Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 16
 56. tbl. — Miðvikudagur 9. marz 1955 OKRáRáR Sjá þingfrétt á bls. 9. Vesfmannaeyingar óska ein- dregið eftir fveim prestum Erfitt oð fá þjónustu nágrannapresfa ‘fe/J'EÖAN einn prestur er í Vestmannaeyjum er hann mjög bund- 1*1. inn þar, enda er það svo, að þótt fljótfarið sé stundum til Eyja getur það oft komið fyrir að samgöngur séu ekki þangað lengri tíma. Vegna þessa fer Jóhann Þ. Jósefsson þingmaður Vest- jnannaeyinga fram á það við Alþingi að í Eyjum skuli vera tveir þjóðkirkjuprestar. Hefur hann borið fram frumvarp í þessa átt í Efri deild Alþingis og fylgdi því úr hlaði með ræðu í deildinni í gær. OFT LEITAÐ TIL UPPGJAFA-^- FRESTSINS Hann gat þess þar að fram til þessa hefði það ekki sakað þótt aðeins einn prestur væri í Eyjum, Vegna þess að svo vildi til að sr. Jens Á. Gíslason, pastor erneritus, sem hætti preststörf- trm undir Eyjafjöllum fluttist til Vestmannaeyja. Hefur oft verið til hans leitað, þegar sóknarprest íjt hefur verið fjarverandi eða forfallaður. En nú er hann orð- inn svo aldraður að hann getur ekki lengur gengt prestverkum. Vegna legu eyjanna er þar örðugra að fá þjónustu nágranna- presta í forföllum en annarsstað- ar á landinu. OSK SOKNAR OG PRESTS Þessvegna er það nú ósk safn- aðarins að tveir prestar verði í Eyjum. Hafa 1237 manns í Eyj- Dm undirritað ósk um það. Er það og í samræmi við óskir sókn- arprests og sóknamefndar og hiskup íslands er sammála um nauðsvn þess. íbúatala Vestmannaeyja, upplýsti Jóhann, er nú 4056 manns og er það nálægt því takmarki sem krafizt er til að skipa megi tvo presta í presta- kali. En þar við bætist að á vert'ð og vetrarlagi koma þangað hundruð og þúsund aðkomumanna á vertíð. Styrk ir þetta enn nauðsyn þess að hafa tvo presta starfandi í Eyjum. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og menntamálanefndar með 11 atkv. gegn 1. Hafís á !íala- rniðurn HAFÍS er nú á Halamiðum og um helgina urðu togararnir að flýja þaðan á suðlægari mið. — En síðustu dagana, sem hægt var að vera við veiðar þar, var góður afli. Meðal þeirra fáu togara, sem léngst héldust þar, var , Siglu- íjarðartogarinn Elliði. sem kom í gærmorgun til Siglufjarðar með tæplega 300 tonn af fiski, mest karfa eftir viku úthald. Einnig var togaritin Ólafur Jóhannesson þar og var hann kominn með 200 lestir eftir fimm daga veiðar og Gylfi mun hafa landað á Fatreksfirði um 260 lestum eft- ir 9 daga veiðar. Milli 80-100 erlendir togarar hér við land ÞAR eð hafís hefur lokað Hala- miðum, en ísröndin er aðeins um 30 sjómílur út af Deild, er tog- araflotinn dreifður mjög á öðr- um veiðisvæðum. Gífurlegur fjöldi erlendra tog- ara er við landið um þessar mundir og er gizkað á að tala þeirra sé milli 80—100. 12 Fljólsdællngar í skemmfiferð á Vatnajökli SKRIÐUKLAUSTRI, 8. marz. —- í gær fóru 12 menn, flestir Fljótsdælingar, á snjóbíl inn Fljótsdalsheiði austan Snæfells inn á Vatnajökul og svo vestur eftir. Komu þeir við í Kringils- rana og óku síðan út á brúnina austan Hrafnkelsdals og loks austur undir Fljótsdalinn. Ferðin tók um 14 klukkustund- ir, og var ökufæri sæmilegt. — Veður var eins fagurt og gott og hugsast gat. í þessari ferð funduzt 5 úti- gengnar kindur og voru þær teknar með til byggða. Þrjár kindur voru í svonefndum Töðu- hraukum, en hinar, dilkar úr Vopnafirði, í Kringilsrana. Hrein dýr og rjúpur sáust einnig í Ran- anum. — J.P. Fljótshverfingar í fjöruferðum KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 8. marz. ■— í frostunum á þorranum notuðu Fljótshverfingar tæki- færið til að fara á fjörur sínar og flytja rekavið heim. Sökum þess hve tíðin hefur verið mild undanfarna vetur, hafa fjöruferðir næstum legið niðri, því ekki er hægt að kom- ast á fjörurnar nema þegar Hverfisvötnin eru á traustum ís. Nú orðið fara fjörueigendur á jeppum, draga timbrið heim á sleðum og heyvögnum. Komu þeir með mikið magn rekaviðar í hverri ferð. Vegalengdin fram á fjörur frá bæjum í Fljótshverfi mun vera 30 krn. — G. Fnðfmnur 6u5jobs- lerblýkíelooin hafiia rannsokn son láfinn , , , ,, .. , ksuDkkkunarmGooleikum FRIÐFINNUR Guðjónsson, leik- ari, andaðist að heimili sínu hér í bænum í fyrrinótt 84 ára að aldri. Hafði hann legið rúmfast- ur rúmlega viku. Friðfinnur var um fjölmörg ár einn vinsæiasti leikari landsins, en leiklist stundaði hann í full 60 ár. Hann var prentari að iðn og m. a. einn af stofnendum Hins íslenzka prentarafélags. Friðfinnur var kvæntur Sigríði Torfadóttur, og lifir hún mann sinn. Af íslandsmiðum 29 togarar í SÍÐASTA blaði Fishing News, er skýrt frá því, að í þessari viku, muni mikill fjöldi togara koma af veiðum frá íslandsmiðum, Noregsströndum og öðrum fjar- lægum miðum, til Huli og Grims- by. — Nafngreinir blaðið alls 69 togara, sem væntanlegir eru, en af þessum mikla flota koma 29 af íslandsmiðum._____ Ágæfur afl! Ves!- mann.a8yjabá!ð VESTMANNAEYJUM, 8. marz — Vciði var yfirleitt mjög góð í Vestmannaeyjum í dag. Flestir bátar voru með þetta 8—12 lest- ir, en sá hæsti var með um 16 Iestir. Allir báíarnir, sem réru í dag, voru með lcðnu, sem þó var orðin helzt til gömul. — Erfið- lega gekk að fá íoðnu í dag fyrr en svo seint, að bátarnir fara flestir með mestan hluta línu sinnar beitta með síld. —B. G. Frétt frá forsætisráðuneytinu: FORSÆTISRÁÐUNEYTINU hafa nú borizt svör frá Vinnuveit- endasambandi íslands og samninganefnd verkalýðsfélaganna við bréfi ríkisstjórnarinnar, dagsettu í gær, nm skipun nefndar titt hlutlausrar rannsóknar á þeim staðreyndum, er mestu máli skipta í sambandi við kaupdeilu þá, sem nú síendur yfir. Vinnuveitendasamband fslands valdi í nefndina af sinni hálfut þá Kjartan Thors, formann Vinnuveitendasambandsins, og Björg- vin Sigurðsson, framkvæmdarstjóra þess. Samninganefnd verka- lýðsfélaganna neitaði hins vegar fyrir sitt leyti að tilnefna mentB í slíka rannsóknarnefnd. jc-raannadagslns S,2 millj. Byggmrj Dvalarheimilisms gengur vel fáiðum og vinningism tappdrœttisins fjjölgað AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn s.l. sunnudag. Eignir Sjómannadagsins eru nú 5,2 millj. kr. Byggingu Dvalarheimilisins miðar vel áfram í og hefur þegar verið unnið að byggingunni fyrir rúmar 4 millj,: 1 króna, þar af s.l. ár fyrir tæpar 2 miílj. kr. Lokið er nú við að fullgera bygginguna að utan og múrhúða að innan allar hæðir nema kjall- ara og rishæð. Standa vonir til að verkið geti haldið áfram án telj- andi lántöku. Sótt hefur verið um framhaldsbyggingarleyfi fyrir annarri vistálmu og samkomu- jhúsi og er ætlunin, ef það leyfi fæst að byggingin verði fullgerð I að tveimur árum liðnum, og gcti j þá tekið til starfa. Alls hafa heimilinu nú verið ; gefnar 76 herbergisgjafir, en þar 1 geta orðið allt að 200 visther- bergi. Tekjur af sjómannadeginum 1954 og fjáröflun á hans vegum urðu 1,5 millj. kr., þar af 550 þús. kr. styrkur frá ríki. Tekjur af happdrættinu námu 500 þús. kr. og gjafir 400 þús. Áætlað er að tekjur af happdrættinu frá byrjun og til aprílloka þetta ár nemi um 1 millj. kr. Happdrættið hefur gengið mjög vel, allir 30 þús. miðarnir selzt. 1. maí n.k. hefst nýtt happdrætt- istímabil. Miðum verður þá fjölgað í 50 þús. og vinningum Búnaðarþing afgreiddi 55 mál ARDEGIS í gær lauk Búnaðar- þingi. Fóru þingslit fram að þingfulltrúum öllum viðstöddum, nema Jóni alþingismanni á Reynistað, sem er sjúkur. STÖRF ÞINGSINS Áður en þingslit fóru frarn, gaf forseti þess, Þorsteinn Sig- urðsson á Vatnsleysu, skýrslu um störf þingsins. Hefur það staðið yfir í 27 daga og haldið 19 fundi. Fyrir þingið voru lögð 61 mál og hlutu 55 afgreiðslu, þrem var vís- að til stjórnar Búnaðarfélags ís- lands og þrjú hlutu ekki af- greiðslu þingsins. STJÓRN OG TRÚNAÐARMENN Þessu næst fór fram kosning stjórnar Búnaðarfélagsins og trúnaðarmanna þess til næstu 4 ára. Kosnir voru sem aðalmenn í stjórn: Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Pétur Ottesen, alþm., Innra-Hólmi og Gunnar Þórðar- son, bóndi. — Varamenn voru kjörnir: Ásgeir Bjarnason, bóndi I Ásgarði, Jón Guðmundsson, bóndi að Hvítárbakka og Krist- ján Karlsson, skólastjóri á Hól- um. Einn endurskoðandi var kos- inn: Guðmundur á Hvítárbakka og varamaður hans: Gunnar Guð- bjartsson, Hjarðarfelli. í útvarps- fræðslunefnd voru kosnir Ey- vindur Jónsson, ráðunautur og Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur. Kosinn var einn maður í véla- nefnd ríkisins: Björn Bjarnason, ráðunautur. Að þessu loknu sleit Þorsteinn Sigurðsson þinginu og árnaði þingfulltrúum allra heílla, og Guðmundur Erlendsson þakkaði forseta í nafni búnaðarþingsfull- trúa fyrir góða fundarstjórn. Björgimar- aðstæður í>6ðar KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 8. marz — Síðan togarinn King Sol strandaði á Meðallandsfjörum 28. febrúar, hefur verið einstök veð- urblíða þar eystra og oftast dauð- ur sjór. Er nú búið að festa skip- íð þannig að vírum hefur verið komið fyrir til hliða út af aftur- stefni skipsins og þeim fest í tvö tré, sem grafin eru iangt niður í sandinn og eins örugglega um búið og tök eru á. í togaranum eru um 300 tonn af kolum og ís, en enginn fisk- ur, enda var skipið á leið til veiða er það strandaði. Um daginn kom maður frá Hamri á strandstaðinn og full- trúi frá tryggingafélaginu. Mun ósamið um hver tekur að sér björgun skipsins, en eystra telja allir sjálfsagt að björgun verði reynd þar sem aðstaða virðist hin bezta. Þrír menn úr Meðal- landi eru á verði um borð í skip- inu. í gær þegar ég átti tal við Magnús Sigurðsson, Kotey, taldi hann að siólagið væri svo gott við ströndina að lendandi hefði verið við sandinn rétt austan við skipið. —G. einnig, þannig að verðmæti þeirra verður um 2,2 millj. Meðai vinninga verða 3 íbúðir, 13 bílar, 3 vélbátar og 8 mótorhjól. Stjórn fulltrúaráðsins var öll endurkosin, en hana skipa: Henry Hálfdánarson formaður, Þor-< varður Björnsson og Pétur Ósk- arsson, en í varastjórn eru Sigur- jón Einarsson, Theodór Gíslasoa og Bjami Bjarnason. í byggingar- nefnd Dvalarheimilisins vorut kosnir: Henry Hálfdánarson, Þorvarður Björnsson, Bjarnl Bjarnason, Garðar Jónsson og Hallgrímur Jónsson, en vara- menn Tómás Sigvaldason og Karl Karlsson. í upphafi fundarins minntist formaður Einars Þorsteinssonar, fyrrv. skipstjóa, sem átti sæti | Sjómannadagsráði frá upphafi. Spilla rækju- veiðar öðnmi veiouni? ÞÚFUM, 8. marz — Mikið ei rætt um að hinar stöðugu rækju- veiðar á Djúpinu muni spilh fiskiveiðum í inndjúpinu og la> og silungagöngum í ám og vötn- um. í sumum ám hefur lax Of. silungsveiðin minnkað stöðug! síðari ár og menn setja það samband við hinar miklu rækju- veiðar. — Undanfarna daga hef ur verið þíðviðri og gott veðui við Djúp. Snjó tók mikið upp oj hagar orðnir góðir. —P. P. abcdefgh AUSTUkBÆR II im4iimi w/ wm IR'é»KC • ys* 4»A i m ei ABCDEFGH VESTURBÆR 17. léikur Vesturbæjar: 1 b2—b4 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.