Morgunblaðið - 27.03.1955, Page 16

Morgunblaðið - 27.03.1955, Page 16
Veðurúflit í dag: Austankaldi. Léttskýjað. 72. tbl. — Sunnudagur 27. marz 1955 Reykjavilsrbréf er á blaSsíSa •. stofnað við læknadeild í lífeðlis og lífefnafræði. Veitt frá hausti 1956 I AL Þ I N G I hefur samþykkt lög um það að stofna nýtt profesc- orsembaetti í læknadeild Háskólans í lífeðlis- og lífefnafræði. Verður það veitt frá 15. september 1956 að telja. FELLD NIÐUR ÁKVÆÐI UM RANNSÓKNARSTOFU Við umræður í Neðri deild Al- þingis skýrði Kjartan J. Jóhanns- ^on þingmaður ísfirðinga ýtar- lega frá frumvarpi þessu, sem er flutt af menntamálaráðherra — Frumvarpið var í fyrstu í nokk- •uð annarri mynd. Var í upphafi þar m. a. fjallað um starfrækslu rannsóknarstofu í líffæra- og líf- eðlisfræði, sem rétt þótti að fella niður að sinni. UNDIRBÚNINGSNÁM Þessi sérgrein, lífeðlis og líf- •efnafræði, er ein þeirra náms- greina, sem kennd er í undirbún- ings eða forskóla hins eiginlega læknisfræðináms. Auk þess vinn- ur prófessor í þessari fræðigrein að rannsóknum og vísindastörf- •um eftir því sem aðstæður leyfa. ERFITT AÐ FÁ SÉRFRÆÐINGA í FRÆÐIGREINUM Þess er ekki að vænta að lækn- ar almennt leggi mikla stund á þessa sérgrein, sagði Kjartan, nema þeir eigi víst starf í henni að námi loknu. Er mér sagt, að einn íslenzkur læknir hafi stund- að þessar námsgreinar og kennt þær við erlendan háskóla, en þó er alveg óvíst að hann fengist til að koma hingað heim og úr því fæst ekki skorið nema embættið sé stofnað og auglýst til umsókn- ar. Fáist þá enginn, er lokið hef- Ur nauðsynlegu undirbúnings- Jiámi, verður að teljast eðlilegt að skipa embættið þeim manni, er efnilegastur teldist af um- sækjendum og veita honum árs- leyfi í byrjun til þess að undir- búa sig undir kennsluna og koma fótum undir vísindastarfsemi þá, sem hann væntanlega vinnur. í þessum tilgangi er ákveðið að fresta veitingu embættisins þar til haustið 1956. GFVAXIÐ EINUM MANNI Kjartan skýrði frá því að það hlyti að vera ljóst öllum, að einum manni væri ofvaxið að annast alla kennslu í líf- færa og iífeðlisfræði við há- skólann. Þá tók hann það og fram, að hann teldi það óeðli- legt að verkleg kennsla og tækifæri kennarans til sjálf- stæðra rannsókna væri bund- ið því skilyrði að hann vinni eða Iáti starfrækja rannsókn- arstofu á eigin ábyrgð fyrir aðra aðilja. En það er mál sem ekki er rétt að taka upp í sam- bandi við þetta nauðsynjamál, heldur ætti að taka það upp við afgreiðslu næstu fjárlaga. Sæmdir Fálka- orðunni FORSETI ÍSLANDS hefur ný- lega, að tillögu orðunefndar, sæmt þessa menn heiðursmerkj- um Fálkaorðunnar, sem hér seg- ir, fyrir störf í j)águ Alþingis: j Jón Pálmason, alþingismann, stórriddarakrossi með stjörnu. Jörund Brynjólfsson, forseta Sameinaðs Alþingis, stórriddara- krossi með stjörnu. Bernharð Stefánsson, alþi\gis- mann, stórriddarakrossi. Gísla Jónsson, forseta Efri deildar Alþingis, stórriddara- krossi. Sigurð Bjarnason, forseta Neðri deildar Alþingis, stórridd- arakrossi. Þá hefur forseti einnig, að til- lögu orðunefndar, sæmt Jón Ás- björnsson, hæstaréttardómara, stjörnu stórriddara fyrir emb- ættisstörf. (Frétt frá orðuritara). Betur sjá augu en auga Morgunbla&ið óskar samvinnu við áhugaljósmyndara GÓD fréttamynd er h-verju dag- blaði mikiis viiðL Eu þótt blöð hafi sína eigin ViósmLyndara hlýt- ur þó alllat margt að fara fram- hjá þeim. Þeir geta ekki verið allsstaðai' nálægix, og betur sjá augu en auga. ÞaA er þcssvegna mjög mikils virðl að vinir og velunnarar Morgonblaðsins í hópi áhugaljósmyndara séu því hjálplegir með útvegun mynda af atburðum, sem gerast á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins. Morgunblaðið beinir því þeim tilmæium til þeirra lesenda sinna, sem við ljósmyndanir fást, að þeir sendi því myndir, sem þeir kunna að taka og ætla má að hafi fréttagildi, bæði frá framleiðslustörfum til sjávar og sveita, og frá hverskonar atburð- um, sem almenningur lætur sig varða. Fyrir hverja slíka mynd, i sem blaðið birtir mun það greiða 100 krónur. Mun ljósmyndarans jafnframt getið er myndin kem- ur í blaðinu. Sundmóf í sundhöll- inni á þriðjudags- kvöld íkveikjuæði ÍKVEIKJÚÆÐI virðist hafa gripið um sig hér í bænum, því undanfarna tvo daga, í gær sex sinnum. Hafa bílar slökkviliðsins tæpast stöðvast vegna sinuelda, sem slökktir hafa verið í úthverf- um bæjarins. Hér eru það börn og unglingar, sem eru að verki. Tómas skáld Guðmundsson hefur í fallegu kvæði lýst vorkomunni í Vesturbænum. — Þar eru karlarnir nú sem óðast að búa báta sína á hrognkelsaveiðar. Enn er aflinn tregur, og metaflinn mim vera 40 stykki í róðri hjá útvegsbændum við Grímsstaðaholt. Þar munu umsvifamestir í hrognkelsaútgerðinni Björn Björnsson Gríms- stöðum og Kristján Kristjánsson í Björnshúsi. Fyrir ofan Gríms- staðaholtsvörina, þar sem bátanaustið er, rísa glæsileg hús, sein byggð hafa vcrið á siðustu árum. Maðurinn undir dekkbyggða bátnum er að botnhreinsa og hann kvaðst vonast til að komast á færaveiðar hið fyrsta. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Aburðarverksmiðjan er nú starfrækt með íslenzkum leir Stöðvun var yfirvofandi vegna þess að hráefnið er fast í Gullfossi UR íslenzkum hráefnum í stað danskra, sem ekki fékkst leyfí til að losa úr Gullfossi frekar en aðrar vörur, er áburðurinn framleiddur um þessar mundir í Áburðarverksmiðjunni. Sinfóníuhljómsveit Ríkisúfvarpsins: Ingvar Jónsson og Jón Sen leika einleik með hljómsveitinni Tónleikar í Þjóðleikhusinu n.k. þriðju- dagskvöld undir stjórn Olavs Kielland SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ríkisútvarpsins heldur tónleika n.k. þriðjudagskvöld í Þjóðleikhúsinu. — Stjórnancti verður Olav Kielland og einleikarar á fiðiur Ingvar Jónasson og Jón Sen. OLAV KiELLAND STJORNAR Næstu tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar Ríkisútvarpsins verða haldnir í Þjóðleikhúsinu n. k. þriðjudagskvöld kl. 7. Eru það fjórðu tónloikar hljómsveitarinn- ar á þessu ári og aðrir tónleik- arnir sem Olav Kielland stjórn- ar. INGVAR OG JÓN EINLEIKARAR Á efnisslrrá hljómsveitarinnar að þessu sinni er Konzert fyrir tvær fiðiur og strengjasveit eftir Bach og verða einieikarar þeir Ingvar Jónasson og Jón Sen. Hef- ur hvorugur þeirra leikið einleik með Sinfór.íuhljórnsvnitinni :cyrr, en eru báðir vel kunnir fyrir fiðluleik sinn hérlendis. i BRAHMS OG TSCHAIKOWSKY Önnur verk í efnisskránni eru Tragiskur forleikur eftir Brahms og Fimmta sinfónían eftir Tschaikowsky. — Rétt er að vekja athygli á því að tónleik- arnir hefjast að þessu sinni kl. 7. Helga Haraldsdóttir verður nieðal keppenda. HIÐ árlega sundmót KR fer fram n. k. þriojudagskvöld í Sund- höllinni og hefst kl. 8,30. j Flestir beztu sundmenn lands- ins eru skráðir til keppni, þar á meðal keppendur frá Keflavík og Akranesi. Keppt verður í þessum tíu sundgreinum: 200 m. skriðsundi karla, 100 m. bringusundi karla, 100 m. baksundi karla, 100 m. skriðsundi kvenna, 100 m. bringu sundi kvenna, 4x50 m. bringu- boðsundi karla, 4x50 m. bringu- boðsundi kvenna, 100 m. bringu- sundi dreagja, 50 m. skriðsundi drengja og 50 m. bringusundi telpna. Aðaifundur Spari- KÍSILLEIR Með síðustu ferð Gullfoss frá Kaupmannahöfn var sent til Áburðarverksmiðjunnar um 50 lestir af þurrkuðum kístilleir. Er hann notaður til húðunar á áburð inum, svo hann klessist ekki. Mjög lítið magn fer af leirnum á móti hverri lest af áburði eða um 40 kg. STÖÐVUN VOFÐI YFIR En verkfallið var skollið á þegar Gullfoss kom að utan, sem kunnugt er, og því var nú verk- smiðjan nær orðin leirlaus og yfirvofandi var, að rekstur henn- ar myndi stöðvast. INNLENDI LEIRINN En frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir því að nota innlendan leir til þessa. Hafa farið fram athuganir á leirlögum allvíða hér á landi og m. a. upp við Gunn- arshólma. En þær rannsóknir hafa leitt í ljós að íslenzki leir- inn er mjög góður. Til þess að komizt yrði hjá rekstrarstöðvun Áburðarverk- on m$mmi í FYRRAKVÖLD var aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis ha.dinn. í stjórn af hálfu ábyrgðarmanna voru endurkosn- ir: Einar Erlendsson, húsameist- ari, Sigmundur Halldórsson arki- tekt og Ásgeir Bjarnason skrif- stofustjóri. Drengjaheim- sókniíi á ílug- völlinn í DAG, srnnudag, verður efnt til fyrstu heimsóknarinnar á Reýkjavíkurflugvöll fyrir drengi ef veður leyfir. Ráðgert er að taka á móti tveim hópum, þeim fyrri klukkan 10 árdegis, en þeim síðari kl. 2 síðdegis. Farið verður um flugvallarsvæðið, upp í flug- turninn, þar sem flugumferðinni er stjórnað, flugvélar skoðaðar o. fl. En væntanlegir þátttakend- ur eiga að koma að hliðinu fyrir neðan Miklatorg, þar sem lög- reglan hefur varðturn, og þar fá þeir afhenta aðgöngumiða. smiðjunnar, var nú gripið til þessa leirs, en af honum voru allmiklar birgðir til við verk- smiðjuvegginn. Hafði hann verið fluttur þangað, er matsveinaverk fallið stóð sem hæst. Er hann nú þurrkaður þar og notaður til húð- unar á áburðinn. Er fram liða stundir mun Áburðarverksmiðjan stefna að því að fá fullkominn vélakost til þess að hagnýta íslenzka leirinn, en til þess þarf nokkuð af vél- um. Ekki hægt að afgreioa Esju enn við Eyjar ESJA kom aftur til Vestmanna- eyja í morgun, en hún beið þar á þriðja sólarhring fyrr í vik- unni án þess að hægt væri að vinna við skipið eða setja far- þega í land. Farþegar komust í land úr skipinu í gær, en ekki var viðlit að skipa neinum varningi upp vegna brims. Beið Esja enn við Eyjarnar í gærkvöldi. 8—11 vind- stig hafa verið í Vestmannaeyj- um siðustu viku.________ ' Maður rotaður ' MAÐUR nokkur hefur kært til rannsóknarlögreglunnar yfir því, að hann hafi verið sleginn í rot á götu í fyrrinótt. — Maðurinn skrámaðist mikið. Maðurinn, sem var ölvaður, var fyrir utan Alþýðuhúsið, er hann var sleginn í rot, en til árásarmannsins sést, er hann fór upp í Ijósgrænan bíl, sem bar að rétt í því. Bíll þessi ók svo norð- ur Ingólfsstræti og beygði inn Lindargötuna. Talið er að bíl- stjórinn á bílnum muni ekki hafa vitað um árásina og eru það eindregin tilmæli rannsóknarlög- reglunnar að bílstjóri þessi gefi sig fram hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.