Morgunblaðið - 28.11.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 28.11.1954, Síða 14
MORGVNBLAÐl Ð Sunnudagur 28. nóv. 1954 14 ** NICOLE SkSIdFaga ©ftii Katherin© Gasin -.<■«; — »■ ■■k—iarw r ■■ Framhaldssagan 105 7. kafli. Hvell hringing símans rauf eftirjniðdagskyrðina að Fenton- Woods einn heitan dag í júní- mánuði. Margaret Fenton and- varþaði þreytulega um leið og hún stóð upp úr stól í setustof- unni. Annað heimilisfólk var úti í gaíðinum; það hafði ekki heyrt símahringinguna. Hún gekk að símanum, tók upp tólið og um leið var sagt: „Gæti ég fengið að tala við frú Fenton?“ „Þetta er frú Fenton. Hvér er það sem.talar?" „Það er Barton — góðan dag- inn frú Fenton". „Já, ég þekkti ekki rödd yðar“. James Barton hafði verið stöðv- arstjóri járnbrautarstöðvarinnar í Thörnpool í tólf ár. Á þessum tíma hafði hann einnig orðið einskonar fréttamiðstöð þorpsins og nágrennisins. Margaret velti því fyrir sér, hvað hann mundi vilja. „Það er vegna sonar yðar, frú Fenton. Mér datt i hug að þér munduð vilja senda bíl eftir hon- um“. Judy birtist í dyrunum. Mar- garet leit fram upp við það, en síðan beindist athygli hennar aftur að símanum. „Sonur minn? Hver af sonum mínum, Barton? Við áttum ekki von k neinum þeirra fyrr en í næstu viku“. „Undirforingi Fenton er kom- inn hingað á stöðina, frú. Ég bjóst við að þér vilduð vita af því“. Margaret byrgðí fyrir taltrekt- ina með lófa sínum og leit glað- lega til Judy. „Judy, það er Ross. , !Ross er kominn heim. Hann er á stöðinni". Dóttir hennar kom nær og hlustaði meðan móðir hennar hélt samtalinu áfram. „Nei, við vissum ekki um þetta, Barton. Hann er kominn fyrr en við bjuggumst við. Það er dásamlegt". „En það er dálítið. sem ég vildi segja yður, frú Fenton. Mér finnst rétt að þér vitið það fyrir fram. Sonur yður hefur misst annan fótinn". j Það var gott að Judy var ná- læg. Hún hljóp til og studdi móð- ur sína, sem riðaði og tók tal- trektina um leið og hún féll úr máttlausri hendi móður hennar. j „Þakka yður fyrir, Barton. Þakka yður fyrir að þér létuð okkþr vita“, sagði hún daufri röddu. „Við korhum á bílnum. Segið honum að bíða: látið þér liann ekki fara“. „Nei, það skal ég ekki gera. Verij| þér sælar". Jútíy lagði taltrektina á sím- ann óg sneri sér að móður sinni. „Þg er það skeð, Judy“, sagði Margaret. „Það, sem ég hef alltaf óttasÆ, hefur skeð. Eigandi þrjá syni í hernum, þá gat ég ekki bú- Í7t við að fá þá alla heila heim, gat ég það? Hann er á lífi, það er allt, sem skiptir máli. Það hefði getað orðið mikið verra. Hann liefði getað misst sjónina. Hugs- aðu þér það, Judy, hugsaðu þér það!. Já, það hefði getað orðið mikið verra“. Júdy beygði sig niður og vafði móður sína örmum. „Þú ert hug- djarfasta kona, sem til er. Það er einmitt svona sem Ross mundi vilja að þú tækir þessu óhappi. Þú fveizt hversu hann hatar liarnsakvein og eftirtöiur". „Hvers vegna ætti ég að harma, Judy. Sonur minn er kom inn heim frá eyðimörkinni. Hann er lifandi — og meira fer ég ekki fram á. Ég vissi að það mundi verða einhver þeirra sem eitthvað henti. Ross er færari um að bera það en hinir drengirnir. Allan á konu og börn að sjá fyrir og Ric- hard .... Guði sé lof að það var ekki Richard. Hann hefði brjál- ast. Ég er viss um að hann vildi heldur deyja, en að verða ör- kumlaður. Veslings Ross“, sagði hún lágt, „hann er svo ungur, of ungur til að bera slíkt áfall“. — Hún leit á Judy. „Segðu Nicole þessar fréttir og svo skuluð þið báðar ftira og sækja hann á stöð- ina. Hann bíður þar. Ég vil ekki að hann haldi, eftir allt það sem hann hefur gengið í gegnum, að við hér heima séum of huglaus og of sorgmædd til þess að sækja hann ekki þegar í stað. Það er einkennilegt að hann skuli hafa leynt þessu fyrir okkur svona lengi. Það hefði verið miklu betra, ef hann hefði sagt okfcur frá því þegar í stað. En vertu varkár, Judy. Þú veizt ekki í hvaða ástandi þú finnur hann. En farðu nú fljótt af stað. elskan. Ég næ í föður þinn og Joan og við bíðum hér heima eftir ykkur. Það er bezt að ég fari að huga að einhverjum mat. Hann verð- ur að fá þá beztu og innilegustu heimkomu, sem við getum veitt. Ég býst við því að hann kjósi það helzt, að við gefum örkumli hans sem minnstan.gaum. Ég hef lesið það einhvers staðar, að flestir sem örkumlast hugsa þannig. — Það er skrítið að hugsa um hann Ross minn sem fullorðinn mann — en samt er hann það nú. Eng- inn getur gengið í gegnum þá revnslu og þær raunir sem hann hefur þolað, og verið ennþá drengur eftir“. Margaret þagnaði. Judy kvaðst ætla að fara þegar í stað og hljóp út. Móðir hennar hlustaði á fóta- tak hennar deyja út. Þá laut hún höfði og tárin, sem hún hafði reynt að fela fyrir Judy, brustu fram. I Hjarta hennar sveið; Ross, hennar Ross var að koma heim — á hækjum. Aldrei mundi hún 1 geta talað við hann eins og hún gerði áður en hann fór. — Ross hlaut að hafa breytzt mikið — hann var orðinn eldri, fullmótað- j ur, og kannski nú orðinn beiskju- fullur vegna óhappsins. Hún 1 minntist drengsins síns, þegar hann hafði öllum að óvörum komið heim í einkennisbúningi. Hann hafði þá verið djarfur — hann hafði komið þegar allir voru heima, óhræddur við að segja að hann væri kominn í landherinn. Þá hafði hann verið þakklátur fyrir þá samúð, sem honum var sýnd. Skyldi hann vera þannig ennþá, hugsaði hún. Framtíðin olli henni áhyggj- um. Hvað mundi hann gera? Mundi hann trúa því, að hann væri til einskis nýtur, þar sem hann hafði misst annan fótinn; eða myndi honum skiljast að það skipti ekki höfuðmáli? Mundi hann einungis sjá þann mikla skaða, se.m hann hafði orðið fyrir, eða mundi hann sjá ljósu punkt- ana í lífi sínu? Héðan í frá var þáð undir honnm sjálfum komið hvort hann sigraði eða tapaði í baráttunni. Enginn nema hann sjálfur gat ákveðið hvort loka- punkturinn hafði verið settur í æfisögu hans. Margaret lét höf- uð sitt hvíla í höndum sér. Ross var ákaflega vel gerður að eðlis- fari, en hitt var eigi að síður ó- vist hvort hann, svo ungur, gat tekið mótlæti lífsins, án þess að fyllast beiskju. o—O—o Það var heitan dag síðar um sumarið. Fenton-Woods, þetta stóra hús, var þögult. Sólin bað- aði allt brennheitum geislum sín- um. Nicole horfði á allt draslið, sem lá hingað og þangað á hvít- skúruðu trégólfi háaloftsins. — Þessum stað unni Nicole. í þessu herbergi voru faldir gamlir fjár- sjóðir Fentons-barnanna. Þarna var hornið hennar Judy: dúkkan, GÓLFTEPPI mjög falleg og ódýr COCOSTEPPI mjög falleg og ódýr Hollenzku gangodreglnrnir fallegu nýkomnir aftur í fjölda litum og breiddum. Athugið að geia pantanir yðar nógu tímanlega, svo þér getið fengið þá faldaða á þeim tíma, er þér helzt óskið. Gjörið svo vel og skoðið í gluggana. CEYSiR H.F. FATADEILDIN Belgískar modelkápur og dragtir 1 (thít' h.j. LAUGAVEGI 116. Bílosalinn Til sölu strax 1953 Studebaker Champion Sport Coupe Sími 82000 Veitingamerml höfum fyrirliggjandi: Vitamon súpuduft í 1 kg. dósum, Pipar, avartur, í 7 lbs. dósum. Pipar, hvítur, í 7 lbs. dósum. Ötker búðingar í V2 kg dósum. Báhnekes sinnep í 5 kg dósum. I hefur kaupanda að DODGE eða PLYMOUTH 1947 eða yngri. BílcssaSinn Vitastíg 10 — Sími 80059 Cólfteppi Gólfteppasalan, Bergstaðastræti 28, heldur áfram í full- um gangi. — Komið og kynnið yður verð og gæði meðan nóg er úr að velja. mmmwwwwwwummimmmmmmmmWtím** PRESSAÐ GRÆNMETI: Rauðkál Súpukál Gulrætur SÍMT 1—2—3—4 )) ManHWHi a Olsem % (É — Bezt að auglýsa í Morgunblaðiðinu — Barnafatnaður Telpukápur Telpukjólar Nærfatnaður Drengjaföt Drengjapeysur. Verzlunin Eros Hafnarstræti 4. — Sími 3350. FLUGFERD TIL GRÍMSEVJAR Flogið verður frá Reykjavík til Grímseyjar með viðkomu á Akureyri, miðvikudaginn 15. desember. Verður þetta eina flugferðin til Grímseyjar fyrir jól. Cýf^élacjt ~3$land$ h.j § ■■■■■■■««■■■■■1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.