Morgunblaðið - 03.03.1955, Page 1

Morgunblaðið - 03.03.1955, Page 1
16 sáður Prentsmiðjti Morgunblaðsina 51. tbl. — Fimmtudagur 3. marz 1955 argangur 42. áðstefna: Ike, Churehill, Buiganin? Sögísieg yfiriýsing Chnrchills í gœr SENNILEGA verður haldinn bráðlega þríveldafund- ur, með þátttöku Churchills, Eisenhowers og Bulganins, að því er fregnir frá London hermdu í gærkveldi. Fregn þessi komst á kreik eftir að Churchill hafði skýrt brezka þinginu frá tilraunum sínum til þess að koma á ráðstefnu með Malenkov, þáverandi forsætisráðherra Rússa. Churchill skýrði frá þessu í umræðunum um landvarna- mál, sem stóðu yfir í allan gærdag. í gærkveldi fór fram at- kvæðagreiðsla í þinginu um vantrauststillögu verkamanna- flokksins á brezku stjórnina í sambandi við landvarnarmál- in og var tillagan felld með 303 atkv. gegn 196. Síðar fór fram atkvæðagreiðsla um tillögur stjórnarinnar í land- varnamálunum og voru þær samþykktar með 303 atkvæðum gegn 253. — Margir af fylgismönnum Bevans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um vantrauststillöguna. Hafði Bevan haldið ræðu í þinginu í gær, þar sem hann deildi hirðlega á Churchill, en sneiddi einnig að Attlee. — Rekstrarkostnaður siávarútvesjsins Sir Winston Churchill sagði í brezka þinginu í gær að hann hefði viljað að haldinn yrði þriggja velda fundur strax eftir að Malenkov tók við völdum í Rússlandi. Hann hefði viljað kynna sér hvort ný viðhorf (,:new look“) hefðu skapast í Rússlandi með komu Malenkovs. Brezka stjrónin hafði öll verið sammála um þetta. Churchill kvaðst hafa vænzt þess að geta farið til Bandaríkj- anna til þess að fá Eisenhower til þess að fallast á að taka þátt í undirbúningi undir þessa þriggja velda ráðstefnu. Þetta var á árinu 1953. En einmitt um þetta leyti hefði hann orðið veikur og hefðu veik- indin lamað algerlega líkamlegt starfsþrek hans. Þetta er í fyrsta sinnið, sem Churchill skýrir frá því að hann hafi lamast alger- lega í veikindum sínum árið 1953. Vegna veikindanna gat Churc- hill ekki farið á hina ráðgerðu Bermudaráðstefnu. Síðar kom það í ljós, að Eisenhower vildi ekki vera með í undirbúningi und ir þríveldaráðstefnu, eins og hún var ráðgerð, sagði Churchill. Churchill kvaðst hafa verið undir það búinn að halda fund með Malenkov og hefði unnið af einlægum hug að því að koma á slíkri tvíveldaráðstefnu. Kvaðst hann hafa verið undir það búinn að halda tvíveldafund með Malen kov í Stokkhólmi, er hann kom úr síðustu ferð sinni til Washing- ton, en það var í júní í fyrra. En þá hefðu Sovétríkin verið farin að hafa í hótunum við vestur- veldin fyrst út af Evrópuhern- um og síðar út af Parísarsamn- ingunum. Churchill benti á að þær ríkis- stjórnir, sem færu með völd, er Parsíarsamningarnir hefðu verið staðfestir hefðu frjálsar hendur um að efna til ráðstefnu með Rússum. Sjálfur kvaðst Churchill ekki viíja teljast hafa forustu á hendi í ríkisstjórn, sem ekki vildi ganga til slíkrar ráðstefnu með einlæg- um hug. Yfirlýsing Churchills í þinginu kom á óvart, þar sem hann hafði ekki ráðgert að taka frekari þátt í umræðunum um landvarnamál- in. Tilefnið til yfirlýsingarinnar voru ummæli Anuerin Bevans í þá átt að Churchill kynni að hafa viljað halda ráðstefnu með Mal- enkov, en ekki fengið það fyrir Bandaríkjamönnum. fl ri jovél-ráSherrar i MOSKVA, 2. marz — Sovét- stjórnin var endurskipulögð í dag í annað skifti á þrem dögum. Ráðherra kolaiðnaðarins var vikið úr ambætti fyrir „ófull- nægjandi störf“ og ráðherra sam- yrkjubúanna var vikið frá, vegna þess að ,hann var ekki starfi sínu vaxinn“. Nýi ráðherrann sem fer með kolaiðnaðarmál heitir Zedemidko en BenediRtov, fyrrum land- búnaðarráðherra tekur við sam- „að sinni" WASHINGTON, 2. mar: Eisen- liower forseti skýrði frá því, á hlaðamannafundinum í dag, að eft ir að hann hefði hugleitt málið rækilega, þá hefði liann komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ráðlegt að hjöða Zhukov, hermála ráðherra Hússa til Bandaríkjanna, eins og á stæði nú um sinn. Hvort er brýnraa? igintgalán almesinini - eða íbúðir fyrir þingmenn Alhugasentd forsælisráðh. á þingi i gær ER ÞAÐ ekki brýnna og mikilvægara verkefni fyrir Alþingi að reyna að leysa það verkefni að húsnæðislaust fjölskyldu- fólk geti fengið lán til íbúðabygginga, heldur en að leggja út 200 þús. kr. á hvern þingmann til að smíða þingmannabústaði? Þessa samvizkuspurningu lagði Ólafur Thors forsætisráðherra fyrir Sameinað þing í gær í sam- bandi við fyrirspurn frá Bern- harð Stefánssyni um það hvað liði byggingu þingmannabústaða. Hafði komið í ljós að smíði íbúð- ar fyrir hvern þingmann myndi kosta að minnsta kosti 170 þús. krónur og það án alls innbús. FJÖLDA FÓLKS SKORTIR LÁNSFÉ Forsætisráðherra taldi það vafasamt að smíði þingmanna bústaða væri það verkefni, sem mest að kallaði. Yrðu þingmcnn að hugsa sig betur um áður en þeir ákvæðu að láta byggja íbúðir handa sjálf- um sér fyrir 170 eða 200 þús. kr. Væri ekki brýnna að reyna að veita fjölskyldufólki úr- lausn sem stendur í húsbygg- ingum og skortir lánsfé? Með- an fjóldi fólks býr enn í bröggum. Hitt er annað mál, sagði for- sætisráðherra, að þingmenn verða að hafa húsnæði til að vinna störf sín hér í þinghúsinu í þágu þjáðarinnar. En þannig er búið að þingmönnum í þing- húsinu, að þeir geta ekki gengt störfum sínum sem skyldi. Þrátt fyrir það cru likur til þess að þingið verði lengi að búa við þessi slæmu starfsskilyrði, af því að það eru önnur og brýnni verkefni, sem kalla að. Alveg oins hefur það verið, sagði ráðh. með ráðhús Reykja- víkur. Áætlanir hafa verið um það svo árum skiptir að reisa það, en reyndin hefur verið sú, að alltaf hefur oitthvað annað og mikilvægara kallað að. Sagt er frá öðrum umræðum um þingmannabústaði á bls. 7. við sölnverð afurða lians á erlendum mörkuðum Tapreksiur hlýtur oð greiðast með sköttum / einhverri mynd eða lækkun á gertgi krónunnar <s Úr rœðu Davíðs ÓSaíssonar fisksmála- sfjóra á Varðarfimdi í gœrkveldi FUNDUR Varðarfélagsins í gærkveldi um vandamál sjávarút- vegsins var mjög fjölmennur. Formaður félagsins, Birgir Kjar- an, setti fundinn, en Davíð Ólafsson fiskimálastjóri var írummæi- andi. Flutti hann fróðlegt og mjög athyglisvert framsöguerindi um umræðuefni fundarins. Urðu um það miklar umræður. Meðal ræðu- manna var Ólafur Thors, forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra. Kvað forsætisráðherra viðfangsefni sjávarútvegsins vera tví- þætt. í fyrsta lagi að byggja upp og auka fiskveiðiflota og fiskiiðn- að. Þeim þætti útvegsins mætti segja að væri sæmilcga borgið. En í öðru lagi þyrfti að tryggja rekstur framleiðslutækjanna. Það væri miklu meiri vanda bundið, þar sem útvegurinn væri bæði háður aflabrögðum og mörkuðum erlendis. Við gætum ekki hækk- að fiskverð okkar að eigin geðþótta. Þar kæmi til greina samkeppni annarra þjóða. Rekstrarkostnaður útvegsins yrði þess vegna að miðast við greiðsiugetu hans á hverjum tíma. Forsætisráðherra ræddi síðan um einstök hagsmunamál útvegs- ins og kvað ríka nauðsyn bera til þess að þessi undirstöðuatvinnu ■ vegur þjóðarinnar væri rekinn á heilbrigðan hátt, útgerðinni, sjó- mönnum og öllum almenningi í landinu til farsældar. Hér fara á eftir kaflar úr framsöguræðu Davíðs Ölafssonar: ® í upphafi ræðu sinnar ræddi Davíð Ólafsson það vandamál, sem skapazt hefur með aflabrest- inum á síldveiðunum fyrir Norð- urlandi s.l. 10 ár. Komst hann þá m. a. að orði á þessa leið: VIÐTÆKAR RANNSOKNIR „Við höfum brugðizt við síld- veiðivandamálinu á svipaðan hátt og miðast það þó að sjálf- sögðu við okkar fjárhagslegu getu. Haldið hefur verið uppi rannsóknum, miklu ýtarlegri en áður og hefur auk þess verið tekin upp samvinna við aðrar þjóðir, sem einnig hafa mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við lausn gátunnar. Þær rannsóknir og tilraunir, sem framkvæmdar hafa verið, hafa að vísu ekki leitt til þeirrar niðurstöðu, sem við helzt hefð- um kosið, þ. e. a. s. okkur hefur ekki tekizt að finna orsakirnar til þeirra breytinga, sem orðið hafa á göngu síldarinnar, né heldur að laga okkur eftir hin- um®breyttu aðstæðum og veiða síldina, þar sem hennar er að leita. Hins vegar hefur okkar vísindamönnum þó tekizt í sam- vinnu við ágæta starfsfélaga frændþjóðanna að fá mikilsverð- ar upplýsingar um það hvar helzt er að leita síldarinnar á þeim tíma, sem hennár var áður jafn- - an von upp að ströndum lands- ins. Er það auðvitað mjög mik- ilvægt atriði, en ekkert skal um það fullyrt hér hvort allar gátur eru þar leystar. Við erum orðnir því svo vanir, í sambandi við fiskveiðarnar og þó helzt síld- veiðarnar, að lausn einnar gátu kallar fram ótal nýjar og er því STOKKHÓLMUR, þriðjudag: INGRID BERGMAN lét orð falla í dag í þá átt, að svo kynni að fara að hún færi frá Sví- þjóð og kæmi þangað aldrei aftur. Ástæðan er „illgirni“ er fram hef- ur komið í gagnrýni blaðanna í Stokkhólmi, á leik hennar i „Jean d’Arc á bálinu". Ingrid Bergman lét í .l.jós reiði, bezt að fullyrða sem minnst. Framh. á bls. 13 J Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.