Morgunblaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. marz 1955
MORGUNBLAÐIB
9
Ræktunin er undirsfaða allra
framfara í landhúnaði
— Segir Egill Jónsson frá Hoffelli
BÚNAÐAKÞING situr á rök-
stólum í Reykjavík þessa
dagana og ræða þar reyndir
bændur og sérmenntaðir ung-
ir menn um i'ramfaramál
landbúnaðarins. í hópi þing-
fulltrúi er ungur maður
sem mun vera yngstur allra
þeirra er setið liafa Búnaðar-
þing. Það er Egill Jónsson frá
Hoffelli í Austur-Skaftafells-
sýslu, 24 ára gamall, ráðunaut-
ur hjá Búnaðarfélagi íslands.
Það er einnig táknrænt að
þessi ungi búmaður er full-
trúi yngsta og minnsta búnað
arsambandsins — þ. e. sam-
bandið í Austur-Skaftafells-
sýslu.
★ BÚNAÐARSAMTÖKIN
EYSTRA
Tíðindamaður blaðsins hitti
Egil á dögunum og barst talið
að búnaðarháttum og búnaðar-
málum í Austur-Skaftafells-
sýslu. Ræddum við fyrst um sam-
tök bænda austur þar og sagðist
Agli m. a. svo frá:
I hreppunum öllum — Lóni,
Nesi, Höfn, Mýrum, Suðursveit
og Öræfum eru starfandi bún-
aðarfélög og öll eruþau aðilar að
Búnaðarsambandi Austur-Skafta-
fellssýslu. Á svæði sambandsins
starfa 3 ræktunarsambönd. Hafa
þau yfir að ráða tiltölulega full-
komnum tækjum til jarðyrkju
og það skapar bændum að sjálf-
sögðu góð skilyrði. Ég get full-
yrt, að ræktunarsambönd annars
staðar veita bændum ekki betri
þjónustu en ræktunarsamböndin
í A.-Skaftafellssýslu.
★ RÆKTUNARFRAM-
KVÆMDIR
— Hvernig hefur þá gengið
með ræktunina?
— Ræktunarframkvæmdir hafa
ekki verið stórstígar. Stafar það
af því að staðið hefur á fram-
ræslu. Búnaðarsamtök eystra
eiga ekki skurðgröfu, en skurð-
grafa frá landnámi ríkisins hefur
unnið að framræslu í sveitum
austan Jökulsár, — en Öræfingar
munu væntanlega fá skurðgröfu
frá Vélasjóði á næsta sumri.
I eigu ræktunarsambandanna
eru svo beltisdráttarvélar með
jarðýtum, sem notaðar eru til að
dreifa uppmokstri skurðgrafanna
og til að brjóta landið. Verkið
er svo fullunnið með léttari tækj-
um sem ýmist samböndin leigja
bændum eða bændur eiga sjálf-
ir.
— Er vélaeign bændanna
mikil?
— í hlutfalli við framleiðsluna
er hún mjög mikil. Flestir bænd-
ur eiga dráttarvél eða jeppa og
sumir hvorttveggja.
★ MJÓLKURBÚ STOFNAÐ
— Hvernig hyggjast bændur
nota sér nýræktina?
— Búast má við að þeir auki
að einhverju leyti kúastofn sinn.
Hefur verið stofnað mjólkurbú
þar eystra og mun það taka til
starfa í Höfn í vor og framleiðis
skyr og smjör. Standa vonir til
að mjólkurbúið verði bændum að
liði. Annars eru ekki stór kúabú
eystra og búskapurinn víða grund
vallaður ýmist á garðrækt eða
sauðfjárbúskap eftir því hvar er
á sýslunni.
★ RÆKTUNIN ER
AÐALATRIÐIÐ
— Það háir verulega hve fjall-
lendi er lítið og miklu þrengra
en víða annars staðar á landinu.
Á allra stærstu sauðfjárbúunum
eystra munu vera um 2—300 ær.
En framtíð sauðfjárbúskap-
Egill Jónsson frá Hoffelli.
arins byggist á því að breytt-
ir hættir verði upp teknir.
Það hlýtur að verða frum-
siiiiyrði að fénu verði beitt á
ræktað land á vorin og haust-
in og lömb verði aðeins utan
tuns 2—3 mánuði að sumrinu.
Grundvöllur þess, að slíka
breytta hátiu se hægt að taka
upp er að ræktunin verði
aukin. Ræktunin er hér sem í
öðrum atriðum búskaparins
grundvallaratriði. Hún er alls
staðar frumskilyrði þess að
hægt sé að reka blómlegan
búskap. — Aukin ræktun og
hagkvæmari notkun áburðar
hlýtur að opna augu dug-
iniklla bænda fyrir því, hve
þýðingarmikið er að komast
yiir fullkomin tæki til að hag-
nýta heyfenginn. Þegar horft
er í þá átt hljóta menn að
stefna að aukinni votheys-
notkun og að því að eignast
súgþurrkunartæki. Er vaxandi
skilningur meðal bænda á þess
um málum. Enda er eðlilegt
að bóndinn láti einskis ófreist-
að til þess að ná síðasta áfang-
anum að því að gera grasið að
góðu fóðri. Súgþurrkunin veit-
ir ekki aðeins öryggi, heldur
sparar liún einnig vinnu og
það er kannski ekki þýðing-
arminna nú þegar landbúnað-
inn skortir svo mjög verka-
fólk.
•k GARDRÆKTIN
— En þú sagðir áðan, Egill,
að sum býlin eystra byggðu af-
komu sína á garðræktinni?
— Já, að minnsta kosti hafa
margir bændur t. d. í Nesjum,
aðaltekjur sínar af sölu garð-
ávaxta. í sýslunni eru skilyrði til
kartöflu- og rófnaræktar mjög
góð. Mun slík ræktun hvergi hér
á landi vera árvissari en þar
eystra, jarðvegurinn mjög góð-
ur, veðráttan hagstæð og sýki eða
gróðrarkvillar lítt þekktir.
Það er því eðlilegt, heldur
Egill áfram, að margir bændur
vilji að einhverju eða miklu Jeyti
byggja afkomu sína á ræktun á
svo aRjósanlegum grundvelli. En
þeir urðu fyrir miklu áfalli á s. 1.
ári er uppskera garðávaxta varð
sem mest um allt land. Sátu þeir
unpi með mikinn hluta af upp-
skerunni og fengu ekkert fyrir
hana. Uiðu þeir fyrir stórfelldu
tjóni. Margir halda, að þeir hafi
getað selt sama magn og þeir
áður seldu. En það er hinn mesti
misskilningur, því bændur eystra
losnuðu við sáralitið magn af
framleiðslunni. Afleiðingin varð
sú að þeir treystu garðræktinni
ekki eins og áður og sáðu minna
en áður. Bændur í Austur-Skafta-
fellssýslu binda nú vonir sínar
við, að upp verði tekið breytt
fyrirkomulag með sölu garð-
ávaxta. Öllum má vera það ijóst,
hve óheppilegt það skipulag er,
sem ríkir og ríkt hefur, þar sem
góðu árin færa bændum minni
arð en þau árin sem eru fyrir
neðan meðallag.
★ FRAMK V ÆMDIR
— En svo við vendum okkar
kvæði í kross. Er mikið um fram-
kvæmdir eystra?
— Unnið hefur verið að ýms-
um framkvæmdum Mörg nýbýli
hafa t. d. verið reist m. a. eru
tveir Norðlendingar að reisa sér
nýbýli eystra. í sambandi við þær
byggingar má geta þess að þær
eru mun auðveldari fyrir það hve
mikið menn hjálpa hverjir öðr-
um. Þegar einn ætlar að byggja
koma nágrannarnir honum til
hjálpar. Kaupgreiðslur við bygg-
ingar þekkjast varla eystra og
skiptivinna er heldur ekki skipu-
lögð. Það þykir aðeins sjálfsagt
að rétta náunganum hjálparhönd.
Eru þess dæmi að öll mannalaun
við að gera fokhelt íbúðarhús 80
fermetra að stærð (1 hæð og
ris), hafi aðeins nurnið um 4 þús.
kr.
— Önnur mannvirki?
— Bygging Jökulsárbrúarinn-
ar er þýðingarmesta samgöngu-
bótin. Með henni er Austur-
Skaftafellssýsla tengd traustari
tengsium við aðrar sveitir.
En það er mikið áhugamál
Austur-Skaftfellinga heldur EgiTl
áfram, að Hornafjarðarfljót verði
brúað. Við það vinnst ekki ein-
ungis, að syðri sveitirnar komist
í gott samband við Höfn, heldur
verður að halda fljótinu í
ákveðnum farvegi og við það
opnast leið til mikils lands,
sem fljótið hefur lagt í auðn.
Yrðu það góð beititlönd og
kæmu þeim mörgu að góðu gagni
er fengu afnot af þeim.
★
Þannig fórust hinum unga
Búnaðarþingsfulltrúa orS. Þó
hann sé ungur að árum þekk-
ir hann þó mál landbúnaðar-
ins og sýslungar hans bera til
hans traust, því þennan 24 ára
gamla mann hafa þeir kjörið
fulltrúa sinn á fund þar sem
reyndir og sérfróðir menn
ræða vandamál og hagsmuna-
mál íslenzks landbúnaðar.
A. St.
Afli Sandgerðisbáta 4935 Eestir
SANDGERÐI, 28. febrúar —
Gæftir voru hér í betra lagi sið-
ari hluta febrúar, frá 16.—28.
Bátarnir fóru almennt 11—12
róðra hver. Alls voru farnar 166
róðrar af 17 bátum. Heildarafl-
inn nam 1032 lestum.
Mestur afli í róðri var 18. febr.
Þá fékk Hrönn 13,7 lest. Næst
bezti dagur var 21. febrúar. Þá
fékk Mummi 13 lestir.
Hæstan afla þennan hálfa mán-
uð höfðu: Mummi með 103 lestir,
Pétur Jónsson með 96 lestir,
Víðir með 90 lestir. Hæstan afla
það sem af er vertíðinni hefir
Víðir frá Garði 368,5 lestir í 49
róðrum. Næstur er Muninn IL
með 354 lestir í 49 róðrum.
Mummi og Pétur Jónsson eru
með 354 lestir hvor í 50 róðrum.
Samanlagt er afli á vertiðinui
til þessa 4035 lest, en á sama tíma
í fyrra var aflinn 2388 lestir.
Ekki var róið í dag né gær
vegna ógæfta.
Tvö leikrit frumsvnd n.k.
sinu
40 ára leikafmæli Haraldar Björnssonar
NÆSTKOMANDI fimmtudag frumsýnir Þjóðleikhúsið tvö leikrit,
Eru það leikritin Antigóna, sorgarleikur eftir Anouilh, í þýðingu
Halldórs Þorsteinssonar og „Ætlar konan að deyja?“, eftir Christop-
her Fry, í þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar, sem er gamanleikur. —•
Fry er, sem kunnugt er, frægur leikritahöfundur í Englandi og er
þetta fyrsta leikritið, sem sett er á svið eftir hann hér á landi.
Valnsskortur veldur
erfiðleikum
í Holtum
MYKJUNESI, 25. febrúar — All-
an þorrann var sérstaklega þurr-
viðrasamt, gerði aldrei neina úr-
komu í mánuð og er það óvenju-
legt hér. Oft var mikið frost, en
að öðru leyti sæmilegt veður. Nú
hefur brugðið til úrkomu og
ýmist snjóað eða rignt. Meira
hefur þó verið um snjóinn og í
dag allmikill snjór á jörð.
Klaki er nú mikill í jörð. 60—
70 cm. og má búast við að það
eigi eftir að koma fram á slæm-
um vegum þegar vorar.
Vegna hinna miklu frosta og
löngu þurrka hefur vatn sums-
staðar þorrið, einkanlega þar sem
notuð eru afkastamikil tæki til
að knýja vatnið heim. Hefur það
að sjálfsögðu mikla erfiðleika í
för með sér er slíkt kemur fyrir.
Hettusótt er allútbreidd í
héraðinu og leggst allþungt á
suma.
Raflínurnar nýju hér í Holt-
um eru nú fullgerðar og er ráð-
gert að taka þær í notkun nú
um mánaðamótin. —M. G.
40 ARA LEIKAFMÆLI I
1 Þennan dag minnist Þjóðleik-
húsið einnig 40 ára leikafmælis
Haraldar Björnssonar, en hann
| hefur sem kunnugt er verið einn
aðalleikari landsins og starfað
undanfarin ár að leikmálum
bæði sem leikstjóri og leikari.
Hann kom fyrst fram, sem einn
i af stúdentunum í „Frænku
Charles“ á Akureyri fyrir 40 ár-
um síðan. Hann mun leika Kreon
konung sem er annað aðalhlut-
I verkið í Antigóna.
„ÆTLAR KONAN AÐ DEYJA?“
Leikrit þetta er skrifað eftir
gömlum heimildum frá Róm og
fjallar um konu, sem elskar mann
sinn svo mikið að hún gengur
með honum í gröfina og ætlar að
svelta sig þar í hel. Leikstjóri
I beggja leikritanna er Baldvin
Halldórsson en leiktjöld hefur
Magnús Pálsson séð um. Með
aðalhlutverkið fer Herdís Þor-
valdsdóttir. Aðrir leikendur eru
Helga Valtýsdóttir og er þetta
fyrsta hlutverk hennar hjá Þjóð-
leikhúsinu, hún hefur leikið hjá
Leikfélagi Reykjavíkur undan-
farið, og Jón Sigurbjörnsson.
Leikrit þetta er einþáttungur og
mun taka um 40 mínútur.
ANTIGÓNA
Antigóna er sem áður segir
sorgarleikur, og er það uppfært
í klassiskum grískum stíl. T. d.
er nokkuð af búningunum í
fornum stíl. Með aðalhlutverkin
fara Guðbjörg Þorbjarnardóttir
og Haraldur Björnsson Aðrir
leikarar eru: Lárus Pálsson, Jón
Aðils, Róbert Arnfinnsson, Bryn-
dís Pétursdóttir og Regína Þórð-
ardóttir. Þá fara einnig með
nokkur minni hlutverk, Helgi
Skúlason, Klemens Jónsson, Þor-
grímur Einarsson, Þóra Borg
Einarsdóttir og Þorgils Krist-
manns.
GÓÐ AÐSÓKN
Þjóðleikhússtjóri gat þess að
aðsókn hefði verið góð í vetur.
Væri nú lokið sýningum á ,,Fædd
í gær“, og einnig á óperunum,
sem allan tíman voru sýndar fyr-
ir fullu húsi. Þá hefur verið upp-
selt á allar sýningar „Gullna
hliðsins" en sýningum á því hef-
ur verið haldið áfram. Búið er
að sýna „Fædd í gær“ 10 sinnum
og hefur verið húsfylli á hverri
sýningu.
I
borizt í norrænu leikritakeppn-
ina.
FriSriks Ólahsonar
HAFNARFIRÐI: — Á sunnudag-
inn tefldi Friðrik Ólafsson fjöl-
tefli hér í Alþýðuhúsinu, við 23
menn úr Tuflfél. Hafnarfj. Vann
hann 21 skák og gerði tvö jafn-
tefli. — Eins og sjá má af þessu,
er þetta frábær frammistaða hjá
Friðriki, og er óhætt að segja, að
enginn annar skákmaður hafi
náð eins góðum árangri hér í bæ £
fjöltefli og Friðrik Ólafsson hef-
ur náð í þeim fjölteflum, sem
hann hefur teflt hér í Hafnarfirði.
Skákmót Hafnarfjarðar hefst í
Alþýðuhúsir.u, þriðjudaginn 1.
marz. — Núverandi skákmeista/i
er Ólafur Sigurðsson. —* G.E.
fsinn á
polli
ÍSLEN7KT LEIKRIT BORIZT
Allmikill áhugi virðist nú vera
fyrir því að skrifa islenzk leik-
rit, og gat Þjóðlikhússtjóri þess
I að tvö ný slík leikrit hefðu ný-
I lega borizt Þjóðleikhúsinu. Þá
• kvað hann 11 íslenzk leikrit hafa
Leiðrétting frá frétta-
ritara
AKUREYRI, 25. febrúar — Mér
ér ljúft að leiðrétta þann mis-
skilning, sem átti sér stað í frétt
minni um ís á Pollinum s. 1.
fimmtudag og hlut strandferða-
skipsins Heklu við að brjóta ís-
inn.
Mér er tjáð, að skipstjórinn á
Heklu hafi brotið það af ísnum,
sem hann var beðinn um, en það
var, sem fyrr segir að hreinsa
burtu það af ísnum, sem búið
var að sprengja og ennfremur
að brjóta þynnsta hluta íssins
frammi á Pollinum. — Bið ég
skipstjórann velvirðingar á þess-
um misskilningi. •— Það mun a?
kunnugum talið, að ekki hafi
verið fært skipi, sem ekki er
betur búið til að brjóta ís en
Hekla er að brjóta elzta hluta
issins á Pollinum, sem var orð-
inn 14 tommu þykkur, og var
ekki búið að sprengja af honum
nema lítið. Töldu skipstjórnar-
menn á Reykjafossi og Kötlu,
sem hpr voru um sama leyti, sér
ekki fært að brjótast gegnum
ísinn og var þó búið að sprengja
meira af honum þá. —Vignir.
Wilhelm Zaisser
MOSKVU — Wilhelm Zaisser,
fyrrverandi öryggismálaráðherra
A-Þýzkalands, er var sviptur
stöðu sinni vegna vinfengis síns
við Beria, er nú leiðsögumaður
erlendra ferðamanna í Moskvu.