Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.03.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. marz 1955 MORGVNBLAÐIÐ 9 Ef hafa á hendur í hári okrara verður að nefna ákveðin tiifeiii okurs r Hversvegna tala kommúnistar á lému résamáli í stað þess að hjálpa til við að grípa aibrotamennl I»AÐ væri æskilegt að þeir þingmenn, sem hæst ! hafa talað og haldið langar ræður um starfsemi okr- ara hér í bæ, leggi öll gögn á borðið til þess að rétt- vísinni gefist færi á að rannsaka ef lögbrot hafa farið fram og þá hafa liendur í hári okraranna. 'k Þannig mælti Bjarni Benediktsson dómsmála- j ráðherra við umræður á Alþingi í gær um það hvort I opinber rannsókn skuli fara fram á starfsemi okrar- ! anna. m Dómsmálaráðherra kvað ekki myndi standa á [ sér að láta rannsaka lögbrot og stöðva okurstarísemi. Hitt væri ekki hægt, að eltast við alls konar orðróm. i Ef slíkt ætti að gera væri þar með verið að stofna til rannsóknardóms (inquisitio) eins og á tímum galdra- ! j ofsókna. Og það væri auðveldara að koma slíkum rannsóknum af stað, heldur en að stöðva þær, því að margar rangar sögusagnir koma upn og rannsókn á þeim öllum gæti valdið mörgum saklausum meini. Það er kastnaðar- hliðin við björg- unina, sem máli skiptir BLAÐINU hefur verið á það bent, í sambandi við björgun tog- arans King Sol, að björgunin sjálf sé tiltölulega auðvelt mál, með þeim tækjum, sem hægt er að beita við björgunaraðstæður. — Það sem skiptir máii, er kostnað- arhliðin. Ekki er talið að óttast þurfi að togarinn skemmist næstu árin. þar sem hann stendur nú. Við björgunina verður sennilega skurður ruddur með stórvirkum vélum frá togaranum og í sjó fram. — En þetta verk getur orð- ið mjög tafsamt, því í minnsta brimi er hinn síkviki sandur fljót ur að fvlla slíkan „skipáskurð“. En mikið er í húfi þar eð King Sol er nviega kominn úr gagn- gerðri klössun. Dr. Benjamm Einksson: Þjódarfekjurnar Sköpun og skipting SUMIR GERA VIÐ SUMA Það var Einar Olgeirsson, sem hélt langa ræðu um okurstarf- semi í Reykjavík. Var ræðan öll um almenn málefni og fjallaði um sögusagnir, svo sem það oð menn segðu hitt eða þetta, eitt eða annað væri á vitorði manna, sumir vissu að sumir gerðu sumt við suma o. s. frv. ÁSKORUN EKKI TEKIÐ Þannig talaði Einar Olgeirsson og það þrátt fyrir það að dóms- málaráðherra skoraði á hann að leggja öll gögn á borðið, þá skyldi ekki standa á dómsmálaráðuneyt- inu að láta réttarrannsókn fara fram. ERFITT AÐ HINDRA OKUR OG SKATTSVIK Sagði dómsmálaráðherra að hann efaðist ekki um að okur hefði tíðkazt á öllum tímum. 1 En það hafa alltaf verið og eru alltaf mestir erfiðleikarnir að hafa hendur í hári okraranna. Það er einnig almannarómur að skattsvik tíðkist almennt. En þrátt fyrir það að mikið bákn skattanefnda sé starf- andi, þá tekst ekki að klófesta alla skattsvikara. Þess vegna skoraði Bjarni Bene diktsson á Einar Olgeirsson að nefna ákveðin tilfelli til þess að hægt væri að láta rannsókn fara fram. HORFAÐ I HINZTU VARNARLÍNU Það er eitt af einkennum ræðu- mannsins Einars Olgeirssonar, að hann tekur oft í fyrstu ræðu of stórt upp í sig í hitanum og bægslaganginum. En síðan neyð- ist hann til í seinni ræðum að hörfa undan, þar til hann á ekk- ert landsvæði eftir í málflutn- ingi sínum. Þannig farnaðist þessum komm únistaþingmanni í gær, er hann talaði um „ákveðið verzlunai- fyrirtæki" í Miðbænum, sem far- ið hefði á hausinn vegna okr- aranna. Fyrst sagði hann að rík- isstjórnin hefði með ráðnum hug komið í veg fyrir að þetta væri rannsakað. Eftir nokkrar umræð- ur breytti hann þessu í það að ríkisstjórnin hefði fengið vit- neskju sem hefði gefið henni til- efni til að láta rannsaka þetta. Og að lokum hörfaði hann í sið- ustu varnarlínu, að einhverjir einstakir ráðherrar hefðu fengið einhverja vitneskju (sögusagn- ir?) um að eitthvað hefði komið fyrir. Þannig svaraði kommúnista- þingmaðurinn beiðni dómsmála- ráðherra um að leggja upplýsing- arnar á borðið. EKKERT HF.FUR GEFID TILEFNI TIL RANNSÓKNAR En Bjarni Benediktsson ráð- herra lýsti því yfir, að ekkert það hefði komið fyrir ríkis- stjórnina né dómsmálaráðu- neytið, sem hefði gefið tilefni til rannsókna. Og að lokum taldi hann það mjög ólíklegt að kaupsýslumaðurinn, sem hér átti hlut að máli eða lán- ardrottnar hans sem m. a. eiga að hafa verið opinberar pen- ingastofnanir, hefðu ekki kært það til dómgæzlunnar, ef gíf- urleg okurstarfsemi sumra lánardrottna hefði komið fyr- irtækinu á kné. Malsnkov þar MOSKVA 8. marz. — ..Vér vit- um að land okkar verður beim mun öflugra, þeim mun fólks- fieiri, sem vér erum. Vér erum andvíg viilimannakenningunum um takmörkun barneigna," sagði kvenfulltrúinn Balasjova í ræðu á hátíðarsamkomu í Moskvu í dag,* í tilefni af alþjóðadegi kvenna. Balasiova sagði að hún væri sjálf móðir tíu barna. Viðstaddir á hátíðarsamkom- unoi, sem haldin var í háskóla- leikhúsinu í Moskva, voru Mai- enkov, fyrrum forsætisráðherra, Bulganin núv. forsætisráðherra, Krustjov, formaður kommúnista- flokksins, Molotov, utanríkisráð- herra og annað stórmenni sovét- ríkjanna. Fundinum var útvarp- að. Nánar kveðib á um ýmsa heilsugæslu Frumvarpið um heiisuvernd gerir ekki ráð iyrir auknum kostnaði INGÓLFUR JÓNSSON heilbrigðismálaráðherra fylgdi hinu nýja frumvarpi til heilsuverndarlaga úr hlaði í Efri deild í gær. F.n í frumvarpi þessu er kveðið nánar á um ýmis atriði varðandi heilsugæzlu án þess þó að því fylgi aukinn kostnaður. Skýrði ráðherra frá því að frumvarpið væri flutt í samráði við landlækni og Sigurð Sigurðs- son berklayfirlækni. Gerði hann síðan grein fyrir helztu atriðum frumvarpsins: 6 KAUPSTAÐIR HAFA FRAMFYLGT ÁKVÆÐI Helzta breytingin er sú, að skv. frumvarpinu er ekki lengur lögð sú skylda á kaupstaðina að reka heilsuverndarstöðvar. En skv. núgildandi lögum um heilsu- verndarstöðvar er kveðið á um slíka skyldu kaupstaðanna, þótt aðeins sex af 13 kaupstöðunum hafi fylgt ákvæðinu. En ráðherra getur eins og nú er, veitt undan- þágur frá skyldunni. 12 GREINAR HEILSUVERNDAR í núgildandi lögum er megin- áherzlan lögð á berklavarnir, en um aðra heilsuverndarstarfsemi sagt að hana skuli ákveða í reglugerð. I frumvarpinu er upp- talning á 12 greinum heilsu- verndar, en sú upptalning er ábending um það, sem til greina komi að ákveða í reglugerðun- um. Gert er ráð fyrir sömu skipt- ingu og verið hefur á kostnaði við starfsemi heilsuverndarstöðv- anna. Hann skiptist í þrjá jafna hluti milli ríkis, sveitarfélags og sjúkrasamlags, en þó látið að því Hggja, að sjúkrasamlögum verði sleppt við þátttöku. Hins vegar getur ráðherra úrskurðað um þátttöku sjúkrasamlags, ef sveit- arfélag gerir kröfu til þess. Er þessi fyrirvari vegna fyrirhug- aðra möguleika á mjög útvíkk- aðri starfsemi heilsuverndar- stöðvanna, sem gætu orðið sjúkrasamlögunum ofviða. KOSTNAÐUR EYKST EKKI Þá eru óbreytt eldri ákvæði um þátttöku ríkissjóðs í bygging- arkostnaði heilsuverndarstöðv- anna, sem er sama og um sjúkra- hús, % hluta í kaupstöðum og % hluta utan þeirra. Kvaðst Ingólfur Jónsson ráð- herra vona að frumvarpið fengi góðar undirtektir. Það væri til samræmingar gert en hefði ekki í för með sér aukinn kostnað. afla vel AKRANESI. 8. apríl — Bátar hér veiddu mjög vel í dag, 11—18 lestir. — Tveir bátar veiða nú loðnu fyrir Akranesbátana. — Komu þeir að í dag með 70 tunn- ur hvor. —O. UNDANFARIÐ hafa orðið tals- verðar opinberar umræður um þjóðartekjurnar og skiptingu þeirra. Því er mjög haldið fram af talsmönnum launþegasamtak- anna að launþegarnir beri skarð- an hlut frá borði við skiptingu þjóðarteknanna. Sköpun og skipt- ing þjóðarteknanna er stórt og mikið mál og því erfitt að vekja máls á því í blaðagrein, nema þá til að minnast á örfá atriði aðeins. í fljótu bragði virðist sem eðli- legast væri að ræða þjóðaUekj- urnar frá tveimur hliðum: annars vegar sköpun þeirra, hins vegar skiptingu. En þegar að er gætt sést að í höfuðatriðum er þetta eitt og sama málið. Enginn ágreiningur ríkir um það, að þjóðartekjurnar jukust á s.l. ári Tölulegar upplýsingar sem fyrir hendi eru sýna ljóslega aukningu. En hvernig hefir þessi aukning gerzt? Engar stórvægi- legar breytingar hafa orðið á framleiðslutækni þjóðarinnar. Atvinnugreinar þær, sem störf- uðu 1953, störfuðu með svo til sömu tækjum og framleiðsluað- ferðum á árinu 1954. Skipin eru yfirleitt þau sömu, sömuleiðis vélar og hús. Einhverjar breyt- | ingar hafa samt orðið á skipu- lagi og tækjum hinna starfandi fyrirtækja, en þær eru hægfara I frá ári til árs. En þótt þær séu t hægfara, þá eru það samt þessar framfarir, framfarir í skipulagn- ingu og tækni, sem eru eini , grundvöllurinn fyrir varanlega bættum Hfskjörum, því að bær þýða aukin afköst (framleiðni, eins og farið er að kalla það). Það annað, er kemur til greina, sem eykur þjóðartekjurnar. eru bætt verzlunarkjör, að meira fá- ist hlutfallslega fyrir útflutning- inn, minna þurfti að greiða hlút- falislega fyrir innflutninginn. Við vitum að engin almenn hækkun á verðlagi útflutningsins átti sér stað á árinu, né meiri háttar verðbreytingar á innflutningnum. Hinar auknu þjóðartekur eru því ekki úr þeirri átt. Allt frá 1952 hefir verið full atvinna, ef undan er skilið árs- tíðabundið atvinnuleysi úti á , landi. Það er því að sjá að auknar þjóðartekjur stafi fyrst og fremst ■ af lengri vinnutíma þeirra, sem áður voru í atvinnu, nokkru minna atvinnuleysi þeirra, sem áður voru atvinnulausir hluta úr ári, tilflutningi verkafólks úr af- kastarýrri atvinnu í afkastameiri, og svo því að vinnufæru fólki fjölgar árlega um 1000—1200 manns. 1 Það er þvi augljóst hvert aukn- ing þjóðarteknanna rennur. Þeir sem vinna lengri tima fá greitt í hlutfalli við lengingu vinnu- tímans, og meira en það, fólk sem bætist í tölu hinna vinnandi fær nú tekjur, sem það ekki hafði áður. Það helzt því hér í hendur, að þeir sem skapa aukningu þjóð- arteknanna, fá hana í sinn hlut. Enda er þetta í fyllsta samræmi i við lögmálin um sköpun og skipt- ingu þjóðarteknanna. Þær renna til þeirra sem skapa þær. í þeim þjóðfélögum, sem skipulogð eru á svipaðan hátt og hið íslenzka þjóðfélag, renna kringum tveir þriðju þjóðarteknanna til laun- þeganna. Afgangurinn er þá greiðsla fyrir þjónustu af eign- um, svo sem vélum, skipum, út- gerðartækjum, húsnæði o. s. frv. Sköpun þjóðarteknanna og skipting þeirra er í rauninni eitt og sama mál. Sjómaður sem veiðir fisk fyrir 100 þús. kr. fær í sinn hlut það aflaverðmæti, sem hans vinna skapar. Frá þess- um 100 þús. kr. dregst kostnaður við eldsneyti, veiðarfæri, notkun skips o. s. frv. sem eru verðmæti, sköpuð af öðrum. Skipasmiðun- um var greitt þegar þeir bygg&u skipið, o. s. frv. Afgangurinn af verðmæti aflans er það verðmæti sem vinna sjómannsins hefir skapað. Þegar útgerðin er rekin. með tapi fær sjómaðurinn meira en það verðmæti sem hann skap- ar. Að skapa þjóðartekjur er að skipta þeim. Sá sem skapar þær eða tekur þátt í að skapa þæx, tekur hiut sinn þar sem harui tekur laun sín. Það er síður ep. svo að þjóðartekjurnar séu eins og kaka sem einhverjir skrif- stofumenn geti skipt milli ein- staklinganna. Með lögum og samningum má hafa nokkur áhrif á skiptingu þjóðarteknanna, en ekki mikil. Flestar ráðstafanir af því tagi valda því að þjóðartekj- urnar minnka. Lítilsháttar hluta af þjóðartekj- unum er skipt upp að nýju af ríkisvaldinu og sveitarfélögum. Ríkið tekur til sin rúmlega 500 m. kr. Meginhluti þessarar upp- hæðar er greiðsla vegna félags- legra þarfa, þ. e. hún fer til kaupa á þjónustu starfsmanna hins op- inbera. Þykir í alla staði hentugra að þjóðin’ greiði hana sameigin- lega heldur en að starfsmennirn- ir innheimti hjá hinum einstöku borgurum fyrir þjónustu sína, meðfram sökum þess að þjón- usta þeirra er oftlega ekki beint við almenning, t. d. utanríkis- þjónustan. Þar sem greiðslur til opinberra þarfa fara að mestu eftir tekjum og efnahag, cn menn þurfa opinberrar þjónustu misjafnlega mikið með, verður hér nokkur tilfærsla á tekjum milli manna, nýskipting. Sú nýskipting, sem á sér stað fyrir tilhlutan almannavaldsins, er samt aðallega í sambandi við hinar svokölluðu milligreiðsiur: ellistyrki, fjölskyldubætur og framleiðslustyrki. En vandkvæði eru á því að gera mikið að slíkri nýskiptingu án þess að áhrifin verði þau að minnka þjóðartekj- urnar. Þegar skattur af tekju- aukningu hjá einstaklingunum verður mjög hár, hætta þeir að vilja leggja að sér til frekari öfl- unar. „Það fer allt í skatta“. Fullunnar vörur vinni erL markaði U M útflutning ísl. iðnaðarvara var gerð ályktun á ársþingi iðn- rekenda, sem taldi að stefna bæri að því, að útflutningur þjóð arinnar verði sem mest fullunn- ar vörur, sem vinni sér markaði erlendis undir íslenzkum vöru- merkjum. Jafnframt telur þingið það höfuðnauðsyn að auka fjöl- breyttni útflutningsvaranna til þess að tryggja sem bezt efna- hagslegt öryggi þjóðarinnar. Því er nauðsyn að koma hér á fót stóriðnaði með útflutning að markmiði, byggðum á hagnýt- ingu hinna miklu orkulinda, sem. landið býr yfir. <iels Bohr form. ifomnefndar KAUPMANNAHÖFN 8. marz — Niels Bohr hefir tekið að sér að vera formaður í 15 manna kjarn- orkunefnd, sem danska stjórnin skipaði í dag, til þess að undir- búa hlutdeild Dana í friðsamlegri notkun kjarnorkunnar. Aðrir nefndarmenn eru full- trúar sveitastjórna, skipasmíða- iðnaðarins, háskólanna og land- búnaðarins. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.