Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 3. apríl 1955 Kaupgjaldið og tekjuskipting * effir prófessor OBaf Sjörnssoo HARALDUR Jóhannesson, hag- fræðingur, hefur nýlega birt í Þjóðviljanum greinaflokk, er hann nefnir: „Hverjir bera skarð- an hlut frá borði“ en tilefni þess greinaflokks virðist einkum vera greinarstúfur er ég skrifaði hér í blaðið eftir það að útreikning- ar þeirra Torfa Ásgeirssonar um breytingar á kaupmætti launa síðan 1947. voru birtir. Það hefði út af fyrir sig verið gaman að gera greinarflokki þeasum ýtarleg skil, og ekki sízt með tilliti til þess, hversu sjald- gæft það er, að í málgagni sem Þjóðviljanum birtist greinar, þar sem þjóðfélagsleg málefni eru rökrædd, án þess að beitt sé þeim gífuryrðum, slagorðum og rang- færslum, sem kommúnista er jafnan siður. Til þess verður þó ekki tóm á þessum vettvangi, þótt ég myndi fús til þess að ræða við greinarhöfund um ým- iss fræðileg atriði er á er drepið í greinum hans á öðrum vett- vangi, enda eru dagblöðin varla sá vettvangur sem eðlilegt er, að slík mál séu rædd á. ÚTREIKNINGAK BM KAUPMÁTT LAUNA Verður hér því aðeins vikið að þeim atriðum í grein hans er sérstaklega snerta útreikningana um kaupmátt launa og yfirstand- andi vinnudeilu. Haraldur gagn- rýnir þá áætlun mína, að ef tekið myndi tillit til lækkunar skatta og fjölskyldubóta myndi rýrnun kaupmáttar verkamannslauna síðan 1947 vart nema meiru en 10%. Eins og fram kemur í ummæl- um í grein minni sem réttilega •eru tilfærð hjá Haraldi, var hér aðeins um lauslega ágizkun mína að ræða. Skal ég fúslega gera liér nánari grein fyrir því, á liverju hún byggðist. Þar sem •útreikningar þeirra Haraldar og Torfa miðast við „vísitölufjöl- skylduna", stærð hennar, útgjöld og tekjur, taldi ég eðlilegt að miða einnig við hana, er ágizkun þessi var gerð. „Vísitölufjölskyldan“ er 5 manns, þannig að ég gerði ráð fyrir hjónum og 3 börnum á ó- magaldri. Fjölskyldub. til slíkrar fjölskyldu nema nú um 1600 kr. á ári, en voru engar fyrir des- emberverkfallið 1952. Útgjalda- tipphæð slíkrar fjölskyldu er eamkvæmt vísitölugrundvellin- iim 28500 kr., og þar sem varla verður gert ráð fyrir því að slík- ar fjölskyldur spari, virðist eðli- legast að ætla þeim sömu tekjur og útgjöldin nema. Fjölkyldu- bæturnar nema þannig 5—6% teknanna, en vegna hækkaðra iðgjalda og þess, að eitthvað af bótunum — þótt óverulegt sé í þessum tilfellum — fer í hækk- aðan skatt, taldi ég rétt að gera xáð fyrir því, að hækkun fjöl- skyldubóta mætti reikna sem næmi 4% kjarabótum. Ég taldi ekki óvarlegt að áætla að lækk- un skatta næmi 1—% kjarabót- um, en auk þess miðaði ég við marzmánuð, er greidd var full visitöluuppbót, ekki við febrúar sem þeir Torfi gerðu. Samanlögð aettu þessi atriði að nema því, að rýrnun kaupmáttar launa ætti ekki að nema meiru en 10%, ef að öðru leyti er byggt á útreikn- dngum Haraldar og Torfa. Ég sleppti því þó að taka tillit til hækkunar orlofs, sem þeir telja að nemi um 1% kjarabótum, og á auðvitað að taka tillit til þess, ef meta á breytingar á heildar- afkomu verkamanna. MINNI KJARABÆTUR HJÁ FINSTAKMNGUM Með því að ganga út frá öðr- um forsendum, svo sem þeim að miða við einhleypinga í stað fjöl- skyldumanna, verða kjarabætur þær, sem leitt hafa af lækkun skatta og aukningu fjölskyldu- bóta þó allmiklu minni, sem auð- sætt er. Ef það hins vegar væri talið skipta einhverju máli, hverju skattalækkun og hækkun fjölskyldubóta nemur verka- mönnum til handa frá því 1947,' er auðvelt að fá úr því skorið ( með nákvæmari útreikningum en ég hef haft aðstöðu til að gera. I Hitt er svo annað mál, hvort telja ber, hvort útreikningar af því tagi sem við Klemenz hag- stofustjóri gerðum annars vegar og þeir Haraldur og Torfi hins vegar, snerta í rauninni það, sem ætti að vera kjarni málsins í sambandi við lausn vinnudeiln- anna. Próf. Gylfi Þ. Gislason sprif- aði nýlega grein í Alþýðublaðið, þar sem hann hélt því fram, að það væri tiltölulega ófrjótt í sam- bandi við launadeilur að bolla- leggja um það, hver breyting hefði orðið á kaupmætti launa frá ákveðnum tíma, hvort sem þar væri miðað við 1947, 1953 eða einhver önnur ár. Ég er þessu í rauninni alveg sammála. Aðalatriðið hlýtur að vera það, bæði í sambandi við þessa launadeilu og aðrar, hvað hægt sé að gera til þess að koma á móts við óskir launþeganna um kjarabætur, sem verða megi til einhverrar frambúðar. Innan verkalýðsfélaganna virð- ast ennþá margir vera þeirrar skoðunar, að almennar kaup- hækkanir öllum launþegum til handa geti tryggt þeim slíkar kjarabætur, a. m. k. nógu marg- ir til þess að hægt er að stofna til stórverkfalla eins og þess, sem nú stendur yfir, í þeim til- gangi að knýja slíkt fram. FURHULEGA ÓRAUNSÆ SKOÐUN Haraldur virðist ganga út frá þvi, að almennar kauphækkanir hafi aðeins áhrif á tekjuskipt- inguna milli atvinnurekenda og launþega, en hins vegar ekki teljandi áhrif á verðlagið. Þessi skoðun virðist mér furðulega óraunsæ hjá manni sem hefur þó þá hagfræðimenntun til að bera sem Haraldur. Ef litið væri til reynslunnar hér á landi í þessum efnum að undanförnu, virðist hún síður en svo styðja skoðun Haraldar. — Bezta sönnunin í því efni eru útreikningar hans og Torfa Ás- geirsonar, en af þeim kemur í ljós, hversu fljótt kauphækkanir þær, sem orðið hafa hér á því tímabili, sem útreikningar þeirra ná yfir, hafa runnið út í sandinn, þannig að launþegarnir stóðu brátt í sömu sporum og fyrir kauphækkanirnar. Ályktanir af fenginni reynslu í þessum efnum ber þó að taka með varúð, og er því rétt að at- huga hina fræðilegu hlið máls- ins. Fyrir nokkru birtust í Mbl. og Tímanum athyglisverðar greinar eftir Bjarna Braga Jónsson við- skiptafræðing um kaupgjaldsmál. Kjarni þeirra var rökstuðningur fyrir alveg gagnstæðri skoðun þeirri er Haraldur heldur fram um samhengi kaupgjalds og verðlags. Bjarni Bragi heldur því fram, að kaupgjaldið sé grundvöllur verðlagsins, þannig að almennt kaupgjald og verðlag hljóti allt- af að hækka í sömu hlutföllum. Almennar kauphækkanir geti því ekki breytt tekjuskiptingunni launþegum í hag, heldur aðeins rýrt verðgildi peninganna. Hvor hefur nú réttara fyrir sér fræðilega séð, Haraldur eða Bjarni Bragi? Það skal fúslega játað, að for- sendur þær, sem skoðun Harald-. ar byggist á, geta verið fyrir hendi. Ef launadeilan nær að-: eins til fámenns hóps manna, og ekki eru líkur á því, að aðrir krefjist kauphækkana til sam- ræmis við þá, má það til sanns vegar færa, að fyrst og fremst | væri verið að deila um skiptingu arðsins milli launþega og at- vinnurekenda. En ef höfð er í huga svo víð- tæk launadeila, sem sú, er nú stendur yfir, er ekki á því neinn vafi að mínu áliti að skoðanir þær, sem settar voru fram í grein Bjarna Braga eru í meginatrið- um réttar. ALMENNAR HAUPHÆKK- ANIR FYIGJA Á EFTIR Það er vitað að nú er ekki aðeins verið að deila um kaupgj. þeirra, sem í verkfallinu taka þátt, held- ur allra launþega á landinu. — Önnur verkalýðsfélög en þau, sem taka þátt í verkfallinu munu þegar er samningafrestir ley*a, hækka kaup sitt til samræmis við kauphækkanir þær er semst um að lokinni vinnudeilunni. Sama máli gegnir auðvitað um verzl- unarmenn, opinbera starfsmenn og aðra launþega, Þau ummæli voru að vísu höfð eftir Einari Olgeirssyni úr þing- ræðu í Þjóðviljanum, að það sé ,,óframbærilegt“ þegar ríkis- stjórnin gerir ráð fyrir því, að laun opinberra starfsmanna verði að hækka til samræmis við aðrar almennar kauphækkanir. Ég býst þó ekki við því, að margir opin- berir starfsmenn samsinni hon- um í þessu, ekki einu sinni hans eigin flokksmenn. Og þó er ekki öll sagan sögð með þessu. Það er vitað, að það verða ekki eingöngu aðrir laun- þegar en þeir, sem í verkfallinu taka þátt, sem munu samræma sig væntanlegum kauphækkun- um. Atvinnurekendur munu gera það sama á eftir. Bezta aðstöðu hafa þar bændurnir, sem sam- kvæmt lögum ber hækkun á af- urðaverði til samræmis við hækkað verkamannskaup. En svo koma útgerðarmenn til skjal- anna með kröfur um hækkaða styrki til útgerðarinnar eða gengislækkun vegna aukins framleiðslukostnaðar, enn- fremur munu iðnrekendur hækka verð á framleiðslu sinni af sömu ástæðum og kaupmenn álagn- ingu sína. Þegar allir hafa þann- ig unnið sína „sigra“, er tekju.- skiptingin í þjóðfélaginu óbreytt frá því sem áður var, allir fá að eins tekjur sínar goldnar í fleiri en verðminni krónum. Þetta eru svo sem engin ný sannindi og víst er, að þau eru miklum fjölda launamanna þeg- ar ljós. Með hávaða og upphróp- unum um að það sé „verkalýðs- fjandskapui-“, að benda á þetta, hefur þó hingað til tekizt að blekkja nægilega stóran hóp launamanna til þess að vega ávallt í þeim knérunn, að koma ekki auga á neitt annað sem orðið gæti þeim til hagsbóta en al- mennar kauphækkanir, þrátt fyrir það þótt bæði fengin reynsla og heilbrigð skynsemi mæli slíku í gegn. Á þennan hátt hefur enn sem komið er tekizt að hindra það, að launamenn gætu án tillits til pólitískra skoðana sameinazt um baráttu fyrir raunhæfum ráð- stöfunum er verða mættu til þess að auka hlutdeild þeirra í þjóð- artekjunum, en hversu lengi það verður, skal hér engu um spáð. í dag hefjast aftur barnasýning- ar í Þjóðleikhúsinu á ballettinum „I7immalimm“, sem sýndur var hér fyrr í.vetur við miklar vin- sældir. Auk ballettsins verður flutt ævintýrið um Pétur og úlf- inn við músik eflir Prokoffief. En Lárus Pálsson leikari les ævin- týrið. Fyrsta sýningin verður kl. 3 í dag. — Myndin sýnir Önnu Brandsdóttur í hlutverki Dimma- limm kóngsdóttur. Abyrgðarlepi cg Skipasmíðastöðin Dröfn í Hafnarfirði í GÆRDAG birti kommúnista- * blaðið Þjóðviljinn þá frétt á for- síðu, að tveir atvinnurekendur í Hafnarfirði hefðu gengið að kröfum verkalýðsfélaganna. — ^ Væru það Skipasmíðastöðin Dröfn og Byggingarfélagið Þór. I Vinnuveitendasambandið bar þessa frétt til baka í gærkveldi, þar eð aðeins annað félagið, Bygg j ingarfélagið Þór hafði samið. — Seinast í gærkveldi hafði Dröfn ekki gengið að kröfum verka- lýðsfélaganna. I í HAFNARFIRÐI er nú mikið rætt um það, að bærinn og fyrir- tæki hans ásamt fleirum séu bú- in að semja við verkamenn og lofi að uppfylla allar þeirra kröf- ur. Það er út af fyrir sig ágætt fyrir verkamenn, ef svo væri í raun og veru. Sannleikurinn er hins vegar sá, að hér er einungis að verki póli- tísk loddaramennska og hlægi- legur skrípisháttur, þar sem all3 ekki er meiningin að um sé að ræða fasta samninga um ákveð- inn tíma heldur eiga þessir svo- kölluðu samningar að breytast til samræmis við samninga Vinnu veitendasambandsins eða deilda þess, þegar er samkomulag hefir náðzt með þeim aðilum og verka mönnum. Þessir uppávæntan- legu kjör samningar eru því ekk ert, nema blekking óábyrgra manna, sem velta ábyrgðinni og vandanum af samningunum á aðra, en reyna að ganga í augun á fólki með sýndargóðmennsku. Rétt er einnig að minna á að um- ræddir aðilar (þ.e. bæjarstjórnar meirihlutinn) ráða einungis fyr- irtækjum, sem þeir hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta um, hvernig fjárhagslega afkomu möguleika hafa í framtíðinni. Eitt af því, sem bæjarstjórnin og aðrir, sem samið hafa, lofa, er að greiða öllum tímakaupsmönnum, sem unnið hafa hjá sama vinnu- veitenda í eitt ár eða lengur, vikukaup. Er gott til þess að vita, að verkamenn, sem svo stendur á um, skuli m. a. fá alla páska- vikuna greidda með kr. 20 48 á timann, orlof innifalið. Þætti mér fróðlegt að sjá þegar bæjargjald- keri fer að telja kaupið út fyrir páskavikuna. Þykir líklegt að bæjarstjórnin hafi ekki verið komin svo langt í lestri á kröf- unum, þegar hún skrifaði undir samninginn, að hún hafi áttað sig á þessu atriði, og þykir nú „Haf- liði nokkur dýr“. Vikukaupsmenn fá einnig 14 daga veikindafri, sem komið gæti til greiðslu bráðlega, t. d. í fram- haldi af páskavikunni. Ég ætla ekki að ræða meira um þessi mál að sinni, en ábyrgðar- lausum lýðskrumurum mun ég aldrei fylgja að málum. Utsvarsgreiðandi. Helga Björnsdéftir 75 ára EKKI bendir útlit hennar til þesa aldurs en ekki verða kirkjubækur rengdar. Helfea Björnsdóttir er ein af hinum þekktu Svarfhólssystkin- um, sem um langt árabil settu svip sinn á þetta byggðarlag með margháttuðum afskiptum sínum af félagsmálum héraðsins.-Um frú Helgu verður ekki sagt að hún hafi ýtt sér fram til áhrifa á þeim vettvangi, en eigi að síður var hún áhrifarík sem ein glæsi- legasta húsfreyja þessa héraðs. Um 40 ára skeið var hún búsett í Borgarnesi og átti þar ásamt manni sínum, Jóni Björnssyni, kaupmanni frá Bæ, eitt hið glæsi- legasta menningar- og risnuheim- ili, er hugsast getur. í Síðustu 7 árin hefur frú Helga verið búsett að Hagamel 15 í I Reykjavík og missti þar mann sinn 1948. Frú Helga Björnsdóttir hefur verig gæfukona, Hún átti ástrík- an og göfugan eiginmann, mann- vænleg og vel gefin börn og um- fram allt gat hún alla sína löngu æfi þjónað ríkulega sinni hug- stæðustu eðlishvöt, að vera gef- andi og veitandi. Frú Helga Björnsdóttir er góð kona því hefur henni vel farið um alla hluti. Ástríki hennar, hjálpfýsi og góðvild, áttu sér eng- in takmörlc og mannkærleiki hennar svo mikill, að aldrei mun nokkur hafa heyrt hana mæla eða láta í Ijósi andúð til nokkurs manns. Þessir mannkostir hennar og ótal aðrir hafa skapað henni Uygga vináttu og virðingu allra þeirra mörgu, er notið hafa sam- vista hennar og kynna. Þeir óska henni áframhaldandi gæfu og J gengis og þakka henni allt, sem liðið er. I málefn! KVENFÉLAG Bústaðasóknar hefur á skömmum tíma unnið örðugt en íarsælt brautryðjenda- starf. Hafa félagskonur sýnt lif- andi áhuga á ýmsum menningar- og kirkjumálum. En í nýbyggð þar sem að þessu hefir ekki verið neinn samkomu- staður er auðsætt, að öll félags- starfsemi á erfitt uppdráttar, þó verkefnin sem að kalla séu næst- um óteljandi. Nú hefur svo giftusamlega til tekizt, að nokkuð hefir úrrætzt með stað til menningarlegrar starfsemi, enda hyggst kven- félagið líka herða enn sóknina til eflingar málum sínum. Meðal annars er ætlun þess að fegra að nokkru guðsþjónusturn- ar í hinum nýja messusal og leggja jafnframt hönd að því, að söfnuðurinn eignist sem fyrst sína eigin kirkju, sem honum er vitanlega mikil nauðsyn. f þessu augnamiði stofnar kvenfélagið til kaffisölu í Breið- firðingabúð n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Verða þar hinar ágætustu veitingar á boðstólum við sann- gjörnu verði. Þar gefst ekki aðeins Bústaða- söfnuði heldur bæjarbúum al- mennt ákjósanlegt tækifæri til að ljá góðu málefni lið jafnframt þvi, sem þeir gleðja sjálfa sig, Ég vænti þess líka að fjölmarg- ir eigi hlýhug til þessarar nýju byggðar og sýni hann í verki með því að drekka þarna síðdegis- kaffið. Og þannig leggja þeir og smástein í þá byggingu, sem síð- ar á að verða að fögru musteri, Gunnar Árnason. Merklð, sem klæ#ir Landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.