Morgunblaðið - 01.03.1955, Side 16

Morgunblaðið - 01.03.1955, Side 16
Veðurútiii í dag: V og SV stormur. — Éljagangur. 49. tbl. — Þriðjudagur 1. marz 1955 Ræktun er undirstaða framfara. Sjá bls. 9. Myndin er tekin við atkvæðagreiðslu í þingsal þýzka sambandsþingsins í Bonn. Traustur meirihluti þýzku sumbundsþingsins sumþykk- ir Parísursumningu Mihill signr fyzir Adenaner Bonn, 28. febrúar. — Einkaskeyti frá Reuter. SAMBANDSÞING Vestur-Þýzkalands í Bonn samþykkti Parísarsamningana á sunnudaginn. Er litið á þessi úr- slit málsins sem mikinn sigur fyrir Adenauer, einkum þar sem atkvæðamunur var meiri en menn höfðu búizt við. Voru samningarnir um aðild Þjóðverja að Atlantshafs- bandalaginu, um þátttöku þeirra í Vestur Evrópu-banda- laginu og endurhervæðingu samþvkktir með 160 atkvæða meirihluta. En Saar-samningurinn var samþykktur með 60 atkv. meirihluta. Jardskjáiftakippi vart norðan lands jarðskjálftamœlcsr Veðurstofunar mœldu 5 mm a i OLLENHAUER SPYRNTI VIÐ 3FODDUM Önnur umræða um Parísar- samningana hófst á fimmtudag- inn og hélt áfram föstudag og laugardag. Voru umræður mikl- ar og sumir ræðumenn heitir og æstir. Einkanlega voru það Jafn- aðarmenn undir forustu >Erichs Ollenhau-s sem héldu uppi miklu málþófi. Vom þeir and- vígir samningunum í heild. At- kvæðagreiðsia fór fram á laug- ardag sem sýndi meirihluta Adenauers. Á sunnudag fór svo fram þriðja umræða sem lauk með endanlegri atkvæðagreiðslu. VOPNLAUST RÍKI Jafnaðarmenn lýstu yfir þeirri skoðun að eina leiðin til að semja við Rússa um sameiningu Þýzkalands væri að gera Þýzka- land að hlutlausu vopnlausu ríki. Þá fyrst væri svipt burt tor- tryggni Rússa og hræðslu við endurreisn þýzka hernaðarand- ans. MEÐ ÖFLUGA BANDAMENN Hinsvegar hefur það verið skoðun Kristilega flokksins með Adenauer í broddi fylkingar, að óhugsandi sé að Þýzkaland verði varnarlaust milli hinna tveggja andstæðu afla. Slíkt geti orðið til þess að bjóða voðanum heim. Þvert á móti sé það eina leiðin fvrir Þjóðverja til að semja við Rússa, að þeir eigi öfluga banda- menn og geti haldið fram kröf- um um sameiningu landsins af festu. Þeir hafa og bent á þá hættu sem felst í því að komm- únistastjórnin í Austur-Þýzka- landi hefur þegar komið sér upp öflugum hersveitum. JAENAÐARMENN EINIR Úrslit atkvæðagreiðslunnar svndu að stefna Jafnaðarmanna átti miklu minna fylgi að fagna heldur en talið hafði verið. Stóðu þeir nær því einir uppi í and- stöðunni við þátttöku Þjóðverja í varnarsamtökum Evrópu. IIÖRO RIMMA UM SAAR-SAMNING Óðru máli gegndi um Saar- samninginn sem Adenauer og Mendés-Franee gerðu í París á sama tíma og hina Parísarsamn- ingana. En efni þeirra er að Þjóð- verjar afsali sér tilkalli til Saar og héraðið verði gert að alþjóð- legu Evrópu-svæði. Það skilyrði fylgdi að ef Þjóðverjar ekki samþykktu þennan samning féllu allir Parísarsamningarnir úr gildi. Þess ber ekki að dyljast að þessi samningur mætti mikilli mótspyrnu og sést það bezt á því að ráðherrar í stjórn Adenauers og samflokksmenn hans nokkrir greiddu atkvæði á móti honum. Jacob Kaiser samþýzki ráðherr- ann greiddi atkvæði á móti samn- ingnum eftir 2. umræðu en sat hjá við lokaatkvæoagreiðslu. ROFNAR STJÓRNARSAM- STARFIÐ? Frjálslyndi flokkurinn, sem er annar stærsti stjórnarflokkurinn lýsti yfir fullkominni andstöðu við Saar-samningana. Þrátt fyrir þetta náðu þeir þó samþykki þingsins með 60 atkv meirihluta. Nú hefur Franz Blúcher vara- forsætisráðherra og foringi í Frjálslynda flokksins sent Aden- auer lausnarbeiðni sína til að mótmæla Saar-samningnum. 1VART varð við jarðskjálfta í j fyrradag og fyrrinótt í bæjum í Axarfirði og Núpasveit. Þá var og vart við jarðskjálftakipp í Grímsev Samkvæmt upplýsingum frá Eysteini Tiyggasyni, veðurfræð- ingi, varð fimm kippa vart á jarðskjálftamælum Veðurstof- unnar, og voru þrír þeirra snarp- ir. Fyrsti kippurinn varð kl. 6,37 á sunnudagsmorgun, og var hann lítill. Tíu mínútum síðar varð svo allsnarpur kippur og einn kl. 7,29. Klukkan 4 síðdegis á sunnudag varð svo enn einn kippur og sá síðasti um kl. 3 aðfaranótt mánu dags. Síðasti kippurinn varð tals- vert mikill. Allra þessara kippa varð vart í Axarfirði og Núpa- sveit og síðasta kippsins einnig í Grímsey Var hann talinn snarpur þar. Upptök jarðskjálftans er um Lægðiii fér þverf yfir landið á Siafiifirði SIGLUFIRÐI, 28. febr. — Tog- arinn Slliði kom í dag af veiðum með 228 lestir af ísfiski. Aflinn fer allur til frystihússins og herzlu. Stirðar gæftir hafa verið und- anfarið hjá bátunum, sem héðan róa. —Guðjón. ABCDEFGH AUSTURBÆR ABCDEFGH VESTURBÆR 15. leikur Vcsturbæýir: HflxBdi VEÐURSPÁIN fyrir allt land í gær, var stormur — eða rok. — Þessu olli óvenju kröpp lægð, sem fór yfir landið í gærdag. — Lá leið hennar m. a. yfir Þingvelli og þaðan í beina stefnu norður yfir landið, út Húnaflóa, —- Loftvogin féll lægra hér í Reykjavík en dæmi eru til á þessum vetri og stóð innan við 950 millibara. íbúðarhús á Raufar- höfn skemmisf í eldi RAUFARHÖFN, 28. febrúar: — Lítið skúrbyggt íbúðarhús á Raufarhöfn, Sigurðarstaðir, skemmdist mikið í eldi í dag. — Eigandinn, Stefán Magnússon, fór að heiman frá sér kl. 8 í morgun, en hafði áður kveikt upp í kolakynntri eldavél. Kona Stefáns og börn, eru stödd í Reykjavík um þessar mundir. Er Sigurður kom heim um 12 leytið, hafði kviknað í þili bak bið elda vélina. Rífa varð stafninn úr húsinu, til þess að komast að eldinum, en eftir það gekk vel að slökkva hann. Voru notuð við það tvö slökkvitæki, annað úr bá£. en hitt úr bíóinu. Húsið og innbúið skemmdist mikið. 370 km frá Reykjavík. Ekki er hægt að segja með vissu nákvæm lega hvar, en þó líklega á hafs- botni skatumt undan ströndum Melrakkasléttu. JFréttaritari blaðsins á Rauf- arhöfn símaði í gær. að jarð- skjálftans hefði orðið vart þar, en þar voru kippirnir sajnt ekki eins greinilegir og á Kópaskeri, sem er í Núpasveit. STOKKSEYRI, 28. febr. Úr því er nú skorið, að veiki sú er kom upp í sauðfé á Stokkseyri í vetur, reyndist vera hníslasótt. Bar dá- lítið á þessari veiki í fyrravetur, en meira kvað þó að henni í vet- ur, og drápust jafnvel nokkrar kindur úr henni. Ilefur dýralækn- irinn á Selfossi, Jón Pálsson, út- vegað súlfalyf við veikinni, sem hefur reynzt mjög vel, og kemur jafnvel í veg fyrir hana, ef fénu er gefið það nógu snemma. Veik- in er nú í rénum. — Magnús. Sundhöllm er gód — segja sœnsku sundmennirnir í KVÖLD hefst sundmótið semMeðal þeirra er Fer Olaf Östrand Ægir og Ármann halda og sænsku en hann er frægasti sundmaður sundmennirnir þrír taka þátt í. Svía, varð m. a. 3 í 400 m skrið- sundi á Ólympíuleikjunum 1952. Hann keppir við Pétur í 100 m og Kelga Sigurðsson í 400 m, Keppni þeirra Péturs verður : áreiðanlega mjög jöfn og ekki er útilokað að Pétur sigri þenn- an fræga sundmann. Hinir Svíarnir eru Birgitta Ljunggren er keppir við Helgn Haraldsdóttur og Rolf Junefelt einn bezti bringusundsmaður Svía þó aðeins 16 ára sé. . Á myndinni að ofan sézt Öst- rand að æfingu í Sundhöllinni i gær. Líkar Svíunum vel við laug- ina, finnst létt að synda þar og eru ánægðir. Á myndinni tii hlið- ar eru (sólargangur) Helgi Sig- urðsson, Ari Guðmundsson, Östrand, Junefelt, Ljunggren og Pétur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.