Morgunblaðið - 01.12.1954, Qupperneq 9
Miðvikudagur 1. des. 1954
MOKGUNBLAÐIÐ
9
Úr ræðu borgarsfjóra í fyrrakvöld;
Undirbúningi að virkiim
O 'i
Efra-Sogsins er lokið
Skipulagsnefnd bendir á 16 staði undir
Ráðhúsið
GIJNNAR Thoroddsen, borgar-
stjóri, talaði síðastur ræðu-
manna á Varðaríundinum í fyrra
kvöld. Svaraði hann fyrirspurn-
um og athugasemdum, sem kom-
ið höfðu fram hjá fyrri ræðu-
mönnum og ræddi nánar um
ýmis bæjarmál.
Borgarstjóri þakkaði margar
góðar hugmyndir, sem bornar
höfðu verið fram, og kvaðst
fagna því, hvenær sem sanngjörn
gagnrýni væri höfð uppi. Borg-
arstjóri taldi athyglisvert hve
margir ræðumanna hefðu talað
um fegrun og skreytingu bæjar-
ins, en þó að bæjarfélagið og fé-
lagasamtök hefðu lagt mikið af
mörkum í þessu skyni, þá hefði
þó aðal átakið hvílt á borgurun-
um sjálfum, sem á undanförnum
árum hefðu lagt á sig erfiði og út
gjöld til að fegra lóðir og hús, sér
<og öðrum til ánægju.
Borgarstjóri minntist þess að
nú og í fyrra hefði Reykjavíkur-
bær m.a. látið lagfæra og fegra
svæðið milli kirkjugarðsins og
íþróttavallarins, gert miklar um-
bætur í Hljómskálagarðinum og
látið fullgera skrúðgarðinn við
Fríkirkjuveg. Vitanlega hefði
þetta kostað mikið fé, en svo virt-
ist sem borgararnir almennt
tækju því vel, að fé þeirra væri
varið til breytingar og fegrunar
í bænum.
ALLS EKKI VESTUR
FYRIR LÆK!
Borgarstjórinn ræddi nokkuð
uppsetningu listaverka. — Sagði
hann, að á þessu ári kæmu 3 ný
líkneski til sögunnar, þar af væri
myndin af Skúla fógeta þegar
komin upp, en likneski af séra
Friðriki Friðrikssyni og danska
líkneskið Pomona, sem er gjöf
frá Danmörku, yrðu sett upp
innan skamms. Annars væri, hér
eins og annars staðar, erfiðleik- i
um bundið að velja Iístaverk,
vegna þess að smekkur er mjög ,
ólíkur í þeim efnum. Sem dæmi
mætti nefna, að um áratugi,
hefðu margir hneykslast á '
líkneski Jónasar Hallgrímssonar,
sem nú er í Hljómskálagarðinum,
af því að buxur skáldsins væru
ópressaðar! Hins vegar hneyksl-
ast nú aðrir á, að Skúli Magnús-
son væri í svo teprulega press-
uðum buxum! Sumir mættu ekki
heyra verk Ásmundar Sveinsson-
ar nefnd á nafn. Til dæmis hefðu
nokkrir góðir Vesturbæíngar hót-
að að mölva niður Vatnsberann
á þeim sama degi sem hann yrði
settur upp fyrir vestan Læk! Hins '
vegar hefði komið nefnd manna |
á fund borgarstjóra fyrir nokkru,
og hefðu það verið íbúar í ná-
grenni við listasafn og garð Ás-
mundar, til að láta í Ijós ánægju
yfir listaverkunum í garðinum
og til að biðja borgarstjóra um
að stuðla að því, að sem allra
bezt yrði búið að Ásmundi og
verkum hans.
ÆGISÍÐA OG UPPSÁTRIN
Þá minntist borgarstjóri á
verndun fornminja í sambandi
við fegrun og nýtt skipulag. Sem
dæmi nefndi hann Ægisíðu, sem
yrði ein af breiðustu og fegurstu
götum, þegar hún yrði fullgerð.
Við hana rísa upp mörg fögur
íbúðarhús, en sjávarmegin er
Grimstaðarvör, Hjallalandsvör og
íleiri uppsátur, þaðan sem enn
eru stundaðar hrognkelsaveiðar.
Borgarstjóri sagði að sumír teldu
þessar minjar stinga í stúf
við hina nýju byggð og verði því
að víkja, en aðrir vilja vernda
þær. _ _________
UNDIRBUNINGI AÐ VIRKJUN
EFRA-SOGSINS ER LOKIÐ
Borgarstjóri drap á fjölmörg
framtiðarverkefni bæjarfélagsins
sem unnið er að. Vék hann þar
að atvinnumálum, höfninni, hita-
veitunni, vatnsveitunni, húsnæðis
málum, skóla- og heilbrigðismál-
um, barnaheimilum, leikvöllum,
gatnagerð, umferðamálum, skipu
lagsmálum, íþróttamálum o. fl.
í sambandi við raforkumál-
in skýrði hann frá að lokið
væri undirbúningi að virkj-
un Efra-Sogsins. Sogsstjórnin
hefði nýlega samþykkt að
efna til útboðs í virkjunina og
hefði þegar verið sótt um
nauðsynleg virkjunarleyfi.
ÖNDVEGISSÚLURNAR
OG RÁÐHÚSIÐ
Að lokum ræddi borgarstjóri
um Ráðhúsið. Sagði hann, að fyr- I
ir 30 árum hefði komið fram uppá |
stunga um að reisa Ráðhúsið uppi
á Skólavörðuhæð. Það var kveðið
niður og þótti fjarstæða að fara
með Ráðhúsið svo langt burtu úr :
bænum! Síðan hefðu margir stað
ir verið tilnefndir. |
Skipulagsnefnd hefði fyrir
nokkru verið beðin um rök-
studda greinargerð viðvíkj-
andi þeim stöðum, sem helzt
kæmu til álita og benti nefnd- |
in á 16 staði. Borgarstjóri
sagði að mikill undirbúning-
ur, mælingar, jarðboranir,
kostnaðaráætlanir og fleira,
hefði nú farið fram, og stæðu
vonir til, að bæjarstjórn gæti
tekið ákvörðun um staðsetn-
ingu Ráðhússins á næsta ári.
En þegar deilur um staðarvalið
fara að hljóðna, þá munu vafa-
laust heyrast ósamhljóða raddir
um byggingarstílinn, gerð og út-
lit hússins, sagði borgarstjórinn.
Án þess að vilja fara mikið inn
á svið arkitektanna kvaðst hann
vilja lýsa því sem eindreginni
skoðun sinni, að Ráðhúsið ætti j
að bera svip öndvegissúlna Ing-
ólfs, en sögnin um þær væri merk
asta söguleifð Reykjavíkur. —
Hann kvað erfitt að spá um það,
hvé langan tíma bygging Ráð-
hússins mundi taka, en „annað
má ekki fyrir koma en að Ráð-
húsið verði fullbyggt, þegar 1100 '
ár eru liðin frá því er Hallveig og
Ingólfur reistu hér fyrsta reyk-
viska heimilið“, sagði borgar-
stjóri.
Borgarstjórinn lauk máli sínu
með þessum orðum:
„Það er ósk okkar og von, að
Reykjavík, þar sem Ingólfur
reisti byggð að tilvísan æðri mátt
arvalda, verði áfram um allan
aldur borg manndóms og menn-
ingar“.
Síminnkandi vöru- og farþega-
fíufningar Skipaútgerðar
vaida rekstrarhalla sem nemur
milljónum króna
Óþarfa fjárausfur ríkissjóðs
Skipafélög gæfu haldið ferðunum
uppi hallalausf og heppilega
Þingsályktunartillaga Gísla Jónssonar og
Sigurðar Ágústssonar
A LÞINGISMENNIRNIR Gísli Jónsson og Sigurður Ágústsson
Ú*. hafa borið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um
breytta skipun strandferða. í tillögunni er gert ráð fyrir að kosin
sé tveggja manna nefnd til að framkvæma á því athugun, hvort
tiltækilegt sé með breyttri skipan á rekstri. strandferða á vegum
Skipaútgerðar ríkisins að draga úr kostnaði af þeim rekstri, án
þess að á nokkurn hátt sé skert sú þjónusta, sem strandferðirnar
veita landsmönnum nú.
ingana, sem að líkindum fer
mjög vaxandi. Eimskipafélag'
íslands hefur stóraukið flota
sinn og beitir honum nú meir
en áður í strandsiglingarnar,
og flugvélar og sérleyfisbif-
reiðar auka fólksflutninga sína
í stórum stíl, jafnt vetur sem
sumar. Er í því gífurleg ör-
yggisþjónusta fyrir fólkið og
einna stærsti liðurinn í að við-
halda jafnvægi í byggð lands-
ins. Frá þeirri stefnu verður
því ekki vikið, heldur fariíf
enn lengra inn á hana í fram-
tíðinni.
Elías Guðmundsson
fimmfugur
Rætf um kynbæfur
alisvína
AÐALFUNDUR í Félagi alisvína-
eigenda var haldinn 29. okt. s.l. í
Breiðfirðingabúð.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa voru meðal annars rædd
kynbótamál og var ákveðið að
reyna að velja úr beztu einstakl-
inga úr þeim svínabúum félags-
manna, sem hafa lagt rækt við
sín dýr. Var þetta meðal annars
einn þáttur í því að undirbúa þátt
töku í væntanlegri landbúnáðar-
sýningu að tveim árum liðnum,
Stjórn félagsins skipa: Þorkell
Helgason, Grund, formaðUr,
Björn Kristjánsson, Ásbyrgi,
gjaldkeri, og Ásbjöm Sigurjóns-
son, Álafossi, ritari.
EINKAREKSTUR
GEFST BETUR
Eins og kunnugt er hafa flutn-
ingsmenn tillögu þessarar áður
borið fram tillögur á Alþingi um
það að fela ríkisstjórninni að
semja við Eimskipafélag íslands
og skipaútgerð SÍS að annast
strandferðir. Töldu þeir, að með
því mætti spara ríkissjóði millj-
óna-útgjöld, án þess að þjónustu
við fólkið í landinu yrði nokkuð
rýrð. Vísuðu þeir t. d. til þess
árangurs sem orðið hefur við það
að sérleyfisleiðir póststjórnarinn-
ar voru lagðar niður og afhent-
ar einstaklingum, sem síðan hafa
gefið fólkinu margfalt betri þjón-
ustu um leið og ríkissjóður spar-
ar sér milljónir árlega.
ALÞINGI BER AÐ GERA
EITTHVAÐ
En meirihluti þings hefur fellt
úrbótatillögur í þá átt. Við allt
hið sama hefur setið, fjáraustrin-
um er haldið áfram í skipaút-
gerðina og þar með skelfilegum
tvíverknaði samgangnanna, því
að ekkert samband eða samkomu-
lag er haft við skipafélögin um
ferðir kringum landið. Hin skipa-
félögin taka og flutninga í strand-
siglingum æ meir upp, svo að
hallarekstur Skipaútgerðar rík-
isins fer vaxandi. Fyrst Alþingi
felldi tillögu um samkomulag við
skipafélögin, gera flutningsmenn
nú tillögu um að nefnd kosin af
þinginu sjálfu rannsaki þessi
flutningamál og geri þá tillögur
um hvernig draga megi úr hin-
um óþarfa fjáraustri.
RAKIN SAGA STRAND-
SIGLINGANNA
Mikil og ýtarleg greinargerð
fylgir frumvarpinu. Er þar að
finna mikinn fróðleik um strand-
siglingar fslendinga enda rakin
saga þeirra.
Þar er greint frá þvi, að með
stofnun Eimskipafélags fslands
var gert ráð fyrir því að skip þess
önnuðust jafn ferðir með strönd-
um sem siglingar til annarra
landa. En rétt um sama leyti skall
fyrri heimsstyrjöldin á, svo að
íslendingar urðu skyndilega að
standa andspænis þeim vanda að
verða að bjarga sér sjálfir með
samgöngur allar. Skapaðist þá
það óeðlilega ástand að félagið
gat ekki annazt allar strandferð-
irnar með skipakosti sínum og
hafði heldur ekki bolmagn til að
auka skipastól sinn.
HÖRMUNGASAGA
SKlPAÚTGERÐAR RÍKISINS
Þá réðst ríkissjóður i það að
kaupa strandferðaskip 1917,
sem var rekið á þess kostnað
undir stjórn Eimskipafélags-
ins. Þannig var strandferðum
hagað um alllangt skeið, þar
til Skipaútgerð ríkisins var
stofnuð. En með stofnun henn-
ar hófst mikill óhappa og
erfiðleikaferill. Fyrst var starf
rækt eitt strandferðaskip, síð-
an var annað keypt og því
haldið fram að rekstur tveggja
væri fjárhagslega betri, en
alltaf jókst tapreksturinn,
enda tók nú rekstur Eimskipa
félagsins aftur að komast i
eðlilegt horf, þar sem bað gat
annast strandferðir ódýrar og
auðveldar í sambandi við milli
landasiglingar sínar.
FLUTNINGAR ÚR JAFNVÆGI
Á STRÍÐSÁRUNUM
Síðari heimsstyrjöldin skall á,
og enn komust allar siglingar út
úr jafnvægi. Skipaflutningar juk
ust gífurlega en ný skip ófáan-
leg. Skipafélögin önnuðust þá svo
að segja einhliða millilandaflutn-
inga, en Skipaútgerðin annaðist
strandsiglingarnar. Þó ber þess
að geta að ýmsir einstaklingar
sáu sér þó gróðavon í því að
keppa við Skipaútgerðina, önn-
uðust flutninga umhverfis land-
ið án nokkurs tillags úr ríkissjóði
og högnuðust vel á því starfi, þótt
þeir seldu þjónustu sína allmiklu
lægra verði en Skipaútgerðin.
Sumir þessara aðila halda enn
uppi flutningum og sýnast hafa
af því góðan hagnað.
AFTUR FÆRIST í SAMA HORF
Nú færast siglingar um-
hverfis landið aftur í samt lag.
Skipafélögin eignast skip til að
anna bæði millilandasigling-
um og strandferðum. Rekstrar
halli Skipaútgerðarinnar verð-
ur æ meiri, vegna þess að flutn
ingur dregst stórlega saman.
Þannig flytja skip Skipaút-
gerðarinnar 32 þús. tonn af
vörum árið 1952 móti 50 þús.
tonn árið 1943 og 17 þús. far-
þega á móti 26 þús. farþega
1943.
Á einu skipi Skipaútgerðar-
innar hefur verið hagnaður, en
það er olíuflutningaskipið
Þyrill. En nú er gert ráð fyrir
að verði tap af honum, enda
eru olíufélögin að taka þá
flutninga sjálf.
LEITA ÆTTI SAMKOMULAGS
E. í.
Flutningsmenn tillögunnar telja
það mjög misráðið að aldrei skuli
hafa verið leitað eftir samkomu-
lagi við Eimskipafélag fslands
Um skipulagningu strandsiglinga
Og millilándasiglinga.
Skipaútgerðin hefur fengið
harða samkeppni um flutn-
FIMMTUGUR er í dag Elías Guð-
mundsson skipstjóri, Heiðarbraut
9, Akranesi. Hann er fæddur á
ísafirði 1. desember 1904, sonur
hjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur
og Guðmundar Jónssonar, sem
kend voru við Rómaborg.
Ungur byrjaði hann sjó-
mennsku og hefur það verið hans
starf til þessa. Um tvítugsaldur
útskrifaðist hann úr Sjómanna-
skólanum og hefur hann ávalt
síðan verið ýmist stýrimaður eða
skipstjóri á fiskiskipum.
Fengsæll og lánsamur hefur
hann ávallt verið i störfum sín-
um og mætti margt um það
segja, þó ekki verði það gert að
sinni. Giftur er hann Sigríði Ein-
arsdóttur frá Hvoli á Akranesi
og eiga þau 8 mannvænleg börn,
4 dætur og 4 syni.
Heill þér Elli á þessum merku
tímamótum, gæfan fylgi þér og
þínum í framtíðinni
Sigurgeir Rjnarsson
1364 kr. fvrir
j
10 rétta
ÚRSLITIN á laugardag urðu:
Arsenal 1 Wolves 1 x
Burnley 1 Tottenham 2 2
Cardiff 1 Blackpool 2 2
Chelsea 4 Portsmouth 2 1
Everton 0 Bolton 0 x
Leicester 4 Sheff. Wedn 3 1
Manch. City 1 Charlton 5 2
Newcastle 2 Huddersfield 2 x
Preston 3 Sunderland 1 1
Sheff. Utd 1 Aston Villa 3 2
WBA 2 Manch-. Utd 0 1
Hull 0 Fulham 0 x
Bezti árangur reyndist 10 rétt-
ar ágizkanir, sem komu fyrir á
aðeins 1 seðli. — Verður vinning-
ur fyrir hann 1364 kr., en næst-
hæsti vinningur varð 350 kr. fyr-
ir seðil með 9 réttum í 2 röðum.
Vinningar skiptust þannig:
1. vinningur: 908 kr. fyrir 10
rétta (1), 2. vinningur: 129 kr.
fyrir 9 rétta (7), 3. vinningur 23
kr. fyrir 8 rétta (39). ,