Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGV1SBLAÐIB Miðvikudagur 9. marz 1955 (Jtg.l ELf. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands í lausasölu 1 krónu eintakið. i 'VX. ' ÚR DAGLEGA LÍFiNU Almenningur till vinnufrið UM það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að allur almenningur í landinu vill að verkföllum verði afstýrt og vinnufriður haldist. — Atvinna er um þessar mundir mjög mikil, ekki sízt hér við Faxaflóa. Mikill fjöldi fólks teldi það hina mestu ógæfu ef allt at- hafnalíf þessa landshluta yrði lamað um lengri eða skemmri tíma. Af því hlyti ekki aðeins að leiða stórfellt tjón fyrir þjóðar- heildina heldur og fyrir flesta einstaklinga, að hvaða störfum sem þeir vinna. Þegar á þetta er litið hlýtur viðleitni ríkisstjórn- arinnar til þess að greiða fyrir lausn kaupdeilnanna að vera almennt fagnað. En eins og kunnugt er ritaði ríkisstjórnin Vinnuveitendasambandi íslands og samninganefnd verkalýðsfé- laganna bréf í fyrradag, þar sem lagt var til, að framkvæmd yrði hlutlaus rannsókn á efnahags- ástandinu í landinu, og jafnframt athugað, hvort atvinnuvegirnir gætu borið hækkað kaupgjald, og hvort kauphækkanir myndu leiða til kjarabóta fyrir verkalýð- inn. Beinir ríkisstjórnin því til deiluaðila að þeir tilnefni hvor af sinni hálfu tvo menn í nefnd til þess að framkvæma slíka rann- sókn. Lýsir ríkisstjórnin því jafn- framt yfir að hún muni fara þess á leit við Hæstarétt að hann til- nefni þrjá menn í nefndina. Neyðarúrræði Á það hefur verið bent af Ólafi Thors, forsætisráðherra, í ræðu, sem hann hélt á Al- þingi í síðustu viku, að meðal annarra þjóða sé algengt að skipa slíkar rannsóknarnefnd- ir. Er vissulega ekki síður ástæða til þess fyrir okkur ís- lendinga að fara slíkar leiðir. , Við eigum sennilega meira r undir því komið en flestar aðrar þjóðir að við getum >, haldið vinnufriði í landi okk- ar, og haldið því uppbygging- arstarfi áfram, sem ósleitilega er nú unnið að. Við verðum yfirleitt að gera okkur það Ijóst, að vinnustöðvanir eða verkbönn eru neyðarúrræði, sem ekki má grípa til fyrr en allra annarra ráða hefur verið freistað til þess að skera úr ágreiningi milli deiluaðila. Af undirtektum blaðs komm- únista undir tillögu ríkisstjórn- arinnar verður það helzt ráðið, að það telji hana fela í sér mikl- ar hættur á því, að tefja samn- inga milli aðilja. Þessu er því til að svara, að að sjálfsögðu ætlast ríkisstjórnin ekki til þess að nið- urstaða í þessum málum verði dregin í það óendanlega með þeirri íannsókn, sem hún leggur til að fram fari. En hún telur lífs- nauðsynlegt að aðilar geri sér nægilegt tóm til þess að rann- saka og komast að niðurstöðum, hvað sé mögulegt og til raunveru legra kjarabóta fyrir það fólk, sem sagt hefur upp samningum. Enginn maður, sem raun- verulega vill líta raunsætt á aðstöðu sina til þess að bæta kjör sín getur verið mótfall- inn slíkri athugun. Það eru aðeins þeir, sem vilja ganga blindandi á móti framtiðinni, sem snúast gegn henni. Þeir, sem undirbúa íbúðabyggingar Til þess er alveg sérstök ástæða að þeir, sem undirbúa lausn hús- næðismála sinna geri sér ljóst, hvaða afleiðingar þær grunn- kaupshækkanir hafa, sem ekki eru í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna, og þá fyrst og fremst sjávarútvegsins. Af slík- um launabreytingum hlýtur að leiða verðfellingu gjaldmiðilsins í einni eða annarri mynd. En af henni hlyti hins vegar að leiða stórhækkað verð á erlendum byggingarefnum. Ibúðabyggingarnar eru meðal nauðsynlegustu framkvæmda þjóðarinnar í dag. Hér býr fjöldi fólks í heilsuspillandi húsnæði. Ungt fólk, sem er að stofna heim- ili, á margt við mikla húsnæðis- erfiðleika að etja. Ennfremur verður margt fólk að búa við rándýra húsaleigu. Það er ekki nema ein leið til þess að bæta úr vandkvæðum þessa fólks. Hún er sú að byggja meira af nýjum, björt- um og vistlegum húsakynnum í landinu. Á by^gingaefni að stórhækka? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forustu um það á undan- förnum árum að styðja efnalítið fólk til íbúðabygginga. Fyrir hans frumkvæði hefur núverandi ríkisstjórn einnig rýmkað stór- kostlega um byggingarfrelsi í landinu. Jafnhliða hefur verið unnið að undirbúningi aukinnar lánastarfsemi i þágu íbúðabygg- inga. Byggir fjöldi fjölskyldna miklar vonir á fyrirheitum ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum. Kommúnistar vilja stöðva þessa þróun. Þeir vilja stórhækka allt byggingarefni og jafnframt vinnuaflið. Um það ættu allir að geta verið sammála að almenn- ingur í landinu hafi miklu meiri þörf fyrir lækkun hins háa bygg- ingarkostnaðar, sem hann á nú við að búa, heldur en ennþá meiri hækkun hans. ★ En kommúnistar hugsa ekki svona. Þeir telja þvert á móti að þeir nái miklu betur til- gangi sínum með því að auka byggingarkostnaðinn, hindra húsnæðisumbæturnar. — Þeir ALMAR skrifar: UM ÍSLENZKAR ÞJÓÐSÖGUR O. FL. i ERINDI Þorsteins M. Jónssonar, 1 ritstjóra, um íslenzkar þjóðsög- ur, er Helgi Hjörvar flutti í út- varpið sunnudaginn 27. f. m., var mjög athyglisvert og ágætlega samið. Gerði Þorsteinn í erindinu ítarlega grein fyrir gildi þjóð- sagnanna og hversu þær eru samslungnar menningu þjóðar- innar og hugsunarhætti gegnum aldirnar og því spegilmynd af : þjóðinni sjálfri. Er aldrei ofmik- i ið að því gert að brýna fyrir J mönnum, ungum og gömlum, ágæti þjóðsagnanna, þessa bók- menntafjársjóðs, sem hefur verið og á að vera sameiginleg eign þjóðarinnar. Barnatíminn, sem þær Helga og Hulda Valtýsdætur sáu um þennan sama dag var einkar rrá 3, í óL&LtótlA, áti/arpÍMA, L l/LKU skemmtilegur, sérstaklega hafði unga fólkið gaman af leikritinu. Flutningur óperunnar „Caval- leria Rusticana“ síðar um kvöld- ið, tókst prýðilega. Var Upptak- an furðulega góð og okkar ágætu söngvarar nutu sín þar til fulls. UM DAGINN OG VEGINN SÉRA GUNNAR ÁRNASON flutti mánudaginn 28. f. m. þátt- inn um daginn og veginn. Var erindi hans ágætlega samið og átti það, sem hann ræddi um, vissulega erindi til alþjóðar, sér- staklega það sem hann sagði um hjónaskilnaðarfarganið hér, sem er orðið vandamál, er \Jefvakancli ilirifar: í í tónlistarklúbb í sjávarþorpi. BRÉFI frá „ferðalang" segir: „Fyrir nokkru var ég á ferð úti á landi og gisti þar m. a. sjávarþorp eitt í nokkra daga. Á heimili einu, sem ég kom þar á, sá ég nokkuð, sem mig langar til að minnast á nokkrum orðum. Ég var þar eitt kvöldið í „tón- Iistar-klúbb“ hlustaði m. a. á alla óperuna „Aidu“ eftir Verdi, sem einn klúbbfélaganna skýrði jafnóðum og hún var leikin. — Hann hafði þarna plötu- spilara, sem hann setti í samband við útvarpið og síðan voru leiknar margar ágætar plöt- ur með valinni tónlist. Nokkrir ífc P tf Að kunna að nota tímann ÞAÐ er ekki allt fengið með því að vera á hverjum degi í leikhúsum eða kvikmyndahúsum, á listsýningum eða hljómleikum, — eða hvað sem það nú allt heit- ir. Hitt er ekki Iítils verðara að fá hæfilega oft tíma til að hugsa um hlutina og kryfja þá til mergjar eftir því sem vilji og geta leyfir. Og það eru áreiðan- lega margir, sem kunna að færa sér þennan tíma réttilega í nyt. Um það fannst mér tónlistar- klúbburinn í þorpinu, sem ég heimsótti um daginn, bera ánægjulegt vitni. Með þökk fyrir birtinguna. — Ferðalangur.“ nauðsynlegt er að gera sér grein iyrir og taka til alvarlegrar at- hugunar. Er hér um það los í þjóðfélaginu að ræða, sem hefur stórkostlegt böl í för með sér, ekki sízt fyrir börnin, sem oft lenda á hrakhólum, er foreldrar þeirra skilja, og bíða þess ef til vill aldrei bætur. EINSÖNGUF. JÓNS SIGURRJÖRNSSONAP, JÓN SIGURBJÖRNSSON leikari söng þetta sama kvöld nokkur lög, erlend og innlend, með und- irleik Fritz Weisshappels. Jón hefur undanfarin ár stund- að söngnám, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur þróttmikla bass-baryton rödd, nokkuð hrjúfa, og allmikið tónsvið og hann syngur „músikalskt“. En raddfegurðin er ekki nægilega mikil til þess að hrífa áheyrend- ur. Hann söng Sverrir konung með miklum myndarbrag og dramatiskum þrótti, en einna bezt fannst mér hann syngja aríuna úr óperunni „Salvator Rosa“ eft- ir Gomez. UM ÍSLENZKT MÁL ENN SEM fyrr eru fróðlegir og skemmtilegir þættir þeirra Jóns Aðalsteins Jónssonar og Árna Böðvarssonar, um íslenzkt mál. Af þáttum Jóns Aðalsteins höfum vér orði.ð þess vísari að hér á landi er meira um mállýzkur og mismunandi málvenjur í hinum ýmsu byggðarlögum, en menn hafa almennt gert sér grein fyrir og er mjög skemmtilegt að fylgj- ast með ræðu Jóns um það merki- lega efni. — Þá er og mikilsverð- ar leiðbeiningar Árna Böðvars- sonar um réttan framburð tung- unnar og veitir ekki af, á þess- um tímum hverskonar málleysu og afbakanna, að leiða menn í allan sannleika í þessu efni. R UM NORÐURLANDARÁÐID ERINDI Gísla Jónssonar alþing- ismanns, um Norðurlandaráðið og starfsemi þess, er hann flutti s. 1. föstudagskvöld var ítarlegt og vel flutt. Gerði alþingismað- urinn glögga grein fyrir stofn- uninni í öllum meginatriðum, til- gangi hennar, starfssviði og starfsháttum og benti réttilega á, . . að enda þótt stofnunin hafi ekki þakkir skildar fyrir framkvæmd- i ]öggjafarvald í þeim málum, sem ir þessar. Þó er það eitt, sem ég jjún fjallar um, þá geti hún haft Rreyting á pósthólfunum EYKVÍKINGUR skrifar: „Velvakandi góður! Miklar breytingar — og góðar hafa nýlega verið gerðar á póst- hólfa herberginu hér á pósthús- inu okkar. Hólfunum er nú mun haganlegar komið fyrir og skemmtilegar, og á póststjórnin kunningjar og nágrannar úr þorpinu voru þarna saman komn- ir og nutu saman þessarar ánægju legu kvöldstundar. í næstu viku mundi einhver þeirra hafa „klúbbinn" heima hjá sér og svo næst hjá einhverjum öðrum, rétt eins og gerist í saumaklúbbum, lesklúbbum eða öðrum álíka. Platnanna var aflað með ýmsu móti: frá meðlimum klúbbsins, samkomuhúsi þorpsins og alla vega. M* Fleiri tómstundir. ER þótti þetta ágætt fyrir- tæki og gleðilegur menning- arvottur meðal fólksins, sem telja húsnæðisvandræðin eitt þarna býr. Úti á landsbyggðinni af frumskilyrðum þess að þeir þar sem fámennt er og lítið um geti haldið fylgi i landinu. Ör- [ opinberar skemmtanir gefast birgðin og erfiðleikarnir eru fólkinu fleiri tómstundir heldur alltaf þeirra beztu bandamenn. ' en hér í Reykjavík, þar sem alltaf Framfarir og velmegun fólks-1 er eitthvað um að vera. Víst fer ins eru svarnir óvinir þeirra. Af öllum þessum ástæðum borgarinnar hefir upp á að bjóða En það eru lika margir, sem blátt áfram öfunda fólk, sem fjarri er Reykjavík af ró þeirri og friði, sem það hefir til að auðga anda sinn upp á eigin spýtur. vil benda á, sem betur mætti fara: það vantar þarna nauðsyn- legt stórt og þægilegt borð og stóla, því að oft kemur það fyrir, að maður þarf á slíku að halda til að skrifa eitt eða annað, flokka niður póstinn og athuga sinn gang. Til þess að geta athafnað sig sæmilega vel við þetta er nauðsvnlegt að hafa gott borð- rúm. Þá væri og gott að fá góða vegghillu sem standandi maður gæti skrifað við — eins og reynd- ar var þarna áður en brevtingin var gerð. og hafi mikilvæg áhrif á lausn margra mála er varða Norður- landaþjóðirnar sameiginlega. | • SKEMMTILEGAP, VIÐRÆÐUR í FRÉTTAAUKA mánudags- kvöldið 28. f. m. átti útvarpið viðtal við frú Herdísi Þorvalds- dóttur leikkonu. Er það eitt hið bezta viðtal, sem ég hef hlustað á í útvarpinu, eðlilegt og blátt áfram og laust við alla óþarfa mælgi. Frúin svaraði skorinort og hnitmiðað öllum spurningum, sem fyrir hana voru lagðar og gerði í fáum orðum gáfulega grein fyrir afstöðu sinni til leik- listarinnar og einstakra leikhlut- verka, sem hún hefur farið með og lýsti að nokkru vinnubrögðum póstinn sjálfir heim til okkar sínum. Var skemmtilegt og fróð- Eigum réttinn. VIÐ, sem borgum árlega drjúg- an skilding fyrir það að bera finnst, að við eigum rétt á því, að sæmilega sé búið að pósthólfa- notendum. Að lokum: ég tel, að mikil mál- hreinsun væri að því að fólk hætti að tala um að „boxa“ bréf i staðinn fyrir að „hólfa“ þau eða setja í póstbólf. — Reykvík- ingur.“ hefur hinn fjarstýrði flokkur tekið upp harðskeytta baráttu fyrir stöðvun húsnæðisum- bótanna. En hvaða heilbrigt hugsandi maður vill leggja þeim Iið í þeirri baráttu? 1 þetta fólk á mis við ýmislegt sem félags- og menningarlíf höfuð- Oft njóta hjú góðra gesta. legt að heyra mál þessarar mik- ilhæfu leikkonu og var allt sam- talið til fyrirmyndar. NÝR ÚTVARPSÞÁTTUR S. L. LAUGARDAGSKVÖT.D hófst í útvarpinu nýr þáttur, er nefnist: *,Hvað er á seyði“, og sér Rúrik Haraldsson um þáttinn. — Var það ætlun útvarpsins að toyggja þátt þennan mest á því, sem hlustendur sjálfir legðu til af efni, og að þeir flyttu það sjálfir. Af því, sem fram fór í þessum þætti á laugardagskvöld- ið, verða vart dregnar nokkrar ályktanir um gæði hans. Byrj- unarörðugleikarnir eru oftast margir, en auk þess verður það mjög undir þátttöku manna kom- » Framh. á bla. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.