Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. apríl 1955 ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ SEX ÁRÁ Bandalagið er tiíraun ti! og á sér engan öflugra þjóðasamtaka í sögu fribartíma Churchill átfi frumkvæðið að stofnsetningu varnarbaiKÍaSags lýðræðisríkja í ræðu sinni í Fulton í IHissouri í Banda- ríkjunum árið 194S Æðiidl Vestus'-Þýzkalansis að A,-bandalaginu markasr þáttaskil í sögu þess cg reynir á, hversu breytaniegt það er og hæft til framþróunar AMORGUN eru rétt sex ár liðin síðan fulltrúar tólf ríkja komu saman til fundar í húsi bandaríska utanríkisráðuneytis- ins í Washington og undirrituðu samning þann, er hvað mest hefir mótað sögu heimsins frá styrjald- arlokum. Hinn 4. apríl 1949 var Atlantshafsbandalagið sett á stofn. * UTANRÍKISRÁÐHERRA- FUNDURINN í WASHINGTON í húsi bandaríska utanríkis- ráðuneytisins í Washington sett- ust utanríkisráðherrar 12 ríkja kringum samningaborðið og gengu endanlega frá stofnskrá Atlantshafsbandalagsins. — Þeir, sem formlega fyrir hönd þjóð- anna drógu þetta breiða penna- far, voru: Paul Henri Spaak (Belgíu), Lester B. Pearson (Kanada), Gustav Rasmussen (Danmörku), Robert Schuman (Frakklandi), Bjarni Benedikts- son (fslandi), Carlo Sforza (Ítalíu), Joseph Bech (Luxem- burg), D. U. Stikker (Hollandi), Halvard Lange (Noregi), José Caerio da Matta (Portúgal), Ernest Bevin (Bretlandi) og De- an Acheson (Bandaríkjunum). Síðan var Grikklandi og Tyrk- landi boðin innganga í bandalag- ið og þáðu þau það 18. febr. 1952. ❖ ♦> ❖ Á þessum tímamótum í sögu Atlantshafsbandalagsins eru jafnframt að verða nokk- ur þáttaskil í skipulagi þess, er reyna munu — eins og framkvæmdastjóri þess, Is- may lávarður, orðar það — hversu breytanlegt það er og hæft til framþróunar. Ír LÖGGILDINGU PARÍSAR- SAMNINGANNA EF TIL VILL LOKIÐ FYRIR PÁSKA Vestrænar þjóðir hafa undan- farna mánuði glímt við það vandamál, hvernig bezt megi koma fyrir þátttöku Vestur- Þýzkalands í vörnum vestrænna ríkja. í samningum þeim, er kenndir eru við London og París og undirritaðir voru á níuvelda- ráðstefnunni í London í haust, er gert ráð fyrir endurhervæð- ingu, Vestur-Þýzkalands innan fyrirhugaðs V.-Evrópubandalags, og þjóðþing Vesturlanda hafa undanfarið unnið að löggildingu samninganna. Fyrir skömmu löggiltu bæði franska þjóðþingið og vestur- þýzka sambandsþingið samning- ana — en einmitt þar höfðu flestar tálmanir staðið í vegi fyr- ir löggildinpu þeirra, þar sem sér- stök samþykkt um Saar-héraðið, þrætuepli Frakka og Þjóðverja frá. fornu fari, var innifalin í samningunum. Þær þjóðir, sem enn hafa ekki löggilt Parísar- samningana, vinna nú kappsam- lega að fullgildingu þeirra — og má jafnvel búast við, að löggild- ingunni verði lokið fyrir páska. ★ SAMA MARKMID — ATJKIÐ ÖRYGGI VESTURVELDA Meðan Lundúna-ráðstefnan stóð enn yfir í október í haust, lýsti Atlantshafsbandalagið yfir eindregnum stuðningi við aðild Chaillot-höllin á eystri bakka árinnar Signu, beint á móti Eiffel-turninum, er stendur vestan megin árinnar. Aðalbækistöðvar Atlantshafsbandalagsins eru í þessari glæsilegu byggingu. V.-Þýzkalands að varnarsamtök- um vestrænna þjóða — en lík- legt þykir, að V.-Þjóðverjar taki ekki formlega sæti í Atlantshafs- bandalaginu fyrr en um miðjan maí. Þó að skipulag V.-Evrópu- bandalagsins verði með nokkuð öðrum hætti en Evrópuhersins, er aldrei komst á laggirnar vegna sundrungar vestrænna þjóða, verður markmið þess hið sama — að auka öryggi V.-Evrópu- landa. Hið nýja bandalag bvggist á því að efla og færa út áhrifa- svæði Brússel-sáttmálans, er ut- anríkisráðherrar Belgíu, Hol- lands, Bretlands, Frakklands og Luxemburg undirrituðu í Palais des Académes í Brússel 17. marz 1948 — samningur um gagn- kvæman stuðning í varnar-, efnahags- og félapsmálum, er gilda skyldi næstu 50 ár. yr F’MMTÁN pjÓÐA RANDALAG Löggilding Par!sar-samning- anna myndu ekki aðeins gera Atlantshafsbandalagið að fimm- tán þjóða bandalagi, heldur efla það á allan hátt — í fyrstu stjórn- málalega séð og síðar hernaðar- lega. Vafalaust mun á komandi ár- um þurfa mikinn ötulleika til að halda við og efla samheldni í vörnum vestrænna þjóða, jafnvel þó að samábyrg forusta sé nú íyrir hendi í Atlantshafsbanda- laginu — og einnig síðar innan vébanda V.-Evrópubandalags. Alfred M. Grúnther yfirhershöfðingi. Af þeim tilraunum er gerð- ar voru til slíkra gagnkvæmra varnarbandalaga eftir síðustu heimsstyrjcH svo sem fjór- veldasáttmálinn frá árinu 1921, níuveidasáttmálinn frá 1922 og Kellogg-Briand sátt- máiinn frá 1927 — en cll fóru að meira eða minna leyti út um þúfur — cr ijóst, að aðal- hættan Iiggur í því, að þjóð- irnar þreytist á því að vera stöðugt á verði — og sofni. Byrðin s.'gur i því lengur sem menn verða að bera hana, og aliar aðildaþjóðir Atlantshafs- bandalagsins hafa þegar orðið að bera þunga byrði fjárfram- laga til varna um nokkurt skeið. -,V HEFílI SAGAN ORSI3 ÖNNUR? Ep allir varnarsáttmálarnir frá árunum 1920—1930 voru reistir á mjög veikum grundvelli — og framkvæmdavald og sam- ábyrga forustu skorti gersamlega. Ósjálfrátt vaknar því sú spurn- ing i hug manna, hvort sapa fyrri hluta 20. aldarinnar hefði orðið önnur, ef stofnun í líkingu við Atlantshafsbandalagið, hefði ver- ið til á árunum 1914—39, og heim- inum hefði þannig verið hlíft við blóðsúthellingum og eyðilegg- ingu annarrar heimsstyrjaldar- innar. Er sigur hafði verið unninn í heimsstyrjöldinni árið 1945, hefði jafnvel ekki hinn mesti ítur- hyggjumaður haldið því fram, að himinn alþjóðlegra vandamála væri heiður. Churchill, forsætis- ráðherra Breta, var ekki einn um þær áhyggjur, er hann lét í ljósi í símskeyti til Trumans, forseta, 12. maí 1945. ★ „HVAÐ AÐIIAFAST RÚSSAR . . .?“ „.... Blöðin ræða vart annað en brottflutning bandarískra herja frá Evrópu. Sennilega verður herafli okkar minnkaður að mun. Kanadiski herinn fer áreiðanlega á brott. Frakkar mega sín lítils .... Innan skamms mun herafli Banda- manna á meginlandinu að mestu horfinn á braut að undanteknum nokkrum herdeildum í Þýzka- landi. Og hvað aðhafast Rússar á meðan? .... Það veldur mér talsverðum áhyggjum vegna rangra túlkana þeirra á ákvæð- um Yalta-ráðstefnunnar, afstöðu þeirra til Póllands, áhrifa þeirra á Balkan-skaganum, að Grikk- landi undanteknu .... og sér- staklega vegna getu þeirra til að hafa undir vopnum mannmarga landheri. Hvernig verða aðstæð- urnar eftir eitt eða tvö ár, þegar brezkir og bandarískir herir hafa afvopnazt .... en Rússar taka ef til vill þann kostinn að hafa 200 —300 herdeildir undir vopn- um? ....“ Vesturveldin fengu engu áork- að í viðleitni sinni til að komast að samkomulagi við Ráðstjórnina að styrjöldinni lokinni. Á árun- um 1943—1949 undirrituðu Ráð- stjórnarríkin og leppríki þeirra 24 gagnkvæma varnar- og vin- áttusamninga. Segja má, að Moskvu-róðstefnan árið 1947 marki endalok samningaviðleitni milli Ráðstjórnarríkjanna og vest rænna landa. Að vísu áttu utan- ríkisráðherrar stórveldanna með sér fund í París í maí árið 1949 til að ræða mál Þýzkalands og Austurríkis, en varð litlu ágengt og fulltrúar stórveldanna rædd- ust við í 109 daga á hinum ráð- lausa fundi í Palais Rose árið 1951 og fengust aðeins við að ákveða dagskrármál annarrar slíkrar ráðstefnu. ★ CHURCHILL VAR FRUMKVÖÐULL Sá, er fyrstur vakti máls á hugmyndinni að varnarbandalagi lýðræðisríkja, er halda vildu vörð um hugsjón lýðræðisins, var Churchill, er hann flutti ræðu í Fulton í Missouri-fylki í Banda- ríkjunum í marz árið 1946. Hug- myndin fékk ekki mikinn byr þá, en hún gleymdist ekki. Rúmu ári síðar, í september 1947, drap St. Laurent, þá utan- ríkisráðherra Kanada, á það sama í ávarpi frammi fyrir alls- herjarþingi SÞ: „Vestrænar þjóð- ir hljóta —• ef í hart fer — að leita öryggis í bandalagi lýðræðis ríkja, er vilja frið öllu framar, og eru fúsar til að leggja á sig kvaðir á alþjóðavettvangi til þess að geta í ríkara mæli tryggt öryggi sitt“. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.