Morgunblaðið - 09.12.1954, Blaðsíða 4
20
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. des. 1954
Kristmann
Guðmundsson:
BÖKMENNTIR
i
s
Hér er kominn Hoffinn.
| Eftir Guðmund Gíslason
> Hagalín.
Bókfellsútgáfan.
Frásagnarlist Hagalíns er slík,
að leitun er á skemmtilegri
höfundi, og hann er meistari í
aefisagnagerð. Þetta er nú reynd-
ar hvorttveggja svo kunnugt, að ’
hreinn óþarfi er að vekja máls á
því, en þó finnst mér naumast
verða hjá því komist eftir lestur
þessa bindis af æfisögu hans.
Svo margir af bestu kostum hans
koma þar skírt fram og einkum
þeir tveir, sem á er minnst hér
að ofan.
„Hér er kominn Hoffinn“ nefn-
ist þetta nýja bindi af sjálfsæfi-
sögu hans. Fjallar það um fyrsta
vetur hans í skóla í Reykjavík,
og útróðra eins sumars í fjörðum
vestur. Fyrsti kaflinn heitir:
„Sveitamaður, hí, hí!“ og er af-
bragðs hressandi; það væri skrít-
inn maður, sem ekki skemmti sér
vel við þann lestur. Söguhetjan
kemur suður til þess að taka
gagnfræðapróf í menntaskólan-
um og kynnist höfuðstaðnum í
fyrsta sinn. Lýsing á bænum er
forkostugleg, glögg og lifandi,
fyndin, rómantísk og raunsæ, —
allt í senn! Dálítið verður G.
fyrir barðinu á götustrákunum,
sem engan skyldi furða, ef sjálfs-
lýsing hans er nokkuð nærri lagi,
því þessi vestfjarðapiltur hlýtur
að hafa verið skrítnari en allt
sem skrítið er. Strákarnir híja á
hann, eins og allmjög var tíðkað
í þá daga, — en hann lætur sér
hvergi bregða, drekkur í sig allt
hið nýstárlega og lendir í mörg-
um æfintýrum — eða öllu heldur:
allt, sem gerist kringum hann, |
verður honum að æfintýri, en |
það er náðargjöf sannra skálda. j
Hann kynnist allmörgum ungum l
mönnum, er síðar hafa gerst1
kunnir í þjóðfélaginu, og geng-1
ur á fund höfðingja. er þá bar
hátt. Svipleiftur allra þessara
manna ber fyrir augu lesandans,'
sem bráðlifandi og Ijósar mynd-
ir, svo og Reykjavík þeirra tíma.
Samtöl og atburðalýsingar eru
gerðar af snilld, sem veitir ósvik- !
inn listunað, og það ætti ekki að
fara framhjá neinum, hve menn-1
ingarsögulega merkileg þessi frá- j
sögn er. — Þó er fátt erfiðara
en þetta: að bregða upp myndum
af fólki, sem enn er lifandi eða
fast í minni lifandi manna, gera
það svo vel að þær greipist í
huga lesandans, en um leið svo
fimlega, að engan getur sært. —
Hált svell óneitanlega og vildi ég
ekki mörgum ráða að renna sér
þar á eftir Guðmundi. En hann
hreinsar sig af því.
Og enn lýsir hann þarna
sumarönnum sjávarútvegs í átt-
högunum, og svo vel, að lesand-
anum finnst hann hafa róið með
Hagalín, þegar lestri lýkur! I
þeim hluta bókarinnar birtist ein
af sérstæðustu og skemmtileg-
ustu persónum höfundarins: Guð-
mundi á Söndum. Það er nú karl
í krapinu!
Jæja, það þarf ekki að fjöl-
yrða um þessa bók, hana lesa
allir og hafa yndi af!
Sambýlisfólk.
Eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur.
Bókaútgáfan Tíbrá.
1 fyrra gaf þessi ágæti höfund-
ur út skáldsöguna „Dísa mjöll“,
sem ávallt mun verða talið
snilldarverk í íslenzkum bók-
menntum. Nú kemur enn stór
„Sambýlisfólk“, einskonar fram-
skáldsaga frá hendi Þórunnar:
hald af ..Snorrabraut 7“, sem var
velgerð bók, en fékk nokkuð
harða dóma ómaklega.
„Sambýlisfólk“ er ekki heil-
steipt listaverk, en eigi að síður
veigamikil saga, með stórum til-
þrifum víða. Mér er í grun að
höf. hafi látið hana of fljótt frá
sér fara og skrifað lyma við
alltof örðugar aðstæður. Bygg-
ingin er í rauninni góð, þótt fá-
ein óþörf innskot hefði mátt
hefla af til bóta, — sVb sem kafl-
ann um braggalíflð, sem vafa-
laust er þörf og góð hugvekja,
en fellur ekki inn í ramma þess-
arar sögu. Þá eru persónulýs-
ingarnar: Flestar eru þær mjög
athyglisverðar, einkum sambýlis-
konan, frú Arnarson, en því mið-
ur er hún of fljótfærnislega gerð
og verður því oft og einatt frem-
ur tegundarmynd en sónn og lif-
andi persónulýsing. Svona persón
ur eru til, mikil ósköp, allt fullt
af þeim, og það væri mílcil þörf
að lýsa þeim svo vel, að til að-
vörunar yrði, þeim sjálfum og
öðrum. En í bókmenntum er ekki
nóg að lýsa persónu úr daglega
lífinu, eins og hún kemur fyrir
sjónir á ytra borði, þar þarf að
skíra og sýna: skapa persónuna
innan frá, þannig að lesandi
skilji og trúi. Þetta hefur Þór-
unni ekki alltaf tekist í þessari
bók, — er þó eiginlega ávalt á
réttri leið í aðferðinni, nær að-
Frh. á bls. 27.
Stórbrotin ferðosnga
Byggingavörur
asbest-steinlími
Varanlegar
Öruggar fyrir eldi
ðdvrar
Einkaumboðsmenn:
Mars Trading Company
Klapparstíg 26. Sími 7373
Veggplötur fyrir ytri
klæðningu — Þilplötur
í skilveggi og innri
klæðningu — Báru-plöt
ur á þök — Þakhellur
Þrýstivatnspípur og frárennslispíp-
ur, ásamt tengingum og milli-
stykkjum.
Framleitfcaf:
Czechoslovak Ceramics Ltd.,
Prag, Tékkóslóvakíu
Kjartan Ólafsson:
SÓL í FULLU SUÐRI
Útg.: Bókaútgáfan Hrímfell.
I’ SLENDINGAR hafa löngum
um haft yndi af ferðasögum
frá fjarlægum löndum. Er þetta
eðlilegt um afskekkta eyþjóð, en
þessi áhugi þjóðarinnar helzt enn
í dag, þó að öldin sé nú önnur
en áður var um allar samgöngur
við umheiminn. Hin síðari ár
hafa ekki svo fáar ferðasögur
verið gefnar út hér á landi, sum-
ar fróðlegar og skemmtilegar,
aðrar hálfgert léttmeti. Nú er
komin út ferðabók, sem er svo
nýstárleg um margt, að nærri
má segja, að með henni sé brotið
blað í þessari grein íslenzkra
bókmennta.
Kjartan Ólafsson hagfræðing-
ur er í hópi hinna víðförlustu
íslendinga. Á háskólaárum sínum
ferðaðist hann um flest lönd
Mið- og Vestur-Evrópu. Eftir að
heim kom ferðaðist hann um ís-
land þvert og endilangt, jafnt
byggðir sem óbyggðir. Og Kjart-
an var sérstæður ferðalangur um
margt, enda bindur hann yfir-
leitt bagga sína nokkuð öðrum
hnútum en samferðamenn hans.
Hann er hinn mesti fullhugi og
sækist eftir hættum, sem hinn
hversdagslegi ferðamaður forðast
eins og heitan eldinn. Mesta yndi
Kjartans er að klífa illgeng björg,
stökkva yfir hyldýpisgjár og
glíma við ægileg vatnsföll. Og
hann er ekki neinn tízkuferða-
maður, sem þýtur um löndin
hálfsofandi, hann ferðast með
galopin augu, ekkert í landslagi
eða mannlífi fer fram hjá honum.
Kjartan hefur líka ágæt skil-
yrði til að njóta ferðalaga jafnt
utan lands sem innan, því að
maðurinn er hámenntaður, víð-
lesinn í sögu og bókmenntum og
tungumálamaður ágætur. Fyrir
slikan mann verða ferðalög næst-
um því ei nhinna fögru lista og
kannske hámark allrar lífsnautn-
ar.
Latín-Ameríka — rómönsku
löndin í Mið- og Suður-Ameríku
— er heimur, sem öllum þorra
Islendinga er nær alveg fram-
andi. Þrátt fyrir alimikil við-
skipti okkar við sum þessara
landa, vitum við yfirleitt sáralítið
um þau umfram þann fróðleik,
sem lélegar kvikmyndir láta í
té, oftast kúlissukvikmyndir, sem
gefa alranga mynd af þessum
þjóðum, oft fullar af smeðjulegri
rómantík. Vitneskja allflestra ís-
lendinga um þessi lönd nær ekki
lengra en það, að þar sé fallegt
kvenfólk og að þar séu að jafn-
aði gerðar byltingar nokkrum
sinnum á ári. Okkur opnast al-
gerlega nýr heimur, er við lít-
um þessi lönd með augum gáf-
aðs og athuguls íslendings, sem
lætur fátt fram hjá sér fara,
hvort heldur er stórt eða smátt,
hrikalegustu fossar heims eða
einmana tré á hæð, forsetafrú í
lúxusvagni eða hálfnakinn betl-
ari í öngstræti.
Ferðasaga Kjartans hefst með-
al frönskumælandi Svertingja á
Haiti, eyju sem harla fáir ís-
lendingar munu hafa stigið fæti
á. Þaðan leiðir hann okkur um
Guayana, Brasilíu, Venezúelu,
Úrúguay og Argentínu, og ferða-
sögunni lýkur í Paragúay, einu
afskekktasta landi heims, sem
ósennilegt er, að fullur tugur fs-
lendinga hafi augum litið. Þetta
er ekki nein venjuleg ferðasaga
í hefðbundnum flatneskjustíl, en
af slíkum ferðasögum höfum við
fengið að heyra yfrið nóg í bók-
um, blöðum og útvarpi. Kjartan
er ekki Baedaeker-ferðalangur,
sem fer u mnokkrar aðalgötur
borganna með leitarvísir upp á
vasann. Þvert á móti leitar hann
fremur á lítt troðnar slóðir, sem
tízkuferðalangurinn sneiðir hjá.
Og allsstaðar gerir hann sér far
um að kynnast fólkinu, jafnt há-
um sem lágum, konum sem körl-
um, braskaranum, þrælahaldar-
anum, smáborgaranum, veitinga-
þjóninum, betlaranum. Víða er
brugðið upp af fólki þessu augna-
bliksmyndum, sem verða ó-
gleymanlegar, í sjónhendingu
gefur innsýn í rismikil og tragisk
örlög eins og í grískum harm-
leik, svo sem í sögu drukkna
betlarans í Belem. Og í landslags-
lýsingum dregur hann upp á-
hrifamiklar myndir, svo að nærri
liggur, að lesandinn sjái lands-
lagið með augum höfundar, svo
sem Igúazufossana tröllauknu.
Kjartan er jafnnæmur á form,
liti og hljóð, gneypa fjallatinda,
logaliti frumskógafugla og blóma,
þytinn í trjánum, nið regnsins.
Það er nærri fagurfræðileg nautn
að lesa bókina af þessum sök-
um. En auk þess er hún nær
ótæmandi fróðleiksuppspretta.
Höfundur er gagnkunnugur sögu
þessara fjarlægu þjóða, og alltaf
hefur hann hana í huga, fyrr en
varir erum við horfin úr borgar-
ysi 20. aldar og komin fjórar
aldir aftur í tímann, til daga
conquistadoranna, spænsku land-
, könnuðanna og landnemanna á
j 16. öld. Og örnefnin verða lif-
| andi í frásögn Kjartans, hann
} skýrir okkur aragrúa staðarheita,
(sem við kannske höfum heyrt,
| en aldrei vitað neitt um. Og sjá,
i örnefnið hefur oft og tíðum lit-
I ríka og áhrifamikla sögu að
I segja. Hver hugsar að jafnaði
út í það, hvað nöfn eins og
Venezúela, Brazilía. Argentína,
Aazon, Buenos Aires, Monte-
video og mörg önnur eiginlega
þýða, en allt þetta fræðir Kjart-
an okkur um, og hér nýtur hin
frábæra tungumálakunnátta hans
sín að fullu.
Málfar Kjartans og stíll er með
þeim hætti, að lesandi, sem opn-
ar bókina í fyrsta skipti og býst
við hinum algenga lágkúrustíl
slíkra bóka, hrekkur við strax
í fyrstu línunum. Hér er enginn
hversdagsmaður á ferð að því er
málfar snertir. Á hverri síðu
bókarinnar er ógrynni af sjald-
gæfum orðum og orðatiltækjum,
sem stundum minna menn á ís-
lendingasögurntir, en þó öllu oft-
ar á riddarasögur, fornaldarsög-
ur og gömul ævintýr. Allra fyrst
fannst mér þessi stíll minna á
Gerplu-stíl Kiljans, en ég komst
fljótlega að raun um, að hann er
séreign Kjartans og ólíkur stíl
allra annrra nútimahöfunda,
hrjúfur, kýminn, brútal, grót-
eskur. Það er unun að lesa bók-
ina stílsins vegna, þó að annað
kæmi ekki til.
Bókin er prýdd mörgum mynd-
um, misgóðum að vísu, en sumum
ágætum, svo sem flestum Indí-
ánamyndunum eða þá myndinni
af höfundi sjálfum, þar sem hann
hangir á trjángrein yfir gínandi
gliúfri ígasúfossa. — Sú mynd er
| táknræn. Kjartan þykir ekki
I mikið púður í að ferðast, ef hann
| getur ekki teflt á einhverja tví-
sýnu annað veifið.
| Þessi ferðabók er einstæð í
sögu íslenzkra ferðasagna um
allt, neistandi myndræna frá-
sagnargáfu, geysilegan fróðleik
og frumlega stílsnilld. Þeir, sem
| notið hafa þessarar bókar bíða
með óþreyju eftir fleiri slíkum
frá Kjartans hendi. Menn vita,
að í þessari langferð lagði hann
einnig leið sína um vesturríki
Suður-Ameríku og Mið-Ameríku
alla, en þeirra landa getur ekki
i í þessari bók. Það væri ekki ó-
nýtt að eiga von á annarri jafn-
, góðri um þau lönd. Og maður
I eins og Kjartan Ólafsson má ekki
I láta ljós sitt undir mæliker, höf-
I undurgáfa hans er svo mikil, að
slíkt væri svik við íslenzka les-
endur. Ólafur Hansson.
GÆFA FYLGIR
trúlofunarhrigunum frá Si«-
nrþór, Hafnarstræti 4. —
Sendir gegn póstkröfu. —
Bendið nákvsemt mál.