Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 16
Veðurúllil í dag: Hvass norðan. Dálítil rigning. 275. tbl. — Miðvikudagur 1. desember 1954. Drengur hlýtur bana af voðaskoti Fannst dauðvona við túngarðlnn Akureyri og Húsavík 30. nóv. IGÆRKVÖLDI vildi það sviplega slys til í Bárðardal, að 13 ára drengur, Unnsteinn Kristjánsson frá Litlu-Völlum, varð fyrir voðaskoti og beið bana. Unnsteinn hafði farið að heim- an frá sér í ljóstskiptunum fram að næsta bæ, Halldórsstöðum, til að sækja þangað kind, sem var frá Litlu-Völlum. 'TÓK RIFFILINN Er hann fór, tók hann með sér riffil, hefur ætlað að huga að xjúpum á leiðinni. Heimilisfólkið vissi þó ekki af því, að hann tók riffilinn með sér. Þegar heimilisfólkið fór að lengja eftir honum var hringt til Halldórsstaða, en þangað hafði hann ekki komið. Var þá hafin leit að drengnum. SPORIN RAKIN Snjóföl var yfir öllu í Bárðar- dal, og voru spor Unnsteins rak- in allt heim undir túngarð að Halldórsstöðum, en þar fannst hann. Var hann þá með lífsmarki. Belgisk þrýslílofts- flugvél hrapar niður á matskála, 12 lála Slysaskot hafði hlaupið úr riffl- i inum og kúlan farið í höfuð drengsins. DÓ í BÍLNUM Ráðstafanir voru þegar gerðar til að ná í lækni að Breiðumýri, og kom hann á vettvang. Sam- tímis var hringt á sjúkrabíl á Akureyri og skyldi læknirinn aka hinum hættulega særða dreng á móti sjúkrabílnum til þess að hraða förinni í sjúkra- húsið. — En á leiðinni dó dreng- urinn í bíl læknisins. — ★ — Unnsteinn var yngri sonur Kristjáns bónda Péturssonar að Litlu-Völlum og konu hans Eng- ilráðar Ólafsdóttur. líftð þrýstiloftsflugvél hrapaði s.l. föstudag niður á matskála liðs- foringja á Bierst flugvellinum nálægt Liege Tólf lík hafa fund- izt í rústum matskálans og óttast er, að fleiri hafi farizt þar. Slysið varð, er flugmaður, sem var ný- lega kominn frá flugnámi í Bandaríkjunum, var að lenda í fyrsta skipti á vellinum. — Mun hann ekki hafa dærnt fjarlægðina rétt og flogið of lágt yfir mat- skálann. ★ Sprenging varð, er flug- vélin rakst á þak matskálans og augnabliki síðar stóð byggingin í Ijósum loga. Slysið varð á mat- málstíma og var skálinn fullur af liðsforingjum, er sátu að mat sínum. — Reuter. Sverð hanglr í veik- um þræði yfir höfði 7 meðlima verkamannafl. ★ LONDON, 27. nóv.: — Mið- vikudagskvöld s.l ákváðu þing- menn brezka verkamannaflokks- ins með 131 atkvæði gegn 93 að vísa úr samtökum þingmanna verkamannaflokksins 7 mönnum, þar eð þeir hefðu' brotið gegn fyrirmælum flokksstjórnarinnar í atkvæðagreiðslunni um endur- hervæðingu V.-Þýzkalands. Höfðu þeir ekki eins og aðrir meðlimir flokksins setið hjá við atkvæðagreiðsluna um Parísar- samningana. Sex þeirra greiddu f .kvæði gegn samningunum, sá ajötti greiddi atkvæði með þeim. ★ Ákvörðun þessi var tekin á lokuðum fundi og þarf ekki að verða til þess að mennirnir verði reknir úr flokknum sjálf- um. Slíkt er ákveðið af miðstjórn flokksins, og þykir líklegt, að miðstjórnin láti sér nægja að „taka málið til athugunar". Slysið á Njarðar- götu SKÝRT var frá því hér í Mbl. í gærdag, að dauðaslys hefði orðið við Tivolí. — í gærdag var að mestu lokið lögreglurannsókn- inni út af þessu sviplega slysi. Ungi maðurinn, sem beið bana, var Gústaf Albert Jónsson, frá Fagurhólsmýrí í Öræfum. Við rannsókn málsins hefur það komið í ljós, svo öruggt er, að Gústaf Albert hafi ekki verið með ljós á reiðhjólinu, sem hann var á og ekki haft ljós í hend- inni. Ekki var kattarauga á aur- bretti og það var ekki með hvítu öryggisbelti á. Maðurinn, sem ók bílnum tel- ur sig ekki hafa verið á mikilli ferð, um 35 km hraða. Bíllinn, sem er svo til nýr, með ensku númeri, var í bezta lagi. Gústaf Albert Jónsson var fæddur á jólum 1933 og búa for- eldrar hans að Fagurhólsmýri. Gústaf Albert vann hjá Flug- félagi íslands og var að fara heim úr vinnu, er slysið varð. Skemmdir á Esju er brot- sjór kom á skipið ! KEefar yfirmamia fySitust af sjó Akureyri, 30. nóv. HINGAÐ kom í dag strandferðaskipið Esja, og hafði skipið orðið fyrir áfalli út af Húnaflóa snemma í gærmorgun, er brotsjór kom á skipið miðskips, bakborðs megin og olli nokkrum skemmd- um. Slys varð ekki á fólki í skipinu. Jón Björnsson rith. Ný bók eftir Jón Björnsson ÚT er komin bók eftir Jón Björnsson, sem hann nefnir „Dauðsmannskleif". Er það safn þátta, sem byggðir eru á ummæl- um annála. Hafa þættir þessir áður komið út ýmist í Danmörku eða Þýzkalandi, er rithöfundur- inn bjó þar. Vöktu þeir þar mikla athygli, þó að efni þeirra sé rammíslenzkt. Bókin heitir sama nafni og fvrsti þátturinn — Dauðsmanns- kleif. Sá þáttur fjallar um harð- vítug átök milli ráðandi manna í héraði einu — en hinn hættulegi fjallvegur gegnum kleifina, sem hlotið hefur þetta óhugnanlega nafn, og þar sem fáir þora að fara, þegar skyggja tekur, verð- ur örlagavaldur í lífi þeirra þriggja persóna, sem þar koma mest við sögu. Hinir þættirnir, sem eru 7 tals- ins, spenna yfir efni frá römm- ustu forneskju til síðari tíma og fjalla meira eða minna um hjá- trú eða ótta fólksins við raun- verulegar og ímyndaðar hættur, harðvítuga baráttu útkjálkafólks VAR 25 MÍLUR AUSTUR AF HORNI Þegar þetta gerðist, var Esja á leið frá ísafirði til Siglufjarð- ar. Skipið var þá út af Húnaflóa, 1 25 mílur austur af Horni, en þar var vindur hvass af norðaustri með 8—9 vindstigum. — Öðru hverju gekk á með hvössum vind byljum, og fór þá veðurhæðin Lokunartími verzlana j VERZLANIR í Reykjavík eru j lokaðar frá kl. 12 á hádegi í dag, j miðvikudaginn 1. desember. — j Mjólkurbúðir og brauðbúðir eru j lokaðar frá sama tíma, nema aðal i útsölur brauðgerðarhúsa loka ki. 4 e. h. enn hærra. í slíkri hrinu kom ólagið á Esju. SÍÐAN LAGÐIST INN Skall sjóhnúturinn á yfirbygg- ingunni og braut allar rúðurnar sjö í gluggunum, sem eru í gangi á aðalþilfari. Er glerið 2 cm á þykkt. — Molaðist glerið, og fór brot í gegnum glugga í borð- sal. — Sjórinn braut inn dyra- umbúnað að forstofu og klefum annars og þriðja stýrimanns og beljaði sjórinn inn í klefana og fyllti þá. Stýrimennirnir voru báðir sofandi og vöknuðu á floti í rúmum sínum, eins og skip- stjórinn, Guðmundur Guðjóns- son komst að orði, er ég hitti hann að máli í dag og hann sýndi mér verksummerkin. — Ýmislegt, sem stýrimennirnip áttu í klefum sínum og ýmis kon- ar munir eyðilögðust. — Einnig brauzt sjórinn inn í skrifstofu skipsins. Stjónunóloskóla Sfólistæðis- ílokksins á Ahureyri lohið ¥ TM fyrri helgi lauk stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Var skólinn að þessu sinni haldinn á Akureyri. Þátttakendur voru skráðir um 30 talsins, en í skólanum voru margir fyrirlestrar haldnir og á hverju kvöldi fóru fram málfundaæfingar. Ríkti mikill áhugi meðal þeirra Sjálfstæðismanna, er skólann sóttu. Innbrotsþjófur I GÆRDAG var handtekinn mað- ur um .þrítugt, sem í fyrrinótt framdi innbrotsþjófnað í verzl- „ . , ... ... unina Remedía í Austurstræti. fyrir lifinu gegn hamforum natt- Þar gtal hann um m kr . urunnar og þeim oflum myrkurs- ingum Vig yfirheyrslu viður. “5? *ua.1 brjo,stl fol^sí°S kenndi maðurinn, að þetta væri Jólaskreyiing í Bankastræti og Skólavörðustíg (*•; Íj (+■. KAUPMENN í Banka stræti og Skólavörðu- stíg hafa undanfarið haft í und- irbúningi jólaskreytingu í götum þessum. Verður skreytingin með líku sniði og tíðkazt í hinni frægu verzlunargötu Kaupmannahafn- ar: Strauinu. — Milli 15—20 hlið verða reist, og verða þau öll skreytt greni og ljósum, en í miðju hliði eiga að hanga jóla- bjöllur, vafðar greni. — Á gatna- mótum Skólavörðustígs og Bankastrætis, og Bankastrætis og Ingólfsstrætis, verða feikn miklar jólabjöllur. •'★: Það er garðyrkju- maður, sem hefur unnið að jólaskreytingum í hinni fyrrnefndu frægu Kaupmanna- hafnargötu, sem hefur tekið verkið að sér, en hann heitir Jónas Sig. Jónsson. ® <★} í . gær var lokið við að strengja víra þá, sem bera eiga uppi hliðin, og um næstu helgi verður Bankastræti og Skólavörðustígur allt fallega skreytt. sjálfs. Kaflarnir eru í senn fróð legir og sk,emmtilegir, vel skrif- aðir og spennandi. Norðri gefur "að • umrædda ver2iun. bokina ut í annað skiptið á skömmum tíma, sem hann fremur innbrotsþjófn- Slrætisvagnastjórar fresta verkfalli FUNDUR stóð í allan gærdag og fram yfir miðnætti í nótt út af verkfalli því er strætis- vagnastjórar boðuðu. Að sam- komulagi varð að fresta verk- fallinu í 8 daga og mun Sakadómari farinn f FYRRADAG fór Valdimar Stefánsson sakadómari vestur til Patreksfjarðar. Hefur dómarinn verið skipaður umboðsdómari til þess að framkvæma dómsrann- sókn varðandi gjaldeyrismálefni og fjármál fyrirtækjanna Gylfa h.f., Varðar h.f. og Verzlunar O. Jóhannessonar. í fjarveru Valdimars Stefáns- sonar annast Halldór Þorbjörns- verða reynt að komast að son, fulltrúi sakadómara, störf samkomulagi á þeim tíma. hans. ^MARGIR FYRIRLESTRAR Skólinn hófst miðvikudaginn 10. þ. m. og stóð til 21. nóvem- ber. Var skólinn haldinn í húsi Vérzlunarmannafélags Akureyr- ar. Hófust fyrirlestrar kl. 6 e. h., en málfundir jafnan kl. 8. Fyrirlestra héldu m. a. við- skiptamálaráðherra Ingólfur Jóng son, þingmenn flokksins og fleiri. Fjölluðu þeir um sjálfstæðis- stefnuna, atvinnumál, verklýðs- mál, viðskiptamál o. fl. I < AF ÖLLU LANDINU Þátttakendur í skólanum voru víðsvegar að af landinu, en flestir þó frá Akureyri. Sunnudaginn 21. þ. m. var skól- anum slitið. Var öllum þátttak- endum boðið til kaffidrykkju að Hótel KEIA. Flutti Magnús Jóns- son alþm. þar erindi um sjálf- stæðisstefnuna. Árangur skólans að þessu sinni 'var hinn bezti og ríkti mikill áhugi meðal allra þeirra, sem hann sóttu. Félag ungra Sjólístæðismanna í Hafnariirði 25 óra í dag- Árshátíð Sjálfstœðisfélaganna á sunnudag Hafnarfirði. STEFNIR, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á í’ dag 25 ára afmæli. Félagið var stofnað 1. desember 1929, og hefur það starfað óslitið síðan. í tilefni afmælisins kom blað Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, Hamar, út í dag og er það tileinkað félaginu. Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna templarahúsinu, og hefst hún kl. í Hafnarfirði, sem um leið er af- 8,30. Nánara verður sagt frá starf- mælishátíð Stefnis, verður haldin n.k. sunnudag, 5. des. i Góð- semi Stefnis í blaðinu síðar. — G. E. Skákeinvígið AKDSEYRl ABCD E F G H REYKJAVlK 27. leikur Akureyringa: IlfCxfl 28. leikur Reykvíkinga: Kg2xfl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.