Morgunblaðið - 30.11.1954, Side 7
Þriðjudargur 30. nóvember 1954
MORGVISBLAÐLÐ
1 i.
Sigurbjörg Jónsdóttir írá
Stóra-Hfauni - Kveðja
í DAG verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni hér Sigurbjörg
Jónsdóttir, Stórholti 32. Hún
fæddist 31. marz 1876 að Barða-
Btöðum á Snæfellsnesi. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigríður
Gísladóttir og Jón Bárðarson.
Bæði voru þau vel ættborin og
dugandi búendur, en efnalítil og
barnmörg. Sigurbjörg var næst
elzta systkinið. Það varð því hlut-
gkipti hennar, 14 ára gamallar, að
hverfa frá ástvinum sínum og
æskuheimili til sjálfsbjargar.
Hafði hún þegar eignazt einlæg-
an vilja á að rækja skyldur sínar
við guð og menn. Hún vann í
fæðingarsveit sinni og við vin-
eældir hvar sem hún fór:
Það mun hafa verið um áratug
eftir að Sigurbjörg fór úr for-
eldrahúsum að ég kynntist henni
fyrst. Var hún þá komin í ná-
grenni við mig til frændfólks
míns að Ytra Skógarnesi, en
þar voru þá einnig systur hennar
tvær í fóstri, að móður þeirra
látinni. Nokkru síðar kom hún til
foreldra minna að Syðra-Skógar-
nesi. Kostir Sigurbjargar urðu
mér fljótt augljsóir, starfshneigð,
svo að aldrei féll verk úr hendi,
verklagni og afköst fremur en
líkamlegt þrek virtist geta leyft.
Lífsglöð var hún mjög, hjálpfús
og trygglynd.
Enda þótt vitað væri að Sigur-
björg hefði ekki notið neinna ver-
aldargæða í uppvextinum var það
Ijóst, að hún trúði á sigur hins
góða í hverri raun. Hugur henn-
ar til samferðamannanna var
barnslega ljúfur og ástúðlegur.
Hún gerði bæn sína fyrir öllum,
sem bágt áttu. Einlægni hennar
var svo sönn, að hún ætlaði eng-
um nema gott, unz annað kom
fram. Hún var mjög trúhneigð
og las löngum guðsorðabækur.
Draumspök var hún og kunni því
á ýmsum hlutum skil, sem öðrum
voru duldir.
Segja má að orðið hafi þátta-
skil í æfi Sigurbjargar og til gæfu
hafi gengið, er hún réðist til
prestshjónanna, séra Árna Þór-
arinssonar og frú Elísabetar Sig-
urðardóttur, er þá bjuggu að
Ytri Rauðamel, því að þrátt fyrir
það að mikil störf voru á hinu
mannmarga og gestkvæma heim-
ili varð hún þar strax hamingju-
söm, því að hún fann hve óskorað
traust hún fékk, þegar henni var
að miklu leyti falin umsjá með
ungum börnum hjónanna, hvað
henni varð lykill að innstu til-
finningum fjölskyldunnar, svo að
hún sjálf varð sem hluti af henni.
Með hverju ári sem leið óx ást
hennar til barnanna og fjölskyld-
unnar allrar. Það jók gleði henn-
ar og sjálfstraust, enda varð hún
fljótlega sjálfráð verka sinna og
naut umhyggju og ástúðar hús-
bændanna og barna þeirra. Þá
gafst henni einnig tækifæri til
þess að fræðast um ýms hugðar-
efni sín, einkum trúmál og dul-
ræn fyrirbrigði, en í kafla þeim,
sem séra Árni helgar Sigurbjörgu
í æfisögu sinni segir hann m. a.
að hún hafi verið dulvitur trú-
kona.
Tvær dætur eignaðist Sigur-
björg. Varð önnur þeirra skamm-
líf, en hin, Jóhanna Guðmunds-
dóttir, ólst upp hjá stjúpu sinni.
Hún er kona mannvænleg og býr
hér í Reykjavík.
Eftir að séra Árni lét af em-
bætti fluttust þau hjónin frá
Stóra-Hrauni hingað til Reykja-
víkur. Með þeim kom Sigurbjörg
og naut síðan hins sama ástríkis
fjölskyldunnar og fyrrum og var
því í góðu yfirlæti. En þegar
kraftarnir tóku að þverra kaus
hún að eyða síðustu æfiárunum
hjá Sigurði Árnasyni, er verið
hafði augasteinn hennar alla tíð.
Var það auðsótt mál og naut
Sigurbjörg friðsællar elli hjá
honum og ágætri konu hans, Sig-
rúnu Pétursdóttur, sem reyndist
henni með svo miklum ágætum
að dæmafátt má heita. Fyrir
löngu hafði Sigurbjörg sagt fyrir
dánarár sitt og var bað síðasta og
órækasta vitnið um forspár
hennar. Nokkra síðustu dagana lá
hún í sjúkrahúsi, þar sem margir
vinir komu til að kveðja hana.
Þegar brottfararstundin kom hélt
bezti vinur hennar, Sigurður, í
hönd hennar, og lauk þannig hér-
vist þessarar ágætu konu. Megi
minning hennar lifa, þar sem svo
marga góða hluti er þar að varð-
veita.
Magnús Sigurðsson.
MÉR koma í hug orð postulans:
Þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika,
yrði ég hljómandi málmur eða
hvellandi bjalla. — Þú varst full
kærleika og fórnfýsi til húsbænda
þinna, góða horfna Sigurbjörg
mín, eða Bjagga, eins og við börn
in vanalega kölluðum þig.
Þú varst um áratugi hjá föður
okkar og móður á Stórahrauni,
og við börnin litum alltaf á þig
sem aðra móður okkar, sérstak-
lega yngri systkini mín, sem
hlupu svo oft til þín, ef eitíhvað
var að — og aldrei áttir þú það
annríkt, að þú græddir ekki sárin.
Eftir að foreldrar mínir hættu
búskap á Stórahrauni varst þú
hjá mér og konu minni um nokk-
ur ár, og alltaf sýndir þú sömu
umhyggjuna fyrir okkur og dætr-
um okkar, því oft þurftu þær að
hlaupa til Bjöggu siijnar, ef eitt-
hvað var að, og aldrei stóð á
hjálpinni, einnig áttir þú margar
andvökunætur yfir þeim er veik-
indi steðjuðu að, til þess að lofa
konu minni að njóta svefns; og
minnumst við sérstaklega í því
sambandi hvað þú gerðir mikið
fyrir elztu dóttir okkar í veik-
indum hennar, þegar hún var
lítil, enda, er hún var komin til
fullrar heilsu aftur, var viðkvæð-
ið hjá henni, ef eitthvað var að:
— Kallið á hana Bjöggu mína,
hún getur sansað mig. Þetta er
lífsaga hennar Bjöggu — barn-
anna frá Stórahrauni.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi.
Þór. Árnason.
Silfureyrnalokkur
tapaðist s. 1. föstudagskvöld
í miðbænum að F reyjugötu
17. — Finnandi hringi í síma
3169.
80 OPEL
bifreiðar hafa verið pantaðar hingað
OPEL CAKAVAN
★
OPEL OLYMPIA REKORD
Erlendis hafa OPEL bílornir náð svo miklum vinsældum, að verksmiðjurnar verða
stækkaðar stórlega á næstunni. — Fyrstu OPEL bílarnir, sem hingað hafa komið, reyn-
ast svo vel, að um 80 leyfishafar hafa þegar pantað OPEL.
Kynnið yður kosti og verð OPEL bílanna.
Samband ísl. samvinnufélaga
VÉLADEILD SÍMI: 7080
QRÐSENDING til ökunanna og eigenda bifreiða
Umferðasalysin eru orðin stórt vandamál. Þau verða árlega fjölda manns að bana og
enn fleiri meiðast meira og minna. Þar að auki fer forgörðum verðmæti, sem nemur
milljónum króna. Flest umferðaslys orsak :st fyrir ógætilegan akstur og brot á um-
ferðarreglum.
íslenzk bifreiðalög og tryggingarskírteini hafa að geyma sérstök ákvæði, er miða að því
að fyrirbyggja gáleysi í akstri ökumanna og skal sérstaklega bent á eftirfarandi:
1. Samkvæmt 36. gr. bifreiðalaganna hafa tryggingar-
félögin endurkröfurétt á hendur tryggingartaka, hafi
hann valdið tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu
gáleysi.
2. Samkvæmt kaskotryggingarskilmálum eru skemmd-
ix, sem verða á bifreiðum vegna stórkostlegrar
óvarkárni ökumanna, undanskildar ábyrgð félaganna.
Auk þess mega félögin draga frá skaðabótunum, ef
vátryggði veldur tjóni af óvarkárni, sem þó eltki
má telja stórkostlega.
Tryggingarfélögin hafa ekki beitt þessum ákvæðum til fulls, en vegna hinna stór-
auknu tjóna, sem orðið hafa undanfarið, m unu féiögin sjá sig tilneydd að beita þessum
ákvæðum. — Bifreiðastjórar ættu þvi að gera sér það ljóst, að þeir geta sjálfir borið
stóra áhættu, enda þótt bifroiðir þeirra séu tryggðar, ef þeir sýna óvarkárni í akstri.
Biíreibavátryggjendur