Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 14
 14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1954 :* NICOLE Skaldaaga eítiz Eatbierine Gasin Framhaldssagan 107 „Þú mátt ekki hlæja þó að ég segi þér það?“ „Nei, það geri ég ekki.“ „Ég ætlaði að ljúka námi í læknisfræði og síðan .... Ja, síðan var ég að hugsa um að fara til Kína.“ „Svo að þú hefur haldið fast við áætlanir þínar, sem við öll hlógum að?“ „Þú mannst þá eftir því?“ sagði hann hægt. „Einhvern veginn hjóst ég við að þú mundir rnuna eftir því Já, ég hélt við það sem þið kallið áætlun eða hugsjón. Ég var engin hetja. Mig aðeins hefur alltaf langað til þess að hjálpa þeim sem eru í raun og veru hjálpar þurfi. Ég vil komast hurt frá þessu landi sem ekur sér í auðæfúm og velmegun. En nú er sú áætlun komin í vaskinn. Mér getur ekki dottið neitt sfnnað í hug, sem ég vildi gera. Jafnvel eggjasöfnun og nátt.úrufræðiiðk- un krefst tveggja fóta.“ Nicole hikaði svolítið. Hér var tækifærið — ef aðeins hún færi xétt að. „Ross“, byrjaði hún hikandi, „datt þér nokkurn tíma í hug að leggja stund á bókmenntir?“ Brúnir hans lyftust. „Til hvers?“ „Ja, ég hélt .. það er .. ó — ja ég get eins vel sagt þér alla söguna. Ég hef lesið kvæðin þín.“ Hann roðnaði. „Ég vona að þú reiðist mér ekki“, sagði hún. „Ég var ekki að hnýsast. En þau voru í kassa hérna í horninu þínu. Ég var að gramsa hér um daginn og þá rakst ég á þau. Það var hrein tilviljun að ég tók upp einmitt þá bók — en þegar ég hafði lesið iyrsta kvæðið — þá varð ég að lialda áfram.“ „Geðjaðist þér að þeim?“ „Mér fannst fjögur þeirra vera dásamleg Hin voru góð. En vegna þessara fjögurra mundi ég halda áfram á þessari braut, ef ég væri í þínum sporum. Mér féll vel við kvæðin þín, en rit- gerðirnar þinar eru samt, að mín- um dómi, miklu betri. Mér finn- ast þær svo góðar, að mér hefði aldrei dottið í hug að skóladreng- ur hefði skrifað þær, hefði ég ekki vitað að svo var. Ég hef heyrt fólk tala um bókmenntir — fólk sem hafði vit á því sem það talaði um — og það hélt því fram að vinna skálda og rithöf- unda væri að hálfu hugmynda- flug, en að hálfu að kunna að setja hugmyndirnar saman.“ Ross sagði ekkert, en þó mátti á svip hans sjá, að áhugi hans var vakinn. „Auðvitað", hélt hún áfram, „mundi þetta ekki vera hið sama og að fara til Kína — en þetta er þó margfalt betra en að geta ekkert gert. Ef þú hefðir farið til Kína, þá hefðir þú að líkindum aldrei notað skáldgáfu þína. En hins vegar kann svo að fara að á bókmenntasviðinu geti þér mis- tekist, jafnvel þó að ritgerðir þínar .... Þær bera það alls ekki með sér að þær séu rit- gerðir manns sem muni mistak- ast. Mér finnst, að þú ættir að minnsta kosti að hugsa um það.“ „Ef ég fyndi að það væri nokk- ur von, þá mundi ég reyna. En hvernig get ég verið viss? Alla mína æfi hef ég ekki unað mér eins vel Við nokkurt verk, eins og að skrifa og yrkja, en aldrei hefur mér dottíð í hug, að ég hefði á því sviði þá hæfileíka sem nauð- synlegir eru ef gera á slíkt starf að æfistarfi.“ „Þú gætir farið til London og heimsótt prófessor Haylett — Z3C. manninn sem þú ert alltaf að tala um. HonUm líkar vel við þig, og ef nokkur getur það, þá er | hann rétti maðurinn til þess að segja þér hvort þú ættir að halda áfram að skrifa, þjálfa þig á því ’ sviði eða ekki. Farðu með það sem þú hefur skrifað til hans. ’ Segðu engum öðrum hér heima frá ætlun þinni, það kann að vera að þetta verði allt til einskis en reyndu samt. Hvernig lízt þér á það?“ „Já,“ sagði hann ákafur. „Já, mér finnst þú hafa rétt að mæla. Ég ætla að fara.“ Hún brosti til hans Hann leit einnig brosandi til hennar. „Veiztu það“, sagði hann hægt, „að næst á eftir mömmu og pabba, þá ert þú bezta manneskja sem ég þekki.“ ; —★— Vikuna þar á eftir fór Ross til London. Tveimur dögum seinna kom hann aftur. Hann gaf enga skýringu á ferðum sínum, nema þá að hann þyrfti að fá venjuleg föt, áður en hann form- lega léti af herþjónustu. Seinna spurði hann Nicole, hvort hún vildi hjálpa honum við að bera nokkrar bækur frá svefnherbergi hans inn í herbergið þar sem hann hafði skrifborð sitt. Meðan þau voru ein saman skyldi hann spyrjandi svip hennar og svaraði með breiðu glotti. „Þetta fór allt vel“, sagði hann. „Prófessorinn telur að hugmynd- in sé góð. Ég fer til Cambridge strax og ég er orðinn dálítið van- ari þessum staf mínum.“ Hann sneri sér skyndilega að henni, og bros hans var horfið. „Mig langar að þakka þér fyrir hjálpina, Nick“ sagði hann og kallaði hana gælunafninu, sem Lloyd einn hafði áður notað. „En mér finnst l\lý sending Amerískir eftirmiðdags- og kvöldkjólar GULLFOSS AÐALSTRÆTI iWWWWWWUWUVWW BHLsnm ■fhendamar era þurrar og hrj úf« ar Kttab þér að reyna Breining Hánd Balsam, og þér munuð undr- ast hre þær verða mjúkar og fagrar. Breining Hánd Balsam er fljótandi krem, sem húðin drekk* «r i «ig án þess að þér hafið á tilfinninganni að hendumar séu fitagar. Nýung: Breining Hánd Bal- sam fæst nú bæði í túbum og glösum. c4? LEYFISBAFAH Oss hefur borist tilkynning um STÓRKOSTLEGA VERÐLÆKKUN Á BIFREIÐUM FRÁ RENAULT verksmiöjunum 4ra manna fólksbifreiðin 4 CV lækkar úr 45 þús. kr. í 36.500 krónur 6 manna fólksbifreiðin FREGATE lækkar úr 83 þús. kr. í 64.600 krónur ■ £ hvyvwwwvuwvwuví ^óLaáliveu lingar Skreytum verzlanir og fyrirtæki bæði innan húss og utan. Grenivafningar í metratali. Alaska gró&rarstöðin við Miklatorg. Sími 82775. »* L Engin gæðaskerðing hefur átt sér stað við verðlækkunina Með fyrrverandi verði voru RENAULT- bifreiðarnar fyllilega samkeppnisfærar við aðrar bifreiðar í sama verðflokki. Þessi stórkostlega verðlækkun stafar hinsvegar af hinum sí auknu vinsældum, sem þessar bifreiðar njóta á heimsmarkaðnum og hinni gífurlegu fjöldaframleiðslu þeirra. — Eftir þessa nýju verðlækkun sparið bér yður 8.500 krónur er þér kaupið 4ra manna RENAULT-bifreið, og þér sparið yður 18.400 krónur er þér kaupið hina glæsilegu G manna FRÉGATE. Leitið yður nánari upplýsinga um nýjustu gerðir þessara bifreiða hjá umboðsmönnum R E N A U L T verksmiðianna COLUMBUS M.T. Brautarholti 20 — Símar 6460 og 6660 Amerískar telpukápur 3—12 ára. Fjölbreytt úrval tekið upp í dag. VERZLHN Hafnarstræti 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.