Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1955, Blaðsíða 2
2 JL. MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. apríl 1955 j a Happdrætti D. A. S. Ijölgor bæði miðum og vinningum Kaup fesf á 2 tbúSum og fleiri íbúðir fyrir- hugaðar sem vinningar HÁPPDRÆTTI Dvalarheimilis aldraðra sjómanna hefur nú lokið fyrsta starfsári sínu. Sala hófst á Sjómannadaginn 13. júní 1954 «g seldust allir útgefnir miðar, 30000, upp á rúmri viku. Mun happ- dvættið skila um 1 milljón króna hagnaði eftir árið, sem var í 10 ílokkum. Öllum ágóða er varið til byggingar Dvalarheimilisins. Vegna bess hve eftirspurn eft-®- ir miðum hefur verið gífurleg, j verður ta'a útgefinna miða nú aukin upp : 50000 er nýtt happ- 1 drat»ííTsár hefst, en happdrættis- árið er afbirgðilegt og eru ára- skipti þess 1. maí. 2 ÍBÚDIR OG BIFREIÐAR Jafnframt fjölgar vinningum að sjálfsögðu og hækka stórlega, J>aj| sem nú verður einbýlishús og^2 íbúðir meðal vinninga, auk þi^eiðar í hverjum mánuði, vél- báta og bifhjóla. Happdrættið hefir fest kaup á 2 íbúðum 3 herb. og eldhús hvorri, í Hamrahlíð 21 í Reykja- vík, Fyrri íbúðin, sem er á 1. hæð, er þegar tilbúin og verður dregið um hana í 1 flokki eða 3. maí n. k. Hún verður til sýnis á annan í páskum kl. 2—10 og eftir það á laugardögum og sunnudögum á sama tíma fram að því að dregið verður. Hin íbúðin er á 3. hæð og verður dreg- ið úm þá ibúð í 6. flokki eða 3. okt. 1955. Verðmæti hvorrar íbúðar er kr. 255 þús. kr. Annars hyggst happdrættið sjálft láta byggja þau hús er verða í vmningum þess í fram- tiðínni og Jiefir sótt um leyfi til þess til bæjarins. Hefir því þeg- ár verið veitt leyfi til að byggja eina húsaröð í Bústaðahverfi, sem er hluti af byggingaáform- um bæjar'us þar. 4 ■£ i 359 ÞUS. KR. þeirra. V?rðmæti slíks vinnings yrði um kr. 359 þús. En heildar- verðmæti vinninga verður kr. 2.400.000,00. Má án efa fullyrða að happ- drættisvinningar þessir séu þeir glæsilegustu er boðið hefur ver- ið upp á hér á landi. Vegna verkfallsins eru miðar ékki komnir til Austfjarða enn- Íá, en allsstaðar annarsstaðar er §aía á nýjum miðum komin vel ^ gang. Abdiillsh Framh. af bls. 1 hann lýsa því yfir að hann væri nú réttkjörinn Iman, eða æðsti höfðingi. KKÓNPRINS SKER UPP HERÖR En sonur Akmeda konungs, Ak- med krónprins, komst undan úr höfuðborginni. Fór hann upp um fjöllinn og inn í eyðimörkina, þar sem fjöldi bænda hefst við. Þar fann hann marga trygga þegna konungsins. Eggjaði hann þá mjög á að hindra valdaráninu. — Tóku bændur -sig upp og voru æstir. Flykktust þeir í hundraða Og þúsunda tali til höfuðborgar- jnnar, á úlföldum sínum, margir hverjir vopnaðir. Er talið að um 10 þúsund bændur hafi stefnt að borginni, þegar Abdullah sá að taflið var tapað. Flýði hann úr borgmni í morgun, ásamt helztu Samsærismönnum og stefndi til Riad, höfuðborgar Saudi Arabíu. LTÐ FRÁ SAUDI-ARABÍU Ekki munu vinsældir Abdullahs vaxa við það að hann leitar til Saudi-Arabíu, því að kalt hefur verið milli þessara tveggja ríkja, jafnvel fullur fjandskapur. Óttast meny nú að Abdullah ætli að fá liðstyrk Saudi-Arabíu og taka Jemen með erlendu herliði. Sjémaíar höhiS- kúpubrotnar ÍSAFIRDI, 5. apríl — Rétt áður en togarinn Sólborg kom til ísafjarðar í morgun, voru skipverjar að vinna á þilfari. Var einn skipverja uppi í mastri að losa gilsblokk, en' þá viidi það óhapp til, að. blokkin féil niður á dekkið. Einn rkipverjanna, Marías Kristjánsson, var að koma upp úr lestinni í því, og lenti blokk j in í höfði hans og handlegg ] með þeim afleiðingum, að hann höfuðkúpubrotnaði, skarst illa á höfði og brák- aðist á handlegg. Þegar slysið vildi til, var skipið komið inn undir Selja- dal og átti því aðeins eftir um hálfa klst. til ísafjarðar. En þegar þangað kom, var Marías strax fluttur í sjúkrahúsið, og gerði sjúkrahússlæknirinn, Úlfur Gunnarsson, að meiðsl- um hans. — Var líðan manns- ins eftir atvikum góð í gær- dag. —J. Frá hófi því sem hátíðanefnd verzlunarmanna hélt á Hótel Borg s.l. föstudagskvöld. Við háborðið sitja m. a. fyrir miðju forsetahjónin og stjórnandi samkomunnar Eggert Kristjánsson formaður Verzl unarráðs íslands og kona hans. Ennfremur sendiherrar Dana og Norðmanna og ráðherrarnir Bjarnl Benediktsson, Eysteinn Jónsson, Ingóifur Jónsson, og dr. Kristinn Guðmundsson og konur þeirra, Ljósm. Þórarinn Sigurðsson. Hvenær fá bændur e! vífa verð á filbúnum á „Norðlefidíngi' fagnað á ólafsffrði ÓLAFSFIRÐI, 5. apríl. — Togar- inn Norðlendingur kom hingað í gær úr fyrstu veiðiför sinni eftir viku útivist með um 120 smálest- ir af fiski. Fiskurinn er hrað- frystur. Ennfremur fer nokkuð af aflanum í herzlu. í tilefni af komu Norðlendings var bærinn fánum skreyttur. — Miklar vonir eru tengdar við þetta nýja atvinnutæki hér í Ól- afsfirði. Norðlendingur fer aftur út á veiðar í dag. Skipstjóri á honum er Guðvarður Vilhjálmsson frá j Vestmannaeyjum. Góður afli er hjá togbátum. I Sigurður kom hingað í gær með 50 lestir af fiski eftir fimm daga j útivist. Aflinn verður saltaður og hertur. Sigurður stundar togveið- ar hér fyrir Norðurlandi. — J.A. — Rómarsýning Framh. af bls. 1 landi kemur í Ijós að þo-si smáþjóð cr hin framsæknasta og sú sem hefur flestum gáfu- mönnmn á að skipa. Tvímæla- laust er islenzka deildin fremri hinni sænsku og finnsku, þó engin listamannanna sé þar sérloga áherandi, en tök þeirra á listinni er yfirleitt hressileg og viðfeldin. Ef til vill er skýr- ingin sú, að íslendingum er j ekki ofþyngt af erfðum í mynd list sinni. Má vera að abstrakt- | listin og einangrun. þrátl fyrir | allar kenningar um félagslegt gildi, túlki öðru fremur lífs- viðhorf einveru og einangrun- ar“. Greinarhöfundur, Göran Schildt er meðal víðkunnustu listfræðinga Svía og nýtur mikils álits þar í landi. M. a. hefur hann samið | mikla 'bók um franska málarann | Cézanne er vakið hefur mikla at- j hygli. I Morgunblaðinu er skrifað: NÚ er komið fram í apríl og veður þannig, um Suðurland að minnsta kosti, að sjálfsagt er að fara að bera á fosfórsýru og kalí áburð, því að nú er þurrt um, en búast má við að túnin verði erf- ið umferðar víða, er hinn mikla klaka leysir í rigningum. En þó er svo með ólíkindum einokunarlaga að unnið, að Áburðarsala ríkisins er ekki far- in að auglýsa verð á tilbúnum áburði í vor, svo að við bændur vitum alls ekki að hverju við eigum að ganga um verð og notkun áburðarins. — Þetta nær auðvitað engri átt, að slíkt skuli koma fyrir á seinni hluta tutt- ugustu aldar, í þann mund sem uppi er fótur og fit til að minn- ast 100 ára verzlunarfrelsis í landinu. í nágrannalöndunum og raunar alls staðar sem til þekkist, fá bændur að vita vorverð á tilbún- um áburði þegar á haustin, eða að minnsta kosti fyrir áramót. Slíks er mikil nauðsyn, þar eð áburðurinn er einn af stóru út- gjaldaliðunum við búskapinn. Áburðarsala ríkisins hefur oft verið sein á sér með að auglýsa verð á tilbúnum áburði, en nú keyrir um þvert bak. Er ekki einhver aðili, sem bændum vil! vel og virðir þá svo yfir Áburð- aTsölu ríkisins og forstjóra henn- ar settur, að hann geti kippt i taumana? Þessar aðfarir eru lít- ilsvirðing við bændur. Áburðar- salan var ekki til þess stofnuð að vinna þannig fyrir bændur lands- ins.“ ★ Þessi umkvörtun toóndans, sem bréfið ritar, virðist því miður ekki vera ástæðulaus. Er von að bændur uni illa slíkri verzlunar- forsjá sem nú virðist eiga sér stað hjá Áburðarsölu ríkisins. fjarðabáta sæmileg ÍSAFIRÐI. 5 apríl — Sæmilegur afli hefur verið hjá línubátun- um síðan um miðjan marz Eftir að steinbíturinn fór að fiskast hefur aflinn verið frá 5—7 lest- ir í róðri. Héðan hafa róið tveir bátar af stærri bátunum og aflaði Ásbjörn 111 lestir í 22 róðrum, en Sæbjöra 99 lestir í 18 róðrum. Frá Hnifsda' hafa einnig róið tveir bátar og fékk Mímir 92 lestir í 18 róðrum. Hinn bátur- inn, Páll Pálsson, var nokkuð frá veiðum í mánuðinum vegna vélbilunar. Af Bolungarvíkurbát- unum er F.inar Hálfdáns hæstur með 131 lest í 20 róðrum. En af Súgandafjarðarbátum er Freyja II. aflahæst með 149 lestir í 22 róðrum. Er Freyja aflahæst Vest- fjarðabáta í marz hefur einnig verið ágæt ur afli hjá rækjubátunum. Hef- ur jafnan verið vöntun á fólki til að vinna við skelflettingu og nemendum Gagnfræðaskólans Aðalfundur mal- ' hvað eftir annað verið gefið leyfi til að vinna í rækjuverksmiðj- unni. —J. y MATREIÐSLUDEILD S.M.F. hélt aðalfund sinn í Alþýðuhús- inu í Reykjavík miðvikudaginn 23. marz s.l. — Sveinn Símonar- son, formaður deildarinnar, gaí greinargóða skýrslu um starf- semi deildarinnar umliðið ár, en starfsemi hennar hefur aldrei verið eins fjölþætt sem þá. Voru málefni deildarinnar rædd á víð og dreif, enda mikill áhugi meðal félaga, sem bezt sést á því, að fundinum lauk kl. 3,30 um nótt- ina, en hófst kl. 22,00. Meðal samþykkta er fundurinn gerði, var að samþykkt var að stofna styrktarsjóð innan deild- arinnar og var kosin styrktar- sjóðsstjórn, sem skipuð er þeim Friðriki Gíslasyni, sem er'form., Árna Jónssyni, Böðvari Stein- þórssyni, Karli Finnþogasyni og Tryggva Jónssyni. Stjórn deildarinnar var endur- kjörin og sjálfkjörin, en hana skipa: Sveinn Símonarson, sem er formaður, nú í fjórða sinn, varaformaður er Kári Halldórs- son, ritari Friðrik Gíslason, gjald keri Sveinbjörn Pétursson og meðstjórnandi Harry Kjærne- sted. ) Endurskoðendur voru kosnin Viggó Björnsson og frú Svein- sína Guðmundsdóttir. — Einnig ! i var kosið trúnaðarmannaráð og — 58 íbúðir Framh. af bls. 1 haldandi byggingaframkvæmd- um enn fleiri íbúða, í samræmi við fjárhagsgetu bæjarfélagsins og stuðning ríkisvaldsins, eins og húsnæðismálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir. Aðeins kommúnistinn einn í Bæjarráði varð til að greiða sinni eigin tillögu atkvæði. Jafnvel Þjóðvarnarmaðurinn, sem í ráð- inu situr, treystist ekki til að fylgja þessari skrumtillögu kommúnista. 151 ÍBÍTÐ í BYGGINGU Á VEGUM BÆJARINS Þegar þessi tillaga Sjálfstæðis- manna er komin í framkvæmd verða 151 íbúð í byggingu á veg- um bæjarins, auk þeirra 16 íbúða í Bústaðahverfinu, sem nýlega er lokið. fulltrúi í stjórn S.M.F. og full- trúar á aðalfund S.M.F. Óruggar sannanir fengnar fyrir hvað valdi saltfiskgulunni ÆGIR, rit Fiskifélags Islands, 5. hefti, er nýlega komið út. Flytur það að vanda fróðleik hvers konar um útgerð og aflabrögð. — Geir Arnesen skrifar tseknitíðindi úr fiskiðnaði og fjallar grein hans um heimsókn i s&ltverin á Spáni og Ítalíu. Fór Geir þangað suður að tilhlutan Sölusambands ísl. fiskframleiðenda vegna saltgulu- vandamálsins. Er það hin fróðleg asta grein. 1 greininni er einnig skýrt frá seinustu rannsóknum sem gerðar hafa verið í sambandi við salt- fiskguluna. RANNSÓKNIRNAR Varðandi rannsóknirnar á or- sök guluskemmdanna, þá er nú fengin örugg vissa fyrir því með hverjum hætti gulan myndast í saltinu. Segir m. a. svo: Útkoman var eins ótvíræð og 1 frekast mátti verða. Öll sýnishorri in, sem voru tekin heint úr salt-i tjörnunum í hinum ýmsu saltvern um, reyndust að innihalda frá 0.00—0.06 mg/kg af kopar, en svo lítið magn virtist ekki koma aði sök. Það sýndu söltunartilraúnirii ar, en ekki einn einasti fiskur gulnaði. Það sýndi sig hins vegar, að salt, sömu tegundar og ofan^ greind sýnishorn, sem hafði runnn ið eftir hinum látúnsklæddu renri um, bafði tekið í sig allt upp í 2.CÍ mg/kg af kopar, enda gulnaði all ur fiskurinn, sem saltaður var upp úr þessum sýnishornum meirai og minna og mest af honum vaC orðið alveg brúnt eftir 10 vikur, Þessar niðurstöður hafa verið til- kynntar spönsku saltframleiðend* unum, og ég hef spurnir af því* að nú þegar sé lokið að rífa burí allar látúnsplötur a. m. k. í Ibiza-i saltverinu. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.