Morgunblaðið - 09.12.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. des. 1954 MORGVNBLAÐIÐ 25 Kristin heimsmenning efiir Olaf Olafsson kristniboða ISLENDINGAR urðu seinir á sér til virkrar þátttöku í kristniboði, allt að því hundrað árum seinni til en hinar Norður- landaþjóðirnar. Svo fjarri fór því fyrir fjörutíu árum, að við ts- lendingar fylgdumst með eða lét- iim til okkar taka hverju kristni Guðs miðaði í heiminum, að það vakti undrun en enga gleði, er fyrsti maður hérlendur tók heil- aga köllun alvarlega og gerðist kristniboði. Hinar Norðurlandaþjóðirnar höfðu þá um tugi ára sent út þúsundir kristniboða. * Þá var einnig nýafstaðið alheims kristni- boðsþing. — Það er einróma vitn- isburður kristinna áhugamanna á Norðurlöndum, að fátt hafi haft jafn frjóvgandi og örvandi áhrif á trúar og kirkjulíf, og sjálfboða- Starf að heima og ytra trúboði. Hér á landi hafa þó ávallt ver- ið fleiri eða færri trúfastir og fórnfúsir kristniboðsvinir, sumir hverjir úr hópi mætustu manna þjóðar og kirkju okkar. Fimmtíu ár eru liðin í haust eíðan stofnað var elzta kristni- boðsfélag okkar, Kristniboðsfé- lag kvenna í Reykjavík. Starfar það enn með ágætum. Um líkt leyti eru liðin tuttugu og fimm ár síðan stofnað var Samband íslenzkra kristniboðsfélaga. Eiga nú öll íslenzk kristniboðsfélög aðild að því. Náið og blessunar- ríkt samstarf hefur ávallt verið milli Kristniboðssambandsins og KFUM og K. félaga hér á landi. Um árabil styrkti Kristniboðs- sambandið þá Ólaf Ólafsson og síra Jóhann Hannesson til starfs í Kina, en þeir störfuðu þar á yegum norskra félaga. í>á styrkti það til náms í kristniboðaskóla erlendis tvo unga menn, þá Bene- dikt Jasonarson og Felix Ólafs- son. Hér heima hefur Kristniboðs sambandið þrjá fasta starfsmenn. Aukaaðalfundur Kristniboðs- sambandsins 1952 markaði tíma- mót í sögu þess. Samstarfsfélag okkar í Noregi, „Norsk luthersk misjonssamband", hafði þá fyrir fjórum eða fimm árum hafið nýtt kristniboð í Suður-Eþíópíu og sent þangað nokkra sinna kristniboða, er áður störfuðu í Kína. Hið nýja trúboðsumdæmi þess er mjög stórt. Þörf á fleiri kristniboðum er þar brýn og að- kallandi. Var því' eðlilegt að til tals hafði komið að Samband ís- lenzkra kristniboðsfélaga tæki að sér skika þessa stóra umdæmis. Nokkur undanfarin ár hafði hér verið safnað fé í kristniboðs- stöðvarsjóð. Virtist nú sem vís- bending hefði verið gefin um það, að kristnir íslendingar stofn- uðu og starfræktu á eigin kostn- að og ábyrgð, kristniboðsstöð i heiðnu landi. Þannig var málum komið þeg- ar mikið á annað hundrað kristni boðsvina tóku ákvörðun um að verða við tilmælum, er borizt höfðu frá Noregi, um að hefja kristniboð meðal Konsóbúa i Suður-Eþíópíu. Skyldi verja til þess fé kristniboðsstöðvarsjóðs, sem var þó vitanlega hvergi nærri fullnægjandi. Var þeirri ákvörðun mjög fagnað og mæltist hún vel fyrir út á við. Fyrstu kristniboðar íslenzkir í Eþíópíu, þau Felix Ólafsson og kona hans, Kristín Guðleifsdóttir, voru vígð til starfsins við hátíð- lega athöfn í Hallgrímskirkiu í Reykjavík, 28. desember 1952. ! D Evangeliskt kristniboð hófst ekki i Eþíópíu í stórum stíl fyrr en á þriðja tug þessarar aldar, miklu seinna en í öðrum lönd- um Afríku. Einkum eru það sænskir, enskir og amerískir kristniboðar, sem þar starfa með góðum árangri. Elzt er starf Svía, yfir áttatíu ára. Svíar hafa gert öðrum kristniboðum þann ómetanlega greiða að útvega þeim kristna, eþíópska samverka menn. Suður-Eþíópía hefur, hvað effir Steingrím Davíðsson UM VEGAMAL skólastjóra Blönduósi kristniboð og vestræna menn- ingu snertir, verið ónumið land. Koptisk kristni hefur ekki út- breiðst þangað. Landsmenn eru mjög frumstæðir, margklofnir ættflokkar, er tala hver sína tungu, og hafa einatt átt í blóð- ugum erjum. Sá byrjun kristni- boðs, sem þar er nú hafin, gefur einstaklega góðar vonir. Trúar- leg vakning, sem átti upptök sín ’ í vestur hluta landsins, hefur borizt suður á bóginn og haft mikil áhrif. Á nokkrum mánuð- um fjölgaði þar söfnuðum norska á ® —5 ® Síðnri grein kristniboðssambandsins úr sjö upp í rúmlega fimmtíu. Konsó er eitt þeirra héraða Suður-Eþíópíu, sem eru enn lítt könnuð. Norskir kristniboðar hafa farið þar um nokkrum sinn- um, með því að héraðið er á milli tveggja stöðvarumdæma þeirra. Segja þeir að þéttbýlt sé I Konsó og skammt milli fjölmennra þorpa. En það auðveldar mjög kristniboðsstarfið. Norskir kristniboðar hafa gert okkur þann mikla greiða, að tryggja íslenzkri kristniboðsstöð I hentugan stað í stóru þorpi, höf- I uðstað héraðsins, er nefnist Bakaule. Liggur hann miðbiks í héraðinu. Kristniboðar okkar, Kristín og Felix, dvöldu fyrstu mánuðina í Addis Abeba, höfuðstað Eþíópíu, og lærðu þar ríkismálið, amhar- isku. Vonir standa til að þau leggi á þessu ári hyrningarstein íslenzkrar kristniboðsstöðvar í Konsó. □ Nýlega hefur vísindamaður einn, Thor Rasmusen, ritað langa grein um kristniboð í Aftenpost- en, fjöllesnasta blað Norðmanna. I Hann hafði verið fulltrúi Norð- manna í nefnd, sem var send til Eþíópíu í sambandi við rann- sóknir, sem hafa verið gerðar í ýmsum löndum, sem eru skammt á veg komin og þarfnast tækni- legrar aðstoðar. | I Niðurlagsorð greinarinnar eru á þessa leið: | i ,,Á vissum stöðum ber stund- um við að talað er niðrandi um kristniboðsstarfið. Vér álítum að menn ættu að fara varlega í það. Maður lítur öðrum augum á kristniboðið, eftir að hafa heim- sótt kristniboðsstöðvar í Eþíópíu. Þar er unnið raunhæft starf landsmönnum til heilla. | Kristnir menn kynnast einatt innbornum mönnum fyrstir hvítra manna, og er þeirra verk því hið þýðingarmesta. Það er oftast erfiðleikum bundið að á- vinna sér traust landsmanna. En starf kristniboðanna er svo ó- eigingjarnt og þörf á hjálp mikil, að þeir ná fljótlega sambandi við fólkið. Með framkomu sinni ávinna þeir trú sinrii og yfirleitt menningu hvítra manna, virð- ingu og lof. Ég tel að kristni-1 boðsstarf í Eþíópíu, rekið með tiltölulega litlu fjármagni, sé landinu til meira gagns en áætl- anir um tæknilega aðstoð, sem mundi kosta stórveldin milljónir króna að íramkvæma." Kristniboð er raunverulega ena skammt á veg komið, þó að mik- ið hafi áunnizt og nokkur byrjun verið gerð í flestum löndum heims. Hlutföll milli kristinna og ekki kristinna manna voru fyrir nokkrum árum, í stærstu kristni- boðslöndunum, sem hér segir: í Afríku einn á móti sjö. (Eru þá vitanlega meðtaldir meðlimir koptisku kirknanna í Eþíópíu og Frh. á bls. 27. ÞAÐ er kunnara en frá þarf að segja, að atvinnuhættir okk- ar íslendinga hafa breytzt svo stórkostlega og skjótlega á síð- ustu áratugum og mest á síðasta aldarfjórðungi, að mörgum finnst rétt að kalla það byltingu og má það rétt vera. Fyrir rúmum aldarfjórðungi voru t. d. hestabökin og hest- kerran einu flutningatækin á landi, nema á stuttum leiðum út frá Reykjavík, en þar var bíll- inn tekinn til nokkurra flutninga seint á öðrum tug aldarinnar. Nú : er svo komið að hesturinn er j næstum horfinn af vegunum. Bif- reiðar smáar og stórar hafa tek- ið við öllum fólks- og vöruflutn- ingum á öllum þeim vegum, þar sem hjól geta snúizt hindrunar- lítið, a. m. k. þegar frost- og snjó- létt er. Nú telst ekki lengur hægt að búa þar í sveit, sem ekki er unnt að flytja allar vörur að og frá á bílum. Það verður að við- urkennast að þetta er staðreynd. Sá bóndi, sem býr á jörð, sem ekki er í akvegarsambandi við næstu kauptún eða alfaraleiðir, er ekki samkeppnisfær við þá er búa við akvegi. Hver sá bóndi, er lifa vill menningarlífi og það vilja þeir allir og sem vill eftir beztu getu taka þátt í framþróun- inni, uppbyggingu landsins og ræktun þarfnast miklu meiri flutninga en áður þekktist. Hann1 þarf að flytja að sér mikið magn | af byggingarefni, meðan hann er ' að hýsa jörð sína eftir þörfum. Hann þarf árlega mikið af að- keyptum áburði til túnræktunar- innar, því nú ber sig ekki leng- ur búrekstur, ef fóðurs þarf að, afla á óræktuðum engjum. Þess ' vegna verða þeir bændur, sem ekki hafa góð flæðiengi að auka svo út tún sín og rækta vel, að allur heyfengur verði tekinn inn- angarðs og á svo sléttu túni, að hægt sé að nota hvers konar heyvinnsluvélar. En þá er til þess að taka að sumum jarðvinnslu- vélum verður vart komið lengra en akvegir ná. Og svo er það um mörg ný og nauðsynleg tæki til búrekstrar og bygginga. Þó mikið hafi verið byggt á undanförnum árum í flestum j sveitum landsins, er enn langt eftir að því marki, sem nást þarf á sem allra skemmstum tíma, að vel sé hýst úr varanlegu efni á j hverri byggilegri jörð. Þess eru og mörg dæmi að ágætar jarðir | hafa lagzt í eyði vegna húsaleysis og bóndin hefur ekki treyst sér til, kostnaðarins vegna að byggja. Enda erfiðir aðflutningar gert það ókleift m. a. vegna hárra vinnulauna; og fólkseklu. Nú kemur engum í hug að reiða heim á klökkum, 60 km vega- lengd, sement til byggingar íbúð- arhúss á jörð sinni, eins og hinn atorkusami bóndi gerði, er byggði j fyrsta steinhúsið í sveit á ís- landi. Þá var þetta mögulegt þótt dýrt væri, því margt var þá fólk á heimilum og vinnulaun lág. Nú er öldin önnur. Tími lestaferð- anna er langt að baki í flestum sveitum. Akvegirnir hafa verið, teygðir, svo vítt sem verða má um flestar byggðir, og þó eru enn margar byggðar jarðir án ak- vegasambands, sem liggur við borð að verða yfirgefnar af þeim sökum og enn aðrar og jafnvel heilar sveitir komast í eyði af sömu ástæðu, sem áður getur. Vegakerfið, sem lagt hefur verið um landið út frá bæjum og kaup- túnum er af ýmissi gerð, og að miklu leyti af vanefnum gert, enda eðlilegt þegar þess er gætt hvað vegalagningar eru gífurleg- ar en fjármagn lítið, til þess að byggja fyrir. Á fyrstu tugum aldarinnar voru aðal leiðirnar um landið oft nefndir póstvegir, þar sem aðal póstar fóru, sem þá voru í þjóðvegarflokki. En aðrir veg- ir um héruð út frá verzlunar- stöðum voru flokkaðir eins og enn er, þeir lengstu um aðal- byggðir sýsluvegir og þeir styttri hreppavegir. — Veruleg skriða komst ekki á lagningu þjóðvega fyrr en seint á öðrum tug aldar- innar. Þegar bílarnir fara að ryðja sér til rúms er hert á lagningu og ruðningum vega á fjölförnustu leiðum. En nær jafn- snemma voru stofnuð vegafélög til framkvæmda lagningu sýslna- vega. En kostnaður við þær fram kvæmdir varð að mestu leyti að koma frá bændum sem sveitirnar byggðu og vegi notuðu, að nokkru sem beint framlag og að nokkru óbeint sem gjöld til sýslusjóða eða nýbýlasjóða. Stór lán voru tekin og skuldir hlóð- ust á vegafélögin og sýsluvega- sjóðina. Haldlitlir vegir voru lagðir, þá þurfti að leggja sem lengst fyrir sem minnsta pen- inga. En eftir því sem bílum fjölgaði og flutningaþörfin óx vegna ýmissa framkvæmda og breyttra búskaparhátta lagðist viðhald þessara þróttlitlu vega með ofurþunga á héraðssjóði og vegafélög. Og þegar sýnt þótti að þessir aðilar gátu ekki leng- ur valdið böggum þessum, gripu löggjafarnir til þess ráðs, að taka lengstu og fjölförnustu sýsluveg- ina í þjóðvegatölu. Þessi þróun hefur orðið á mörgum árum. Nú fyrir tveimur árum t. d. var þjóðvegakerfið lengt um rúml. eitt þús. km með inntöku nýrra sýsluvega. En það sem lög- gjöfum vorum láðist þá var að auka framlag til veganna í hlut- falli við stækkun vegakerfisins og úr þeim mistökum hefur enn ekki verið bætt. Vík ég nánara að því síðar. En það má ljóst vera, að þeir sem nota þessa vegi eru að engu bættari nema síður! sé, þótt vegirnir skipti um nafn og heiti þjóðvegir, ef hvorki fæst fé til lagningar eða viðhalds. Þótt búið sé á þennan hátt sem áður segir að létta nokkuð dráps • í klyfjar sýslna og sveitarfélaga, þá stynja þau undan þungum byrðum samgöngumálanna. Eins og áður er sýnt eykst flutninga- þörfin árlega og kröfurnar vaxa um nýja og endurbætta vegi. — Flutningatækin stækka og hlass- þunginn vex. Lélegu vegirnir, sem þoldu kerrur og létta bíla flettast sundur undan hinum þungu flutningatækjum nútím- ans. Þessvegna er sýslum og sveitafélögum ofvaxið með þeim I tekjustofnum, sem þau hafa, að byggja upp og viðhalda því vega- kerfi, er þau hafa á sínu fram- færi. Af þeim ástæðum eru uppi háværar raddir um að enn beri að lengja þjóðvegakerfið að miklum mun, með upptöku sýslu- vega. 1 Þetta getur þó ekki bjargráð talizt, nema því aðeins að ríkið auki stórlega framlag til nýbygg- inga og viðhalds vegunum og láti endurbyggja gamla vegi. Þess er og að gæta að þjóðvegakerfið er nú þegar svo mikið og þarf svo mikilla endurbóta við, að ríkið verður á næstu árum að hækka verulega framlag til þjóðveg- anna, svo þeir svari kröfum tim- ans og komist í viðunanlegt horf. Verður það fullerfitt viðfangs- efni fyrir ríkið, þótt ekki verði bætt við þjóðvegina næstu árin. | Það er og ekki rétt að taka um- ráðarétt á vegunum algerlega af sýslufélögunum. En hitt ber að gera til úrbóta að sjá sýslum og sveitafélögum fyrir nægilegum tekjustofnum svo þau geti innt þau hlutverk af hendi, sem þeim er ætlað í samfélaginu. Á þann hátt verður bezt séð fyrir lausn þessa þáttar samgöngumálanna. Þeir skilja bezt sem eiga afkomu sína undir- góðum vegum hvað gera þarf. Þeim er vel til þess trúandi að fórna fé og kröftum svo sem þeir hafa áður gert, til að byggja upp vegina svo sem yfirráðasvæði þeirra nær og lög- gjöfin veitir þeim rétt til auk- inna tekjustofna. í Morgunblaðið ritaði ég síðast- liðinn vetur grein um samgöngu- mál. Leiddi ég þar í ljós rök fyrir því að nauðsyn væri brýn á að endurbyggja gömlu þjóðvegina á sem skemmstum tíma. Sýndi ég þar fram á að allir þeir akvegir, sem byggðir voru á þeim tíma að hestvagnar og léttir bílar voru aðalflutningatækin en klyfjahest- unum sleppir, hafa ekki burðar- þol sem nútíma farartæki krefj- ast, hvað þá fyrir þau sem vænt- anleg eru. Næstum árlega eru fluttir inn stærri og stærri bílar og er að því stefnt að spara flutningskostnað með burðar- magnsmeiri bílum en nú þekkj- ast hér á landi. Auk þess sem slitlag gömlu veganna er allt of þunnt og þollaust eru þeir flestir of mjóir og lágir, enda signir í jörðu. Þessir gömlu vegir eru af þessum sökum grimmilega við- haldsfrekir. Vegna þess hve mold arlagið er þunnt, eru tíð klaka- hlaup í þeim á vorin. Og fyrir mikla umferð þungra bíla á þeim tíma, fara oft langir kaflar á þeim í ófærð og svað, sem ærna peninga kostar að gera við. Fer oft stór hluti viðhaldsfjárins til þessa og endurtekur sig ár eftir ár, þótt nokkuð misjafnt sé eftir tíðarfari. Óútreiknanlegt er slit á farartækjum og aukinn rekstr- arkostnaður þeirra vegna um- brotafæris. í áðurnefndri grein rökstuddi ég einnig hversu mikill sparnað- ur ynnist á viðhaldi veganna, ef gömlu vegirnir væru endur- byggðir og hve fljótt það endur- greiddist beint og óbeint, sem til þess færi, Endurtek ég ekki nema að litlu leyti þau rök hér. Nokkur undanfarin ár hefur vegamálastjóri beðið um fjár- veitingu til endurbyggingar þjóð- vega en verið synjað þar til 4 síðasta þingi. Þá mun hann hafa farið fram á 2. millj. kr. fjár- veitingu til þessa. Þó fjárveit- ingavaldið viðurkenndi þá í fyrsta skipti þörfina, veitti það aðeins fjórða hluta hins umbeðna eða fimm hundruð þúsund krón- ur og á þann einstæða hátt að þessi upphæð var klipin af allt of naumu viðhaldsfé er fjármála- ráðuneytið áætlaði. Þessi upp- hæð gerir 24 þús. kr. í hvert hérað að meðaltali. Hrekkur það skammt til að endurbyggja marga tugi km vegi í hverri sýslu, þegar viðhaldsféð er líka allt of lítið, er ekki mögulegt að vegirnir fullnægi þeim kröfum, sem tíminn gerir. Árið 1955 er fjárveiting til við- halds þjóðveganna hækkuð vertj- lega frá því sem það er á þessa árs fjárlögum. Þó þessi hækkvjn sé ekki nægileg til að mæta á- aukinni viðhaldsþörf ber áð fagna þessari þróun. Væri jafö- framt veitt veruleg upphæð íil endurbygginga þjóðvega mætti svo fara að áætlað viðhaklsfé reyndist nokkuð nægilegt. En svo sem áður er lýst nægir ekki neín smáfjárveiting til endurbótanrta. Hóflega áætlað kostar hver kjn á endurbyggðum malarvegi vai anlega traustum u. þ. b. 60 þí§ kr. að meðaltali. Fást þá enduý- byggðir átta km fyrir fjárveijt- inguna á þessu ári. Á fjárlagá- frumvarpi því, sem nú liggfr fyrir þinginu eru ætlaðar 500 þits. kr. til þessa. Hér má áreiðanleáa betur ef duga skal. Þótt mig vanti upplýsingar um lengd þeirra þjóðvega, sem bráð- ust er þörf að endurbyggja, þá er mér kunnugt að um er að ræða mörg hundruð km. Hlýtur fjár- veitinganefnd Alþingis að geta fengið nákvæma skýrslu þar um, ef þær liggja ekki þegar fyrir. Er eðlilegast og reyndar sjálfsagt að áætla heildarkostnað nauðsynleg ustu endurbóta og árlegra fjár- veitinga miðað við að þær verði framkvæmdar á næstu þremur árum. En nauðsynlegastar endur- byggingar eru auðvitað á lang- leiðum yfir landsfjórðungana. —• Síðan yrðu teknar fyrir aðrár fjölfarnar leiðir um byggðir landsins og þeim framkvæmdum hraðað sem kostur er á. Þótt ekki sé hægt að nefna ábyggilegar tölur til þessara framkvæmda næstu þrjú árin, samkvæmt ofansögðu, má fuil- yrða að minnsta hugsanleg árlcg fjárveiting er 5—6 milljónir. — ! Svar við þeirri væntanlegu al- Frh á bls. 27.',

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.