Morgunblaðið - 08.12.1954, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. des. 1954
“B
HICOLE
Skaldaaga aftir Kathoiin® Gasm
Framhaldssagan 113
í>ær hæfðu vel manninum. Hún
leit ofar — á andlit hans. Það
var eins og það hafði verið á
dansleiknum, sem haldinn var
henni til heiðurs að Lynmara.
Andlit eins og hans breyttust
ekki. Andlitsdrættirnir höfðu
alltaf verið svona ákveðnir og
skarpir, en þó mjúklegir. Augu
hans djúp og dökk — en nú
þekkti hún þau betur eftir þetta
ár, er hann af og til hafði komið
í heimsókn til Fenton-Woods. —
Hún hafði lært að lesa óskir
þeirra. Hár hans var þykkt og
mest fremst. Það örlaði fyrir
gráum lokkum í vöngum hans —
það eitt var nú öðru vísi en á
dansleiknum að Lynmara. En
það var annars undarlegt, hve
vel hún mundi eftir dansleiknum
og átveizlunni á undan. — Samt
voru sjö ár síðan. Nú mundi
Jtoger vera fjörutíu og níu ára
Og frá þeim tíma hafði hann
mikið reynt — meira heldur en
flestir aðrir fá að reyna a sjö
árum. Og nú á þessu augnabliki
var ein ovissan framundan —
Hvað mundi blasa við þeim er
þau tækju siðustu beygjuna
heim að Lynmara?
Eftir það, sem henni fannst
sem heil eilífð, óku þau í gegnum
n'tið þorp, sem hún mundi óljóst
eftir. Hún leit á Roger og sá að
svipur hans var að brevtast.
Hann hafði til þessa getað leynt
óttanum sem gripið hafði hann
eftir símtaiið. Nú tókst honum
ekki að dylja hann lengur. Lyn-
mara var skammt undan; kvíðinn
fyllti nú hug hans. Nicole kreppti
hnefana svo að neglurnar skár-
ust inn í lófana er þau óku upp
á síðustu hæðina. Af toppi henn-
ar mátti sjá yfir næsta nágrenni
hússins og þá um leið hvort Lvn-
mara stæði í ljósum logum eða
hvort kona húsvarðarins hafði
ýkt.
Hún þorði ekki að horfa er
þau nálguðust hæðacbrúnina og
lokaði augunum. Hún fann að
Roger hægði ferð bílsins. Þá leit
hún upp og í morgunskímunni
leit hún yfir umhverfið og niður
að sjónum þar sem Lynmara stóð.
Riger sagði ekkert. Hún leit á
hann og sá örvæntingu hans.
Aldrei hafði hún séð einmitt
bennan svip á nokkrum manni.
Andlitsvöðvar hans, sem áður
höfðu verið spenntir af eftirvænt-
ingu, slöppuðust gersamlega.
Hann ók hægt áfram. Það virtist
ekki þörf á því að flýta sér.
Járnhliðin stóðu opin. Varð-
maður úr flughernum stöðvaði
þau. En sýnilegt var að beðið var
eftir Roger því foringi kom út úr
varðskýlinu og gaf honum merki
um að aka áfram. Roger ók áfram
jafnhægt og Nicole langaði meht
til að hrópa á hann og biðja hann
að aka hraðar. En svipur hans
aftraði henni frá því. Hún efaðist
um að hann mundi heyra til
hennar þó að hún æpti.
Nú var nokkuð tekið að birta,
en veðrið var grámollulegt og
kalt. Áður en þau komu að þeim
stað, þar sem áður hafði verið
sveigt inn á litla brú, var beygt
inn á nýlagðan veg. Nicole skyldi
að hin þunga umferð, sem bæki-
stöð hundruð flugmanna hlaut að
krefjast, þá umferð hafði litla
brúin að sjálfsögðu ekki þolað.
Og nú sá hún að þau voru komin
nær húsinu en hún hélt, því að
bjarminn frá eldinum var sýni-
legur — og þarna sást heim að
húsinu. Það var allt logandi —
enginn álma þess eða hluti hafði
staðizt árásina.
Er hún starði þangað heim, sá
hún ekki í fyrstu mannþyrping-
una allt umhverfis húsið. Útlínur
hússins voru skýrar í deyjandi
eldblossunum. Veggirnir gnæfðu
þarna enn, dökkir og ljótir og nú
lagði á móti þeim þef af brenn-
andi viði. Gluggarnir voru eins
og svört gínandi op á löngu yfir-
gefnu byrgi. Þau höfðu ekki orðið
vitni að síðasta stríði þessa húss.
Þau höfðu komið til að sjá eld-
ana, sem eyðilagt höfðu þetta
hús, deyja út; húsið, sem þeim
báðum hafði verið svo kært —
húsið, sem hafði verið vettvangur
svo margs þess, sem þau aldrei
myndu gleyma. Þau sáu gamalt
stolt verða eldi að bráð.
Roger stöðvaði bílinn, steig út
og opnaði fyrir Nicole. Ennþá
hafði hvorugt þeirra mælt orð
frá vörum, því að orð eru innan-
tóm og meiningarlaus þegar ótti
og sorg og reiði heltaka hugann.
Þögul gengu þau saman nær hús-
rústinni.
Það var þá fyrst, sem Nieole
sá mannfjöldann umhverfis. Það
voru að mestu leyti flugliðar,
ungir flugmenn, sem höfðú haft
bækistöðvar í þessu stóra húsi.
Hún sá einnig nokkra menn, sem
voru klæddir vinnufötum. Það
voru mennirnir, sem borið hafði
að frá leigubýlunum. Þeir mös-
uðu stanzlaust og Nicole og Roger
heyrðu sumt af því, þegar þau
gengu fram hjá.
..... dálagleg sýn, finnst þér
ekki? Það var eins gott að þið
náðuð draslinu mínu út. Ég átti
hundrað vindlinga í töskunni
minni“.
Þau gengu áfram og staðnæmd
ust stutta stund frammi fyrir aðal
innganginum, sem nú var hrun-
inn. Ungur flugmaður stóð þar
skammt frá með háðar hendur
í vösum. Hann gaf sig á tal við
þau og sagði: „Þetta var leiðin-
legt, herra. Þetta var svo
skemmtilegt hús. Ég samhryggist
manni þeim er átti það“.
„Já, þetta var mjög leiðinlegt",
sagði Roger um leið og hann tók
undir handlegg Nicole og þau
gengu áfram. — Augu hennar
hvörfluðu til og frá og loks stað-
næmdust þau við hóp flugmanna,
sem voru á tali saman. í miðjum
hópnum var liðsforingi, sem lét
í ljósi skoðun sína háværri röddu.
„Ég ætla bara að vona það, að
ef þeir byggja húsið upp aftur,
þá hafi þeir það þannig, að eitt-
hvað verði varið í það. Þið vitið
hvað ég á við — eitthvað sam-
kvæmt nýjustu tízku. Fallegan
Ijósan við í stað þessa dökka
drasls. Þá verður þar og von-
andi betra upphitunarkerfi; það
var eins kalt í þessu gamla húsi
og í hlöðu“.
„Ó, hættu nú Renolds. Mér leið
ist þetta kjaftæði í þér. Hvað
veizt þú eiginlega um þessi
gömlu hús? Fyrsta húsið sem þú
mannst eftir var heimavistar-
skólahús nýbyggt i Clapham"
Nicole og Roger heyrðu þessar
samræður, en blönduðu sér ekki
í þær. Þau voru nú komin að
hinni hlið hússins. Þá kom til
þeirra höfuðsmaður í hernum,
TOILET PAPPIR
Fyrirliggjandi
JJ. Olajióon i^emLöjt
Sími 82790 (þrjár línur)
UHiKUM
UNIKUM flöskurnar, getið þér fengið áfyllingu á fyrlr
anir næstu daga.
UNIKUM er í litlum plastic-flöskum, sem lítið fer fyrir
en innihaldið jafngildir 1/1 flösku, þegar þér hafið notað
innihald.
Hinn heimsfrægi þvottalögur er væntanlegur í verzl-
mun lægra verð.
UNIKUM er ilmríkt.
UNIKUM leysir upp alla fitu á örskömmum tíma og
freyðir vel. - UNIKUM er ódýrt.
Reynið UNIKUM strax í dag.
Aðalumboð fyrir UNIKUM á íslandi
Gotfred Bernhöft & Co. h.f.
I : Kirkjuhvoli — Sími 5912
TILBOÐ OSKAST
í neðangreisidar bifreiðar:
Austin fólksbifreið, smíðaár 1950
Oldsmobile fólksbifreið, smíðaár 1953
Oldsmobile fólksbifreið, smíðaár 1947
Buick fólksbifreið, smíðaár 1947
Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Arastöðinni við Há-
teigsveg fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 1—4.
Tilboðum sé skilað fyrir kl. 5 sama dag í skrifstofu
vora, Skólavörðustíg 12.
Sala setuliðseigna ríkisins.
UÓÐABÆKUR:
Ljóðmæli og sögur, eftir Jónas Hallgrímsson
Ljóðmæli eftir Grím Thomsen Ný útgáfa
Ljóðmæli eftir Kristján Jónsson
Ljóð eftir Einar H. Kvaran
Vísnakver eftir Snæbjörn Jónsson
Hallgrímsljóð, sálmar og kvæði, eftir Hallgrím Pétursson
Passíusálmar eftir Hallgrím Pétursson
Sögur og kvæði eftir Gest Pálsson
Ljóðmæli eftir Steingrím Arason
Sól er á morgun, kvæðaúrval frá 18. og 19. öld
Enn kunna margir að meta fögur Ijóð og hafa yndi af lestri þeirra. Ofantaldar bækur
eru vel til þess fallnar að auka jólagleðina. Gleðjið vini yðar með því að gefa þeim
góða ljóðabók.
Bækurnar fást hjá öllum bóksölum og
HJ. Leiitri
Góður rafvirki óskast I
■
■
■
■
■
^j4mper h.j. j
Þingholtsstræti 21 J
Sportvörur
Skíði, allskonar, skíðabindingar, skíðastafir, skíða-
áburður, margar gerðir, krokket, spjót, bogar, örvar, á
skotmörk og fleiri sportvörur.
Skíðagerðin Fönn
við sænsk-íslenzka frystihúsið.
Sími: 1327.