Morgunblaðið - 27.03.1955, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. marz 1955
EFTIRLEIT
EFTIR EGQN HOSTOVSKY
Framtialdssagan 57
Síðan komu strax fyrirskipanir
um að láta Kral fá vegabréfsáletr
un og veita honum alla hugsan-
lega hjálp. Nákvæmlega á sömu
stundu — frétti ég seinna — hafði
innanríkisráðuneytið í Prag
ákveðið að taka Kral til fanga,
hvað sem það kostaði. En hann
hvarf eins og jörðin hefði gleypt
hann, — hann slapp bæði frá
kommúnistum Og okkur.“
Margaret þurrkaði sér um aug-
un, meðan Morgan týndi upp gler
hrotin. Því næst gekk hún að
glugganum og horfði út í gráan
morguninn. Rödd hennar virtist
koma úr fjarlægð, þreytuleg og
hljómlaus.
„Þrem dögum eftir að Masa-
ryk lézt, hringdi Paul til mín.
Hann sagði ekkert annað en
þetta: „Margaret, Joan er dáin“.
Og ég spurði hann- „Paul hvar
ertu? Þú ættir ekki að vera einn
núna!“ En hann sagði aðeins:
„Vertu sæl, og þakka þér fyrir
alla hjálpina og vingjarnleg orð.
Það var árangurslaust. Hún er
dáin. Ég vona að þú verðir ham-
ingjusöm, Margaret, þú átt það
skilið. Enn einu sinni í síðasta
sinn, vertu sæl.“
Margaret þagnaði Axlir henn-
ar titruðu, en síðan var líkami
hennar hreyfingarlaus. Morgan
horfði á hana út undan sér. tók
upp penna og pappír og fór að
skrifa á fætinum á sér.
„Fréttir þú ekkert hjá Paz-
derka eða Borek um hann?“
Hann leit undrandi udp, er
Margaret fór að hlægja. „Ég get
séð þig í glugganum, Gerarl.
Hvers vegna skrifarðu ekki held-
ur á borðinu í stað þess að skrifa
á hnénu á þér. Nei, ég komst ekki
að neinu. Fyrst voru þeir báðir
mjög tortryggnir, sérstaklega sót
arinn. En til allrar hamingju
kunni hann þýzku, flestir kunna
hana í þessum litlu landamæra-
bæjum. En þótt Borek skilji
ensku fullkomlega, er mjög erfitt
að skilja hann. Ertu búinn að
skrifa þetta? Að lokum trúðu þeir
mér báðir — ég þurfti ekki einu
sinni að gráta. Þeim finnst eins
vænt um Paul eins og mér, Ger-
ard, Borek er viss um að Paul
er einhvers staðar í Bæheimi und
ir dulnefni. Pazderka. þrátt fyr-
ir hans nöldur og bölv bráðnar
hann allur, er hann heyrir í dyra
bjöllunni. Hann revnir að sann-
færa sig um, að Kral muni koma
ag kveðja hann, áður en hann
flýji. Borek ráðlagði mér að fara
til einhvers prests í Prag, sem
liann sagði, að Kral trúði fyrir
öllum sínum vandamálum. Hann
lét mig fá heimilisfangið, en hús-
ið varð innsiglað og presturinn í
fangelsi. Kommúnistanjósnari
fylgdi mér hvert fótmál og eftir
því sem þú segir núna einnig
amerískur njósnari .... Hvað
verður um mig? Mig langar að
minnsta kosti að sjá gröf Joan. j
Hefurðu skrifað þetta allt, Ger- j
ard? Skrifaðu dálítið meira, en (
það er fvrir þig einan—“.
Hún titraði eins og henni væri
illt.
,,Ef ég hefði ekki hitt hann
mundi ég hafa komizt hjá þess-
um harmi og þjáningum. En —
gleymdu ekki að skrifa þetta
einnig — ég er mjög þakklát fyr-
ir allar þær þjáningar og allan
þennan harm. Mér finnst eins og
ég sé núna nýfædd og sé nú að-
eins rétt byrjuð að lifa. Við skul-
um hætta hérna, Gerard, ég vil
komast út. Ef ég verð ekki kom-
in aftur eftir fjórar vikur, viltu
þá koma hingað og líta eftir hlut
unum. Ég læt þig fá lykilinn.
Viltu þá segja upp íbúðinni, taka
peningana úr peningaskápnum
og láta frú Olgu Brunner fá þá.
Segðu henni — þú telur það ekki
eftir þér að skrökva svolítið fyrir
mig? — segðu henni, að Eric líði
vel og hann fari bráðlega frá
Þýzkaiandi og að hann hafi sent
henni peningana. Segðu henni
einnig — nei, þetta er allt. Við
skuium koma héðan burtu.“
Á leiðinni tii flugvallarins
snerti Morgan Margaret alltaf
öðru hverju. Andlit hennar var
blíðlegt og innilegt. Það var gott
að vera við hiiðína á henni núna,
það mundi ekki vera eins gottí
þegar þau kæmu út á flugvöllinn,
og þess vegna ók hann hægt og
rólega, hnyklaði brýrnar og and-
varpaði stöku sinnum.
Margaret hugsaði' Ég vona, að
það verði ekki of óþægilegt þegar
við kveðjumst í síðasta sinn og
segjum einhverja vitleysu.
Morgan hugsaði: Það verður
það versta að biða á flugvellin-
um. Ef ég hefði hugsað meira um
það hvað hún er, en minna um
það, hve gömul hún er, getur ver-
ið að þessi gagnslausa ferð hefði
aldrei verið farin. Hvers vegna
er það svo gott að vera hérna við
hliðina á henni?
Þau voru þögul, er hann hjálp-
aði henni með töskurnar og fór
með hana gegnum tollinn.
„Gerard, ég mun andvarpa
feginlega, þegar ég verð komin
upp í loftið.“ Þetta var það fyrsta
sem hún sagði langan tíma.
„Ég mun aðeins andvarpa.
Þarna sérðu, Margaret, við erum
ekki einu sinni sammála núna.“
Hann hló svo hátt, að vörðurinn
leit illilega til hans.
Margaret roðnaði og hann beit
reiðilega saman vörunum.
Hún reyndi að vera gaman-
söm: „Gættu þín, Gerard, þessu
fólki finnst hláturinn vera tilefni
til gremju.“
„Mér mundi vera alveg sama,
ef þér þætti hann ekki svona léið
inlegur. Við skulum fara inn í
biðstofuna. Þú þarft ekki að hafa
áhyggjur út af ferðatöskunum
— þeir fara með þær beint í flug-
vélina.“
Biðstofan var yfirfull af fólki
og reyk. Enska var mest áber-
andi meðal farþeganna, þar voru
lágar raddir og dálítið hræddar,
en frá einu horninu heyrðist
hávær, tilbreytingarlaus og ó-
hrædd rödd. Flestir farþeganna
litu í áttina og reyndu að sjá
manninn.
Morgan leit einnig í þá átt.
Hann tyllti sér á tá til þess að
sjá betur. En skyndilega var eins
og hann yrði allur á nálum. Hann
baðaði út höndunum, brosti og
stamaði: „Margaret, gerðu það
fyrir mig, vertu ekki reið, en ég
verð að fara strax. Ég gleymdi
því alveg, að sendiherrann var
búinn að biðja mig að finna sig.
Goða ferð og —“
„Hvað kom fyrir, Gerard? Ég
skai exki haida þér —• en einhver
hérna hefur hrætt þig Segðu
heidur einhverjum söguna um
sendiherrann, sem þekkir þig
ekxi eins vei og ég.“
„Þú gazt þer rett, vina mín.
Ég er aliur á náium, en það
mundi ekkert gera tii, ef það væri
ekki sendiherrann. Ég get ekki
látið hann biða. Hvers vegna get-
urðu ekki treyst mér?“
„Þú ert dáiaglegur! Um leið og
þú skynjar vandræði, viltu kom-
ast í burtu.“
„Það verða engin vandræði á
þinni braut, vina mín. Má ég
kyssa þig, Margaret, að minnsta
kosti á vangann?“
„Hvers vegna aðeins á vang-
ann?“
Hann rétt snerti varir hennar.
Hann iðaði allur af óþolinmæði.
Hann brosti eins og trúður, er
hann fór út úr biðstofunni og
kyssti á fingur til Margaretar og
veifaði ákaft.
Hvað hafði komið fyrir hann?
Hver hafði hrætt hann? Þessi mál
gefni háværi maður í horninu?
Margaret ruddi sér braut gegn-
um hópinn til þess að sjá, hver
hefði hrætt manninn, sem sagð-
ist ekki hræðast neinn eða neitt,
ekki styrjaldir, né byltingar né
leynilögregluna.
í horninu sat lítill sköllóttur
maður með rautt nef og gleraugu
og talaði við vandræðalegan
Bessunaut sinn. Uungfrú Poll-
inger kom nú nær og heyrði:
„Og svo til þess að gera þetta
enn verra, varð ég veikur og varð
að fara á sjúkrahús. Þessi bölvuð
blaðra angraði mig enn. Eftir öll
þessi vandræði varð ég að skipta
farmiðanum og fara seinna, en
nú er ég hingað kominn, guði sé
lof, og ef við förumst ekki á leið
inni verðum við bráðum í Omaha.
En takið eftir þessu — þetta getur
komið fyrir alla nú á dögum, sem
leita að týndri ferðatösku. En ég
er reiðubúinn að játa það að þessi
leit var orðin að einhverri ástríðu
hjá mér. En mig langar til að
vita þetta: Hvað er að því að
leita að sínum eigin eignum. Ef
það væru eignir eins og kastali,
eða gullnáma eða mikið af verð-
mætum skartgripum — látum það
þá vera! En þegar það er bara
ferðataska — gömul hálftóm
ferðataska!"
SÖGULOK.
Góður bíll
Nýr eða nýlegur, lítið keyrður bíll óskast. til kaups. !;
■!
■!
4ra—5 og 6 manna bíll kemur til greina. Z
■’
Uppl. í síma 82164. :
íbúðaskipti
5 herbergja íbúð í velbyggðu steinhúsi á hitaveitusvæði
á einum bezta stað í bænum, getur fengist í skiptum fyrir
3—4 herberbja íbúð í vönduðu steinhúsi gegn hæfilegri
milligreiðslu. Tilboð, er greini stað og stærð, sendist
Morgunblaðinu fyrir 31. þ. m., merkt: „Hitaveita —600“.
Diesel-bílmótor
Herkúles dieselvél til sölu.
Upplýsingar hjá Jóhanni Péturssyni,
Sími 5711.
Bifreiðalökk
Grunnur
Spartzl
Gisli Jónsson & Co.
r i |
velaverzlun
Ægisgötu 10 — sími 82868.
Snyrtimenxti vilja helst
BRYLCREEM
Hvílíkur munur á hári sem er líflegt, með
fallegum gljáa, og þvi hári, sem er klesst
niður með mikilli feiti eða olíu. Gætið þess
að hár yðar sé snyrtilegt og vel greitt með
Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Með
Brylcreem greiðist hárið vel, án of mikillar
feiti, vegna þess að i Brylcreem er fitu-efnið
i uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár-
íð vel og gljáir daglangt. Nuddið Brylcreem
vel inn i hársvörðinn, það styrkir hann,
minnkar flösu og gerir þurt hár líflegt og
mjúkt. Notið ávallt Brylcreem og hár yðar
verður gljáandi, mjúkt og fallegt.
Hið fullkomna hárkrem
B E R U
BIFREIÐ4KERTIM
þýzku, fást í bifreiða- og vélaverzlunum.
Heildsölubirgðir:
RAFTÆKJAVERZLUN
ÍSLANDS H.F.
REYKJAVÍK