við foreldra: Lesið ekki lex- íur barnanna með þeim. Þau eiga að læra sjálf — að einbeita sér að lærdómnum. Sé það haft að vana að lesa með þeim lexíurn- ar, sem ungum verður alltof erf- itt fyrir þau seinna meir, þegar að því kemur að þau verða að treysta á sjálf sig. ER ÞAÐ EKKIVODALEGT! I Skólastjórinn (framsögumað- urinn) sagði í lok ræðu sinnar skemmtilegt dæmi um það, hvernig margir foreldrar varpa áhyggjum sínum á skólana að því ér varðar uppeldi barna sinna. Það var í sporvagninum. Lítil stúka reyndi stöðugt að láta aftur vagngluggann þrátt fyrir það, að vagnstjórinn hefði marg- bannað henni það. Þegar móðirin fór út úr vagninum — með barn- ið, sagði hún við sessunaut sinn: — Já, er það ekki voðalegt, hvernig uppeldi börnin fá í skól- unum! „Dœtur sólarinnar" Sérstök nefnd japanskra stjórn- spekinga situr á rökstólum um þesar myndir til að ræða um bretingu á hinum aldafornu ríkis erfðalögum Japans, sem kveða svo á að keisaratignin gangi að erfðum aðeins í karllegg — að- eins „synir sólarinnar“ hafa kom- ið til greina. Nú er stungið upp á, að kvenleggurinn njóti sömu réttinda. Búizt er við, að hug- myndin um ,,kvenkeisara“ muni mæta harðri mótspyrnu í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.