Morgunblaðið - 08.12.1954, Side 9

Morgunblaðið - 08.12.1954, Side 9
Miðvikudagur 8. des. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 fCrisfmann Guðmundsson skrifar m >ék ára árna Sólarsýn. Eftir Ara Arnalds. Hlaðbúð. Arið 1949 kom út bók eftir Ara Arnalds: „Minningar“, er vakti mikla og mjög verðskuld- aða athygli um land allt. Þetta var ein þeirra bóka, sem veitir lesandanum óblandinn unað, því allt fór þar saman með ágætum og snilld: stíll, frásögn, mann- lýsingar og atburðalýsingar, skír og skipulegur fróðleikur um menn og málefni, og menningar- söguleg verðmæti. Höf. hafði írá mörgu að segja, var þó fáorður Merkileg sýning þýzkra iistmnna um ungum skáldum til að lesa vandlega bækur Ara Arnalds og læra sem mest þau mega af þeim! „Skilaboð“ er ágæt saga, en allmiklu veigaminni en hin fyrr- nefnda. Að síðustu langar mig til að j þakka höf. þessar hans ágætu Igjafir til handa íslenzkum bók- menntum. Hann hafði þegar skil- . að löngu og merku dagsverki í þágu lands og þjóðar, er hann hóf rithöfundarferil sinn. En I „kvöldverk" hans mun vissulega geyma nafn Ara Arnalds óborn- um kynslóðum og forða því frá gleymskunni um langar tiðir. Ari Arnalds um sjálfan sig, of fáorður, að mér fannst, en af ýmsum helstu mönn um sinnar tíðar, hér og á Norð-1 urlöndum, sýndi hann lifandi myndir. — Þótt höf. væri þá kominn undir áttrætt urðu ekki nein ellimörk á bókinni séð, en ró og heiðríkja þess manns, sem lífsreynslan hefur gert vitrann, auðkenndi hverja málsgrein. Þetta var tíginmannleg bók, sem auðgaði bókmenntir okkar og aflaði, að vonum, höfundi sínum mikilla vinsælda. j Tveim árum síðar kom út nýtt verk eftir kra Arnalds: „Örlaga- brot“ og jók enn hróður hans.1 Var þar sögð saga fólks, er höf. hafði þekkt, en í skáldlegu formi, og svo fagurlega, að bók sú mun ávalt verða talin perla í íslenzkum bókmenntum. Og nú er enn komin ný bók eftir Arnalds: „Sólarsýn". Höf. er á níræðisaldri og mætti það eitt duga til aðdáunar á þrek- virki sem þessu. En aldurs hans sjást enn engin spor, nema í því mannviti, heiðríkju og öryggi andans, sem vel lifað líf veitir heilbrigðri elli. Stíllinn er eink- um frábær í tærum einfaldleik sínum, episkt hreinn og meitlað- ur. Frásögnin öll er gædd hinu leyndardómsfulla lífi lifandi skáldskapar sem hvorki verður lært né aðfengið. Þessi litla bók er eitt þeirra verka, sem maður les með listnautn og gleði, og á komandi árum mun maður oft taka hana sér í hönd að nýju og njóta þess um stund að vera í óvenjulega prúðum og góðum selskap. Tvær sögur eru í bókinni: „Orlygur í Urðardal", sem skift- ist í sjö kafla, og „Skilaboð“, — hin síðari stutt. — Gömul kynni kallar höf. þetta, og er augljóst að uppistaðan eru sannir við- burðir, sem skáldið vefur í glit- vefnað sinn. Ekki held ég að neitt verði um það deilt, að „Orlygur í Urðardal“ er hið tær- asta listaverk, gert af hagleik og snilld meistarans. Það lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni, en vex því meir sem það er at- hugað betur. Lýtalausar mann- lýsingar og atburðalýsingar er þar að finna; hreinleiki og fegurð auðkennir alla frásögn, og vinnu- brögðin yfirleitt sönn fyrirmynd. — Vildi ég sérstaklega ráða öll- Valsmenn sigursælir í handknattfeiksmótinu HANDKNATTLEIKSMÓTI Reykjavíkur lauk í gærkvöldi, en öll Reykjavíkurfélögin tóku þátt í því. Fór keppni fram í sjö flokkum, karla og kvenna. I Eins og svo oft áður í þessu móti máttu stóru félögin láta í minni pokann fyrir Val, sem sigraði í fjórum flokkum: Meist- araflokki karla og kvenna í ann- að sinn í röð í báðum flokkum. í öðrum flokki karla með yfir- burðum og í þriðja flokki B, karla. Við lá að Valsmenn sigr- uðu einnig í 1. flokki, en þar sigruðu Hafnfirðingar FH). sem gestir mótsins, en Reykjavíkur- meistarar í þessum flokki urðu KR-ingar, sem þó töpuðu síðasta leik sínum fyrir Ármanni. Ár- mann sigraði í 2. fl. kvenna, en ÍR 3. A-fl. karla. . | Þetta var mjög fjölmennt mót, en aðsókn hefði mátt vera betri. Voru margir leikir spennandi en þó sérstaklega þótti leikurinn milli Vals og Ármanns í meist- araflokki karla spennandi og vel leikinn og hraður. Úrslitin voru þj álfurum Vals til mikils sóma, en þeir eru: Þórður Þorkelsson, Pétur Bjarnason og Jóhann Gísla son. ILISTAMANNASKALANUM stendur nú yfir sýning á þýzkum listiðnaði, sem er hin eft- irtektarverðasta í alla staði. Sýningarmunir eru margir og fjölbreyttir, bæði að efni og til- gangi. Er þar að finna hluti úr gleri, postulíni, kristal og leir. Einnig er sýndur listvefnaður og ýmsir aðrir hlutir, bæði úr málmi og strái. Allir þessir hlutir eiga það sameiginlegt að vera gott vitni um þann hagleik, sem þýzku þjóðinni virðist í blóð borin, og þann smekk, er nú ræður þar í landi, hvað listiðnað snertir. Óvenjulega vel og haganlega er þessari sýningu fyrirkomið, hvergi hrúgað saman sýningar- hlutum og hverjum sýningargrip gefið nægilegt svigrúm til að njóta sín til fulls: Ég tel ekki of- sagt, að þessi sýning sé vafalaust sú lang merkilegasta sinnar teg- undar, sem hefur verið haldin hér í Reykjavik. Sú snerting við listræna framleiðslu einnar af öndvegisþjóðum Evrópu, sem þessi sýning færir okkur, er sann arlega mikils virði fyrir íslend- inga og Þjóðverjum mikill sómi. Þegar sýningin er skoðuð, kem- ur greinilega í ljós, hve vandað hefur verið til vals sýningar- hlutanna og hver hugsunarháttur hefur ráðið. Sá hagleikur og þær gáfur, sem auSkenna þessa fram- leiðslu og sú samræming þessara tveggja staðreynda, er góð sönn- un fyrir því, hve langt má kom- ast þegar unnið er á sviði þekk- ingar og reynslu. Einnig er auð- velt að gera samanburð á fyrri tíma listiðnaði og má með því sjá, hver þróun hefur átt sér stað á þessu sviði. Við slíkan saman- burð kemur greinilega í ljós, hver áhrif nútímamyndíist hefur haft á listiðnaðinn að undanförnu, og hverja þýðingu hún hefur haft á daglegt líf nútímamannsins. málverki, og virðist þessi list- , iðnaður óhugsanlegur í þeirri J mynd, sem hann birtist hér. nema j fyrir þær miklu hræringar og umbrot, sem átt hafa sér stað í | myndlistinni undanfarna ára- I tugi. Mikilla áhrifa frá verkum hins heimsfræga nútima lista- manns, Paul Klee, gætir í öllu formi og mynstri þess vefnaðar, : sem sýndur er, og er listiðnaðar- j Glervasi og krukka, teikna'ð af Aloys F. Gangkofner, en fram- leitt af Lamberts, Waldsassen/ Opf. mönnum þýzkum mikill sómi að því að sýna greinilega í verki, að þeir hafa kunnað að notfæra sér reynslu þessa merka meistara. Myndlistarmennirnir hafa orðið hér þeir brautryðjendur, sem gert hafa það kleift, að þessi list- iðnaður Þjóðverja stendur með þeim blóma, sem þessi sýning í Listamannaskálanum sannar. Það samstarf, sem listamenn og listiðnaðarmenn hafa komið á fót í Þýzkalandi, er sannarlega til fyrirmyndar og vonandi veit- um við því verðskulda eftirtekt, en hér er listiðnaður í nútíma- búningi á algeru byrjunarstigi, og stöndum við þar miklu hallari fæti en nokkur önnur Norður- landaþjóð svo að nærtækur sam- anburður sé nefndur. Eg held að fáir íslendingar efist um afburðagáfur Þjóðverja og hugvit þeirra fyrr og síðar, ekki hvað sízt á sviði tækni, vísinda, bókmennta og lista Er því ekki lítill fepgur fyrir okkur í sýn- ingu þeirra á úrvals listiðnaði, sem svo greinilega sannar, hvers virði hverri gáfaðri þjóð er að eiga nútímalist og hver áhrif hún hefur á smekk og þróun listiðn- aðar og grípur þannig inn í hin- ar praktízku hliðar framleiðsl- unnar og þjóðlífsins. Það er því staðreynd, sem ekki verður hrakin, að nútímalist er sá andlegur aflgjafi, sem orsakað hefur þá glæsilegu þróun, sem átt hefur sér stað seinustu ára- tugi í listiðnaði og með því þrosk- að manninn, ekki hvað minnst í umgengni hans sjálfs á sínum eigin dvalarstað, heimilinu. Við- horf þýzkra listiðnaðarmanna sannar þetta greinilega. Það verð ur því dálítið hjákátlegt, þegar rætt er um það, í riti og ræðu, á miðri tuttugustu öldinni hér á íslandi, hvort nútímalist eigi sér yfirleitt nokkurn tilverurétt, og hún jafnvel talin ólífrænir hug- arórar og tómur hégómi. Svo vil ég færa Þjóðverjum mínar beztu þakkir fyrir þessa sýningu, og um leið eggja alla þá, sem einhvern óhuga hafa á listum, að láta þessa fögru sýn- ingu ekki framhjá sér fara. Sýningarmunir eru flestir til sölu, og vonandi ílengjast þeir hér í landi til prýði og gleði fyrir íslenzk heimili. Valtýr Pétursson. Háskólsfyrirleslur um sænsk ætlamöfn FIMMTUDAGINN 9. desember kl. 20,30 heldur sænski sendi- kennarinn við Háskóla íslands, Anna Larsson, fyrirlestur í I. kennslustofu Háskólans um sænsk ættarnöfn. Fyrirlestur sinn nefnir hún „Svinhutvud, Himm- elstand och Chronschough“ og mun í houm rekja sögu sænsku ættarnafnanna í höfuðdráttum. Að ýmsu leyti eru sænsku ættar- nöfnin kringileg svo furðu gegnir og vekja oft athygli og kímni út- ! lendinga — einkum þó hinna Norðurlandabúanna. — En þrátt fyrir allan furðanleik nafnanna hefur þó ekki kylfa ráðið kasti með myndun þeirra og uppkomu alla. Ýmis konar erlend menn- ] ingaráhrif hafa ráðið um sænskar nafnagiftir og reyndar speglast sænsk menningarsaga á athyglis- verðan hátt í sænsku ættarnöfn- (fórinel-leikari, píanóleikari 00 húsmóir í fríslundum EHsabel Sigyrðsson fær gSæsiiega dóma í Khcfn HIN EFNILEGA unga listakona, Elísabet Sigurðsson, hefir ný- lega hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á tónleikum, sem hún kom fram á með „Musika Vitalis“-kvartettinum í Oddfellow- höllinni í Kaupmannahöfn 3. þ. m. Lék hún þar ýmist á píanó eða klarinett. Listakonan fékk glæsilega dóma í Kaupmannahafnar- blöðunum fyrir leik sinn. — Hæslarétfardómur Framh. af bls. 2 samkvæmt umboðsskrám, víkur úr dómarasæti í málinu: Ákæru- valdið gegn Helga Benediktssyni. Ákvæði hins kærða úrskurðar í tölulið 4 um samprófun og heit- festingu vitna er úr gildi fellt. Að öðru leyti eiga ákvæði hins kærða úrskurðar að vera óröskuð. Myndvefnaður frá Fritz Vahle í Berlín. Á sýningunni eru flestir hlut- ir gerðir i form, sem áður hafa ekki verið algeng, en ryðja sér nú óðfluga til rúms, og er það sannarlega gleðilegt að sjá. hver árangur þegar hefur náðst. Má í því sambandi t. d. benda á borðbúnað allan, sem þarna er til sýnis. Verður því ekki neitað, að mikilla áhrifa gætir þar frá nútíma höggmyndalist, og sú formkennd, sem lýsir sér í fram- leiðslu þessara hluta er náskyld þeim vandamálum, sem mynd- höggvarar aldarinnar hafa verið að kryfja til mergjar. Sama er að segja um formið á vösum, kristal og lömpum t. d. Handunninn vefnaður sá, sem á sýningunni er, vekur mikla eftirtekt, bæði vegna forms og litasamsetninga, að ógleymdu því snjlldar handbragði, sem auð- kehnir þessa listgrein í Þýzka- l.andi. í þessum vefnaði gætir fyrst og fremst áhrifa frá nútíma INNLIFUN OG AST A VIÐFANGSEFNUNUM Það vekur sérstaka athygli og , aðdáun hve Elísabet er jafnvíg á tvö hljóðfæri og hvílíka inn- lifun og ást á viðfangsefnum sín- um hún hafi sýnt á tónleikunum. Lék hún m. a. í tveimr klarinet- kvintettum eftir Mozart og Brahms og í píanókvintet eftir Schumann. Elisabet Sigurðsson DROTTNING I TVEIMUR RÍKJUM í „Politiken" segir m. a.: — Elisabet er drottning í tveimur ríkjum, þar sem hún ríkir með klarinettinn að veldissprota og píannóið sem ríkiseplið. Áheyr- andinn gerði meira en að njóta leiks hennar, hann lifði hann með henni og gat ekki á sér setið að hnippa í sessunaut sinn til að deila með honum ánægjunni. DJARFUR OG HEILLANDI LEIKUR Socialdemokraten segir: — Elísabet Sigurðsson var hinn leið- andi kraftur á kammertónleik- unum sem hún hélt með aðstoð „Musica Vitalis“-kvartettinnum í Oddfellowhöllinni. Píanóleikur hennar var í senn djarfur, heill- andi og sannfærandi og sem klarnetleikari býr hún einnig yf- ir miklum hæfileikum. „Information" birtir og mjög lofsamlega dóma u mleik Elísa- betar og gerir auk þess þá at- hugasemd að hún hafi s. 1. sum- ar gengið í heilagt hjónaband með stjörnufræðingnum Peter Naur, svo að nú verði listakon- an að skipta sér á milli píanósins, klarinettsins — og heimilisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.