Morgunblaðið - 09.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1954, Blaðsíða 12
28 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. des. 1954 ' Jón Norðfjörð setur leikrit á svið í 50. sinn GANGI eftir Austurstræti um ] daginn sé ég koma á móti j mér hávaxinn, magran og föl- ( leitan mann frá Akureyri. Hann i heilsar og brosir, það er Jón : Norðfjörð, leikari. — Þú ert alltaf jafn skapgóð- : ur-----§ — Já, ég ætla að brosa fram í rauðan dauðann, segir Jón, og brosið breikkar. □—O—O — Hvaða ferðalag er á þér? — Ég kem frá Akranesi, en þar eyddi ég sumarfríinu við að setja á svið bráðskemmtilegan franskan gamanleik, Franska „Ævintýrið" eftir Cavalliet de Flore og Etienne Rey. Og nú er j “ ég á leið heim til Akureyrar, en þar er alltaf bezt. Jón Norófjöró: liug minn allan „Leiklistin á Jón varð nýlega fimmtugur og er þetta fimmtugasta leikritið, sem hann setur á svið. „Það væri ' ars mun ég auk minna venju gaman að vera orðinn þrítugur j legu starfa leggja aðaláherzlu á aftur, ekki endilega til að lifa I leikkennslu eins og ég hefi gert lífinu upp aftur, heldur til að i undanfarin ár á Akureyri. geta gert meira, sérstaklega fyrir leiklistina, en hún á hug minn allan“, segir Jón. G. St. Blendnir menn og kjnrnnkonur 16 smásögur Hagalíns í nýrri bók ÚT er komin önnur bókin, sem Guðmundur G. Hagalín sendir frá sér á þessu ári. Eru það smá- sögur og sagnaþættir sem bera hið sameiginlega heiti „Blendnir menn og kjarnakonur“. í þessari bók eru 16 þættir og ! sögur, allar af rammíslenzkum uppruna. Fjalla þættirnir ýmist um karla eða konur — stórbrotna skapgerðarmenn. Guðmundur G. Hagalín er fyrir löngu orðinn viðurkenndur sem einn slyngasti lýsandí skapgerðar persóna meðal íslendinga. Hon- um er lagið að sýna óvenjulegar persónulýsingar, þróttmiklar og ! kjarnyrtar, er margar tengjast , harðskeyttum átökum og örlaga- ’ ríkum atburðum frá löngu liðn- 1 um tímum. Þannig hafa þeir löngum komið fram, íslenzkir ' menn og konur. — Blendnir menn og kjarnakonur. Það er Norðri sem gefur þessa bók Hagalíns út. , GÓÐ JÓLAGJÖF Kolbeinn ívarsson bakari Skúlag. 66 og sonur hans taka við „jóla- glaðning“ s'num, happdrættisbil Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Atvinnubifreiðastjórar hafa stofnað lánasjóð □—o—n — Er fjör í leiklistarlífinu á Akranesi? — Ég er ekki í nokkrum vafa um, að Akranes á mikla framtíð fyrir sér sem leiklistarbær. Dvöl mín þar var mjög ánægjuleg. Margir leikaranna í „Ævintýr- inu“ höfðu aldrei komið á svið óður, þrátt fyrir það setti ég leik- inn á svið á mettíma — eftir 28 æfingar — enda var unnið skarp- lega. Ég hafði líka mjög mikla ánægju af að móta þá óvönu leikkrafta, er þarna koma fram. Og gjarna vildi ég eiga eftir að koma til Akraness aftur. —- Það er að vísu tæplega nógu vel búið að Leikfélagi Akraness hvað húsakost snertir, en vonir standa til að það lagist með góðri samvinnu. □—O—□ — Hvað hefir þú á prjónunum á næstunni? — Ég er ekki fastráðinn hjá Leikfélagi Akureyrar, en ef til vill mun ég setja leikrit á svið fyrir félagið síðar í vetur. Ann- Siarfsmenn á Kdlavíkurflngvelli fá jélafrt METCALF-HAMILTON verk- takafélagið á Keflavíkurflugvelli mun leggja niður nær því alla vinnu kring um jólin við þau verk, sem þeir enn starfa að, og á tímabilinu 18. des. til 3 janúar 1955 mun öllum starfsmönnum félagsins heimilt að taka sér frí frá störfum. Er hér miðað við, að þeir fái nægan tíma til bess að ferðast heim til sín og dvelja þar um jólaleytið. ! Nauðsynlegt mun revuast að nokkur hluti þeirra starfsmanna, sem annast ýmis þjónustustörf, vinni um jólaleytið, en í fiestum tilfellum geta þeir einnig fcngið leyfi til heimfarar, með því að láta verkstjóra sína vita um þá fvrirætlan sina fyrir 11. desem- ber. Fyrsfi heiðursborgari Húsavíkur ing lil Nýja Garðs Akureyri sigraði vinabæi í skák- keppni AKUREYRI, 7. des.: — Undan- farin ár hefur staðið yfir allmerk skákkeppni milli Akureyrar- kaupstaðar og vinabæja hans á Norðurlöndunum hinum. Hefur keppnin farið fram bréflega. Hófst hún 1951 og staðið yfir samfleitt síðan og lauk keppn- inni í aprílmánuði, er öllum skákunum var lokið nema einni, en hana þurfti að dæma til úr- slita og dómsúrslit eru nú kunn. Lauk skákkeppninni með sigri Akureyringa, er hlutu fimm vinn inga af átta mögulegum. Næstir voru Álasundsmenn í Noregi, Lahti í Finnlandi og Vasteras í Svíþjóð með fjóra vinninga hver bær og loks Randers í Danmörku sem hlaut 3 vinninga. — Vignir. í.t veift 521 jsús. kr. til 16 manna. ÞANN 7. DESEMBER 1953 stofnuðu 190 bifreiðastjórar frá bif- reiðastöðinni Hreyfli Lánasjóð atvinnubifreiðastjóra, sem hefði það takmark að lána félagsmönnum sjóðsins fé til bifreiða- kaupa. Sjóðurinn tók til starfa 11. janúar s. 1. og hefur síðan lánað 521 þús. kr. til 16 manna. Félagsmenn eru nú 212. Akranes HÚSAVÍK, 7. des. — í gær út- nefndi bæjarstjóri Húsavíkur Axel Benediktsson, Karl Einars- son, sem er elzti núlifandi inn- fæddur Húsvíkingur, sem heið- ursborgara Húsavíkur, og er hann fyrsti heiðursborgarinn, sem útnefndur er, síðan Húsavík varð bær. Karl varð áttræður nú fyrir skömmu. í tilefni þessa heimsótti bæjarstjórnin hann í gær og afhenti honum heiðurs- skjal með hátíðlegri athöfn. Var pijög gestkvæmt í gær hjá þess- um aldna heiðursmanni, þvi .margir voru þeir er árna vildu honum heilla við þetta tækifæri. — Fréttaritari. ' SIGURGEIR Sigurjónsson hæsta- réttarlögmaður, hefir nýlega af- hent stjórn Stúdentagarðanna kr. 10.000 kr. til Nýja Stúdentagarðs- ins, fyrir hönd^móður sinnar frú Hjálmfríðar M. Kristjánsdóttur. Hún andaðist þann 21. iúlí s.l. og gaf upphæðina til minningnr um foreldra slna, Kristián Kristjáns- son skipasmið á Bíldudal og konu hans Kristínu Jónsdóttur frá Veðraá við Önundarfjörð, með því skilyrði, að eitt herbergi á Stúdentagörðunum bæri nafn þeirra. Stjórn stúdentagarðanna hefir samþykkt með þökkum að taka . við minningargjöf þessari. I AKRANESI, 7. des.: — 21 stórir bátar munu verða gerðir út frá Akranesi á komandi vetrarver- tíð. Eru 18 þeirra hinir sömu og í fyrra en auk þeirra eru: Skipa- skagi, 102 lestir, eign Heimaskaga h.f., Guðmundur Þorlákur, þann bát hefur Haraldur Böðvarsson fr Co. tekið á leigu og Áslaug úr Reykjavík, sem Þorvaldur Ellert Ásmundsson hefur tekið í við- legu. Tveir síðastnefndu bátarnir eru hvor um sig 100 lestir að stærð. 22. báturinn verður Bald- ur, sem er 22 tonn. Er nú unnið kappsamlega að því dag hvern að koma bátunum í lag og einnig að undirbúa veiðarfæri og útbúnað þeirra. — Oddur. Pípulagningameisfan nýja verzlun að Skipholfi IDAG verður opnuð ný verzlun að Skipholti 1 hér í bænum. Er það Vatnsvirkjun h.f. sem hef- m á boðstólum allar þær vörur sem notaðar eru til pípulagninga. Verzlunin er í nýju húsi sem Harðfisksalan hefur látið reisa. Eru húsakynni mjög rúmgóð og smekkleg og geymslur góðar bæði -úti og inni. Verzlunin hefur ein- göngu þær vörur sem pípulagn- ingameistarar þurfa á að halda til iðju sinnar. bogason. Rússar lofa Persum HVER GREIÐI 4000 KR. í gær boðaði stjörn Lánasjóðs atvinnubifreiðastjóra blaðamönn- um á sinn fund og skýrði þeim frá stofnun og starfsemi sjóðs- ins. Svo sem fyrr segir var sjóð- urinn stofnaður 7. des. 1953 af 190 bifreiðastjórum. Skal það vera takmark sjóðsins að safna fé til útlána til bifreiðastjóra, sem þurfa að endurnýja bifreið- ar sínar. Sjóðurinn myndast á þann hátt, að hverjum félags- manni er gert að skyldu að greiða kr. 100.00 mánaðarlega, þar til hver einstaklingur hefur greitt kr. 4.000.00. 521 ÞÚS. KR. TIL 16 MANNA Nokkrir félagsmenn greiddu allt framlag sitt á fyrsta gjald- daga, en aðrir síðar á árinu. í dag, eftir 11 mánaða starf, hafa 16 menn fengið 521 þús. kr. úr sjóðnum. Félagsmenn eru nú 212 og fer stöðugt fjölgandi. Stjórn félagsins vann að því nú í haust að útvega þeim félagsmönnum, sem leyfi fengu fyrir bifreiðum þá, lán hjá umboðsmönnum bif- reiðanna. Tóku umboðsmenn vel í þá málaleitun og hafa lánað allt að þriðjungi af verði bif- reiðanna, sem hjá þeim hafa ver- ið keyptar. Hafa þannig aðrir en meðlimir sjóðsins notið góðs af starfsemi hans. MINNST 20 ÞÚS. — MEST 40 ÞÚS. KR. Lán þau, sem sjóðurinn veitir, SparisjóSor slofnaðnr hafa numið minnst 20 þús. kr. og mest um 40 þús. kr. Lánin eru veitt til skamms tíma og greiða lántakendur milli 1500—■ 2000 kr. mánaðarlega. Sjóðurinn tekur 1. veðrétt í bifreiðinni og setur að skilyrði að hún sé kaskótryggð. Stofnun þessa sjóðs hefur þannig orðið fjölda manns til hjálpar við að kaupa bifreiðar, sem eru ákaflega dýrar nú á tímum. Segja bifreiðastjórar að hæfilegt gæti talizt að endurnýja leigubifreiðar á 5—6 ára fresti. Er þvi greinilegt að mikil þörf var á því að atvinnubílstjórar mynduðu einhverja slíka lána- stofnun til aðstoðar þeim, sem endumýja þurfa bifreiðar sínar. Stjórn sjóðsins skipa eftirtaldir menn: Stefáui Ó. Magnússon for- maður, Þorgrímur Kristinsson, Sveinn Kristjánsson, Pétur Jó- hannesson og Snorri Gunnlaugs- greiðslu slraAabóta í Kópavogi Fj'rirtækið er hlutafélag og standa að því ellefu pípulagninga meistarar, flestir í Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Vilhjálm- j ur Guðmundsson, sem einnig er einn hluthafinn. Verzlunarstjóri verður Frímann Jóhannsson. STJÓRNIN Stjórn fyrirtækisins skipa: Grímur Bjarnason formaður, Óskar Smith og Guðmundur Finn- TEHERAN, 6. des.: — Ráðstjórn- arríkin hafa lofað samkvæmt samningi, er undirritaður var í gær, að greiða Persíu stríðsskaða- bætur, er nema um 130 milljón- um ísl. kr. Einnig ætla Persía og Ráðstjórnarríkin að endur- skoða hin 1150 km löngu landa- mæri ríkjanna. Stríðsskaðabæt- urnar eru greiddar vegna hersetu rússneskra hersveita í norður hluta landsins á stríðsárunum. Rússar lofuðu þá þegar að greiða skaðabætur fyrir hersetuna. Mikl ar deilur hafa staðið milli þessara tveggja ríkja úm nokkurn hluta landamæranna s.l. 100 ár. UM helgina var stofnaður Spari- sjóður Kópavogshrepps. Komu saman á stofnfund 30 hreppsbúar. Mun öllum undirbúningi verða hraðað svo sem föng eru á og kom fram á fundinum mikill áhugi manna fyrir því að innan þessa sívaxandi hrepps sé starf- andi sparisjóður, er geti orðið lyftistöng undir athafnalíf hrcpps búa. Af hálfu ábyrgðarmanna var kosin fjögurra manna stjórn, en sýslunefnd skal kjósa tvo. Ábyrgðarmenn kusu þá Jósafat Líndal skrifstofustjóra, Baldur Jónssón kaupmanna og Jón Gauta > verkfræðing. — Berlínurbréf Frh. af bls. 18. eystra nema vera búsettur þar. Þó er hægt að kaupa mat og drykk á veitingastöðum og eitt- hvað lítilsháttar af vindlingum. Það annað sem maður hefði x hyggju að kaupa fyrir austan, eða biðja búsettan kunningja sinn þar að kaupa fyrir sig væri ekki ráðlegt að taka með sér, þar eð það gæti komið manni í slæman bobba, ef um eitthvað annað en lítilsverðan hlut væri að ræða. Eitthvað mun líka vera framið af slíku smygli og þá helzt einhvers konar matvöru, sem ódýrari er fyrir austan. BRÝN NAUÐSYN I Á SAMEININGU ÞÝZKALANDS Yandamálin, sem stöðugt rísa vegna skiptingar Berlínar eru velferð borgarinnar þrándur í götu. Þetta hlýtur því að vera aðeins tímabilsástand, sem von- andi þó tekst að ráða fram úr á friðsamlegan hátt. Það kemur æ skýrar í ljós að sameining Þýzkalands er brýn nauðsyn, en til þess að til hennar komi verða að fara fram frjálsar kosningar. Þennan rétt einstaklingsins til þess að hafna og velja verður að viðurkenna áður en hægt er að taka nánari ákvarðanir um fram- tíð Þýzkalands. Berlín, 19. nóv. 1954.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.