Morgunblaðið - 25.11.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1954, Blaðsíða 10
26 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 25. nóv. 1954 Skólabækur glæpamennskunnar Colgate Chlorophyll tannkrem ÞAÐ var í desember 1953 að eitt af börnum nágrannanna skyldi eftir í húsi mínu tvö af þessum „Comic“ ritum. Ég greip ritin og tók að flettta þeim, og mér hefði ekki orðið meira bylt við, þótt ég hefði stigið ofan á eiturslöngu. Rit þessi voru full af hinum ógeðslegustu og mest siðspill- andi myndum, sem ég nokkru sinni hef séð. Það getur ekki verið að þetta sé selt börnum okkar hér í borginni? Jú, vissulega. í lyfjabúðinni á götuhorninu var nóg af þessum siðspillandi glæparitum. Ég spurði lyfsalann, hvort hann vissi hvílíkan óþverra hann seldi börnunum. Hann svaraði vand- ræðalega: „Ekki má ég vera að því að lesa þau“. Þannig hefst síðari greinin í Reader’s Digest um glæparitin. Höfundur hennar er T. E Murphy einn af ritstjórum Hartford út- gáfunnar. í blaði sínu hefur hann ráðist harkalega á útgáfu glæpa- ritanna og hefur það orðið til þess að hreinsa marga bóksölu- hillu og blaðsöluturna af þess- um óþverra. Slík hreinsun þarf vissulega að fara fram á íslandi. Ef útgefendur glæparitanna hér á landi geta stælt þá þakkaiðju hugspilltra manna í Ameríku, ættu einhverjir áhrifamenn okk- ar einnig að geta tekið að sér hlutverk hr. Murphys. Hann getur þess, að foreldrar hafi ekki hrokkið við, þótt þeim hafi verið bent á ofbeldisþátt ritanna. Þau hafi aðeins svarað, að unglingum sé eðlilegt að nýs- ast í slíkt. En annað hljóð kom í strokkinn, er þeim var sýnt, hversu ritin ala á ógeðslegu ó- eðli. Hann segist hafa kynnt sér hundruð þessara rita til þess að geta hafið baráttuna gegn þeim, og „mér fannst sem ég hefði sullast áfram eftir skólp-holræsi. Hér er ægilegt skuggabelti mílli vits og brjálæðis. Þar hafast við ófreskjur, grimmir ræningjar og líkætur. Hér er traðkað og hrækt á allt, sem í siðmenningu er virt og tignað. Hér er venjulegur morðingi aðeins meinleysislegur innan um kynferðisafglapa, hór- mangara, föðurmorðingja og móðurmorðingja, líkát og lim- lestingar. Aðeins í skárstu rit- unum er látið nægja að morðin séu framin með hnífum eða skot- vopnum. Þessu höfum við leyft samvizkulausum útgefendum að hella í sálir barna okkar, aðeins fyrir ávinningssakir. Hér eru svo nokkur sýnishorn af sögum ritanna: Lucy er tíu ára, í fjórða bekk skólans, Foreldrarnir eru henni ekki góðir og hana langar til að eiga heima hjá frænku sinni í fallegu húsi. Tækifæri hennar kemur, er móðir hennar, frú Johnson tekur að dingla við friðil. Þau eru eitt sinn að fara út úr húsinu, es maður konunn- ar er að koma heim og mætir þeim úti fyrir dyrum. Lucy er í glugga á efri hæð hússins og sendir föður sínum skot. Hann hnígur dauður, það líður yfir konuna, friðillinn hleypur á brott, en Lucy lætur byssuna í hönd móður sinnar þar sem hún er í yfirliði. Svo eru þau, frú Johnson og friðill hennar sýnd í rafmagnsstólnum, en seinast í þessari sögu, er heitir „Föður- morð borgar sig“, sést Lucy bros- andi og ánægð, því að nú er hún hjá frænku sinni í fallegu húsi. Þetta var kynnt í blaðasölu- turninum sem lesmál byrjend- anna. f sama ritinu eru svo þess- ar frásagnir: 1. Faðir ber dóttur sína til dauða, hélt að það væri kærast- inn hénnar. 2> Maður einn er dáleiddur og iátijin berja mann til dauða með bílkeðjum. Kona dávaldsins hef- ur ýerið honum ótrú. 3. Maður einn kaupir atvinnu- morðingja til þess að drepa friðil eftir Pétur Sigurðsson konu sinnar. Þetta leiðir svo dauða yfir mann konunnar. Unglingar geta þannig fengið tilsögn í margvíslegum fjölskyldu manndrápum, og fræðsluritið kostar aðeins 10 cent. Þá er það María blóðuga. Það rit hefur verið til sölu í blaðsölu- turnunum. María hengir fóstru sína í kaðli. Kemur svo grun á fósturföður sinn, og hann er sak- laus hengdur fyrir morð. Svo drepur hún læknir — sálfræðing, fremur morðið með hnífstungu og brennir svo skýrslum hans, til þess að þær vitni ekki um ástand hennar. Önnur saga heitir: „Ég drap Maríu (Maríunafnið er mikið notað í þessum óþverra ritum.) C__■''SOG'n—? Síðari grein Vangefinn strákur, nefndur Bobby, hittir á förnum vegi telpu, sem heitir María og þau verða samferða. Það rignir og þau fara inn í hlöðu. Þar sýnir mynd hana hallast upp að heyinu. Hann nálg- ast hana, en hún hlær að ,,sissy“. Hann nær í exi, og nú er sýnd mynd af honum þar sem hann er að höggva hana til dauða. Hún er svo sýnd myrt og illa leikin. Þar næst sézt strákurinn dingla niður úr ræfri hlöðunnar. Hann hefur hengt sig. Ritið sem lýsir þessu var keypt aðeins nokkra faðma frá blettun- um þar sem kynferðislega sjúkur náungi hafði fyrir fáum dögum kyrkt 10 ára stúlku“. Þannig lýsir ritstjórinn inni- haldi þessara svívirðilegu glæpa- rita, og margt fleira telur hann upp. Ein myndin sýnir, hvernig festa má byssu á hurð, þannig, að skotið hlaupi í þann, sem ætíar að opna hurðina. Þá er lýsing á því, hvernig eiginmað- ur getur fylgt konu sinni á gang- stétt i neðanjarðar járnbrautar- stöð, séð svo um að hún gangi utarlega á stéttarbrúninni, og látið hana svo detta út af með því að ýta öðrum á hana, og verður hún þá undir eimreið- inni. í riti, sem ætlað er smákrökk- um, er því lýst, hvernig maður nokkur lætur konu sína og friðil hennar grafa þeirra eigin gröf, og drepur þau svo. Eftir tíu daga rísa hálfrotnuð og samföst líkin upp og ásækja morðingjann. Hann skýtur á þessa rotnandi kássu, en það dugar ekki, óskapn- aðurinn færist nær honum og frásögnin endar á þessum setn- ingum: „Ég vildi, að ég gæti sagt þér hvað Sharon (konan) og friðill hennar gerðu við Larry“, það er, manninn. í þessum barnabókum er mannáti lýst af mestu nákvæmni. Á einum stað sést borðstofuborð og á þvi liggur hálfétið lík. Á öðrum stað liggur hálfnakin kona, brjóst og kálfar, eins og venjulega, mjög áberandi. Kerl- ingarnorn beygir sig ofan að henni, er með sveðju og segist varla geta beðið eftir því að fá að eta þetta góða, meira og hvíta hold. Forsíðumynd sýnir mann- varg hringja til hótelþjónanna cg biðja þá að senda sér upp í herbergið feitan strák, ekki mat heldur strák, því að hann sé mjög hungraður. Maður einn verður feitari með hverjum deginum, þótt enginn viti til þess að hann eti neitt, en svo finnur lögregl- an stöku sinnum hálfétna mann- skrokka, og erú myndir af þeim, körlum og konum og aldur þeirra tilgreindur. Þessi maður býður svo frænku sinni og skrifstofu- stúlkunni til alþjóðaátveizlu í Ítalíu. Þegar þangað er komið, er þar umkringt borð af hungr- uðu fólki, en engin matur. Spurt er um matinn og segir maðurinn þá, að það eigi að eta frænku sína og skrifstofustúlkuna. Ritstjórinn snýr sér svo að fólkinu og spyr, hvernig því litist á þetta lesmál barna þess. Hann bendir svo á, hvað gera þurfi: skora á blöðin, þingmenn, presta og aðra ábyrga menn, að hefjast handa gegn þessum ófögnuði. Hann segir, að blað sitt, þótt íhaldssamt sé, hafi ráðist í að varpa Ijósi á ósómann, og ljósið sé alltaf óvinur óþverrans. Blað hans hafi birt stórar fyrirsagnir á fyrstu blaðsíðu, einnig mynd- ir af forsíðum sumra verstu glæparitanna, og með þessu harð- ar ádeilugreinar. „Árangurinn kom skyndilega og varð stórfelldur", segir rit- stjórinn. „Heildsalar blaða og tímarita lögðu fyrir smásölurnar að endursenda öll rit, er þeir teldu siðspillandi. Við héldum sókninni áfram í ritstjórnar- greinum og fréttapistlum. Þar á eftir gátum við birt góðar frétt- ir með stórum fyrirsögnum á þessa leið: Fræðslumálastjórnin og fleirí taka þátt í herferðinni gegn glæparitunum. Haddam bókaverzianir hætta sölu á glæparitunum. VFW styðja baráttuna gegn glæparitunum í 30 borgum. Simsbury KC hreinsa burt glæparitin í sjö borgum. Margir menn og hópar manna höfðu beðið eftir forustu, og í raun og veru fögnuðu þessari hreinsun engir fremur en bók- salarnir. „Þetta er ágætt“, sögðu þeir, „við erum flæktir í sölu- kerfið. Við viljum ógjarnan selja óþverrarit, en hvernig getum við aðgreint það allt“. • Hér lýkur þá að segja frá aðal- innihaldi greinanna tveggja í Reader’s Digest, sem lýsa hinu viðbjóðslegasta eyðileggingar- verki, sem unnið er með útgáfu glæparitanna, en þar er einnig sagt frá djarfmannlegri og vel heppnaðri sókn gegn þessu vonda verki. Hér á landi fjölgar glæpa- ritunum og þau eru auglýst ó- spart. Á einum stað var mér sagt, að sú umboðssala seldi fyr- ir þúsund krónur mánaðarlega af einu mest umtalaða ritinu. Það er létt verk að selja glæparit, æsandi kvikmyndir, áfengi, tóbak og siðspillandi skemmtan- ir, en það þarf manndóm til að segja slíku stríð á hendur. Foreldrar og kennarar á ís- landi! Sofið ekki gagnvart þess- ari hættu, sem leiðir af glæpa- ritunum. Verið er að sá eitri í sálir barna ykkar. Látið ekki sannast á ykkur, að þið séuð hirðulaus um velferð þeirra. Hefjist handa og látið sjá, að einnig þið getið hreinsað hús ykkar. Öll óþrif greiða allri sýk- ingarhættu veg, og þessi er sýk- ingarhættan verst, sem hér hefur verið rædd. Henni má ekkert umburðarlyndi sýna. Pétur Sigurðsson. Föpr ejöf ti! SSylíkishólínskjrklu STYKKISHÓLMI, 22. nóv.: — Síðastliðinn sunnudag færði frú Valgerour Kristjánsdóttir á Bergi í Stykkishólmi, Stykkishólms- kirkju forkunnarfagra silfur- könnu, til minningar um mann sinn, Magnús Jónsson frá Ási, sem um langt skeið var meðhjálp ari kirkjunnar. Var gjöf þessari veitt móttaka við guðsþjónustu í kirkjunni sama dag, af séra Sig- urði Lárussyni prófasti. — Árni. gefur ferskt bragð í munninn Chlorophyll gefur ferskt bragS, er fljótvirkt og áhrifa/ríkt. Fleiri og fleiri nota nú hið nýja Colgate Chlorophyll tannkrem. Heildsölubirgðir: H. Ólafsson & Bernhöft. Tilraunir sanna að gómkvillar lagast helminci fyr! Athuganir á 589 börnum hafa leitt í ljós að tannholdið styrkist helmingi fyrr með Chlorophyll tannkremi en hvítu. Jafnvel al- varlegar gómskemmdir hafa lag- færzt á skömmum tíma. Vísinda- legar athuganir hafa leitt í ljós að séu tennurnar burstaðar að staðaldri með Colgate Chlorop- hyll tannkremi, þá verndi það góm og tannhold barna yðar. Fullvissið yður um fullkom- inn árangur með Chlorop- hyll* tannkremi . . . með nýrri fullkominni Colgate forskrift! Sjálf náttúran framleiðir Chlor- ophyll og skapar vöxt og gró- anda allra plantna: Það er þess vegna að reynsla og kunnátta Colgate er mikilvæg fyrir yður því að þessi nýja fullkomna for- skrift veitir yður hagnýti Chlor- ophyll í öruggu formi. Til hjálp- ar gegn óþægilégu munnbragði . . . algengum gómkvillum . . . tannskemmdum . . . notið Col- gate Chlorophyll tannkrem eftir máltíðir. Það er bezta Chlorophyll tann- krem, sem stærstu framleiðendur heims geta framleitt. Hreinsar munninn fullkomlega. Aðeins einn bursti með Colgate Chlorophyll tannkremi hreinsar munninn fullkomlega. REYNT OG ABYRGST AF *Inni- heldur Chlorophyllin öfg s|S M íðí ,.A NÚ OG ÆTÍÐ .... YFIRBURÐIR f LOFTI! Tvisvar sinnum fleiri fljúga með Douglas en öllum öðrum flugvélum til samans. Þér getið flogið með hinum risastóru nýtízku DC—6 eða DC-6B, sem notaðar eru á öllum helztu flugleiðum, hvar sem er ■J.U«AU Litli- og stóri MASTER Bezta jólagjöf húsmóðuriimar 1 árs ábyrgð. Ný sending komin. LUDVIG STORR & CO. MASTER MIXER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.