Morgunblaðið - 09.12.1954, Page 10

Morgunblaðið - 09.12.1954, Page 10
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. des. 1954 Hættuleg lestrarkennsla? i. HERRA Ólafur Gunnarsson, cand. psyk., birtir í Morgun- blaðinu 25. nóv. heilsíðugrein undir fyrirsögninni: Veruleikinn og heimspekingurinn. — Tilefni greinarinnar er stutt athuga- semd frá mér við skoðun hr. Ó. G. á hljóðaaðferðinni í lestrar- kennslu. Þar færði ég nokkur rök að því, að hljóðaaðferðin við byrjendakennslu í lestri sé í fullu gildi og nýtileg meðal annarra aðferða. Þessi hógværa skoðun virðist hafa haggað mjög sálarró hr. Ó. G., og er varla ofmælt, að hon- um fatast það velsæmi, sem al- mennt er talið eiga að ríkja í fræðilegum deilum. Lestrar- kennsluaðferðir gefa ekki tilefni til neinna æsiskrifa né óhróðurs. Slík framkoma er oft túlkuð sem veikleikamerki, skortur á hald- góðum rökum. Þessi þáttur í grein Ó. G. snertir málefnið í engu. Því sneiði ég hjá honum. Aðeins þetta leyfi ég mér að taka fram: Ásökun hr. Ólafs Gunnars- sonar á hendur mér fyrir að svara blaðagrein hans í blaði, í stað þess að bera athugasemd mína munnlega fram við hann, og viðvörun hans, að láta mér ekki verða þetta á í annað sinn, er í mínum augum fjarstæða. Hefur enginn annar orðið til þess að bjóða mér svo ólík kjör í við- skiptum sem venjulega gerast á jafnréttisgrundvelli. II. Til frekari stuðnings skoðun sinni, að hljóðaaðferðin sé ónot- hæf, leggur hr. Ó. G. fram 10 sýnishorn af stafsetningarúrlausn um barna á 3. námsári, „sem í tvö ár hafa stundað nám í skóla þess manns, sem mest hefur bar- izt fyrir notkun hljóðaaðferðar- innar hér á landi.“ Öll sýna dæm- in afleita stafsetningu. Umsögn höfundar er þessi: „Ég tel ekki ástæðu til að gera sérstakar at- hugasemdir við þessi sýnishorn. Foreldrar, sem lesa þessar bók- menntir munu áreiðanlega sjá hvaða böggull fylgir skammrifi þar sem hljóðaaðferðin er.“ Svo langt nær túlkun höfundar á efninu. Hann eftirlætur hana lesendum. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu hans, að hér þurfi ekki frekar skýringa við, og ég tei sönnunargildi sýnishornanna lítið. Þetta leyfi ég mér að skýra með fáeinum orðum. í fyrsta lagi eru 10 börn ekk- ert viðhlítandi sýnishorn af öll- um þeim þúsundum barna, sem lært hafa lestur með hljóðaað- ferð. Hliðstæð dæmi lélegrar stafsetningar má auðveldlega finna hjá börnum á 3. skólaári, hvaða aðferð, sem beitt var við lestrarkennsluna. Lestur og réttritun eru sem sé tvær ólíkar námsgreinir. Það er því fremur slæm rökfærsla hjá hr. Ó. G., að bera vankunnáttu í stafsetningu fram sem sönnun fyrir ónothæfni lestrarkennslu- aðferðar. Að vísu er lestrarkunn- átta frumskilyrði stafsetningar og lestrarkennslan á að styðja að henni, samt er nú hægt að læra lestur vel, án þess að kunna nokkuð til stafsetningar. En að þvi kem ég strax. Sýnishorn hr. Ó. G. sanna það eitt, að þessi 10 börn skortir leikni í stafsetningu. Til þess geta aftur legið fjöl- margar orsakir, með öllu óháðar lestrarkennsluaðferðinni. í öðru lagi var af þessum ástæðum þörf margvíslegra upp- lýsinga um börnin. Framar öllu auðvitað, hver lestrarkunnátta þeirra er. Hafa þau tekið góðri framför í lestri, eða eru þau líkt á vegi stödd þar og í réttritun? Hvert er greindarstig þeirra? Ekki ber það vott um mikla vís- indalega nákvæmni hjá sálfræð- ingi að gizka á slíkt. Hvernig stendur á því, að valin voru að- eins 10 börn úr bekknum? Eru það þau sem lökust voru i staf- setningu eða bezt? Eru sýnis- hornin úr frumsaminni ritgerð eða úr stafsetningaræfingu? Skrif uðu börnin þetta nýkomin í skól- eftir dr. Mafthías Jónasson ann úr sumarleyfi? Þá eru öll börn á þessum aldri stirð í rétt- ritun. Allt þetta þurfti að rann- saka og skýra frá því, og ótækt að draga nokkra ályktun af sýn- ishornunum án þess. í þriðja lagi þarf hr. Ó. G. að sanna, að jöfn áherzla hafi verið lögð á að kenna börnunum staf- setningu og lestur. Auðsætt er, að á þetta má leggja mjög mis- jafna áherzlu, hver svo sem lestr- arkennsluaðferðin er. Og hvað með aðferð í stafsetningarkennsl- unni? Hver var hún? Eru minni líkur til að hún sé gölluð en lestrarkennslan? Hr. Ó. G. vill þó líklega ekki halda því fram, að stafsetning sé kennd með hljóðaaðfer. Og af því að hr. Ó. G. talar um lestrar- kennslu sem menningararf, vil ég minna á, að „við föður- og móðurkné“ lærðu börnin fyrst og fremst að lesa, og voru oft sæmilega læs, þó að stafsetningin væri í bágbornasta lagi. Enginn lagði stöfunaraðferðinni þetta til lasts. Mér er auðvitað alls ókunn- ugt um það, hvort kennari, eða kennarar, þessara 10 barna lagði mikla eða litla áherzlu á staf- setninguna. E. t. v. hefur hann gert það, en samt ekki náð ár- angri vegna greindarleysis barn- anna eða annarra erfiðleika í fari þeirra. En e. t. v. hefur hann líka látið lestrarkennsluna sitja í fyr-‘ irrúmi. Fram hjá þessum atriðum gat óhlutdræg rannsókn á hljóða- aðferðinni ekki gengið. Hr. Ó. G. minnist þeirra engu orði. Tíu börn af 5000, sem sótt hafa skóla þann, sem Ó. G. beinir skeytum sínum að, er sannarlega rýrt sýn-1 ishorn. Með „rannsóknum“ af | þessu tagi mætti sanna margt. j Þær hafa og þann kost, að ekki þarf að liggja yfir þeim um ára-' bil eins og höf. tekur háðlega fram að ég geri. Hógværa athugasemd mína um lestrarkennsluna kallar hr. Ó. G. „árásir á menn og málefni“. Ég þori að fullyrða, að enginn ann-f ar lítur þannig á hana. Mér er spurn: Er „skólasálfræðingur" hafinn yfir alla gagnrýni, að ekki megi á kurteislegan hátt and- mæla skoðun hans? Hér er dálít-' ið villt um heimildir! Árásin kemur frá hr. Ólafi Gunnarssyni sjálfum og bein- ist að tveimur stofnunum,' Kennaraskóla íslands, þar sem hljóðaaðferðin hefur ver- ið kennd meðal annarra kennsluaðferða meir en tvo áratugi, og svo að „skóla þess manns, sem mest hefur barizt fyrir notkun hljóðaaðferðar- innar hér á landi.“ Ef hér er verið að kenna og úbreiða ónothæfa og skaðlega að- ferð, ber Kennaraskóli íslands fyrst og fremst ábyrgð á því, enda vegur hr. Ó. G. beint að honum í síðari grein sinni. Þessar stofnanir eru á engan hátt und- anþegnar gagnrýni og munu heldur ekki æskja þess, en svo mikið starf hafa þær innt af hendi í þágu uppeldisins, að þær eiga óskoraðan rétt til þess, að gagnrýni á þær sé borin fram af réttsýni og sannleiksást. Að öðru leyti læt ég þær um að svara fyrir sig. Hr. Ó. G. er sýnilega hneyksl- aður á því, að ég skuli ekki taka frásögn hans um tvíburarann- sóknina í Stokkhólmi sem full- gild rök fyrir ónothæfni hljóða- aðferðarinnar. — Engar frekari upplýsingar er þó að finna í síð- ari greininni. Ilins vegar kemur fram áberandi mótsögn um rann- sóknina. í fyrri greininni segir, hann skýrum stöfum, að rann-1 sókninni sé ekki lokið. Ég taldi því, að rétt væri að bíða með að ( draga ályktanir af henni. í síð- ari grein sinni segir hr. Ó. G.' hins vegar, að hann hafi ekki eftir neinu að bíða, sér sé allt kunnugt um rannsóknina. Hvern- ig ber að skilja þetta? Hafa hinir ágætu Svíar lokið rannsókninni og gefið út skýrslu um niðurstöð- ur hennar, meðan Ólafur var að sækja í sig veðrið fyrir seinni greinina, eða veit Ólafur niður- stöðuna á undan þeim? Hefur hann e. t. v. stytt sér leið, eins og með réttritunarsýnishornin? Ég lít svo á, að rannsóknir séu til þess gerðar, að draga megi af þeim hlutlæga ályktun. Að vilja draga þessa ályktun fyrirfram er að mínum dómi óvísindalegt fúsk, og ég læt segja mér þrisvar sinn- um, áður en ég trúi, að það sé gert við sálfræðistofnun, sem David Katz veitir forstöðu. En hr. Ólafur Gunnarsson ræður auðvitað sínum gerðum. Meðan ekkert sést um niðurstöðuna í sál- fræðilegum tímaritum, þykist ég ekki þurfa að blygðast mín fyrir þekkingarskort á þessu máli. m. Alveg gengur það fram af hr. Ó. G., að ég skuli vefengja skoð- un hans á afdrifum hljóðaaðferð- arinnar í Þýzkalandi. „Þó kastar alveg tólfunum þegar kemur að því atriði í erindi mínu, sem snertir hljóðaaðferðina og Þjóð- verja.“ Lesandinn verður að álíta, að hér sé um að ræða dá- lítinn kafla, sem fjalli um breytta afstöðu þýzkra kennara til þess- arar aðferðar, sem um marga áratugi hefur skipað öndvegi í lestrarkennslu þeirra. Ég birti hér þennan kafla í heild. „Að vísu telja Þjóðverjar og ensku- mælandi þjóðir hljóðaaðferðin sé forkastanleg". í hinni löngu ritsmíð Ólafs stendur ekki fleira um afstöðu „Þjóðverja og ensku- mælandi þjóða“ til aðferðarinn- ar. Sá maður gerir ekki háar kröfur til eigin röksemdafærslu, sem talar um þetta sem „það at- riði í erindi mínu, sem snertir hljóðaaðferðina og Þjóðverja". Sumir nefna þetta einfaldlega slettu. Sáryrði hr. Ólafs Gunn- arssonar yfir því, að ég tek hana ekki sem gilda sönnun, bera ekki vott um djúpan skilning á fræði- legri rökfærslu. Enskumælandi þjóðir hafa lítinn áhuga á hljóða- aðferð, af því að tunga þeirra hrindir henni frá sér. Um þýzku- mælandi þjóðir er þessu þveröf- ugt farið. Þar er hún öndvegis- aðferð. Þýzkir kennarar telja sig yfirleitt ekki geta gert börn læs á tvenns konar letur (hið got- neska og hið latneska) á tveim árum með annarri aðferð. Auk þess er hljóðaaðferðin kennurum ómetanlegur styrkur við að kenna börnunum hljóðrétta há- þýzku og venja þau af fáránleg- um hljóðvillum mállýzkunnar. Þessar aðstæður þarf allar að dt- huga, þegar dæmt er um lífvæn- leik hljóðaaðferðarinnar. Mér til uppfræðslu um þessi efni bendir hr. Ó. G. mér á bók: Else Rother: Teaching the basic educational at the request of Unesco. Paris 1952. Ég set titil- inn hér eins og hr. Ó. G. ritar hann, án ábyrgðar af minni hálfu. Ég hef ekki lesið bókina, hún er ekki til á bókasöfnum hér, finnst ekki í skrá um bækur UNESCO ár 1952, enginn ein- staklingur, sem mér hugkvæmd- ist að leita til, á bókina, ekki heldur hr. Ólafur Gunnarsson. Bókarinnar verður nú leitað er- lendis fyrir mig, og ég fæ hana, ef hún er til, en það tekur sinn tíma að ganga úr skugga um þetta. Þangað til mun þetta at- riði málsins liggja í þagnargildi af minni hálfu. Ég tel þörf aukinnar fjöl- breytni í kennsluaðferðum okk- barðar séu niður að lítt hugs- uðu máli viðurkenndar að- ferðir. Við eigum tvær höfuð- aðferðir í lestrarkennslu, en um árangurinn veldur mestu, hvern- ig þeim er beitt. Ef kennaranum tekst að láta barnið taka virkan þátt í náminu, ef hann fær það til þess að leggja sig fram af al- Frh. á bls. 27. H!jó5aaðferðin við lestrarkennslu Hokkrar afhugasemdir við skrif Ólafs Gunnarssonar eftir Árna Böðvarsson cand. mag. OLAFUR Gunnarsson sálfræð- ingur frá Vík í Lóni ritar í Morgunblaðið 25. nóv. grein sem á að vera svar til dr. Matthíasar Jónassonar. í þessari grein Ólafs eru nokkrar fræðilegar firrur vel fallnar til að blekkja almenning, sem treystir sérfræðingnum, og tel ég mér því rétt að svara þeim. Ég treysti mér ekki til að dæma neina sérstaka aðferð sem hér er notuð við lestrarkennslu barna með öllu ónothæfa, og það er þung ábyrgð sem Ólafur tekur á sig með því að fullyrða við for- eldra skólabarna að aðferðin sem notuð er til að kenna börnum að lesa sé algerlega óalandi og ó- ferjandi. Sú ábyrgð er þeim mun þyngri sem hann veit eins vel og allir aðrir að skipulegur vís- indalegur samanburður á lestrar- eða réttritunarkunnáttu þeirra barna sem lært hafa lestur með hljóðaaðferðinni og þeirra sem lært hafa eftir stöfunaraðferð- inni hefur aldrei verið gerður, og allar fullyrðingar um það efni eru þess vegna ógrundaðar. Sam- anburður á kunnáttu einstakra barna sannar ekkert né afsannar, því að engir tveir einstaklingar eru að öllu sambærilegir, ekki , heldur þó það sé samanburður á nokkrum börnum sem eru af- brigðileg um lestrarkunnáttu. | Það er reginfirra sem Ólafur l segir að hljóðaaðferðin komi raddfærum barna til að framleiða einhver „undarleg hljóð“, þegar . þau æfi sig í lestri, því að í stuttu jmáli sagt byggir hljóðaaðferðin á því að sýna börnum og koma því inn í kollinn á þeim hvernig þetta og þetta hljóð talaðs máls er táknað á pappír, en það er alkunn staðreynd að börn eiga miklu hægara með að átta sig á hljóðum en fullorðið fólk, sbr. það að þau eru miklu fljótari að ná réttum framburði á erlendum málum. Á hinn bóginn byggir stöfunaraðferðin á því að kenna barninu hvernig bessi og þessi stafur móðurmálsins er lesinn, eins og tíðkazt hefur að kenna útlendingum framburð. Það er ekki heldur rétt af Ól- afi Gunnarssyni að taka nokkrar setningar úr stílum barna, lesa illa skrifað oð fyrir að (mjög líkt i margri rithönd!), illa skrifað Æ fyrir Ö og fleira þess háttar, demba þessu framan í almenn- ing og kenna svo um lestrar- kennslunni að börnin stafsetji svona illa. Meðán ekki hafa sér- stakar rannsóknir til samanburð- ar farið fram í þeim tilgangi (mér skilst að rannsóknir hans hafi ekki beinzt að því atriði sérstak- lega, þó að hann hafi „rannsakað nokkur börn sem ekki höfðu orð- | ið læs í barnaskólum á eðlilega löngum tíma“, það kemur ekki fram að hann hafi gert neinn víðtækan samanburð), veit hann ekkert hvort stafsetningin í þess- um setningum hefði verið betri né skriftin ótvíræðari til úrlestr- ar, þó að stöfunaraðferð hefði verið beitt til að kenna viðkom- andi börnum að lesa. Með sama rétti mætti taka órökstuddar full- yrðingar skólagenginna sérfræð- inga eins og okkar Ólafs fyrir, tæta vitleysurnar í sundur og saka síðan háskólana um. Hér er rétt að minnast þess að núgildandi stafsetning hefur ver- ið kennd hér hálfan þriðja ára- tug eða álíka lengi og hljóða- aðferðin hefur markvisst verið notuð við lestrarkennslu barna. Ef sú órökstudda fullyrðing að lestrar- og stafsetningarkunnátta hefði hrakað á þessum tima reyndist nú rétt við áreiðanlegar rannsóknir, mætti þá ekki alveg eins kenna það stafsetningunni og meiri kröfum sem gerðar eru í ] þeim efnum en áður var? I Ólafur Gunnarsson segir: „Þeg- ar við tölum, gerum við það í heildum, þ. e. hljómmyndum, en ekki einstökum hljóðum “ Þetta er jafnrétt eða jafnrangt og ef ég segði að ritað mál væri sam- sett úr orðum, en ekki stöfum, því að þessar „heildir“ talmáls- ins eru vitanlega samsettar úr einstökum hljóðum. í sambandi við þá aðferð að kenna börnum að „stafa upp á gamla pjóðinn" — sem Ólafur hrósar svo mjög, enda get ég ekki annað séð en sú aðferð sé líka góð, þó að ég telji hljóðaaðferð- ina betri í höndum þeirra sem kunna með að fara — er rétt að minna á þá sálfræðilegu stað- reynd að þá fyrst getur barnið farið að kveða að þegar það er farið að tengja mynd stafsins (sjónmyndina) á pappirnum við hljóðið (heyrnarmyndina) í crð- inu. Hins vegar er stöfunar- aðferðin líklega vandaminni en hljóðaaðferðin og því skað- minni í meðferð lélegs kennara. Og mjög líklegt er að stöfunar- aðferðin gamla hefði aldrei skilað svo góðum árangri sem raun varð á ef þeir sem kenndu hefðu ekki sjálfrátt eða ósjálfrátt beint at- hygli barnsins að hljóðinu sem hver stafur táknar. Það var að minnsta kosti siður að tæpa á fyrsta hljóði orðsins til að koma barninu á rekspöl með að kveða að. Eitt atriði skal enn minnt á í þessu máli. Það er sambandið milli stafsetningar og framburð- ar, en það hefur tæpast komið nógu greinilega fram í deilu þeirra Matthíasar og Ólafs. Það er meira mál en svo áð rakið verði hér, en aðalatriði þess, hvað snertir lestrarkennslu, er þetta: Því minna bil sem er milli fram- burðar og stafsetningar, þeim mun auðveldari viðureignar er stafsetningar- og lestrarkennsla. Óskýr og tafsandi framburður, þar sem sleppt er ef til vill hálf- um orðum eða óeðlilega miklu af hljóðunum, verður alltaf þrösk- uldur í vegi hljóðaaðferðarinnar við lestrarkennslu, stafsetningar- kennslu og alls móðurmálsnáms. Og skoðun míh er sú að meðan ekki er lögð almennari áherzla á að kenna börnum og ungling- um góðan og skýran framburð en nú er gert, verði engum við- hlítandi árangri náð í móðurmáls- kennslu nema hjá takmörkuðum hluta nemenda, hvorki í barna- skólum né framhaldsskólum. ★ Þetta er orðið nógu langt. Ég hef hrakið nokkrar fræðilegar skekkjur í forsendum Óláfs fyrir útskúfunardómi hans á hljóðaað- ferðinni við lestrarkennslu ís- lenzkra barna. Verður hver og einn að gera upp við sig hvort honum finnst dómur hans standa jafnréttur, þótt fallnar séu for- sendurnar. Að síðustu vil ég neita þeim ummælum hans að þær að- ferðir sem hann vænir dr. Matt- hías um að nota, hefðu ef til vill átt heima í pólitískri deilu, en ekki ummælum um sérfræðileg efni; ég get ekki skilið að fals eigi fremur rétt á sér í stjórn- málum en annars staðar. En sízt af öllu eiga ógrundaðar staðhæf- ingar heima í „umræðum um fagleg málefni." Árni Böðvarsson. Hröð keyrsla veltlur járnbraut- arslysi BRUSSELS — Ólöglega mikill hraði er taldinn sennileg orsök járnbrautarslyssins í Belgíu á dög unum, en þar fórust 13 Þjóðverj- ar, er voru á leið heim frá lands- keppninni milli Þýzkalands og Englands, er fram fór í Lundún- um. Lestin hefir sennilega henzt af teinunum á samskeytum vegna of mikils hraða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.