Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 8
e MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ! ÚR DAGLEGA LÍFINU i ingar, sem aldrei fölna ÞÆR minningar, sem tengdar eru við 1. desember árið 1918 munu aldrei fölná. Þess vegna rís þessi dagur alltaf bjartur úr drunga og rökkri skammdegitúns. Saga þeirrar baráttu, sem háð var af miklum þrótti og raun- sæi fyrir frelsi þjóðarinnar rifj- ast upp. Einstakar myndir henn- ar standa skírar og ljóslifandi í hugskoti fólksins. En það er ekki nóg að líta um öxl á slíkum dögum og minnast þess, sem þjóðin sjálf og glæsi- legir leiðtogar hennar hafa af- rekað. Hitt skiptir ekki síður máli, að gera sér það ljóst, hvernig málin standa á líðandi stund og hvernig snúast beri við framtíðinni. í dag og á morgun skiptir það öllu máli, hvernig frelsi íslands, sjálfstæði og öryggi íslenzks fólks verði tryggt. í því felst sjálfstæðisbarátta ís- lendinga um þessar mundir eins og allra annarra frjálsra þjóða. Fjölnismenn, Jón Sig- urðsson, Benedikt Sreinsson og fleiri mikilhæfir leiðtogar börðust fyrir að endurheimta frelsið úr höndum lítillar frændþjóðar. Okkur, sem í dag lifum hefur verið fengið það verkefni að varðveita það og treysta. Að þessu hefur sjálfstæðis- barátta núlifandi kynslóðar stefnt. Og að því mun hún stefna á ókomnum árum. Með samvinnu við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar að menningu, stjórn- arháttum og uppruna hafa ís- lendingar reynt að skapa landi sínu skjól í þeim miklu hretviðr- um, sem yfir heiminn hafa geng- ið síðustu áratugi. Enn sem komið er hefur þessi samvinna gefist vel. Hin fámenna íslenzka þjóð hefur aflað sér við- urkenningar og vina um allan hinn siðmenntaða heim. Hags- muna íslands er gætt innan víð- tækustu alþjóðasamtaka og þar gefst tækifæri til þess að kynna landið, þjóð þess, þarfir og menningu. E. t. v. hafa ekki allir íslend- ingar gert sér mikilvægi þessar- ar staðreyndar ljósa. Ennþá heyr- ast raddir um það, að við eigum að snúa okkur til veggjar, treysta á einangran landsins og lifa í liðnum tíma, í stað þess að átta okkur á hinum gerbreyttu að- stæðum í heiminum. Þá menn, sem þannig hugsa skortir vissulega skilning á aðstöðu lands síns á líðandi stund. Þá hefur dagað uppi á miðri leið. Þess vegna er bar- átta þeirra andstæð íslenzkum hagsmunum og myndi leiða til ófarnaðar ef hún næði tak- marki sínu. En jafnhliða því, að íslending- ar verða að byggja hina nýju sjálfstæðisbaráttu sína á skiln- ingnum á hinum breyttu aðstæð- um út á við, verða þeir að haga starfi sínu þannig inn á við í sínu eigin landi, að þróun efna- hagslífs þeirra geti haldið áfram. Við verðum að leggja megin áherzlu á, að treysta grundvöll afkomu okkar, miða kröfur okkr ar til lífsins við getu okkar á hverjum tíma. Sá .sannleikur verður að segj- ast, að þrátt fyrir tröllauknar framfarir á örskömmum tíma í þessu landi höfum við ekki gætt þess sem skyldi, að tryggja heil- brigðan og traustan grundvöll bjargræðisvega okkar. — Þess vegna hefur gengi íslenzks gjald- miðils farið lækkandi. — Þess vegna eru ýmsar þýðingarmestu atvinnugreinar okkar í dag rekn- ar með tapi og bornar uppi af ríkisstyrkjum. Slíkt ráðslag hlýtur að leiða til stórfelldra erfiðleika og beinna vandræða. í dag er okkur því tvennt nauðsynlegast: í fyrsta lagi, að halda fast við þá stefnu, sem mörkuð hefur verið í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu. í öðru lagi, að hverfa til auk- innar varúðar og ábyrgðartil- finningar gagnvart rekstri okkar eigin bjargræðisvega. Þessa tvenns er íslending- um hollt og nauðsynlegt að minnast við bjarmann frá minningu hins 1. desember. Opið að affan! ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að miðstjórn Alþýðu- flokksins hafi gert samþykkt um það á fundi sínum í fyrradag, að Hannibal Valdimarsson gegni ekki störfum með stuðningi, vilja né á ábyrgð Alþýðuflokksins sem forseti Alþýðusambands íslands, og geti því ekki tekið þátt í störf- um verkalýðsmólanefndar flokks ins. t í öðru lagi lýsir miðstjórnin yfir því, að hann geti ekki að óbreyttum þessum ákvörðunum hennar talað í nafni Alþýðu- flokksins á opinberum vettvangi. Jafnframt ályktar miðstjórnin að , kjósa fimm manna nefnd, er at-I hugi og geri tillögur um, hverj- ar frekari aðgerðir séu nauðsyn- legar í sambandi við afstöðu og ALMAR skrifar: ERINDI SVEINBJARNAR SIGURJÓNSSONAR SUNNUDAGINN 21. nóv. flutti Sveinbjörn Sigurjónsson magi- ster afbragðsgott og skemmtilegt erindi er hann nefndi: „íslenzk tunga í önnum dagsins. Fjallaði erindið um tungu vora eins og hún lifir á vörum fólksins, — hið daglega málfar. Gerði ræðumað- ur aðallega að umtalsefni hversu óvandað hið daglega mál væri og skipti því eftir því í þrjá höfuð- flokka, tökuorð, slettur og am- bögur. Tók hann mörg dæmi úr flokkum þessum, sem öll eru mjög áberandi í tali manna. — Benti hann sérstaklega á hversu nauðsynlegt er, ef ekki er hægt að finna íslenzkt orð yfir erlend hugtök, að taka þau þannig upp í málið, að þau lúti að öllu lög- máli tungunnar. — Rakti hann og ástæðurnar fyrir málspilling- unni og komst að þeirri niður- stöðu, að hún ætti oft rætur sínar að rekja til lélegra auglýsinga í blöðunum og brýndi fyrir kaup- mönnum að hyggja vel að, er þeir gefa nýjum vörutegundum nafn. Jrá átuan rpma L óL&uáta ulLlí Erindi þetta var, sem vænta mátti ágætlega samið og vel flutt, enda vissulega þörf hugvekja og tímabær. „CAVALLERIA RUSTICANA" í MIÐDEGISTÓNLEIKUNUM voru fluttir þættir úr óperunni „Cavalleria Rusticana“ eftir Mas- cagni, með skýringum Guðmund- ar Jónssonar óperusöngvara. Er þetta eina óperan af mörgum eft- ir hið ítalska tónskáld, sem hlot- ið hefur heimsfrægð, enda er hún heillandi bæði að efni og tónlist. ítalskir söngvarar sungu aðal- hlutverkin, þeirra á meðal Benia- mio Gigli, en kór o ghljómsveit Scala-óperunnar í Mílanó sá um hljómlistina að öðru leyti. Var mjög ánægjulegt að hlusta á flutning þessarar óperu, en hún verður, sem kumjugt er, flutt í Þjóðleikhúsinu hér um jólin. VeLL andi óhripar: framkomu Hannibals. í langri greinargerð, sem Al- þýðublaðið birti einnig í gær fyr- ' ir þessum niðurstöðum miðstjórn arinnar eru rakin þau atvik, sem til þeirra liggja. Bent er á, að þessi fyrrverandi f ormaður j flokksins hafi tekið upp nána' samvinnu við kommúnista, bæði í hreppsnef ndarkosningum í, Kópavogshreppi og á þingi Al- j þýðusambandsins, þvert ofan í samþykktir miðstjórnarinnar. Er komist mjög hart að orði um þessa ráðabreytni og í forystu- grein blaðsins er hún einnig þung lega vítt. Af þessari yfirlýsingu mið- stjórnarinnar verður ekki annað séð en að Alþýðuflokkurinn hafi ákveðið að hreinsa sig algerlega af hinum flasfengna fyrrverandi formanni sínum. Yfirlýsingin fel- ur í raun og veru í sér brottrekst- ur úr flokknum. En formlega séð á hún þó ekki að þýða það. Mið- stjórnin ætlast til þess að orð hennar séu skilin á svipaða lund og kall strætisvagnastjóra, sem tilkynnir farþegum sínum að vagninn sé „opinn að aftan“ og til þess sé ætlað að þeir gangi þar út!! Er nú eftir að sjá, hvernig Hannibal bregst við þeirri vís- bendingu. Almennt mun talið, að flan hans og kommúnistadekur hafi nú fengið verðugan endi. En trúlega stendur honum opínn náðarfaðmur „þjóðarínnar á Þórs götu 1“. Ræningjaleikur í Skjólunum. FORELDRAR ættu að líta bet- ur eftir því að láta börn sín ekki vera að slæpast lengi úti á kvöldin, eða a.m.k. að fylgjast betur með hvað þau hafa fyrir stafni. Síðastliðið föstudagskvöld, klukkan dð verða 10, var hávaði mikill og ærsl fyrir utan verzl- unarhús á Nesvegi hér í bæ. Þeg- ar ég gætti betur að, hverju þessu sætti voru nokkrir strákar á aldr- inum 8—10 ára úti á götunni, sjá- anlega að leika ræningjaleik, sem þeir svo kalla eða eitthvað þess- háttar. Þeir voru allir makaðir í sóti í framan og börðu utan blikk brúsa og handléku margskonar lurka, sem þeir höfðu sem sverð. Hvílíkar aðfarir. INN á lóðina á umræddu húsi höfðu þeir farið og skorið þar niður rólur barnanna í húsinu, allir kaðlarnir átta að tölu voru þverskornir í sundur. Þegar ég kom út var orðbragð drengjanna þvílíkt, að ég hefði vart trúað því, að slíkt gæti átt sér stað í þessum bæjarhluta. Ég geri ráð fyrir, að foreldrar þessarra drengja hafi tekið á móti þeim, þegar þeir komu inn svona útleiknir i framan og eru það vin- samleg tilmæli mín til þeirra, að þeir líti betur eftir börnum sín- um framvegis á kvöldin. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 27. nóv. 1954. Skjólabúi". Ekkert einsdæmi. ÞETTA segir Skjólabúinn og mun saga hans ekkert eins- dæmi. Börn á flækingi síðla kvölds er alltof algeng sjón — sérstaklega í úthverfum bæjar- ins. Er ekki annað sýnna en að foreldrar þessara barna geri sér alls ekki grein fyrir, hve börn- unum er slíkt háttalag óholt — eða þá að þeir reyni ekki — eða geti ekki haft neinn hemil á þeim og er sú skýringin senni- legri. Hver hefir stjórnina? KONA ein sagði mér að í hyjerff inu þar sem hún á heima virð ist sá leikur iðkaður ,í ya#^dj mæli meðal barnanna, ,, þ^lzt dr.engja á aldrinum 10—12 ára, að gerð er atför að einhyerjumi einum dreng í hverfinu bg hann bundinn með valdi ofureflisins upp við staur — má það heita mildi, sagði konan, að ekki skuli hafa orðið alvarleg meiðsli og vandræði af slíkum aðförum. Það er engin furða þótt fólk spyrji: Eru það foreldrarnir sem stjórna börnunum eða börnin for- eldrunum, nú til dags? Léttari tónlist á morgnana. A' RRISULL skrifar: „Með aðstoð þinni, Velvak- andi góður, langar mig til að koma á framfæri lítilli ósk — ákaflega sanngjarnri að mínu áliti; og óskina eiga þeir (eða þær) í allri vinsemd að taka til sín, sem falið hefur verið það ábyrgðarmikla starf að velja morguntónlist Ríkisútvarpsins, er okkur berst til eyrna alla virka daga. Hér kemur svo óskin: Fyrir alla muni lofið okkur að heyra léttari tónlist á morgnana, þótt ekki sé nema í svartasta skamm- deginu. Okkur hlustendum myndi ganga svo miklu betur að vakna, ef þið sæjuð ykkur fært að færa hann Marius Jakobsen, vöggu- vísurnar og útfararsálmana yfir í hádegis- eða miðdegisdagskrána og varpa í þess stað út til okkar léttum og leikandi tónum. Þá myndi loku fyrir bað skotið, að fleiri henti það óhapp að sofna aftur eftir að hafa farið í annan sokkinn eins og kom fyrir einn kunningja minn hér á dögunum. Vögguvísan hefur sennilega flutt hann yfir í draumalandið á ný, en til allrar guðslukku, þá björg- uðu hinir snöggu og hljómmiklu tónar rafmagnsboranna, sem varpað var út í byrjun fréttanna, honum frá því að halda nema rétt inn fyrir landamæri draum- heimanna. í vinnuna í sólskinsskapi VONANDI eru tónlistarveljend- ur Ríkisútvarpsins það góð- hjartaðir menn, að þeir sjái sér f fært að verða við bónum þeirra hlustenda, sem svefnþunga eru haldnir núna í skammdeginu. Verið nú einu sinni tillitssamir og sendið okkur létta og skemmti; lega hljómlist á morgnana, svo við komumst á réttum tíma í vinnuna — í sólskinsskapi. — Árrisull.“ ' LEIKRITIÐ ÞETTA sama kvöld var flutt leikritið „Doktor Knock“ eða „Öll erum við sýkt“, eins og það er einnig nefnt, eftir franska rit- höfundinn Jules Romains. — Er hann einn af fremstu rithöfund- um Frakka (f. 1885) og liggur eftir hann mikið af skáldverkum, sögum og leikritum. Leikritið ' „Doktor Knock“, sem samið er j 1923, er bráðskemmtilegt og deilir á læknana og um leið ekki síður á mannfólkið, sem alltaf er reiðubúið að láta sannfærást um „veikindi“ sín, ef nógu lævíslega er að þeim farið. — í leikritinu koma fram allmargar persónur, en með aðalhlutverkin fóru þeir Rúrik Haraldsson og Þorsteinn Ö. Stephensen með mestu prýði, eins og reyndar aðrir leikendur. Rúrik hafði og á hendi leikstjórn- ina. EINSÖNGUR SVERRIS RUNÓLFSSONAR SVERRIR Runólfsson söng mánu dagskvöldið 22. nóv. sjö lög eftir innlend og erlend tónskáld. Var það satt að segja ekki góð skemmtun, því að rödd söngvar- ans — tenor-bariton — var ekki góð, hrjúf og hás, og þó verst á hærri tónunum. Er mér sagt að Sverrir hafi um nokkur ár dvalið erlendis við söngnám, en ekki gætti þess í söng hans, að hann hefði hlotið mikinn „skóla“. Það kemur alltaf betur og betur í Ijós, þegar metinn er allur sá fjöldi söngvara, karla og kvenna, er koma fram í útvarpinu, hversu fáa söngvara við eigum, sem eru þess umkomnir að láta til sín heyra opinberlega. ÚTVARPSSAGAN FYRIR skömmu var hafin lestur sögunnar „Brotið úr töfraspegl- inum“ eftir Sigrid Undset, og les Arnheiður Sigurðardóttir söguna. Mér þykir líklegt, að hér sé um gott skáldverk að ræða, því að höfundurinn er snjall, sem allir vita. En lesturinn er svo sviplaus og leiðinlegur, að til þessa hefur sagan goldið þess í ríkum mæli. Útvarpið verður að hafa betri gætur á því hverjum það felur lestur útvarpssögunnar, því að það er vandaverk, sem ekki er á allra meðfæri að leysa svo af hendi að vel fari. ÁKVÖLDVÖKUNNI EITT AF atriðum kvöldvökunn- ar fimmtudaginn 25. nóv. var lestur Jónasar Kristjánssonar cand. mag. á kafla úr bók Jón- asar Jónssonar frá Hriflu „Saga Þjóðleikhússins“. Ekki skal það dregið í efa að Jónas Jónsson hafi átt góðan þátt að því að Þjóð- leikhúsið reis af grunni, en ó- , þarflegra drýginda og sjálfshóls höfundar gætti í þessum kafla, sem reyndar víðar í þessari bók. Og óviðkunnanlegt „herbragð“ var það af hendi lesandans að nota aðstöðu sína við hljóðnem- ann til þess að hafa uppi áróður fyrir þessu ritverki við hlust- endur úti á landsbyggðinni. SINFÓNÍUTÓN- LEIKARNIR FÖSTUDAGINN s.l. var útvarp- að af segulbandi fyrrihluta sin- fóníutónleikanna, sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu þá um kvöldið undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar. — Útvarp- að var „Ský“, nocturne 1 eftir Debussy og „Jupitersinfóníunni“ eftir Mozart. — Hvort tveggja þessi verk eru fögur, en „Jupi- tersinfónían“ eitt glæsilegasta verk sinnar tegundar. — Róbert Abraham Ottósson stjórnaði hljómsveitinni með miklum á- gætum, enda er hann mikilhæfur Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.