Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. apríl 1955 uttMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Hugleiðingar sjóslysa um rannsókn Bandalag til verndar heimsfriðnum AMORGUN, mánudaginn 4. apríl, eru 6 ár liðin frá því að Atlantshafsbandalagið var formlega stofnað. Af því tilefni er ástæða til þess að rifja lauslega upp hvernig ástandið var þá í alþjóðamálum og hvað síðan hef- ir gerzt. Þegar síðustu heimsstyrjöld lauk, hófu hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir, sem borið höfðu sig- urorð af nazistum í samvinnu við Rússa, tafarlausa afvopnun. Hin- ir miklu herir Bandaríkjamanna og Breta á meginlandi Evrópu voru smám saman fluttir heim. Stærsta áhugamál hinna vest- rænu þjóða var að fá hermenn sína sem fyrst heim. Fólkið þráði frið og uppbyggingu eftir hinn mikla hildarleik. En á sama tíma, sem lýð- ræðisþjóðirnar afvopnuðust og fluttu heim heri sína; hófu Rússar mikla pólitíska og hern aðarlega sókn vestur megin- land Evrópu. Örfámennar klíkur kommúnista í Póllandi, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Búlgar- íu, Albaníu, Júgó- slavíu og Austur-Þýzkalandi, hrifsuðu til sín völdin í skjóli Rauða hersins rússneska, sem sat í öllum þessum löndum. Allt lýðræði var afnumið. Pólitískir andstæðingar komm únista voru ýmist fangelsaðir eða gerðir höfðinu styttri. Auð sætt var, að Rússar hugðust framkvæma stórfellda land- vinningastefnu á kostnað ná- granna sinna í Vestur-Evrópu. Af þessu framferði Rússa skap- aðist öryggisleysi og ótti við nýja styrjöld. Hinar frjálsu þjóðir Vestur-Evrópu sáu, að í stað út- þennslustefnu þýzku nzistanna, var komin rússnesk og kommún- isk útþennslustefna og valdasókn. Smáþjóðirnar, Hollendingar, Belgíumenn og Luxemborgarar, urðu fyrstír til þess að freista samtaka í varnarskyni. Bretar og Frakkar komu á eftir. Innan skamms hófst samvinna þessara þjóða við hin voldugu lýðríki vest ; urheims, Bandaríkin og Kanada. í Þessar þjóðir ákváðu nú að mynda með sér þróttmikil varn- I arsamtök til verndar heimsfriðn- 1 um og eigin öryggi Norðmenn, Danir og fslendingar ákváðu einnig að taka þátt í þeim. ítalir og Portugalar sömuleiðis. Síðan hafa bætzt í hópinn 3 ríki: Grikk- land, Tyrkland og nú síðast Vest- ur-Þýzkaland sem fær aðild að bandalaginu 'amkvæmt Parísar- samningunum. Hvaða áran"ur hefir svo orðið af starfi Atlantshafsfundarins þessi 6 ár? Hann hefir orðið mikill og heillavænlegur. Styrjaldar- óttinn hefir dvínað, öryggis- leysið í alþjóðamálum minnk- að. Voldug samtök frjálsra þjóða hafa verið byggð upp til verndar heimsfriðnum. Hinni kommún- isku ofbeldisstjórn í Moskvu er nú orðið það ljóst, að árás henn- ar á einhverja hinna frjálsu þjóða Vestur-Evrópu, gæti ekki fært henni sigur. Hún hlyti þvert á móti að hafa í för með sér ægi- legan ósigur hennar og hrun hins kommúniska skipulags í þeiál löndum, þar sem því hefir verið þröngvað upp á þjóðirnar með of- beldi. Það er þessi vitneskja um voldugar varnir hins frjálsa heims, sem hefir dregið úr styrjaldarhættunni og skapað stórauknar líkur fyrir friði. Atlantshafsbandalagið hef- ir þannig á 6 árum unnið mik- ið og gott starf. Þó að það sé enn ungt að árum, er óhætt að fullyrða, að það sé ein merkustu samtök, sem mannkynssagan greinir. En hlutverk þess er ekki ein- göngu að byggja upp hervarnir þjóða sinna og tryggja frið og öryggi í heiminum. Það miðar baráttu sína jafnhliða við hitt, að skapa innri farsæld og velmegun meðal þátttökuþjóða sinna. Einn- ig á því sviði hefir því orðið mik- ið ágengt. Hefir þar munað mest um hin geysilegu framlög Banda- ríkjamanna til uppbyggingar Evrópu. Hinn nýi heimur í vestri hefir þannig lagt glæsilegan skerf af mörkum til uppbvggingar þeirra landa, sem mestri blóðtöku urðu fvrir í síðustu styrjöld. íslendingar fagna því að hafa frá upphafi borið gæfu til þess að vera með í varnarsamtökum hinna frjálsu þjóða. Einnig fyrir þá hefir stofnun Atlantshafs- bandalagsins haft geysilega þýð- t ingu. Með því hefir sjálfstæði og öryggi þessa litla lands og hinnar fámennu þjóðar þess verið eflt og aukið. Fvrir efnahagslíf þjóð- arinnar hefir efnahagssamvinnan við þjóðir Atlantshafsbandalags- ins einnig haft stórkostlega þýð- ingu. Þjóðir Atlantshafsbandalags ins óska þess fyrst og fremst, að friður haldist, og unnt verði að halda áfram uppbyggingu landanna og sköpun farsældar og velmegunar öllum þjóðum til handa. íANNSÓKN sjóslysa er án efa eitthvert hið vandasamasta efni, sem dómstólarnir fjalla um. Rannsóknirnar eru mjög ítarleg- ar og kostað er kapps um að grafast nákvæmlega fyrir um orsakir þeirra. Fyrir sjófarendur er hér mest í húfi, að allt sem skipti máli komi fram Sjóslys á íslenzk- um skipum eru næsta sjaldgæf, sem orsakast hafa vegna þess, að skipin hafi bilað t. d. vélar bilað, stýri brotni, eða þess háttar. ■— Yfirleitt virðast þau öll eiga rót sína að rekja til siglingafræði- legra atriða. BETRI TÆKI i Á undanförnum árum hefur hverskonar öryggistækjum á skipum lan.dsmanna fjölgað og þau endurbætt stórlega. Full- komið öryggi á sjó er langt fram undan, en því er fagnað, þegar ný og betri tæki leysa hin gömlu af hólmi. Ekkert tæki mun þó hafa valdið meiri byltingu á þessu sviði en ratsjáin. Hún er hverju skioi ómissandi, en hún getur bilað eins og annað og ekki er víst; að hægt sé að lag- færa bilunina úti á sjó. Þá reynir meira á siglingafræðilega kunn- áttu yfirmannanna á skipunum, en meðan ratsjáin var í lagi. Hefnd Rújsa UNDANFARNA mánuði hafa Rússar verið með stöðugar heit- ingar í orðsendjngum sínum til vestrænna þjóða varðandi Þýzka landsmálin. Ein algengasta hót- un þeirra er að ef Parísarsamn- ingarnir gangi í gildi, þá skuli þeir sjá um það að sameining hinna aðskildu landshluta Þýzka lands verði aldrei. Þeir hafa hót- að að grípa til ýmissa ráðstafana til að klekkja á Þjóðverjum, ef þessir samningar gangi í gegn. Talið, er að samgöngustöðvun, sem austur-þýzkir kommúnistar eru nú að setja á leiðum til Vest- ur-Berlínar, sé einn liðurinn í hefndarráðstöfunum. Slíkar ráð- stafanir verða þó varla til þess að beygja Þjóðverja, né fá þá frá þeirri stefnu sem sannfæring þeirra býður þeim. Þvert á móti sýna slíkar ofsóknir, hve mikil þörf er fyrir að allar þær þjóðir Vestur Evrópu, sem aðhyllast vestrænt lýðræði standi saman til að vísa á bug öllum árásum. UPPLYSINGAR A SJO- SLYSUM Um daginn fór ég að íhuga þetta, er ég hlýddi á framburð manna fyrir sjórétti í sambandi við rannsókn á aðdragandanum að því, er togarinn Jón Bald- vinsson fórst hvort ekki væri timabært að taka upp nýjan hátt í sambandi við upplýsing- ar á sljóslysum á íslenzk- um skipum. — Við rapnsókn slíkra slysa hlýtur að koma fram margt og mikið sem sjófarendur geta lært af, aukið þekkingu sína á sviði skipstjórnar lært af reynzlu annarra skipstjórnar- manna, sem orðið hafa fyrir því óhappi að stranda skipi sínu. | Þegar lokið er rannsókn slíkra sjóslysa og dómur kveðinn upp, þá skoðast það mál endanlega til lykta leitt, gagnvart þeim, sem hlut eiga að máli og hagsmuni eiga. En það einmitt þetta, sem tímabært er nú að gera breyt- ingu á. Öll gögn, skýrslur og niðurstöður i sambandi við rannsókn á hverju einasta sjó- slysi á íslenzku skipi á að gefa út fyrir sjófaraendur að lesa og læra af. Ef sk«p strandar, þá kemur það mál öllum sjó- mönnnum við, en til þessa hafa þeir ekki átt þess kost að kynna sér málavexti nema þá í gegniim frásagnir blaðanna af því sem fram fer í sjórétt- inum. Dómsfcrsendur og nið- urstöður eru sára sjaldan birt- ar og þar geta blöðin ekki gef- ið nægdega fræðilega skýr- ingu á hlutunum. Fullkomru öryggi á sjónum viljum við keppa að, en vel menntuð og vel upplýst sjómanna stétt er frumskilyrðið til þess að svo geti orðið. Sv. Þ. Myndin er af Jóni Baldvinssyni, tekin daginn, sem hann strand- ( ^ ' ' A. 1 aði, af berginu sem skipbrotsmönnum var bjargað upp a. — Sezt línan, sem björgunarstóllinn var dreginn eftir. (Ljósm. Mbl. Ól, K. M.) Ueí'jahandi óhrifíar: Brugðið hart við. ÞAÐ var víða tekið hart við- bragð, þegar Gamla bíó aug- lýsti í hádegisútvarpinu í gær- dag, að höfð yrði barnasýning á H. C. Andersen kvikmyndinni kl. 3 um daginn, og — meira en það — aðgangur yrði ókeypis og mið- unum útbýtt milli kl. 1 og 2 eftir Afii Stokkseyrarbáfa STOKKSEYRI, 2. apríl: — Afli bátanna frá vertíðarbyrjun hér á | Stokkseyri er nú 800 lestir af slægðum fiski. Fjórir bátar hafa 1 stundað vertíðina. í marzmánuði bárust á land 430 lestir. Réru bát- arnir 25 daga af marz en 6 land- legudagar voru í þeim mánuði. Var afli fremur misjafn en oft góður og jafnvel ágætur. i Afli bátanna frá byrjun er sem hér segir: Hólmsteinn 278 lestir, Hásteinn 225 lestir, Hersteinn 166 lestir og Hafsteinn 130 lestir. i-s: < hádegið. — Maður kom með fimm ára son sinn kl. 10 mínútur yfir eitt — ætlaði svo sem að vera ör- uggur með að grípa ekki ú tómt — en gerði það samt. Honum var sagt, að allir miðarnir hefðu rok- ið út á einum sex mínútum og svo var ekki meira með það. Maður getur nærri að þarna hafa margir verið um hituna, það er ekki á hverjum degi sem ókeypis bíó býðst — og það slík ljúflingsmynd og þarna er ann- ars vegar: — um sjálft ævin- týraskáldið Andersen og ævin- týrin hans, sem fært hafa, og munu færa um alla framtíð svo mörg börn inn í dýrlega ævin- týraheima. Að sjá þetta allt ljós- lifandi var svo sem ekkert rusl. Meiri fjölbreytni í ( barnamyndir. EN úr því, að við erum nú á annað borð að tala um börn og kvikmyndir væri ekki úr vegi að ég kæmi hér á framfæri fyrir- spurn frá ungum föður um þetta efni. „Hversvegna — spyr hann — hafa ekki kvikmyndahús bæjar- ins yfirleitt barnasýningar kl. 3 á laugardögum eins og á sunnu- dögum, og er ekki hægt að fá meiri fjölbreytni í þær barna- myndir, sem sýndar eru hér. Ég er búin að fara hvað eftir annað — heldur hann áfram — nú upp á síðkastið með litla son minn á barnabíó og mér finnst það alltaf það sama, sem við höfum séð — einhverjar Palla-Kalla sögur, sem út af fyrir sig kunna að vera ágætar, þótt hægt sé að verða leiður á þeim. — Einnig mun það álit margra, að oft séu sýndar hér á barnasýningum kvikmyndir, sem eru miður heppilegar fyrir börn — um skotbardaga og bófa og alls kyns óþokkastrik. Það er mjög mikilsvert, að kvikmynda- húsin reyni að afla sem beztra og fjölbreyttastra barnakvik- mynda, sem geti bæði orðið til fræðslu og skemmtunar. — Þetta sagði ungi faðirinn og vissulega hefir hann satt að mæla. R Kaffiilmur í kaffilausum bæ! AFFINÖS“ skrifar á þessa leið: „Það hefir vakið athygli þeirn sem átt hafa leið að undanförn' fram hjá einni kaffibrennslustofu bæjarins, að þaðan hefir lagt ljúflegan kaffiilm rétt eins og brennsla og kaffigerð væri í full- um gangi — í kaffilausum bæn- um! Þetta hefir vakið furðu þeirra sem reynt hafa. Luma kaffiframleiðendur eftir allt saman á kaffibyrgðum, sem að- eins fáum útvöldum eru ætlaðar? — Það finnst okkur hinum súrt til að vita, sé það satt — og nefið á mér lýgur ekki svo glatt, þegar kaffi er annars vegar. Já, víst kitlar lyktin ein vitin þægilega — en að lifa á lyktinni einni saman það er fulllítið af því góða. — Kaffinös",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.