Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður MnMteM 42. árgangur öl. tbl. — Þriðjudagur 15. marz 1955 PrentsmlSja Morgunblaösiní Verfckll voiir uftur ylir norska útvurplnu • ÓSLO, 14. marz. Samkvæmt frásögn norska blaðsins „Morg- enbladet", vofir nýtt verkfall yfir norska útvirpinu, þar sem tækni legir starísmenn útvarpsins hafa gert kröfur til talsverðra launa- hækkana. Kröfur þessar gera þeir vegna þeirra hækkana, er starfsmenn við útvarpsdagskrána fengu nýverið eftir einnar viku verkfall. Tæknilegar starfsmenn útvarpsins hafa þriggja vikna uppsagnarírest. Reuter—NTB Vopnaður fesi ryðst inn í brczka sendiráiiiií í Moskvu 9 MOSKVU, 14. marz: — Rússi, vopnaður byssu, ruddist í gær- kvöld inn í brezka sendiráðið í Moskvu. Hann særði rússneskan varðmann, er reyndi að hefta för hans. Tveir óvopnaðir sendi- ráðsfulltrúar handsömuðu og af- vopnuðu árásarmanninn, er hann stóð í borðstofudyrum sendiráðs- byggingarinnar og virti fyrir sér málverk af Viktoríu drottningu í fullri stærð. Árásarmaðurinn var afhentur rússnesku lögregl- unni. Sir William Hayter, sendi- herra Breta í Moskvu, og kona hans voru ekki heima, er árás þessi átti sér stað. Komu þau heim í þann mund, er árásarmað- urinn var afhentur lögreglunni. Stussen og Dulles ræða „AruktB"-inálið • WASHINGTON, 14. marz: — Stassen, yfirmaöur efnahagsað- stoðar Bandaríkjanna við erlend ríki, og utanríkisráðherrann, John Foster Dulles, hófu í dag viðræður um, hvaða ráðstafanir skuli gera varðandi finnska olíu skipið „Aruba". Stassen er ný- lega kominn heim úr för sinni um Asíu. Olíuskip þetta er á leið frá Rúmeníu til Rauða Kína með farm glæolíu, þá tegund er notuð er sem eldsneyti fyrir þrýstilofts í'lugvélar. IVIeðri deiid brezka þingsins saniþykkir með 33 atkv. meirihL Frestun þríveldaráðstefnu Ipar til irísarsamningarnir hafa verib löggiltir ^ f fiu rrdi I f fofnr r/iAcfoími cfnrif«/.-//innn inproy leiðsögumaður ú villidýraveiðum í Airíku á hásléttur Mið- ferðamennirnir fá Kaupmannahöfn. ' ur lagt upp "IVj'OBELSVERÐLAUNAHÖF- Afríku. Allir ll UNDURINN, Ernst Hem- útbúnað, er gerir þeim kleift að ingway, hefir verið ráðinn leið- taka þátt í villidýraveiðum í sögumaður ferðamannahóps er hálendishéruðum Mið-Afríku. — fer á vegum SAS-flugfélagsins til Afríku. Hefir þetta vakið talsverða eftirtekt manna í Bandaríkjunum, og vafalaust mun nafn Hemingways gera þátt- töku í ferðinni mjög eftirsótta. En ekki er það heiglum hent að Hemingway — myndin er tekin Afríku. taka þátt í þessari ferð — aðal- lega vegna kostnaðarins, sem er um 3500 dollarar — um 50 þús. ísl. kr. á mann. Lagt verður upp í þetta ferða- lag 1. nóv. n. k. og hefir þegar fengizt nokkur þátttaka, m. a. hafa óperusöngvarinn Lauritz Melchior og kona hans gerzt þátt- takendur. Ferðalagið hefir enn ekki verið skipulagt í smáatriðum, en ætlunin er að leggja upp fra New York. Þaðan verður flogið til Kaupmannahafnar og verður dvalið þar einn sólarhring. F-á Kaupmannahöfn verður flogið til Suður-Afríku um Rómaborg og Kaíró til Addis Abeba, og verð- Tékkneskur sendiráíísfulltrúi í Stokkhólmi pnaHur um njusnir STOKKHÓLMI, 14. marz. — Reuter-NTB TALSMAÐUR sendiráðs Tékkóslóvakíu í Stokkhólmi staðfesti í dag þann orðróm, að hermálafulltrúi sendiráðsins hefði farið frá Svíþjóð s. 1. föstudag. ¦^- Talsmaðurinn sagði, að engar óeðlilegar orsakir lægju að baki brottför sendiráðsfulltrúans, en taldi öll tormerki á, að hann kæmi aftur til Stokkhólms. j{ Sænska utanríkisráðuneytið neitaði að gefa nokkrar upplýs- ingar um, hvort sendiráðsfulltrúinn hefði verið beðinn um að fara úr landi, þar sem hann hefði verið talinn eiga hlutdeild í njósna- starfsemi þeirri, er ljóstrað var upp um á dögunum. Leiðangur þessi mun sennilega taka um mánaðartíma, og ferða- mennirnir munu búa í veiðikof- um eða tjöldum. Innfæddir veiðimenn munu sjá um allan tæknilegan útbúnað í ferðalaginu, en Hemingway verður einskonar táknrænn leið- sögumaður, en eins og kunnugt er gat hann sér heimsfrægð fyrir lýsingar sínar á villidýraveið- um. Churchill felur ráostefnu stórveldanna þriggja ónóga — kveður gcngiö á hiut Frakka og V.-Þjóoverja með því ao heimila þeim ekki hlutdeild að rábstetnu um afvopnunarmálin LONDON, 14. marz. — Reuter-NTB G Æ R hófust í brezka þinginu umræður um ályktun stjórnar- andstöðunnar þess efnis, að brezka stjórnin hefði gengið slæ- lega fram í að stofna til þríveldafundar Bandaríkjanna, Bretlands oð Ráðstjórnarríkjanna. í ályktun þessari er hvatt til þess, að gengast fyrir slíkri ráðstefnu svo fljótt sem auðið er, til að draga úr viðsjám „kalda stríðsins" og ræða alþjóða afvopnun. Ályktun þessi jafngildir vítum á ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin bar fram breytingartillögu þess efnis, að þrívelda- ráðstefna yrði ekki haldin, fyrr en að aflokinni löggildingu París- arsamninganna. — Atkvæðagreiðsla fór fram í gærkvöld og sam- þykkti neðri deildin breytingartillögu stjórnarinnar með 299 at- kvæðum gegn 266, að undangengnum heitum umræðum. I Ríkisstjórnin skipar sáttanefnd í vinnu- deilunni Blaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá for- sætisráðuney tinu: TIL 1» E S S að greiða fyrir lausn yfirstandandi vinnudeilna hefur ríkisstjórnin í dag skipað sáttanefnd samkvæmt 22. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur. , Þessir menn hafa verið skipaðir í nefndina: Torfi Hjartarson sáttasemjari ríkisins og er hann formaður nefndarinnar. Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður, Emil Jónsson, vitamálastjóri, Gunnlaugur E. Briem, skrifstofustjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, skrifstofustjóri og Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttardómari. Rótœkir stydja tillögur dönsku stjórnarinnar Bann v/ð afgreibslu neyzluvara til heild- sala, þar til lögin hafa gengið í gildi KAUPMANNAHÖFN, 14. marz. — Frá fréttaritara Mbl. RÓTTÆKI flokkurinn féllst í nótt er leið á að styðja dönsku stjórnina undir forsæti H. C. Hansen í úrbótatillögum henn- ar til lausnar á gjaldeyriskröggum Dana. * STJÓRNIN NEITAÐI AÐ &~ SKERA NIÐUR RÍKIS- STYRK TIL HÚSA- BYGGINGA Alla sunnudagsnóttina fjall- aði þingnefnd um tillögur stjórn- arinnar um aukna skatta á neyzluvörum. Reynt var að koma á samkomulagi um tillögurnar á breiðum grundvelli milli fjögra aðal stjórnmálaflokkanna, en við- 1 leitni þessi bar engan árangur, þar sem stjórnin neitaði að verða við kröfum hægri og vinstri flokkanna um að minnka að miklum mun ríkisstyrk til húsabygginga. Stjórnarandstaðan heldur því fram að hundruð milljóna Framh. á bls. 2 Vinnufriður STOKKHOLMUR: — Horfur eru á því að vinnufriður haldist í Svíþjóð. Samningaaðilar í pappírs og trjákvoðu-iðnaðinum hafa komið sér saman um málamiðlun- artillögu, sem verkamenn munu greiða um atkvæði þ. 23. marz n.k. Ekki er vitað í hverju sam- komulagið er fólgið. En áður hafði tekist samkomulag í trjá- viðariðnaðinum um launahækkun sem nemur 5.5%. -*¦* STOÐUGT VERSNANDI HORFUR Clement Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður verkamannaflokksins, hóf um- ræðurnar og sagði, að ekkert hefði verið gert í þessum málum, síðan neðri deildin samþykkti fyrir ári síðan þingsályktun um, að slík ráðstefna yrði haldin sem fyrst. Ástandið í þessum málúm færi nú stöðugt versnandi, sagði Attlee. Winston Churchill hefði látið svo ummælt, að Ráðst.jórnar ríkin myndu ekki standa jafnfæt- is vesturveldunum í framleiðslu vetnissprengja fyrr en eftir 3—4 ár, en vesturveldin hefðu áðiiL- gert sig sek um að áætla frám- farir Ráðstjórnarríkjanna í vís- indalegum efnum minni en þær væru í raun og veru. Engar tafir mættu verða á því að hefia samningaumleit- anir við Ráðstjórnarrikin. Ógn þrungnum kjarnorkusprengju tilraunum væri sífellt haldið áfram. Vetnissprengjan væri nú reynd, og sennilega hæfust kobalt-sprengjufilraunir þar á eftir. Ómögulegt væri að segja fyrir um þær afleiðingar, er geislavirk áhrif kynnu að hafa. * ÝTARLEGAR SKÝRSLUR VÍSINDAMANNA BEGGJA AÐILA Hvatti Attlee tií þess, að vís- indamenn vesturveldanna og Ráð stjórnarríkjanna gæfu ýtarlegar skýrslur um þessi efni. Mundi það sannfæra alla lýði um þá hættu, er stafaði ekki aðeins af notkun kjarnorkunnar í hernaði heldur einnig þá hættu, er áframhald- andi kjarnorkusprengjutilraunir hefðu í för með sér. Gæti þetta leitt til þess, að allar þjóðir báð- um megin „járntjalds" krefðust þess, áð bundinn yrði endi á slík- ar tilraunir. Yrði þetta upphafið að einhverskonar alþjóða sam- þykkt um bann við framleiðslu gereyðileggingarvopna. Kvaðst Attlee álíta, að þrívelda ráðstefna ætti alls ekki fyrst og fremst að fjalla um Þýzkalands- málin né önnur staðbundin vandamál, heldur ætti bann vrð I f ramleiðslu gereyðileggingar- I Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.