Morgunblaðið - 28.11.1954, Side 7
Sunnudagur 28. nóv. 1954
MORGUISBLAÐIÐ
7 1
Gagngerðar breytingar
fyrirhugaðar í Iðnó
FRÁ ÞVÍ er skýrt í leikskrá að sjónleiknum Erfingjanum, sem
Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir, að hafinn sé
undirbúningur að gagngerðum breytingum á hinu aldna húsi
Iðnó. Bráðabirgðauppdrætti að breytingunum hefur Skarphéðinn
Jóhannesson arkitekt gert, en hann dvelzt nú erlendis m. a. til að
kynna sér hagkvæmast fyrirkomulag í leikhúsum á stærð við Iðnó.
Hörður Ólafsson
Málflutningsskrif«tofa.
Laugavegi 10. - Símar 80332, 7*573,
Mýkomsreas* — Mý uppskera
CLARA SVESKJUR
Stærðir 70/80
------ 40/50
ÞRÖNGT UM ALLA
STARFSEMI
Mbl. sneri sér í tilefni þessa
til Lárusar Sigurbjörnssonar for-
manng L. R. og til þess að fá
frekari upplýsingar um þetta.
Sagði Lárus, að lengi hefði verið
nauðsyn á því að gera ýmsar
breytingar á leikhúsinu. Starf-
semi félagsins hefði færst svo
ört í vöxt undanfarin ár, að
húsið væri fyrir löngu orðið
langt of lítið og erfitt væri fyrir
leikara að athafna sig þar. Nú
stæði hinsvegar fyrir dyrum
gagngerðar breytingar á húsinu
og hefði hússtjórn Iðnós haft
samráð við stjórn L. R. um breyt
ingarnar. Ekki væri þó enn neitt
endanlega afráðið um breyting-
arnar.
NÝ SÆTI —
SVALIR STÆKKAÐAR
Það helzta sem í ráði er að
gert verði, er að setja ný sæti í
salinn. Við það fækkar sætum
alíverulega, og er því í ráði til
þess að vinna það sætatap upp,
að stækka svalirnar inn í nú-
verandi kaffisal. Við það hverf-
ur kaffisalurinn og því nauðsyn
á að byggja nýjan og kemur
helzt til mála að byggja yfir
hann út frá suðurhlið hússins,
eða þar sem fatageymslan er nú.
INNGANGUR FRÁ
V ONARSTRÆTI
En vegna þeirrar útbyggingar
yrði að flytja innganginn og fata-
geymsluna til þess, sem áður var
Vonarstrætismegin. Snyrtiher-
bergi yrði þá og að flytja og
koma fyrir á öðrum stað. Sagði
Lárus, að þetta væru í stórum
dráttum þær breytingar, sem til
tals hefði komið að gera á sal,
inngangi og snyrtiherbergjum.
LEIKSVIÐIÐ HEFUR SIGIÐ
UM 10 CM.
Stækkun á leiksviðinu í Iðnó er
orðin hvað mest aðkallandi vegna
þeirra þrengsla, sem þar eru. Þó
er búið að gera lítilsháttar breyt-
ingar á húsgagnageymslu leik-
sviðsins, en þær breytingar
bjarga samt litlu við um plássleys
ið. Leiksviðið sjálft er orðið á-
kaflega lélegt, t. d. hefur það sig-
ið um 10 cm. um miðbikið. Hef-
ur stækkun sviðsins því mjög
komið til álita og myndi við það:
rýmkast mjög um leikara og
stækkunin verða til aukins hag-
ræðis við uppsetningu leikrita.
Sömuleiðis myndi þá verða mögu
legt að bæta aðbúð leikara í
búningsherbergjum, sem eru
bæði of tfá og smá.
33 LEIKSÝNINGAR Á
TVEIMUR MÁNUÐUM
Þetta sagði Lárus Sigurbjörns-
son, er það sem hægt er að segja
urh þessar breytingar á þessu
stigi málsins, en með sívaxandi
starfsemi og aukningu viðfangs-
efna er þetta orðið svo mjög að-
kallandi að ekki má bíða öllu
lengur. Til dæmis í þessu sam-
bandi, má geta þess, að L. R.
hefur s. 1. tvo mánuði haft 33
leiksýningar, eða 15 í október
og 18 í nóvember. Sýnir það bezt
hversu áríðandi það er fyrir L.R.
að fá aukið svigrúm til leik-
sýninga og um aðbúnað fyrir
leikhúsgesti vita allir, sero í Iðnó
hafa komið. Hafizt verðuj handa
við breytingarnar í vor.
LEIKSRRÁ í
BREYTTRI MYND
Þess má geta að leikskrá L.R.
ér nú prentuð með nokkrum
breytingum frá því sem áður
hefur verið. Er þar m. a. nýr
þáttur: „Tjaldið frá — og fyrir“,
og er ætlunin að flyt.ja þar ýms-
ar fregnir af starfi félagsins og
einnig öðrum leikfélögum lands-
ins. Þá verða og greinar um leik-
list og leikhús í nálægum lönd-
um eftir því sem við verður kom-
ið, svo og myndir og greinar
um viðfangsefni L.R. o. fl. Þessi
nýja gerð leikskrárinnar er að
nokkru leyti til komin vegna 50
ára afmælis skrárinnar. Er hún
nú 36 bls. að stærð, þar af helm-
ingur lesmál. — ht.
— Ásgeir Sigurðsson
Framh. af bls. 2
ferðast hafa með Ásgeiri Sig-
urðssyni á undanförnum áratug-
um meðfram ströndum íslands,
og milli landa, þakka honum
ánægjulegar samvistir. Hann hef-
ur ávallt skilað þeim heilum í
höfn. Sjómannastéttin þakkar
honum einnig mikilsverða for-
ystu um mörg þýðingarmikil hags
munamál hennar. Vinir hans og
heimilis hans senda afmælis-
barninu, hinni ágætu konu hans,
frú Ásu Ásgrímsdóttur, börnum
þeirra og fóstursyni einnig hlýjar
árnaðaróskir.
S. Bj.
★
EINN af forustumönnum íslenzku
sjómannastéttarinnar, Ásgeir Sig-
urðsson skipstjóri á mótorskipinu
Helku, er sextugur í dag.
Það þarf ekki að kynna hann
fyrir þjóðinni, það hafa störf
hans gert svo rækilega, allt þró-
unartímabil hins íslenzka verzl-
unarskipaflota allt frá árinu 1914
til þessa dags.
Á þessu tímabili er hann búinn
að starfa, fyrst sem stýrimaður
frá árinu 1916 á skipum Eim-
skipafélags íslands og svo á
strandferðaskipum ríkisins bæði
sem stýrimaður og svo skipstjóri
hátt á 3ja áratug.
Hann hefur þau tæp 30 ár, sem
hann hefur verið skipstjóri verið
svo giftudrjúgur í skipstjórn
sinni, að skip þau sem hann hefur
stjórnað, hafa aldrei orðið fyrir
teijandi óhöppum, þrátt fyrir það
þó hann hafi orðið að fylgja all-
ströngum áætlunum, í strand-
ferðunum við hina skerjóttu
strönd lands vors, bæði í þokum
og stórhríðum hins íslenzka vetr-
ar. Slíkt hlutverk er engum au-
kvisum hent, og leysa ekki aðrir
af hendi áfallalaust árgtugum
saman, en afreksmenn. Og talar
því skipstjórnarsaga hans bezt
um það hverskonar maður hann
er.
Hann hefur og verið skelegur
baráttumaður fyrir menningar-,
hagsmuna- og öryggismál sjó-
mannastéttarinnar, enda var
hann einn af forustumönnum um
stofnun Farmanna og fiskimanna-
sambands íslands, og hefur verið
forseti þess frá stofnun og allt
til þessa dags.
Hin íslenzka sjómannastétt
stendur í mikilli þakkarskuld við
þá menn, sem af fórnfýsi hafa
eytt miklum hluta af hinum mjög
takmarkaða frítíma sínum, til að
vinna að hagsmunamálum þeirra.
En slíkt hefur Ásgeir Sigurðsson
gert oðrum fremur.
Ég vrl að lokum óska Ásgeiri
Sigurðssyni til hamingju með
daginn, og óska honum langrar
og gifturíkrar framtíðar og ís-
lenzku þjóðinni vil ég óska þess,
að hún eigi sem flesta menn, á
öllum tímum með líku hugarfari
til velferðar hennar og Ásgein
Sigurðsson hefur. Þá mun henr|l
vel farnast.
Vinur af sjónum.
Regísh&gism -
LAUGAVEGI «2 — SÍMI: 3858.
Nýja piast-klæðningin með lím nu á, tilbúin til notkunar.
— Ekkert vatn — Ekkert lím — Enga nagla —
Engin sérstök áhöld — nema skærin og málbandið.
Dæmi notkunar:
Á allskonar skápa
• hillur
® húsgögn (gömul og ný)
® barnaherbergi
® hiífðarklæðning (á veggi innanhúss).
’ ® ótal margt fleira.
— Gíæsiiegt úrval af fallegum litum. —
Lííið inn, fáið sýnishorn og allar nánari u plýsingar hvernig nota má CON—TACT
iiieð
næsfa
frá
Ameríku
í .............................................................